Alþýðublaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1986, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 29. ágúst 1986 RITSTJÓRNARGREIN Vextir verða aö lækka At fleiri aðilar i þjóðfélaginu virðast nú vera að átta sig á því að fjármagn er allt of dýrt hér- lendis. Aðgangur að fjármagni er takmarkaður í oþinberum þeningastofnunum og í skjóli þess þrífst grá og jafnvel kolsvört lánastarf- semi, þar sem vaxtakjör eru himinhá. Vinnuveitendasamband íslands hefur nú loksins komist að raun um það að vaxtakjör þau sem atvinnufyrirtækjum í landinu eru boð- in, eru miklu grimmilegri en svo að við það verði unað til frambúðar. Hagfræðingur sam- bandsins hefur nýlega reiknað út að vextir og lántökukostnaður af víxillánum sem þessi fyr- irtæki neyðast annað slagið til að taka í bönk- um, geti farið yfir 35% á ársgrundvelli. Þegar tekið er mið af því að í þjóðfélagi okkar ríkir nú verðbólguhraði sem svarar til þess að verð- bólgan á'þessu ári verði nálægt 10%, kemur í Ijós að í slíkum tilvikum eru teknir nálægt 25% raunvextir. Þetta eru svo ótrúlegar og furðulegar tölur að það liggur beinast við að sþyrja hvort þetta geti verið löglegt. Þeirri sgurningu neyðumst við hins vegar til að svara játandi. 25% raunvextir teljast ekki okur á íslandi í þeim skilningi sem lögin leggja í málið. Það fer svo aftur á móti ekki á milli mála að réttlætiskennd almenn- ings svo og almenn og heilbrigð skynsemi, tel- ur vaxtakjör af þessu tagi til okurs af hrikaleg- ustu gerð. En hvers skyldi mega vænta af hinum „frjálsa" lánamarkaði, þegar oþinberar pen- ingastofnanir taka slíka vexti. Úr hinum gráa fjármálaheimi berast fregnir af enn hærri töl- um. Og þar sem skortur er á lánsfjármagni, eru auðvitað líka til menn sem hafa ríflegan hagn- að af því að lána þeninga með ólögmætum hætti. Því miður virðast þeir dómar sem nú er verið að kveðauþþ í því einaokurmáli sem uþþ- lýst hefurverið nýlega, ekki nægilega fallnir til að vekja ugg í brjóstum þeirra sem slik útlán stunda. Pað er kominn tími til að við áttum okkur á því að svo háir raunvextir sem þeir er við höfum þurft að búa við, að undanförnu, gera meiri skaða en gagn í þjóðfélaginu. Þessu til sönn- unar mætti telja uþþ ótalmörg atriði, þótt hér skuli fáein látin duga. Minna má t.d á það sam- spil sem óhjákvæmilega ríkir milli fjárfestinga og fjármagnskostnaðar. Því hærri sem raun- vextir eru, þeim mun meiri þarf arðsemi fjár- festinga að vera. Þetta hefur í för með sér að við ríkjandi aðstæður í vaxtamálum að atvinnu- fyrirtækin í landinu sjá ekki ástæðu til að fjár- festa, og gildir þá einu hvort um er að ræða stækkanir eða nauðsynlegar endurbætur, nema því aðeins að séð sé fram á gífurlega arð- semi af fjárfestingunni. Þetta ástand er þveröfugt við það sem ríkti hér á þeim tíma sem verðbólgan var hvað mest og verðtrygging lána hafði ekki verið tekin upp. Þá var hagkvæmt að fjárfesta í nánast hverju sem var, arðsemi þurfti nánast engin að vera til að fjárfestingar borguðu sig. Þetta leiddi auð- vitað til offjárfestingaog vitlausrafjárfestinga, sem við erum væntanlega enn að súpa seyðið af að einhverju leyti. En það er sem sagt stutt öfganna á milli í fjár- málastefnu íslenskra stjórnvalda. En þótt há- vaxtastefnan bitni illa á atvinnufyrirtækjum landsmanna, hefur hún þó fram að þessu kom- ið verst niður áeinstaklingum, sem af einhverj- um ástæðum hafa þurft að taka þeningalán. Hávaxtastefnan hefur á allra síðustu árum átt stóran þátt í því að fjöldi fólks hefurmisst íbúð- ir sínar á opinberum nauðungaruppboðum og orðið gjaldþrota. w Islensk stjórnvöld með ríkisstjórnina í broddi fylkingar, hafa ekki látið þetta sig neinu varða. Ef til vill er meiri von til þess að hlustað verði á neyðaróþ Vinnuveitendasambandsins og ef það kynni að leiða til þess að raunvöxtum á ís- landi verði komið í eitthvert eðlilegt horf, þá er það vel. JD Frá Reyk ja vík ursýningunni. Reykjavíkursýning: Flensað í Malakoff Um fimmtán þúsund manns hafa nú séð Reykjavíkursýninguna á Kjarvalsstöðum. Aðsóknin er mest um helgar en einnig er margt um manninn í miðri viku einkum þó þegar leikþátturinn Fiensað í Mala- koff er á dagskrá. Þótt leikþáttur- inn sé ekki langur gefur hann skemmtilega mynd af Reykjavik fyrri daga og hefur fengið frábærar viðtökur sýningagesta. Fram í miðj- an mánuð verður leikurinn sýndur í tjaldinu á Kjarvalsstöðum á fimmtudags- og föstudagskvöldum klukkan níu og klukkan fjögur á laugardögum og sunnudögunt. Seinustu tvær helgarnar í septem- ber verður bara ein sýning hvora helgi, á sunnudögum og er sérstök ástæða til þess að benda fólki á að drífa sig sem fyrst ef það vill ekki missa af þessari skemmtilegu sýn- ingu því sýningar verða ekki fleiri. Leikþátturinn Flensað í Malakoff er tekinn saman af Brynju Bene- diktsdóttur og Erlingi Gíslasyni en tónlist er ýmist samin eða útsett af Finni Torfa Stefánssyni. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Helstu hlutverk eru í höndum Erlings Gíslasonar, Eddu Þórarins- dóttur, Sögu Jónsdóttur, Grétars Skúlasonar og Karls Ágústs Úlfs- sonar. Þá taka þátt í sýningunni ungmenni sem annars leiðbeina gestum um sali Kjarvasstaða. Lambakjötið lækkaði meira en búist var við í verðkönnunum sem Verðlags- stofnun hefur gengist fyrir, kemur fram að 20% verðlækkunin á dilka- kjöti frá 24. júlí s.l. hefur. skilað sér vonum framar. Umræddarkannan- ir fóru fram fyrir og eftir verðlækk- unina (23. júlí og 11. ágúst) og náðu báðar til sömu 40 verslananna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við samanburð kom í ljós, að lækkunin var oft meiri en 20% og má t.d. nefna að 60% verslananna lækk- uðu heil dilkalæri að meðaltali um 23,6% og hæst um rúm 28%. Svip- aða sögu rná segja um hryggi og kótilettur. í einstaka dæniunt varð lækkunin jafnvel enn meiri í ákveðnum verslununr, svo sem rúmlega 42% lækkun á lærissneið- um á einurn stað og 33% á fram- hryggssneiðum á öðrum. Það kom fyrir að lækkun á heilum skrokkum næði ekki 20%. Skýringin á því er oftast sú, að verð í þeim verslunum var lægra en leyfiiegt var fyrir verð- lækkunina, og er hún því ntinni í prósentum fyrir vikið. Helst átti það við um hakkað dilkakjöt, að raunverulega væri far- ið í kringunt verðlækkunina, en í þeim vöruflokki var rúmlega helm- ingur verslana meo undir 20% lækkun, þar af 17 með annað hvort enga lækkun eða þá beinlínis með hækkun. Ef tekið er meðalverð á dilka- kjöti í heilum skrokkum, heilum lærum, lærissneiðum (ntiðlæri) og hrygg, koma þessar 10 verslanir út með lægst meðalverð: Kjötmiðstöðin Breiðholtskjör Kostakaup . .. Kjöt og fiskur Brekkuval . . . Kópavogur . . Melabúðin... Víðir, Mjóddinni . Víðir, Austurstræti Fjarðarkaup ... Eftir verðlækkunina hefur sala á 243,90 250.50 255.75 263.75 266,30 266.50 267,25 269,95 270,00 270,55 dilkakjöti gengið mjög vel og má nefna að fyrstu þrjár vikurnar seld- ust 780 tonn. Er þetta meiri sala en áætlað hafði verið og má búast við að nú, þegar þetta er lesið, sé farið að síga á seinni hluta þess tímabils sem verðlækkunin mun vara, þvi ákvörðun um hana nær aðeins til 1.800 tonna af dilkakjöti. Það er því ástæða til að minna neytendur á að grípa tækifærið á meðan það gefst, til að gera góð kaup. Flugmál 1 Pétur að réttast væri að benda á árs- skýrslu flugslysanefndar ’85. Sagði hann að ýmis gagnrýni kæmi fram á flugkennsluna hér. í fyrsta lagi væri grunnkennslan á mjög frum- stæðu stigi. Lítil þróun orðið í ára- tugi. Hins vegar sagði hann að þjálfun atvinnuflugmanna væri með þeim hætti sem hægt væri að fella sig við. Sú þjálfun færi að mestu leyti fram erlendis. Pétur sagði að það væri fyrst og fremst peningar sem fiugskólana skorti, það gerði að verkum að þeir hefðu lítinn mannafla og ófullkominn tækjabúnað. Á mölinni mætumst með brosávör — ef bensíngjöfin yuMFe®AR ertempruð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.