Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LÆKNINGAJURTIR
OG GALDRAPLÖNTUR
EFTIRVILMUNDHANSEN
PLÖNTUR hafa fylgt manninum
frá upphafi vega. Þær hafa gegnt
veigamiklu hlutverki í sögu hans
og menningu. Landbúnaðarbylt-
ingin grundvallaðist á því að
menn fóru að rækta korn og eftir
það hófst myndun borga og nú-
tímamenning varð til.
I indversku spekiritunum Rig Veda segir að
maðurinn hafi lært að þekkja ætar plöntur frá
eitruðum með því að fylgjast með fæðuvali
grasbíta. Síðan hefur hann lært að rækta og
kynbæta plöntur til að fullnægja þörfum sín-
um.
Á miðöldum var lækningajurtum safnað úti í
náttúrunni af grasalæknum og þær voru rækt-
aðar í klausturgörðum. Munkar og grasalækn-
ar sáu um að lfkna sjúkum og græða sár með
jurtalyfjum og smyrslum.
I seinni tíð hefur vegur grasalækninga vaxið
mikið, og oftar en ekki í samfloti við svo nefnda
nýaldarhyggju. Svo virðist sem vesturlanda-
búar leiti æ oftar til grasalækna í von um að
þeir geti bætt mein sem læknavísindin standa
ráðþrota frammi fyrir. Nýjasta dæmið um
þetta er illþefjandi sveppaglundur, sem fólk er
farið að drekka í miklu magni í fálmkenndri
baráttu sinni við ellina. Ég hef heyrt dæmi
þess að fólk hafi drukkið nokkra bolla af þess-
um yngingarelexir á hverjum degi, og mér
skilst þeir sem lengst hafa náð í yngingarferl-
inu séu farnir að sofa í fósturstellingu.
Grasalækningar hafa í grófum dráttum
þróast frá göldrum, þar sem seiðmenn ráku út
illa anda með hjálp plantna, yfir í að vera vís-
indi. I þessu ferli hafa komið fram allskyns
hugmyndir um lækningarmát plantana. Á
tímabili var því trúað að plöntur sem bæru blöð
sem væru í laginu eins og lifur, væru góðar
gegn lifrarsýkingum og að plöntur sem líktust
kynfærum á einhvern hátt ykju kyngetuna.
I einni athugun kom í ljós að af 119 mikil-
vægustu plöntunum sem notaðar eru til lyfja-
gerðar eru 88 af tegundir þekktar meðal frum-
stæðra þjóðflokka sem lækningarjurtir. Eitt
undirstöðuefnið í getnaðarvarnarpÚlunni, sem
um 80 milljón konur taka inn á hverjum degi,
er unnið úr klifurjurt sem heitir Díoskórea-
vínviður, en hún vex aðeins í regnskógum Suð-
ur-Amerfku.
Jurtalyf hafa ekki eingöngu verið notuð til
lækninga, þau geta líka verið sterk eitur, og á
tímum Grikkja og Rómverja voru þau mikið
notuð til að ryðja pólitískum keppinautum úr
vegi. Frú Lacusta eitursérfræðingur Neró
keisara var einstaklega lagin við það og aðstoð-
aði hún hann í valdabaráttunni með því að eitra
fyrir andstæðingum hans.
Náttúruþjóðir lifa að stórum hluta á jurtum.
Þær eru notaðar til að komast í samband við
guðina og til þess að fara sálförum yfir í and-
aheiminn.
Einstaka trjátegundir voru og eru dýrkaðar
sem guðir væru. Drúítar álitu að eikin væri
tákn styrkleika og veitti vernd.
Sedrusviðurinn naut á sínum tíma átrúnaðar
kristinna manna, gyðinga og múslíma, þótt
hver hefði sína ástæðu. Fíkjutré eru álitin hei-
lög af búddhistum vegna þess að Siddharta
Gautama öðlaðist nirvana undir einu slíku.
Hindúar trúa því að guðinn Brahna hafi breyst
í ffkjutré og hver man ekki eftir ffkjutrénu í
aldingarðinum Eden þar sem það þjónaði sem
klæðaskápur Evu.
Helgileikir í tengslum við árstíðir og upp-
skeru eru oft tengdir hlutum úr tré, þekkt
dæmi um þetta eru jólatré og maístöngin. Fyr-
ir tíma kristninnar þekktist það í Norður-
Evrópu að unglingar færu út í skóg og kæmu
til baka með skreyttar trjágreinar, reðurstákn
- tákn frjósemi sem síðan var dansað kringum.
í kristni eru plöntur notaðar sem tákn og
Jesú notaði þær oft í dæmisögum sínum. Fífill-
inn sem er bitur á bragðið og táknar pínu
Krists og krossfestinguna. Samkvæmt helgi-
sögninni var krossinn smíðaður úr ösp og þess
vegna skjálfa lauf asparinnar án afláts. Rósir
eru tákn Krists og María guðsmóðir var kölluð
rós án þyrna vegna þess að hún var talinn
syndlaus. En kristnir menn hafa ekki alltaf
verið jafn sáttir við rósir. Rómverjar litu á
hana sem merki um sigur og hún var tákn ást-
argyðjunnar Venusar. Rósin var eftirlætis-
blóm keisarans í Róm og heiðins háaðals og
hafði táknrænt gildi í svallveislum Rómverja.
í sveitahéraði einu á ítalíu fer fullorðinsvíxla
unglinga fram með þeim hætti að afi og amma
unglingsins velja ungt tré og kljúfa stofn þess.
Unglingurinn smeygir sér síðan nakinn
gegnum tréð, rétt eins og hann sé að fæðast
aftur, en að þessu sinni er unglingurinn að fæð-
ast inn í heim hinna fullorðnu. Síðan er tréð
bundið saman eins og um ágræðslu sé að ræða,
unglingurinn og tréð halda svo áfram að vaxa
og þroskast saman.
Forn-Grikkir töldu að Adonis hefði fæðst af
mytrustré og að börkur þess hafi rifnað eftir
tíu mánaða meðgöngu. Alexander mikli á að
hafa komið að talandi tré í einni herferð sinni,
tréð ávítaði hann fyrir valdagræðgi og spáði
fyrir um dauða hans í ókunnu landi.
Askurinn er heimstréð í norrænni goða-
fræði. Oðinn hékk níu nætur í tré til að öðlast
visku og Adam og Eva borðuðu af skilnings:
trénu og voru rekin úr paradís fyrir vikið. í
norrænni goðafræði eru dæmi þess að menn
hafi blótað tré og lundi í tengslum við Freys-
dýrkun.
Um íslenskar plöntur
Alþýðleg þekking á nýtingu plantna hélst við
hér á landi fram undir síðustu aldamót en hef-
ur nú að mestu fallið í gleymsku. Breyttir bú-
skaparhættir og ör þróun læknavísinda ruddi
henni til hliðar og gerði hana að mestu óþarfa.
Nokkuð er um forn goðaheiti á íslenskum
plöntum þó þau séu fá, þau eru m.a. baldurs-
brá, friggjargras og lokasjóður. Á hinum Norð-
urlöndunum eru allmargar tegundir plantna
kenndar við Jesú Krist en ekkert hér á landi.
Nokkur gömul íslensk plöntunöfn eru kennd
við Maríu mey t.d. Maríugras og Maríuskór.
Talsvert ber á því í sögum þar sem plöntur
eru taldar til að ekki er getið um tegundarheiti,
plantan er nefnd til sögunar án þess að vera
kjarni hennar. í Allrahanda Síra Jóns Nor-
mann má meðal annars finna sögu sem heitir:
Að mjólka fjarlægar kýr. „Á bæ einum á Horn-
stöndum bjuggu hjón, sem mjðg voru grunuð
um galdur. Hjá þeim uppólst dóttir þeirra.
Þegar hún var orðin hér um bil hálffullorðin,
fór sýslumaður að taka rannsókn um þetta
mál. Ekki er þess getið, hvað foreldrarnir með-
gengu. En þegar til dótturinnar kom, kvaðst
hún ekkert kunna nema að mjólka kýr. Bað
sýslumaður hana að sýna sér það og tiltók
sjálfur á hvaða bæ kýrin skyldi vera. Tók hún
þá puntstrá og rak í holu, sem boruð var í stoð,
fór svo með 10 marka fötu undir puntstráið og
mjólkaði fötuna fulla með nýmjólk. Sýslumað-
ur bað hana að mjólka meir, en hún sagðist
ekki mega það, því kýrin skemmdist. Herti þá
sýslumaður á henni og mjólkaðí hún enn nokk-
uð, unz það fór að koma blóðkorgur. Nú sagði
hún að kýrin væri farin að skemmast. Herti þá
sýslumaður enn að henni að mjólka þar til það
fór að koma blóð. Hætti hún þá allt í einu og
sagði, að nú væri kýrin dauð.
Reyndist það og svo, að á hinni sömu stund
hafði sú tiltekna kýr dottið steindauð niður."
(Jón Norðmann 1946:151-152)
Samkvæmt Steindóri Steindórssyni frá
Hlöðum eru tvær jurtir sem eru þeirri náttúru
gæddar að geta opnað skrár og lása þ.e.a.s.
tungljurt (Botrycium lunaria) og fjórlaufa-
smári (Paris quadrifolia). „Hefir það vafalaust
verið trú hér eins og í Noregi að lásar hrykkju
opnir, ef tungljurt var borin að þeim." (Stein-
dór Steindórsson 1978:38) og „hér á landi var
mikil trú á töframætti ferlaufasmárans, talið
var, að ef hann væri borin að læsingum, hvort
heldur á húsum eða hirslum, hrykkju þær upp.
Af því verða til nöfnin lásagras, skráagras,
þjófagras og þjófarót. Nafnið lausnargras,
[... ], gæti bent til trúar á, að plantan greiddi
konum fæðing, sbr. lausnasteínn." (Steindór
Steindórsson 1978:108) í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar er að finna eftirfarandi sögu um
Myndlýsing/ Freydís Kristjánsdóttir
þjófagras.
„Þjófarót er gras eitt með hvítleitu blómi. Er
það mælt að hún sé vaxin upp þar sem þjófur
hefur verið hengdur og sé sprottin upp af ná-
froðu upp úr honum. En aðrir segja að hún sé
sprottin upp af þjófadysinni. Rót gras þessa er
mjög angótt. Þegar þjófarót er tekin verður að
grafa út fyrir alla angana á henni án þess að
skerða nokkurn þeirra nokkurstaðar nema
miðangann eða meginrótina sem gengur beint í
jörð niður, hana verður að slíta. En sú náttúra
fylgir þeim anganum að sérhvert kvikindi sem
heyrir hvellinn þegar hann slitnar liggur þegar
dautt. Þeir sem grafa þjófarót binda því flóka
um eyru sér. En til þess að þeir sé því ugglaus-
ari að þeir heyri alls ekkert hafa þeir þó varúð
við að þeir binda um rótina og hinum endanum
við hund sem þeir hafa með sér. Þegar þeir eru
búnir að undirbúa allt hlaupa þeir frá greftrin-
um og þegar þeir þykjast komnir nógu langt
burt kalla þeir á hundinn.
Slitnar þá anginn við það að hundurinn
gegnir og ætlar að hlaupa til mannsins, en
hundurinn drepst þegar í stað er hann heyrir
slithvell rótarinnar. Síðan er rótin tekin og
geymd vandlega. Gras þetta hefur þá náttúru
að það dregur að sér grafsilfur úr jörð eins og
flæðamús dregur fé úr sjó. En þó verður fyrst
að stela undir hana peningi frá bláfátækra-
iekkju milli pistils og guðspjalls á einhverri af
þremur stórhátíðum ársins. En ekki dregur
rótin aðra peninga en þá sem samkyns eru
þeim er undir hana var stolið í fyrstu [... ].
Ekkert vandlæti hef ég heyrt að sé á því að
geyma eða verða af með rót þessa: því fleygja
má henni hvar og hvenær sem vill að ósekju.
(Jón Árnason 11980: 642-643) Þess má geta að
í Evrópu er þekkt galdrajurt með kræklótta
rót sem nefnist gaddepli (Datura stramonium).
Þar er því trúað að hún spretti upp af sæði
þjófs sem hefur verið hengdur og eru aðferð-
irnar við að ná rót hennar þær sömu.
Árið 1671 tók Alþingi fyrir mál Sigurðar
4     LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. ÁGÚST 2000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16