Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 1
Sjálfstaett vandaö
09 hressilegti J±
bláö J
^ -
Miövikudagur 15. september 1976.
221. tbl. 66. árg.
Fyrst þarf að samþykkja
frumvarpið um rannsóknar-
lögregluna
Síðan er hœgt að fara að byggja stofnunina upp,
segir Olafur Jóhannesson dómsmálaráðherra
Yfirgripsmikil Ijósmyndasýning opnuð á morgun:
Einangrun fanga í Guð-
mundarmálinu lokið 5Ibak
,,t;g tel aö fyrst þurfi að fá
samþykkt frumvarpið um rann-
sóknarlugreglu rikisins, þvi aö þá
verður komin upp sérstök stofnun
undir stjórn rikisrannsóknarlög-
reglustjóra, en siðan álit ég að
stofnunina verði að byggja upp
eftir nánari ákvörðunum hans”,
sagði ólafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, i morgun er Visir
spurði hann, hvaða ráðageröir
væru uppi um eflingu rann-
sóknarlögreglunnar.
,,Ég hef kynnt Karli Schuts
hugmyndir minar og hann skýrt
mér frá, hverju honum finnist
ábótavant varðandi starfsemi
rannsóknarlögreglunnar”, sagði
Ólafur Jóhannesson, dómsmála-
ráðherra ennfremur.
Karl Schuts, ráðunautur Saka-
dóms, sagði i fréttaviðtali i sjón-
varpinu i gærkveldi, að starfs-
menn rannsóknarlögreglunnar
hér væru menntaðir til almennra
lögreglustarfa, en þörfnuðust
menntunar i aðalgreinum af-
brotafræðinnar. Þá teldi hann
þörf á að auka tækninotkun i
starfsemi rannsóknarlögreglunn-
ar.
Dómsmálaráðherra sagði i
morgun, að forráðamönnu, dóms-
og lögreglumála hefði lengi verið
ljóst, að tæknibúnaði væri hér
ábotavant ef miðað væri við það
sem almennt gerðist erlendis —
og væri i ráði að auka hann.
„Frumvörp þau, sem ég lagði
fram á siðasta þingi og þá náðu
ekki fram að ganga, — um
rannsóknarlögreglu og breytingu
á meðferð opinberra mála og
skipun dómsmála i Reykjavik, —
verða lögð fram i byrjun þings nú
i haust”, sagði Ólafur Jóhannes-
son.
Ráðherra kvaðst hafa strax i
vor sent frumvörpin til réttar-
farsnefndar og hún hefði fengið
allar þær umsagnir, sem borist
hefðu til þingnefndarinnar.
Réttarfarsnefndin hefði siðan
unniðað því i sumar að kynna sér
þessi atriði.
Að sögn Ólafs Jóhannessonar
gerir nefndin aðeins eina litilfjör-
lega breytingu á frumvarpinu um
rannsóknarlögreglu, en aftur á
móti breytir hún talsvert frum-
varpinu um meðferð opinberra
mála.
,,Ég mun leggja þessi frumvörp
fyrir þingið algjörlega eins og þau
koma frá nefndinni”, sagði ráð-
herra i morgun. ' _óR
Synir Gunnars heitins Hannessonar, ljósmyndara, þeir Hannes Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson
unnu að uppsetningu sýningarinnar I morgun, er visismenn litu inn að Kjarvalsstööum. Mynd LÁ
Á annað hundrað litmyndir
Gunnars Hannessonar sýndar
Á morgun verður opnuð aö
Kjarvalsstöðum sýning á lit-
myndum Gunnars heitins
Hannessonar, ljósmyndara. A
sýningunni verða 123 myndir frá
ýmsum stöðum á landiitu og eru
myndirnar tækkaðar allt aö 30
falt frá upphafiegri filmustærö.
Myndum á sýningunni er
skjpt i þrjá flokka, myndir frá
Reykjavik, myndir af hálendi
og jöklum íslands og myndir úr
þremur eldgosum. Bækur voru
gefnar út með myndum frá
Reykjavik og af öræfum og jökl-
um en engar myndanna á sýn-
ingunni eru úr þeim bókum.
Myndirnar eru festar á sér-
staklega til þess gerðar álplötur
en allar eru myndirnar
stækkaðar I Noregi. Mats Wibe
Lund, ljósmyndari sá um aö
ganga frá myndunum á plöturn-
ar.
Myndirnar eru til sölu og
kosta þær frá 50.000 til 60.000
krónur stykkið. JOH
ramsókn
vill nú
telja
sauði sína
- sjá Svarthöfða
f—.. >
Önnur hver
stofnun á
íslandi
stjórnlaus
'— 11 '
Selfyssingar
hœttir að
hristast
■gSSSW
r - bis. 3 J
* 11—1'
Hugsar
leiðir til
að bjarga
efnahag
Frakklands