Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Blaðsíða 16
s Tumi Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Johan van Oord Claus Egemose SKÖPUN MYND- RÆNNA GILDA Rauðvik - málverk í og utan fókuss er yfirskrift sam- sýningar fjögurra listmálara frá jafn mörgum löndum sem opnuð verður í vestursal Kjarvalsstaða í dag klukkanl 6. Þetta eru Tumi Magnússon frá Islandi, Claus Egemose frá Danmörku, Johan van Oord frá Hollandi og Nina Roos frá Finnlandi. ORRI PÁLL ORMARSSON fór til fundar við þrjá þá fyrstnefndu. RAUÐVIK orsakast af útvíkkun alheimsins. Þetta stjarnfræði- lega fyrirbæri kemur sam- nefndri sýningu á Kjarvals- stöðum í sjálfu sér ekkert við nema hvað verkunum sem þar getur að líta er ætlað að túlka hreyfingu lita og útvíkkandi kraft og samræmist því fyrirbærinu ágæt- lega. Sumir freistast líka eflaust til að færa þessa yfirskrift heim á málverkið almennt - það sé að þenjast út, ekki deyja, eins og sést hefur auglýst einhvers staðar. Sýningin er samvinnuverkefni Trapholt- safnsins í Kolding, Kunsthalle í Helsinki, Listasafns Reykjavíkur og Centrum Beeld- ende Kunst í Rotterdam. Hefur hún þegar hangið uppi í Danmörku og Finnlandi og héð- an fer hún til Hollands. Hvert land um sig teflir fram einum lista- manni á sýningunni. Tumi Magnússon er full- trúi íslands, Johan van Oost kemur frá Hol- landi, Claus Egemose frá Danmörku og Finnar leggja til Ninu Roos. í kynningu Kjar- valsstaða eru þetta sagðir mikilvirkir lista- menn sem óháðir hver öðrum hafa um árabil unnið af elju með ytri mörk málverksins. „Verk þeirra vísa í hið óhlutbundna málverk, þar sem stórir einlitir fletir eða litaraðir ná yf- ir allt yfirborðið. Þau eiga það sameiginlegt að vekja tilfinningu fyrir stöðugum víxláhrifum samdráttar og útþenslu." Útgangspunktur sýningarinnar - málverk í og utan fókuss - er runninn undan rifjum safnstjórans í Kolding, Evu Bromer Jensen. Undirstrikun fjarhrifa I grein í sýningarskrá segir Mikkel nokkur Bogh að verkin á Rauðviki endurspegli á eng- an hátt rannsóknir á nýrri tækni og aðferðum þeirra sjálfra vegna. „Það sem ber fyrir augu fjallar meira um athugun á ákveðnum vinnu- ferlum sem liggja að baki myndbyggingunni og sköpun myndrænna gilda.“ Kveðst Bogh ekki halda þessu fram til að draga úr gildi þeirra staðhæfinga sem má sjá um tilraunir á sviði myndræns táknveruleika, heldur til að undirstrika fjarhrifin sem mörg verkanna vekja við nána skoðun. Heimamaðurinn á sýningunni, Tumi Magn- ússon, vinnur með stóra litafleti og notar óhefðbundin efni. Heitin á málverkum Tuma vísa beint til þeirra efna sem hann notar en titill myndraðar hans á sýningunni er Kaffi og hland. „Ég hef verið að vinna á þessum nótum síðan 1993 - með liti einhverra efna. Það eru fyrst og fremst litirnir sem skipta máli. Ég reyni að fara eins nálægt litum efnanna sem ég vinn með hverju sinni og unnt er. Þau eru í þessu tilviki kaffi og hland.“ Verkið á sér ekki rætur í fíkn Tuma sem kveðst ekki drekka meira kaffi en aðrir menn. Hins vegar segir hann hér á ferð afar hvers- dagslegt ferli sem auðvelt sé að sjá fyrir sér í litum. Smám saman breytir hið margslungna fyrirbæri líkami kaffinu í hland. Því vildi hann lýsa. „Ég legg ekkert sérstaka merkingu í þessi efni út af fyrir sig. Þetta eru bara efni úr daglega lífinu." Tumi sýnir að auki tvö ljósmyndaverk á sýningunni en þau voru hvorki sýnd í Dan- mörku né Finnlandi. Tina Roos glímir að sama skapi við stóra litafleti og notar óhefðbundin efni. í stað hefð- bundins striga notar hún plötur úr plexigleri sem grunn fyrir málverk sín. Með þessum hætti má segja að hún, líkt og Tumi, hafi und- irstrikað ákveðna fjarlægð frá litflatarmál- verki sjötta áratugarins. Tina átti ekki heimangengt og verður því ekki viðstödd opnunina í dag. Slæða fljótandi litabreytinga Hinir gestirnir tveir, Daninn Claus Ege- mose og Hollendingurinn Johan van Oord, sigla á annarri báru. Leggja höfuðáherslu á myndbygginguna, grindina, í málverkinu, þar sem pensilförin tengja myndflötinn saman í slæðu fljótandi litabreytinga. Johan vinnur með geómetrískar einingar sem tengjast með gagnkvæmu jafnvægi í gegnum hlaðnar línur. „Ég gef verkum mín- um aldrei titla en hef stundum notað orðið „birtuvél" til að lýsa þeim. Lykilþættir þeirra eru birta, litir - oft breytilegir - og eins konar mekanismi. Ég legg mikið upp úr samspili ljóss og lita og andstæðum málaða flatarins á striganum og þess ómálaða. Verk mín má iðu- lega skoða sem niðurstöðu ákveðins ferlis,“ segir hann. Myndbyggingin er bersýnilega í fyrirrúmi hjá Hollendingnum og blaðamaður fer í leik- mennsku sinni að líkja verkunum sem komin eru upp úr kössunum við arkitektúr. „Já, það er ágæt samlíking," segir Johan. „Verk mín eiga það sameiginlegt með bygg- ingarlist að hver einstakur þáttur þeirra hef- ur hlutverki að gegna. An tilgangs er ekki hægt að réttlæta tilvist þeirra.“ Hann stendur við málverk af endalausum kúlum sem styðja hver við aðra. Allar hafa þær þannig sinn tilgang, engin flýtur í lausu lofti. Athygli vekur að Johan sýnir í sumum til- vikum smærri útgáfur af stærri verkum. „Stærð skiptir, að mínu mati, höfuðmáli í myndlist. Smáar myndir hafa þannig allt önn- ur áhrif en stórar. Með þessum hætti reyni ég því að auka áhrifamátt hvers verks fyrir sig.“ Claus Egemose vinnur með mjög stóra samfellda litafleti og sýnir dæmi um bílamáln- ingar-málverk á ál þar sem gneistandi skærir litir blasa við áhorfendum. ;,Ég er til þess að gera nýbyrjaður á þessu. Ég hef engan sér- stakan áhuga á bílum, myndi aldrei langa til að mála heilan bíl, en áskorunin freistaði mín - að vinna í þennan nýstárlega miðil, ál.“ Þannig er listsköpun Danans raunar vel lýst. „Ég er stöðugt á höttunum eftir nýjum viðfangsefnum, nýjum miðlum. Þegar ég tel mig hafa fundið „lausnina“ í einum miðli sný ég mér að þeim næsta. Stekk út í laugina. Sem stendur er bílamálningin mínar ær og kýr.“ Claus sýnir líka nokkur stór olíumálverk á striga, þótt hann sé í seinni tíð að færa sig hægt og bítandi frá veggjunum. „Þegar ég mála á striga hef ég fyrir venju að vinna ekki út frá skissum. Stíg bara fram með ákveðna hugmynd og læt strigann fanga mig. Hér á Kjarvalsstöðum geta menn séð afraksturinn.“ Gott samstarf Claus og Tumi lýsa mikilli ánægju með samstarfið við hina listamennina en fereykið hefur ekki sameinað krafta sína með þessum hætti áður. Samsýningin hafi tekist í alla staði mjög vel. Johan tekur undir þetta. Kveðst hafa lært margt á þessu flandri. „Þetta verkefni hefur gert okkur kleift að sjá verk okkar í mismun- andi samhengi. Það er ómetanlegt fyrir lista- menn. I Kolding sýndum við í bjartri bygg- ingu um sumar en í Helsinki í gömlu og dimmu safni um haust. Verkin öðluðust gjöró- líka merkingu við þessar ólíku aðstæður. Það verður spennandi að sjá hvernig sýningin kemur út hér á Kjarvalsstöðum." Johan hefur ekki í annan tíma sýnt á Norð- urlöndunum en kveðst hæstánægður með við- tökurnar í Kolding og Helsinki. „Það hefur verið gaman að nema þessi nýju lönd, ef svo má að orði komast. Menn sýndu verkum mín- um mikinn áhuga á þessum tveimur stöðum, einkum í Danmörku, þar sem þeir voru mjög áhugasamir. Það kom mér líka á óvart hve sýningunni var gefinn góður gaumur. Á móti kemur að ég er vanur að sýna á meginlandi Evrópu þar sem framboð á listsýningum er svo mikið að menn gefa sér sjaldan tíma til að staldra lengi við á hverjum stað.“ Með sýningunni Rauðvik verður tekið í notkun nýtt ljósakerfi í vestursal Kjarvals- staða og sömuleiðis nýtt kerfi eftirlitsmynda- véla sem er hið fyrsta sinnar tegundar sem sett er upp í íslensku listasafni, að því er best er vitað. Sýningin stendur til 27. febrúar. Rauðvik ÞEGAR ljósmerki berst í gegnum al- heiminn frá fjarlægri stjörnu f fjarlægri vetrarbraut og berst til þfn á heiðskírri og kaldri vetrarnótt milljörðum ára seinna mun það ekki vera af sama lit og það var þegar það lagði af stað. Rauð- vik hefur átt sér stað, sem felst í því að bylgjulengd ljóssins er örlítið hærri vegna þess að stjarnan sem það kemur frá er á leið frá þér. Þetta er ekki sér- stakt einkenni fyrir sérstaka stjörnu. Allar stjörnur eru á leið frá okkur nema sólin, sem við erum blessunarlega bund- in með aðdráttarafli, langtímasamningi til fimm milljarða ára. Allt frá fæðingu alheimsins við Stórahvell hefur aðdrátt- araflið verið of veikt. til að snúa við þessu skyndilega upphafi efnisins, sem veldur auknum hraða stjarnanna þeim mun lengra sem þær eru frá jörðu. Og þeirri spurningu er ósvarað, hvort þyngdaraflið mun nokkurn tíma hafa betur í þessu kapphlaupi, sem mundi verða til þess að alheimurinn tæki að dragast saman á ný. (Tom Juul Andersen cnnd. scient.) 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.