Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Blaðsíða 10
Þeir lifðu í náinni snertingu við veröld arid- anna, ef svo mætti segja. Allt mannlegt ólán, hvort heldur það var léleg veiði, veikindi eða slæmt veðurfar, var að þeirra áliti refsingar andanna vegna þess að menn fóru ekki nógu nákvæmlega eftir þeim flóknu reglum, sem bar að viðhafa. Allur heimurinn var í hárfínu jafnvægi og þetta jafnvægi gat raskast ef hegðun manna var ekki kórrétt. Aðeins var sérstökum töframönnum með miðilshæfileika gefið að sjá andana. Þessir miðlar voru lykil- menn í þeirri varnarstöðu, sem mannlegar verur stóðu í gagnvart andaheiminum. Miðl- arnir féllu í trans og yfirgáfu líkama sína þegar svo bar undir og þá gátu þeir heim- sótt andaheiminn. Og á ári hveiju voru haldn- ar fjórar stórhátíðir með flóknum helgisiðum, söng og dansi til þess að heiðra andana. Heimsmynd eskimóanna var á þann veg, að alheimurinn væri úr nokkrum lögum. Þetta var eins og margra hæða hus, þar sem menn búa á sumum hæðum og andar á öðrum. Að fara milli hæða var mögulegt, en mjög hættu- legt. Það var á þessum efri tilverustigum, að dýr breyttu sér í önnur dýr, eða jafnvel í menn. Andarnir heita inua á máli eskímóa, en inúítar eru fólk, persónur. Hvert dýr hefur sitt inua og það sem merkilegra er: Hver ein- asti hlutur hefur sitt inua, sinn anda. Miðlam- ir einir höfðu hæfíleika til að sjá anda dýra og hluta. Þetta kemur vel fram á sýningunni í þá vem að lítil andlitsmynd er skorin út í hlutinn. Það ér inua hlutarins. Andi látinnar persónu gat líka tekið sér bólfestu í nýlega fæddu bami, einkum ef bamið var skýrt eft- ir hinum látna. í þorpunum við Beringsundið var föst venja, að bam var skýrt eftir þeim, sem síðast hafði látizt. í þessari andlegu veröld eskimóanna var allt samtengt; allt í eilífri hringrás, sem ekki mátti trufla. Veiðin út af fyrir sig gat ekki valdið tmflun. En það var ekki sama hvemig að henni var staðið. Sem dæmi þar um má nefna lítið áhald, ísklóra, sem veiðimenn not- uðu þegar þeir nálguðust sel, þar sem hann lá á ísnum. A enda skaftsins var útskorðið selshöfuð með veiðihárum og átti að blíðka anda hinnar tilvonandi bráðar, en sjálf klóran var úr selaklóm og af henni varð nákvæm- lega sama hljóð og þegar selurinn skríður eftir ísnum, eða svo töldu eskimóar. Útskomar grímur gegndu mikilvægu hlut- verki gagnvart andaheiminum. Miðlar einir gátu séð tunghat, illa anda, sem gátu sótt að þorpunum, en tækist miðli að sigra slíkan anda, varð hann á eftir hjálparandi í þjónustu miðilsins, sem jók völd hans og áhrif. Sumar þessara gríma eiga að sýna þessa varasömu anda, eða vora notaðar í viðureigninni við þá. Til er skrifleg frásögn eftir rússneskan hermann, Zagoskin, sem var á ferðinni við Beringsundið 1842 og varð vitni að svofelldri uppákomu: „En nú opnast gatið á þakinu og í einu vettvangi rennir dansari sér þar niður á svið- ið; fjórar konur stilla sér upp við hlið hans. Dansarinn er með grímu með stílfærðri mynd af hrafni ognú hoppar hann um sviðið, krunk- ar eins og hrafn undir taktföstum hrynjandi trumbuleiks og syngur. Dansarinn er í gervi hrafns, hann hoppar eins og fugl, en stundum ber hann sig til eins og maður, sem gengur allt í haginn. Textinn sem dansarinn syngur er eitthvað á þessa leið: Miðill býr í húsi sínu. Hann er hungraður, en tekur eftir því að hvert sem hann fer, fylgir honum hrafn og truflar-hann. Sé miðillinn á eftir veiðidýri, þá lætur hrafninn dýrinu tiregða, svo miðillinn kemst ekki að því með boga sinn. Leggi maðurinn snöru fyrir héra, þá stuggar hrafn- inn við héranum og leggi maðurinn gildru fyrir fisk, þá hefur hrafninn einhver ráð með að bægja fiskinum frá. „Hver ert þú?“ hrópar maðurinn að lokum. En andinn í líki hrafns- ins brosir og svarar: „Ég er þinn illi andi““ NÚTÍMI VlÐ BERINGSUND Samkomur eins og þær sem hér er lýst heyra nú sögunni til. Veröld andanna hefur vikið fyrir nýum siðum; en það gerðist ótrú- lega seint. Það var ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar, að trúboðar turnuðu mönnum til kristni á þessum slóðum. í þorpunum eru nú ofur venjuleg timburhús, en lítið um gatna- gerð. Víða era aðeins lagðir plankar til að ganga á. A vetrum er vélknúinn snjósleði ómissandi farartæki og enn sem fyrr lifa esk- imóamir við Beringsundið af veiðum. Eins og fyrr segir hefur Greenpeace eyðilagt fyrir þeim selskinnamarkaðinn, en það er samt af nógu að taka í ríki náttúrannar og nóg af minki, otram og bjömum. Þjóðvegakerfíð nær til Anchorage og þaðan • er vegur svo til þvert norður yfir landið; hann var lagður vegna olíuleltar þar norðurfrá og olíuleiðslanna þaðan og suður. En frá þeim vegi er enn óraleið vestur að Beringsundi og á því svæði eru engar nútíma samgöngur til. Inupiak og Yupik-eskimóar fá því að vera nokkumveginn í friði fyrir hinni ágengu, vest- rænu menningu enn um sinn. GÍSLI SIGURÐSSON ATLI HARÐARSON Ástardraumurinn Mig dreymdi að ég værí sofandi fjármálaráðherra og himneskir skriffinnar vitjuðu mín í draumi og segðu: „Þetta mistókst síðast, en nú skulum við kenna þér að byrla raunverulegan ástardrykk. (Þú skalt ekkigeyma hann á sömu flöskum ogþann gamla, þennah sem mistókst. Hentu öllum flöskum sem merktar eru ÞJÓÐARSÁTT. Fáðu þér svo gyllt ker og láttu skrífa á þau ALHEIMSBRÆÐRALAG. í þessum kerum skaltu geyma drykkinn góða.) Hér kemur uppskriftin: Þú tekur aðila vinnumarkaðarins (verður að ná þeim lifandi) og ferð með þá inn í gamla rúgbrauðsgerð (undir fullu tungli) svo hellir þú ofan í þá 666 blaðsíðum af hvítrí lygi og 375 millilítrum af svartadauða og hrærír í fram yfir þinglausnir. Ef efnin blandast ekki eða einstakir verkalýðsleiðtogar hlaupa í kekki þá verður að ráða 3 hagfræðinga (sem allir hafa krókódíl í hjartastað og eru ekki á nokkurn hátt óvenjulegir) láta þá hreinsa Iygina_betur og byija svo upp á nýtt annars skaltu kynda undir fram eftir nóttu. Þegar drykkurinn er tilbúinn getið þið farið heim að sofa. Útvarpsstöðvamar hella honum sjálfkrafa íþjóðina daginn eftir og hún fær strax ótakmarkaða ást á þér og aðeins þér. “ Þegar ég vaknaði í draumnum tók égstrax að lofsyngja visku hinna himnesku skriffinna. Þegar ég vaknaði af draumnum ákvað ég að hafa slökkt á útvarpinu. Höfundur býr á Akranesi SIGURÐUR INGÓLFSSON Á barnaheimili (Tileinkað börnunum á Vesturborg) A morgnana komaþau tilþess að hertaka heiminn hlæjandi sum en grátandi önnur að vonum. Ogþar blandast hefðarfólk íslenskum alþýðusonum og óskabörn framtíðar standa og horfa út ígeiminn. Sum þeirra öskra af algerri snilld eins og gengur með óperustyrk og tilburðum leikara á sviði. Sum eru lítil og önnur á eilífu iði ogeflaust mun menningu verða aðþeim talsverður fengur. Þar eru ráðamenn framtíðar þessarar þjóðar, þjóðskáld oglistamenn, stórmenni og andlegir sóðar og fólk sem mun sér í kerfinu tapa og týna. Er deginum lýkur býr kynslóðin sig til að kveðjast þau kássast íþeim sem að sækja, ogflest þeirra gleðjast, svo ryðjastþau heim til aðráðskast með foreldra sína. Höfundur er bókmenntafræðingur. GEIR G. GUNNLAUGSSON Öryggisleysi Öryggið er lítið í alheimsmannabyggð enginn treystir framar á drengskap eða tryggð. Feigðin styður hendi á hlaðinn byssugikk og efinn blandar eitri í andans svaladrykk. Höfundur býr í Lundi í Fossvogi. E R L E N D A R B Æ K U R Guðbrandur Siglaugsson tók saman THE TWO DEATHS OF SENORA PUCCINI ‘No morc [nmcrful amJ rcmc>r}.clys 'cxamination ol pasMon an«l '■< ‘íOf frustratíon has bccn svntlch ? for ntanv ycars’ 't" : 'j — Thr fin>e\ , . ' Stephen Dobyns: The Two Deaths of Senora Puccini. Penguin Books. Það er borgarastytjöld í einu af ríkjum Suður-Ameríku. Gamlir skólafélagar ætla að snæða saman hjá lækni úr þeirra hópi. Forföll eru mikil vegna ástandsins í landinu, götur fullar af hermönnum og hættum. Sögumaður er fyrstur í samkvæmið. Ráðs- kona læknisins hleypir honum inn og vísar til stofu. Þar dvelst hann góða stund einn og hugurinn reikar með augum um sali. Brátt bætast aðrir skólafélagar í hópinn og hver hefur frá einhveiju að segja. Gestgjaf- inn er umræðuefni þeirra og sýnist sitt hveijum um heilindi hans og líf. Loks birt- ist gestgjafinn og styijöldin geisar úti fyrir. Hermenn leita skjóls í húsakynnum læknis- ins, liðsforingi nokkur er óvinveittur menntamönnunum en rostinn er lækkaður í honum af yfírmanni hans. Skólafélagarnir segja af sjálfum sér og með galdri fær les- andinn það á tilfínninguna að hann sé stadd- ur í annarra draumum. Þetta er áleitin saga og ánægjuleg reynsla að lesa hana. Eins og kommóða með fjöl- mörgum leynihólfum, lygum, sannindum, sárindum og dulúð. Ráðskonan er miðpunkt- ur sögunnar. Læknirinn hefur farið með hana eins og hann lysti, niðurlægt hana á allan hátt en loks nær hún fram hefndum. Robert Crais: The Monkey’s Raincoat. Penguin Books. Höfundur þessarar bókar hefur starfað að gerð sjónvarpsþátta á borð við Hill Street Blues og Miami Vice. Hann býr í Kalifomíu og er þessi reyfari fyrsta skáldsaga hans. Henni var dæmalaust vel tekið þegar hún birtist og hlaut hann verðlaun fyrir hana. Hér ríkir knappi stíllinn með kækjum sínum og hnyttiyrðum, plottið er margsnúið roð um mannrán, kókaín, morð og undirferli. Einkaspæjarinn Elvis Cole er fyrrverandi hermaður og leika vopnin vitaskuld í hönd- um hans. Hann rekur skrifstofu með kunn- ingja sínum sem talar álíka mikið og Clint Eastwood, er sjaldan nálægur en alltaf hægt að ná í hann í síma í vopnabúðinni. Sá reynist heldur en ekki harðsvíraður þeg- ar á reynir. Aparegnkápan þessi er nokk- urra stunda gaman en tæpast meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.