Alþýðublaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
11
reið sína í íslenska blaða-
mennsku.
Á ótrúlega skömmum
tíma gerði Finnbogi Rútur
þetta litla útkjálkablað að
stórveldi í íslenskum
stjómmálum, sem ógnaði
útbreiðslu Morgunblaðsins
og tók því langt fram að
efni og áhrifum. Dánartil-
kynningum og brullaups-
fréttum var rutt af forsíð-
unni. Brotið var stækkað
um helming. Innlendar og
erlendar fréttir skipuðu
öndvegi undir stómm fyrir-
sögnum. Pólitísk greining
kom í staðinn fyrir trúboðs-
mærð og vanmetanöldur.
Blaðið kom út á hverjum
degi. Um helgar fylgdi Al-
þýðuhelgin, fyrsta helgar-
blaðið með menningarlegu
og alþýðlegu lesefni þar
sem menn á borð við
Magnús Ásgeirsson skáld
stýrðu penna og Steinn
Steinarr orti ljóð fyrir tíkall
stykkið.
Nú þegar ný alda fjöl-
miðlabyltingarinnar leikur
um þjóðfélagið mega menn
minnast þess, að ásamt
með brautryðjendum ís-
lenska ríkisútvarpsins hlýt-
ur Finnbogi Rútur að teljast
faðir nútíma fjölmiðlunar á
íslandi.
Stjórntæki góðs
ritstjóra
Menn hafa fyrir satt að
Finnbogi Rútur hafi helst
ekki skrifað stafkrók í
blaðið sjálfur. Hann stjóm-
aði blaðinu. Einhvern tíma
sagði hann mér að einu
stjómtæki góðs ritstjóra
væru skæri og góð rusla-
fata. Hann gaf fyrirmæli
um, hvað ætti að skrifa og
hvemig ætti að setja það
fram, þannig að það vekti
athygli og fengist lesið.
Það er engin tilviljun að
ári eftir að Finnbogi Rútur varð rit-
stjóri, í kosningunum 1934, vann Al-
þýðuflokkurinn einhvem mesta
kosningasigur, sem hann hefur unnið
hingað til. Og átti eftir það í fyrsta
sinn aðild að ríkisstjóm. Alþýðublað-
ið í höndum Finnboga Rúts átti ekki
lítinn þátt í þeim mikla kosninga-
sigri.
Skapríkur Héðinn
Undir lok ritstjómarferils Finn-
boga Rúts lenti Alþýðuflokkurinn í
miklum sálarháska og beið þess ekki
bætur næstu áratugi. Hér er átt við
klofninginn 1938 þegar Héðni Valdi-
marssyni, hinum skapríka og aðsóps-
mikla varformanni flokksins, varð
það á að rjúfa einingu Alþýðuflokks-
ins á örlagastundu og ganga til
flokksstofnunar með kommúnistum.
Atburðirnir 1938 em, þegar litið er til
baka, þungbærasta áfall sem stjóm-
málahreyfing lýðræðisjafnaðar-
manna og verkalýðshreyfingin á Is-
landi hafa orðið fyrir. Til þessara at-
burða er að leita skýringa á því,
hversvegna jafnaðarmannahreyfing-
in hefur ekki enn orðið ótvírætt for-
ystuafl vinstra megin við miðju ís-
lenskra stjórnmála, eins og víðast
hvar annarsstaðar á Norðurlöndum
og í Evrópu.
Mér er fullkunnugt um að Finn-
bogi Rútur bar hlýjan hug til Héðins
Valdimarssonar og kunni vel að meta
kosti hans. Hins vegar ofbauð honum
ótrúlegur barnaskapur Héðins og
fljótfæmi í samskiptum við komm-
únista. Fyrir atbeina Jóns Baldvins-
sonar tók Finnbogi Rútur að sér að
þreyta rökræðuna við kommúnista í
hinu svokallaða sameiningarmáli
1937-38, sem lauk með klofningn-
um. Þrátt fyrir að honum tækist ekki
að afstýra ófömnum var málflutning-
U4 i! . (lykjU ríco-M ijjí.u íj UJrí».i
urðsson háseti á Esjunni.
Esjan sigldi meðfram allri
strandlengjunni og kom við í
hverju plássi. Þórarinn sá um
að koma bókabögglunum í
hendumar á trúnaðarmönn-
um verkalýðsfélagsins á
staðnum. Auk þess átti fyrir-
tækið víða hauka í homi þar
sem vom hugsjónamenn ald-
ir upp í skóla Jónasar frá
Hriflu.
Þetta var „stríðsgróðabrask"
þeirra Finnboga Rúts og Vil-
mundar Jónssonar landlækn-
is, eins nánasta vinar og fé-
laga hans í áratugi. Helsti
starfsmaður þeirra var Ár-
mann Halldórsson, hámennt-
aður sálfræðingur, bróðir
Halldórs Halldórssonar pró-
fessors og frændi dr. Bjöms
frá Viðfirði. Guðni Jónsson
prófessor, Bjami Vilhjálms-
son þjóðskjalavörður og
Kristján Eldjám lögðu allir
hönd á plóginn fyrir utan
snillinginn Magnús Ásgeirs-
son sem þama var lífið og
sálin.
Vilmundur landlæknir hafði
auðvitað vit á bisness eins og
öllu öðm. Hann fann það út,
að það var markaður fyrir
létta skáldsögu. Dag
nokkum kom hann upp á
MFA og dró undan frakkan-
um handritsbunka, fleygði
honum á borðið og segir:
„Líttu á þetta“. Það var
Borgarvirki eftir Cronin,
sem var algjör metsölubók
og skilaði stórgróða. „Ég
þurfti ekkert að líta á þetta,"
sagði Finnbogi Rútur seinna.
„Það var ekki til betri maður.
Maður varð bara að passa sig
á að móðga hann ekki með
því að spyrja hvað hann vildi
fá borgað fyrir handritið!"
Eldhuginn Héðinn Valdimarsson, sem ásamt Jóni Baldvinssyni, formanni alþýðuflokksins
beitti sér fyrir því að hinn 26 ára Finnbogi Rútur var árið 1933 ráðinn ritstjóri
Alþýðublaðsins. Eftir að Héðinn hvarf úr flokknum var skammt til þess að Rútur hætti.
ur Alþýðuflokksins í þessum rökræð-
um með slíkum glæsibrag, að aðdáun
hlýtur að vekja seinni tíma mönnum,
sem rýna í þau gögn.
Mogginn kætist
Þegar forystu Jóns Baldvinssonar
naut ekki lengur við átti Finnbogi
Rútur ekki skap saman við eftirmenn
sína í forystu flokks og hreyfingar.
Hann yfirgaf því ritstjórastólinn og
hvarf sjónum manna um hríð. Mér er
sagt að brottför Finnboga Rúts úr rit-
stjórastóli Alþýðublaðsins hafi þótt
gleðifréttir á ritstjóm Morgunblaðs-
ins í Aðalstræti. Þegar Finnbogi Rút-
senn. Þessi virðulegi embættismaður
hét Aðalsteinn Kristmundsson, alias
Steinn Steinarr skáld. Það mun vera
eina launaða embættið sem skáldið
gegndi um dagana.
ASÍ-þing höfðu ályktað nokkrum
sinnum um nauðsyn þess að koma á
fót menningar- og fræðslusambandi
alþýðu, líkt og tíðkaðist með jafnað-
armannahreyfingum grannlandanna.
Það var hugsað sem hvort tveggja í
senn, forlag og skóli. En sambands-
stjóm ASI virtist engan skilning hafa
á nauðsyn þessa í verki. Hún hafðist
ekki að. Svo Finnbogi Rútur ákvað
að gera þetta bara sjálfur.
Það hefur verið undarlega hljótt
Þessi Hámenntaði vesifirsfd
bóhem og íífsnautnamaður
sýndist mörgum innhverfur og
einrcenn) sarnt íiiotnaðist fionum
meiri íýð fiyííi fátceksfó fks eu
fCestum þeim stjómmáíamönnum
sem aíþýðíegri þóttu ífasu
r:o\r.
frírf!
ur skildi við Alþýðublaðið var það
orðið jafnoki Morgunblaðsins að út-
breiðslu. Það má því vissulega muna
sinn fífxl fegri.
En Finnbogi Rútur fór ekki langt.
Árið 1938 flutti hann sig um set upp
á efstu hæð Alþýðuhússins. Þar vom
settar upp aðalbækistöðvar fyrir ný-
stofnað Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu. Jafnframt var þar stofn-
að Alþýðubókasafn og ráðinn sérleg-
ur bókavörður og prófarkalesari í
itiXi'
um þetta merkilega brautryðjenda-
starf við Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu frá árinu 1938 allt fram
í stríðslok. Hversu margir vita að
þetta forlag gaf út 30-35 bækur og
dreifði í stóm upplagi um land allt?
Stefnan var sú að gefa út fjórar til
fimm bækur á ári og selja allar í einu
fyrir tíkall. Upplagið var haft stórt.
Og það var ekki skrifstofubákninu
fyrir að fara. Dreifingarkerfið var
vinur Finnboga Rúts, Þórarinn Sig-
4di- 90 ÍAj'í óí mil Iprib.,
Gallerí af talenti
Ég vildi gefa mikið til að
hafa sótt morgunráðstefnu
hjá stjóminni í þessu fína
forlagi. Vilmundur landlæknir, Finn-
bogi Rútur, Magnús Ásgeirsson,
Karl ísfeld, Jón Blöndal, Ámi Páls-
son prófessor, Sigurður Jónsson og
svo sjálfur yfrrbókavörðurinn Steinn
Steinarr. Þvflíkt gallerí af talenti! Ég
er viss um að það hefur aldrei verið
til á íslandi aimað eins úrvals forlag.
Og þetta var ekkert smáfyrirtæki.
Það var stofnað hlutafélag um prent-
smiðju. Þessi prentsmiðja keypti
setningarvél af fullkomnustu gerð,
góða bókapressu og bókbandsvél.
Þetta vom bandarískar vélar og þær
sluppu heim fyrir stríð. En iðnaðar-
húsnæði lá ekki á lausu í Reykjavík á
þeim tíma. Fyrst í stað vom vélamar
settar upp í bflskúmum á Marbakka.
Það hefur kostað setjarana drjúgar
göngur að og frá vinnu, því þangað
var ekki bflfært.
Það þurfti að beita ímyndunarafl-
inu til að fmna hentugra húsnæði.
Það varð til þess að prentsmiðjan var
að lokum sett niður þar sem engum
hefði dottið í hug að setja prent-
smiðju: í Listasafni Ásmundar
myndhöggvara við Freyjugötu. Þeir
Finnbogi Rútur vom gamlir vinir frá
Parísarámnum. Þetta var fínasta
prentsmiðjá í landinu. Hún heitir enn
í dag Prentsmiðjan Oddi og er ein-
hver sú fullkomnasta á Norðurlönd-
um.
Þama var frá upphafi góð stjóm á
fyrirtæki, vönduð vinna og margar
úrvalsbækur. Meðal annars frábær-
lega vönduð útgáfa á Fornaldarsög-
um Norðurlanda undir ritstjóm pró-
fessors Guðna (föður Bjarna) og
Bjama Vilhjálmssonar, með aðstoð
ungs pilts sem hét Kristján Eldjám.
Þetta vom metsölubækur fyrir stríð.
Stríðsgróðabrask félaganna Finn-
boga Rúts og Vilmundar. Það segir
sína sögu um þær breytingar sem
orðnar eru á íslensku þjóðfélagi.
gtt uJa6i9vríJú ið.'vxpo rnue
Einn þeirra sem starfaði á Alþýðublað-
inu í tlð Gísla J. Ástþórssonar var
einn beittasti penni (slenskrar blaða-
mennsku, Indriði G. Þorsteinsson.
Hann var á ritstjórninni árin 1959-1961,
Indriði: Prentvillupúkinn lagði
ráðherrann i einelti...
þegar Framsóknartlokkurinn kallaði hann
til starfa og gerði að ritstjóra Tímans. Þá
einsog síðar varð blaðamönnum stund-
um á í messunni. Það var eimitt á tíð
Indriða, að gríðarlegar framkvæmdir voru
á Hverfisgötunni fyrir framan ritstjórnar-
skrifstofur blaðsins, og við þær var not-
aður mikill og stór bor, sem var nýkominn
að utan. Blaðamönnum þóttu það nokk-
uð tíðindi, og létu taka mynd af honum til
að birta með frétt. Um sama leyti var
Emil Jónsson utanríkisráðherra að
koma úr utanför og blaðið skrifaði að
sjálfsögðu frétt um það líka. En myndirn-
ar víxluðust, og undir myndinni af Emil
var frétt undir fyrirsögninni: Stóri borinn
kominn til landsins..."
Eftir að Einar Sigurðsson hafði sagt
Atla Rúnari Halldórssyni frá illum
grikk (sjá bls. 9) gegn honum tók Atli
Rúnar gleði sína á nýjan leik. En Einari
Einar Sigurðsson: Fórnarlamb
sætrar hefndar...
fannst hann taka þessu undarlega létt.
Hefndin lét hinsvegar ekki á sér standa.
Um það bil viku síðar tók síminn að
hringja ótt og títt á borði Einars. Þá hafði
Atli laumað inn í smáauglýsingadálk Vís-
is auglýsingu, þar sem auglýst var til sölu
öll búslóð Einars á spottprís...
Tæpum mánuði eftir að Alþýðublaðið
byrjaði að koma út þann 29. október
1919 undir sterkri forystu óratorsins og
byltingarmannsins Ólafs Friðrikssonar
Ólafur Friðriksson: Fyrsta
Ijóðið var eftir Þórberg...
birtist fyrsta Ijóðið í Alþýðublaðinu. Það
var 17. nóvember, og kvæðið hét Horft
um öxl. Höfundurinn skýldi sér á bak við
höfundamafnið Styrr stofuglamm. En
þeir sem á þessum tíma fylgdust með
Ijóðagerð ungra Reykvíkinga voru fljótir
að geta sér til um hver þar var á ferðinni,
og höfundurinn átti eftir að láta rækilega
að sér kveða, bæði á síðum Alþýðu-
blaðsins og með eigin bókum. Styrr sto-
fuglamm var nefnilega enginn annar en
Þórbergur Þórðarson...