Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Blaðsíða 2
vegar munurinn að myndsýn frumkvöðl-
anna er orðin rótgróin hluti af „íslending-
seðli“ okkar, en þeirra Komars og Mel-
amids er það ekki. Hún er árás á þjóðina,
á þjóðrembingshátt állra þjóða, en um hann
hafa öll blóðugustu stríð aldarinnar snúist.
Svo mjög hafa frumkvöðlamir litað afstöðu
okkar að snjöllustu myndlistargagnrýnend-
ur landsins (þeir eru reyndar aðeins fimm)
virðast ekki enn geta séð út fyrir þessa
„sýn“. Hún takmarkar okkur opnari skynj-
un. Árið 1996 eftir Krists burð er gengið
í garð. Við erum blinduð af eigin ágæti,
af hugsunarlitlum vana, af merkingarlaus-
um stuðlum og höfuðstöfum. Inntakið vant-
ar of oft. Forsendurnar. Rökin. Rökleiðsl-
una. Yfirsýnina. Markmiðið. Átökin. Lifandi
hugsun. Túlkun Vignis Jóhannssonar list-
málara, og svokallaðs gagnrýnanda Dags-
ljóss, á niðurstöðu Hagvangs, sem birt var
í þættinum skömmu fyrir afhjúpun frum-
verkanna, sýnir meðal annars Móra og
Skottu þótt ekkert í könnuninni gefi til
kynna að þessar afturgöngur íslenskra þjóð-
sagna þurfí að vera til staðar. Hraunið er
(að sjálfsögðu) líka nokkuð fyrirferðarmikið
í þessari annars ótrúlega „illa máluðu“
mynd. (Var þetta hnoð með ráðum gert?)
Vignir fellur í þá þjóðemisgildru að skálda
heilaþvotti sínum í prósentutölumar, and-
stætt Komar og Melamid. En sá er hins
vegar munurinn að þeir eru meiriháttar
listamenn. Vignir býr á íslandi og starfar
fyrir Dagsljós.
Nei, glæpur Komars og Melamids, að
mati elítunnar og góðborgaranna sem misstu
andlitið fyrir framan „eftirlæti þjóðarinnar“,
er sá að hafa málað „ljótt, óíslenskt mál-
verk“. Einn helsti elítupenni íslenskrar
myndlistar, annar af gagnrýnendum Morg-
unblaðsins, botnar vísuna til hálfs þegar
hann kveður upp að „sjálf hugmyndin, að-
dragandinn, athygli fjölmiðla og umgjörðin
eru aðalatriði, en hin endanlegu málverk
einfaldlega rusl ... útkoman er móðgun við
þann almannasmekk sem verkin eiga að
lýsa“. Gagnrýnandinn leyfír sér að mæla
fyrir munn allrar þjóðarinnar, enda vanur
því að hafa vitið fýrir henni. Hann tilheyrir
jú elítunni. En myndimar voru ekki málaðar
til þess að gagnrýnandinn gæti lagt mat
sitt á þær. Þær voru málaðar fyrir fólkið.
Til að gera kerfíð sýnilegt.
Er útkoman móðgun við myndlistars-
mekk almennings eins og háttvirtur gagn-
rýnandi fullyrðir? Hver getur svarað því?
Hinn „sauðsvarti almúgi" hefur ekki áhuga
á Kjarvalsstöðum. Hann les ekki þessi skrif.
Og skrif háttvirts gagnrýnanda ekki held-
ur. Hins vegar er kannski nærtækara að
halda því fram að þessi skoðun gagnrýnand-
ans á verkinu sé móðgun við almenning.
Slíkt „rusl“ er nefnilega að finna í stásstof-
um, félagsheimilum og sjoppum vítt og
breitt um landið. Hjá Guggu frænku sem
þekkir ekki Þórarinn B. Þorláksson. Hvern-
ig á gagnrýnandi sem titlar grein neðar á
sömu blaðsíðu „Tær myndhugsun" að geta
botnað jafn grugguga og margslungna
hugsun? Hann hefur hvorki tíma né pláss
til þess. Hann þarf jú að sinna svo mörgum
sýningum. Hann fær um 7 þúsund krónur
á grein. Gagnrýnandinn „hvetur sem flesta
til að skoða þær sýningar nú eru uppi“ í
Nýlistasafninu. Þær eiga það skilið. En sá
er hins vegar munurinn að þessi fram-
kvæmd Komars og Melamids á íslandi er
tímamótaviðburður. Sýningarnar í Nýlista-
safninu geta varla talist til mikillar ný-
lundu. Nei, íslenskt listáhugafólk vill sósu
og salat.
OgÞyrnigerðið
Hóf SigHátt...
Höldum áfram. Gallinn hjá Komar og
Melamid, að mati elítunnar, er sá að þeir
„lögðu ekki sálina" í verkið, en til að fanga
sjálfa þjóðarsálina þarf greinilega að beita
miklu fíngerðari pensilstrokum og mun
agaðri myndbyggingu. Þegar Picasso mál-
aði „Ungfrúrnar frá Avignon" (1907) náði
fólk ekki upp í nefið á sér hvað verkið
væri ljótt. Nú þykir það hið fegursta, enda
fyrir löngu komið inn í listasöguna. („Eftir
20 ár verður Eftirsóttasta málverk íslensku
þjóðarinnar almennt álitið fallegt" spáir
Melamid.) Ljótleiki og fegurð, gott og
slæmt, eru afstæð fyrirbæri, nú sem aldrei
fyrr. Módemismi 20. aldarinnar gekk að
miklu leyti út á „ljótleikann". Menn höfðu
mjög ákveðnar skoðanir á hvað væri ljótt
— og öfugt — og máluðu samkvæmt því.
Framúrstefnan sá sér leik á borði og vann
þvert á móti viðteknum smekk. Svo rösk-
lega gekk hún til verks að upp úr síðasta
áratug hafði hún komist að þeirri niður-
stöðu að allt Ijótt væri meira og minna
fallegt. Hugtökin urðu fullkomlega afstæð
— a.m.k. hjá henni. Nú geta menn málað
þunnt eða þykkt, þríhyrninga, feminga eða
raunsætt landslag, og allt er það tekið sem
gott og gilt. Það skiptir ekki máli. Og það
er kannski þess vegna sem myndlistin virð-
ist núna eiga svona mikið undir högg að
sækja.
Glæpatíðni hefur snaraukist — nema í
myndlistinni. Islenskir myndlistarmenn
hafa flestir hreint sakarvottorð. Og fæstir
fyllast vandlætingu, sama hvað þeir gera.
Stærsti hluti myndlistarinnar er nefnilega
formúlumyndlist. Hún vekur lítil viðbrögð.
Kunni menn uppskriftina á annað borð er
tiltölulega hægur vandi að búa til endalaus
afbrigði af mínímalisma eða abstrakt-
expressjónisma. Hins vegar voru þessar
stefnur viss bylting þegar þær komu fyrst
fram á sjónarsviðið. „Miðillinn jafngildir
skilaboðunum" („the medium is the mes-
sage“) er frasi sem mikið hefur verið stag-
ast á í seinni tíð. En hvaða merkingu, hvað
gildi, hefur ljósgrár femingur á hvítum fleti,
eða málningarsletta á risastóru heiðgulu
lérefti? Hvað segja svona verk okkur um
lífið og listina á síðustu árum 20. aldarinn-
ar? Mest lítið, nema helst það að listin er
ekki lengur í tengslum við umhverfíð. Hún
er gjörsamlega úti á þekju. Hún er samfé-
laginu óviðkomandi.
HÚN ÞYRNIRÓS Svaf
Eina Öld ...
íslenskir myndlistarmenn, líkt og kolleg-
ar þeirra erlendis, hafa flestir kosið að
stinga höfðinu í sandinn. Þeir reyna að telja
sér trú um að list þeirra skipti einhverju
máli. En innst inni eru þeir í miklum vafa.
Þeir neita auðvitað að viðurkenna það, því
þeir era lafhræddir um að missa hina opin-
bera bitlinga. Að fara af spenanum. Nútí-
malistamenn skortir þá óbifandi trúfestu
sem forverar þeirrar höfðu, að framlag
þeirra hefði geysilega þýðingu. Að þeir
væru „að fara eitthvað", á afskaplega mikil-
væga staði, og að fyrr eða síðar myndu
augu manna opnast fyrir sannleikanum.
Van Gogh framdi sjálfsmorð einn og yfir-
gefinn en fram á dauðastund var hann full-
viss um að hann hefði „rétt fyrir sér“. Líka
Picasso, De Kooning, Donald Judd. Þessi
ídealismi, þessi sannfæring er að mestu
horfin. Trúfestan er týnd, og hún verður
ekki fundin í innantómum formúlum.
Myndlistin er ákveðið samskiptaform.
Ef enginn sér hana, eða kærir sig um hana,
þá rís hún ekki undir nafni sem miðill.
Þess vegna eru nöfn manna eins og Judds
og De Koonings skráð með stóram stöfum
í listasöguna, en það verða nöfn arftaka
þeirra mörgum áratugum síðar seint eða
aldrei. Lærisveinar þeirra og eftirhermur
skipta þúsundum. Judd og De Kooning
vora frumkvöðlar, hvor á sínu sviði. Þeir
miðluðu list sinni. Þeir vora í takti við tíðar-
andann. Þeir máttu að vísu éta það sem
úti fraus til að byija með. En það var í
góðu lagi því þeir gátu nærst á sannfæring-
unni; einhvern tíma í framtíðinni fengju
þeir uppreisn æra. Líkumar á því að vinna
í snillingalóttóinu núna eru hverfandi litlar.
Judd og De Kooning voru utangarðs-
menn. Núna geturðu keypt listamannSí-
myndina úti í búð. Eða verið pönkari um
helgar, með platnælu í gegnum kinnina,
og klæðst jakkafötum með bindi á virkum
dögum. Þitt er valið. Þetta snýst hvort eð
er bara um útlit, um yfirborðið, um hvaða
karakter þú kýst að vera. Og ímyndin er
föl, markaðssett og fjöldaframleidd eftir
því hvort vor- eða hausttískan á í hlut.
Unglingamir ganga í hippaklæðnaði frá
toppi til táar frá versluninni 17 og hlusta
á bítlana: „Vá, þeir era alveg ógeðslega
kúl, ég meina grúfí“. Þeir uppgötvuðu bítl-
ana nýverið hjá Skífunni með aðstoð út-
varpsstöðvanna og tónlistarmyndbanda.
Fyrir tveimur áram var það diskóið. Bítla-
tónlistin, pönkið og jafnvel diskóið voru
eins konar grasrótarhreyfingar. Þær
spruttu upp. Nú vex allt niður.
þáKomHinn Ungi
Konungsson ...
Og allir virðast græða. Nema listamenn
— sérstaklega myndlistarmenn. Meira að
segja starfsmenn safnanna græða, enda eru
þeir á launum við að kynna myndlistina.
Einnig fjölmiðlarnir, því þeir geta náð pen-
ingum út úr listrænu efni sem aðrir hafa
framleitt kauplaust. Myndlistarmenn láta
nota sig — sérstaklega þeir íslensku. Þeir
lepja dauðann úr skel. Ástand íslenskra
myndlistarmanna hefur aldrei verið skelfi-
legra. Þeir leggja oftö sig margra mánaða
erfiði við að setja upp sýningar. Og hvað
fá þeir í staðinn? Kannski kaupir borgin
eða ríkið af þeim eitt verk séu þeir heppn-
ir. Það þykja mikil tíðindi ef þrjú verk selj-
ast, og að eitt þeirra hafi verið keypt af
einhverjum nafnlausum aðila. Hvað er eig-
inlega um að vera? Myndlistarmaðurinn
selur þó vanalega ekkert og hefur ekki
annað upp úr krafsinu en kostnað og fyrir-
höfn. Dæmigerðu sýningarferli á Islandi
má skipta í fimm (hádramatíska) kafla:
1) Leiga á sal, en þeir kosta á bilinu
30-100 þúsund krónur fyrir sýningartím-
ann.
2) Undirbúningur, efniskaup, vinna og
uppsetning.
3) Opnun. Ættingjar (séu menn að sýna
í fyrstu skiptin) og vinir úr listinni, sem
þekkja þegar til verka viðkomandi, mæta
einna helst. Þeir skoða sýninguna að meðal-
tali í 45 sekúndur.
4) Hátindur sýningarinnar. Yfirgnæf-
andi líkur era á því, sama hvað er í boði,
að einn af gagnrýnendum fjölmiðlanna felli
hinn langþráða stóradóm á þremur mínút-
um sléttum eða í nokkram dálksentímetram
— sem ættingjar og vinir úr listinni lesa
einna helst. Dómurinn getur haft langvar-
andi áhrif á geðheilsu listamannsins ef
gagnrýnandinn hvetur ekki sem flesta til
að skoða sýninguna í lok greinargerðarinn-
ar. En þótt gagnrýnin kunni að vera slæm
er henni einungis ætlað hvetja listamanninn
til dáða svo hann standi sig betur næst,
enda samkeppnin hörð og eftir miklu að
slægjast. Aldrei að vita nema menn fái til-
boð um að sýna í Þrándheimi á eigin kostn-
að fyrir atbeina Menntamálaráðuneytisins,
svona sem fulltrúi landsins. Mikill heiður.
Þetta er allt saman svo rosalega mikill
heiður. Myndlistarlífið á íslandi gengur út
á heiður og það að vera heiðraður; heiðurs-
félaga, listrænan heiðarleika og heiðríkju,
að ógleymdum menningarverðlaunum DV,
heiðursgrip, heiðurs-dinner og heiðursá-
varp. Hversu meira geta myndlistarmenn
óskað sér? Verst að heiðurinn leiðir einna
helst til fleiri kostnaðarsamra samsýninga
í Þrándheimum Evrópu.
5) Lokun og næsta sýning tekur við.
Ekkert verk hefur selst. Viku síðar hafa
flestir gleymt sýningunni — nema einna
helst listamaðurinn sjálfur.
Ó, Vakna þú Mín Þyrnirós
Færiband íslenskrar „myndlistaram-
ræðu“ gleypir við öllu sem á það er sett.
Svo framarlega’sem söfnin hafa eitthvað
að sýna og með því fylgir einhver texti,
þá era þau í góðum málum. Gagnrýnandinn
mætir á staðinn og rennir augum yfir sal-
inn. Það er alltaf eitthvað að gerast hjá
þeim í söfnunum. Og það er þetta eitthvað
sem margir eiga einhvern veginn svo erfítt
með að skilja: Menningarstofnanir landsins
snúast ekki beinlínis um menninguna. Þær
snúast um stöðugildi, um kaup (já, pen-
inga), völd, titlatog, virðingu, tilgerð og
pólitísk gæluverkefni — um þennan hvers-
dagslega mannlega breyskleika. Listin
snýst nefnilega ekki nema að litlu leyti um
listina, og hefur aldrei gert það. Samt eru
íslenskir listamenn reiðubúnir að leggja á
sig ómælt erfiði fyrir listina, og fórna bæði
tíma sínum og peningum til að halda skraut-
ijöðram borgarinnar uppi. Jafnvel íslenskir
leikarar létu ekki bjóða sér að æfa leiksýn-
ingar fyrir ekki neitt til þess eins að for-
stöðumenn, skrifstofufólk, ræstitæknar,
veitingafólk, húsverðir, miðasölufólk, próf-
arkalesarar og gagnrýnendur geti haldið
starfinu. En þess ber náttúrlega að geta
að íslenskir myndlistarmenn era mestu
hugsjónamenn í heimi. Og fyrir það eiga
þeir að sjálfsögðu allan heiður skilið.
Allir virðast hugsa um peninga — nema
íslenskir myndlistarmenn. Peningar (og
áhugi almennings) hefur lengi þótt merki
um að menn væra staddir á villigötum inn-
an þeirra raða. Slíkt mengar aðeins listina.
Það gefur því auga leið að sá sem talar
mikið um kaup og kjör getur ekki verið
mikill myndlistarmaður. Myndlistarmenn
eiga að þegja, og það kunna þeir íslensku
svo sannarlega. Hitt má einnig ljóst vera
að sé myndlistarmaðurinn efnaður (og
frægur), þá hlýtur hann að vera góður.
Hann verður bara að passa sig að minnast
ekki einu orði á peninga. Það gera hins
vegar skósmiðir, píparar, innrömmunar-
menn, ljósmyndarar — allt heilbrigt hugs-
andi fólk. Það vill fá eitthvað fyrir sinn
snúð. Það þarf að lifa. Gangi viðskiptin
ekki fara menn einfaldlega á hausinn og
verða að beita sér að einhverju öðru. ís-
lenskir myndlistarmenn stunda bullandi
hallarekstur þótt af sýningarfjöldanum að
dæma mætti halda að þetta væri ein af
arðbærari atvinnugreinum landsins. Hjá
þeim eru aldrei rýmingarsölur eða lokanir
hvernig sem kann að ára! Hvað þá verkföll.
íslensk myndlist nærist beinlínis á fá-
tækt og almennu áhugaleysi. Það útskýrir
ef til vill hvers vegna „mínímalisminn" —
verk gerð úr „mínímal" efnivið eins og tóm-
um sultukrukkum, spýtnabraki, tvinna,
sígarettustubbum, ryki og öðru tilfallandi
„rasli“ — hefur átt svona miklu fylgi að
fagna hér á undanföram áram. Það er stór
spuming hvort að innétið velferðarþjóðfélag
eins og okkar geti alið af sér veralega
merkilega myndlist — þar sem engum má
hampa um of og allt er flatt út, þar sem
myndlistinni er stjórnað af pólitíkusum sem
halda að hægt sé að gera Reykjavík að
menningarhöfuðborg Evrópu fyrir 30 millj-
ónir af því að loftið er svo hreint og bama-
starfíð dásamlegt, og þar sem myndlistar-
kaup fara einkum eftir kunningsskap og
ætterni. Við getum velt fyrir okkur hvernig
komið væri fyrir Michelangelo hefði hann
átt því óláni að fagna að fæðast inn í ís-
lenskt nútímaþjóðfélag. Hvar væri Sixt-
ínska kapellan? í Breiðholtinu? Flest merki-
leg myndlist er nánast því undantekingar-
laust dýr myndlist. Og hún á að vera það.
Nema við kollvörpum náttúrlega núverandi
þjóðfélagsskipan. („Blóðug bylting væri
náttúrlega ídealt“, segir Melamid.) Þetta á
jafnt við um Peter Halley, Bob Flanagan,
Joel-Peter Witkin, Richard Diebenkorn,
Sally Mann, Carolee Schneemann, Ando
Hiroshige, Jenny Holzer og um þá Komar
og Melamid. Allt heimsfrægir myndlistar-
menn sem sýnt hafa á Mokka-kaffi. Og list
þeirra á mun lifa í stað þess að verða
gleymskunni og glatkistunni að bráð af því
það eru peningar í henni. Þess vegna eru
til margar athyglisverðar bækur um þessa
listamenn. Þess vegna er hún svona vel
kynnt. Þess vegna vitum við — miklu fleira
fólk en bara Við — um hana. Ef þú ættir
málverk sem metið væri á 30 milljónir
króna, myndir þú þá ekki passa vel upp á
það — jafnvel þótt þér þætti lítið í það varið?
Og ÞÁ Var Kátt í Höllinni
Komar og Melamid hugsa um peninga.
Þeir hugsa um listina. Þeir hugsa um um-
hverfið í kringum sig. Þeir hugsa. List
þeirra er leitandi. Þess vegna er hún bæði
rauð og blá. Þess vegna er hún sönn rödd
úr deiglunni. Og þess vegna er Hagvangs-
könnunin „100 prósent sögulegur viðburð-
ur“ eins og þeir lýstu réttilega yfir í við-
tali við Morgunblaðið. Þeir sem ekki sjá
það era einfaldlega blindaðir af heimóttar-
skap. Framtakið, sem sparkar heiftarlega
frá sér í allar áttir, á eftir að fara á spjöld
sögunnar. Til að sjá það þarf enga spá-
dómsgáfu, aðeins sprelllifandi hugsun.
Skráningin er þegar hafin á fullu (af Art-
huro Danto, Andrew Ross og tugum ann-
arra hugsuða), og í september næstkom-
andi mun Ludwig-safnið í Köln, eitt auðug-
asta safn Evrópu, sýna öll verkin sem gerð
hafa verið hingað til — gegn 500 þúsund
dollara kauptryggingu.
En þeir sem hampa uppátækinu eru að
leika sér með eldinn. Könnunin boðar ekki
lausn á vanda myndlistarinnar, þvi fer fjarri.
Sé inntaki hennar fylgt eftir út í ystu æsar
yrði það banabiti myndlistarinnar eins og
við þekkjum hana. Hún myndi endanlega
leysast upp við markaðssamfélagið. Komar
og Melamid hefur tekist það sem margir
hafa reynt, að setja ótvírætt spumingar-
merki við allt sem okkur er kærast; við lýð-
ræði, þjóðernishyggju, gæði, séreinkenni,
innsæi, snilli, listaskóla, söfn og listamann-
inn sjálfan. Og allt þetta með nokkram pens-
ilstrokum. Flóðhesturinn í Eftirsóttasta mál-
verki íslensku þjóðarinnar er þeirra sérstaka
listræna framlag, en skissan var vandlega
útfærð af þeim í samræmi við tölvuútreikn-
inga. (Þeir völdu bláan ramma þegar í ljós
kom að þessi eftirlætislitur þjóðarinnar var
ekki í nægilega miklu hlutfallslegu magni á
léreftinu.) Aftur á móti unnu þeir „síst eftir-
sóttasta" málverkið, sem er dæmigerð „ís-
lensk“ konkretlist, algjörlega upp á eigin
spýtur af því „það var svo auðvelt“.
Safnstjóri sem tæki árásina trúanlega
gæti allt eins sagt starfinu upp á morgun.
Könnunin, einn veigamesti þáttur verksins,
boðar hvorki meira né minna en anarkisma.
Könnunin hreinsar loftið af reykelsismekk-
inum sem umlykur hina ýmsu trúarbragða-
söfnuði myndlistarinnar og fær hina hólpnu
til að sjá Ijósið knallskýrt: Sjálft tómið.
Heimsókn Komars og Melmids til lands-
ins er fyrir íslenska myndlist ekki ósvipað
og samkoma bandaríska sjónvarpsprests-
ins, Benny Hinns, í Laugardalshöllinni var
fyrir áhangendur kristinnar trúar. Með
rammöfugum formerkjum. Og skilaboðin?
Öreigar íslenskrar myndlistar: „WAKE UP
TO REALITY". Góðan daginn.
Höfundur er listfræðingur.
2