Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						EKKI færri en sjö teiknarar hafa reynt að teikna Hjálmar og þá byggt á lýsingum samtíðarfólks. Hér eru þrjár hugmyndir um skáldið. Langsamlega kunnust er teikning Ríkarðs
Jónssonar, lengst til vinstri, og finnst mörgum nú það vera hin eina sanna Bólu-Hjálmarsmynd. (miðju er teikning Þórarins B. Þorlákssonar listmálara og lengst til hægri er
lágmynd Jónasar Jakobssonar myndhöggvara.
M
EÐAL      íslenzkra
skálda 19. aldarinnar
stendur Bólu-Hjálm-
ar einn og sér. Þeir
skáldbræður hans
sem hæst bar áttu
það flestir sameigin-
legt að vera í hópi
hinna fáu útvöldu sem menntuðust og gegndu
embættum. Náttúrufræðingurinn Jónas dó að
vísu embættislaus, en sama verður ekki sagt
um lögfræðinginn Bjarna Thorarensen, bók-
menntadoktorinn Grím Thomsen, málfræðing-
inn Steingrím Thorsteinsson og guðfræðinginn
Matthías Jochumsson. I flokki með Hjálmari
voru hinsvegar Kristján Fjallaskáld, Sigurður
Breiðfjörð, Vatnsenda-Rósa og ótalmörg önnur
alþýðuskáíd sem bjuggu við bág kjör. Hjálmar
bjó yið sára fátækt og dapurleg skilyrði lengst
af. í ljósi þess er skáldskapur hans merkilegur
og væri það raunar þótt hann hefði búið við
betri kjör. Yrkisefnin hefðu kannski orðið önn-
ur og oft hefur því verið slegið fram að ófriður-
inn kringum Hjálmar og endalaust basl hafi
kynt skáldskapareldinn svo úr varð sá Bólu-
Hjálmar sem þjóðin þekkir. Við vitum ekki
hætishót hvernig skáld Hjálmar hefði orðið við
blíðari kjör; hitt er víst að náðargáfan var
honum svo ríkulega í brjóst borin, að hún hefði
nýzt honum hvar og hvernig sem hann hefði
búið. Þegar bezt lætur er Hjálmar Jónsson
stórskáld. Þessvegna er hans minnst með virð-
ingu á 200 ára afmælinu.
Snjallar samlikingar
Að öðrum þræði varð Hjálmar þjóðsagnaper-
sóna; ekki sízt fyrir átök við nágranna og svei-
tunga en einnig presta og önnur yfirvöld. í
þeim viðskiptum greip Hjálmar til þeirra vopna
sem honum stóðu næst og voru harla beitt.
Fátt jafnaðist í þá daga á við mergjaða níð-
vísu og í þeirri grein stóðu ekki margir Hjálm-
ari á sporði. Hitt er svo annað mál, að það
væri ósanngjarnt að minnast skáldsins í Bólu
einkum fyrir níðvísurnar. Sem skáld lifir harin
ekki á þeim. En þær urðu fleygar og vöktu
athygli vegna þess að þær gnæfðu yfír meðal-
mennskuna. Jafnvel í verstu níðvísunum grípur
Hjálmar til þess skáldskaparbragðs, sem var
styrkur hans og einkennir ljóð hans, nefnilega
samlíkingarinnar. Við sjáum þetta í einni fleyg-
ustu vísu hans af þessari tegund:
MEÐ KLOFINN
HJÁLM OG
• •
ROFINN SKJOLD
EFTIR GISLA SIGURÐSSON
Minnst Hjálmars Jónssonar, sem löngum hefur ver-
ió kenndur vió Bólu í Blönduhlíó, en á þessu ári
eru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Um fæðingar-
daginn er þó ekki vitað.
Grallarabrjótur gæðaspar
gengur Ijótur tilsýndar
um hraungrjótið ágirndar
á tréfótum stórsyndar.
Það er oftast einkenni á kveðskap Hjálmars
að hann lætur samskonar líkingar ganga í
gegnum mörg erindi. Þannig yrkir hann um
líf sitt; líkir því við siglingu á ónýtum knerri
í haugasjó. Og þegar hann yrkir um sig gaml-
an og þreyttan sem Feig Fallandason, þá sér
hann fyrir sér stríðsmann sem á ekkert eftir
annað en að falla.
Á hinn bóginn er ljóst að Hjálmar Jónsson
var barn síns tíma, uppalinn við rímnahefð.
Sjálfur tók hann þátt í þeirri bókmenntagrein,
t.d. með Göngu-Hrólfs rímum, sem eru hvorki
meira né minna en 1.853 erindi. Alls hafa
varðveitzt þrír rímnaflokkar eftir Hjálmar; einn
þeirra, Tímaríma (hin nýja), er 149 erindi og
líklega stærsti níðbálkur sem til er eftir ís-
Ienzkt skáld. Hjálmar á því sjálfur verulega
sök á því orðspori sem hann hafði sem níðskáld.
í bók sinni um Bólu-Hjálmar frá 1987, nefn-
ir Eysteinn Sigurðsson dæmi um að Hjálmar
hafi verið ósammála Fjölnisgrein Jónasar Hall-
grímssonar um rímnakveðskap Sigurðar Breið-
fjörð. Jafnframt vekur Eysteinn athygli á því
að um leið hafi Hjálmar hætt rímnakveðskap,
svo vera má að hann hafí við nánari umhugs-
un tekið mark á listaskáldinu góða.
Hinn viðkvæmi strengur í brjósti skáldsins
kemur hvað bezt í ljós í erfiljóðunum eftir
Guðnýju konu hans, sem féll frá fyrir aldur
fram. Annarskonar hetjurómantískur strengur
birtist þegar Hjálmar yrkir lofkvæði til Kristj-
áns konungs IX í tilefni þjóðhátíðarinnar 1874.
En jafnframt því sem viðhorfið er gamalt, er
lotningin frammi fyrir kónginum þó furðulega
ólík Hjálmari:
konungleg vér þín kyssum spor,
í kjöltu sem stígur vorrar móður,
Skáldið verður þó líkt sjálfu sér þegar það
yrkir í orðastað landsins:
Sjá hvað ég er nú beinaber,
brjóstin visin og fölar kinnar.
Eldsteyptu lýsa hraunin hér
hörðum búsifjum ævi minnar.
Kóróna mín er kaldur sjár,
klömbrur hafísa mitt aðsetur,
þrautir mínar í þúsund ár
þekkir Guð einn og talið getur.
Mngeyskur eg eyfirskur uppruni
Nokkur þjóðsögublær er á frásögninni af því
þegar Hjálmar kom í heiminn á Halllandi,
beint á móti Akureyri, einhverntíma árs 1796.
Á þann atburð verða þó ekki bornar brigður.
Hinn óljósi fæðingardagur stafar af því að
dagsetningin hefur verið skafin út úr kirkju-
bókinni af ókunnri ástæðu. Þar stendur hins-
vegar að drengurinn sé „frilluborinn".
Svo var mál með vexti að einstæð vinnu-
kona, komin á steypirinn, baðst gistingar á
Halllandi og 61 dreng um nóttina. Ekki hafa
búendur á Halllandi treyst sér til að taka við
barninu. En það var tekið af móðurinni og
búið um það á baki vinnukonunnar Margrétar,
sem Hjálmar nefndi síðar Halllands-Möngu og
gerði eiginlega úr henni hið versta flagð. Það
var ekki fallega gert; Möngu var einfaldlega
uppálagt að koma barninu til hreppstjórans.
Hún varð þó að beiðast gistingar hjá ekkjufr-
únni Sigríði Jónsdóttur á Neðri-Dálkstöðum á
Svalbarðsströnd og sveinninn ungi var svo
heppinn að versta veður var daginn eftir og
Sigríður tók ekki í mál að vinnukonan héldi
ferðinni áfram með kornbarn á bakinu. Dreng-
urinn varð eftir hjá Sigríði sem lét skíra hann
Hjálmar og reyndist honum gott fósturforeldri.
Foreldrar Hjálmars, Marsibil Semingsdóttir
frá Hólkoti í Reykjadal og Jón Benidiktsson
frá Fagranesi í Aðaldal, höfðu verið vinnuhjú
hjá Hallgrími bónda í Miðvík, þar sem vel má
segja að fegurð við Eyjafjörð nái hámarki.
Orðrómur var þó um það að Jón vinnumaður
hefði aðeins verið fenginn til að meðganga,
en að faðirinn væri séra Sigfús Jónsson á
Höfða í Höfðahverfi. Sjálfur gældi Hjálmar
við þann uppruna, en skáldskaparæðin gat
komið frá hvorum sem var; báðir voru hag-
mæltir. Móðirin Marsibil er hinsvegar talin
fákunnandi í kirkjubókum.
Síðar meir höguðu atvikin og örlögin því svo
til að Jón Benidiktsson varð tengdasonur Sig-
Á HALLLANDI við Eyjafjörð kom Hjálmar í heiminn árið 1796, en um afmælisdaginn
veit enginn. Ljósmyndirnar tók greinarhöfundurinn.
NEÐRI-Dálkstaðir á Svalbarðsströnd, þar sem sveinninn Hjálmar eignaðist góða fóstur-
móður.
8  LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR   14.  SEPTEMBER  1996
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16