Tíminn - 25.09.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.09.1968, Blaðsíða 6
6 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 25. sept. 1968 r\ /i^F\i 1' SKARTGRIPIR 1. 1 Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — - SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910 TAKIÐ EFTIR - TAKIÐ EFTIR Hausta tekur í efnahagslífi þjóðarinnar. Þess vegna skal engu fleygt, en allt nýtt. Talið við okkur, við kaupum alls konar eldri gerðir hús- gagna og húsmuna, þótt þau þurfi viðgerðar við. — Leigumiðstöðin, Laugavegi 33, bakhúsið. Sími 10059. — Geymið auglýsinguna. nVtt húsnædi Höfum flutt starfsemi okkar frá Laugavegi 11 að ÁRMÚLA 5 (hornið á Ármúla og Hallarmúla) \ Getum nú sýnt viðskiptavinum okfear fjölhreyttara úrval eldhúsinnréttinga og heimilistækja í rÝmri og vistlegri húsakynnum. VeriS velkomin að Ármúla 5 HÚS OG SKIP HF Ármúla 5, símar 84415 og 84416 HURÐIR Geri gamlar hurðir sem nýjar, margra ára reynsla í notkun efna, gef einnig upp nákvæma kostnaðar áætlun án endurgjalds. Set einnig skrár í hurðir og þröskulda, ásamt allri viðarklæðningu- — Upplýsingar í síma 36857. SILDARSTULKUR óskast strax til söltunar, flökunar og pökkunar á síld og fleira. Unnið í upphituðu húsnæði. Hrólfur h.f., Seyðisfirði Upplýsingar í síma 35709. Byggingaverkamenn Nokkrir vanir byggingaverkamenn geta fengið atvinnu hjá okkur. Upplýsingar veittar milli kl. 4-5 miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. september 1968. Upplýs- ingum ekki svarað í síma. Breiðholt h.f., Lágmúla 9, 3 h. Sunudaginn 25. ágúst síðastlið inn, var að tilhlutan sóknarnefnd arinnar í Lóni hátíðlegt haldið 100 ára dfmæli núverandi sókn- arkirkju áð Stafafelli í Austur- Skaftafellssýsta. Sem boðsgestir voru mættir biskupinn yfir fs- landi, herra Sigurbjörn Einars- son og kona hans, frú Magnea Þorkelsdóttir, prófasturinn í Suð- ur-Múlapráfastdæmi, séra Trausti Pétursson og kona hans, frú María Högnvaldsdóttir, — og presturinn á Kálfafellsstað, séra Fjalar Sigurjónsson og kona hans frú Beta Einarsdóttir. — enn- fremur voru boðnar allar sóknar- nefndir innan prófastdæmisins Fjölmennt var af sóknarfólki og gömlum Lónsmönnum nú búsett- um á Höfn í Hornafirði, auk fleiri lengra að kominna. Veður var ekki hagstætt þenn- an dag, bokuloft um morguninn en rigning er leið á daginn, svo útiveru varð ekki viðkomið sem skyldi þess vegna. Inni í Stafafellsbæ höfðu þeir aðsetur, sem kirkjan rúmaði ekki, nutu þeir kirkjuathafnarinnar þar með hjálp hátalarakerfis. Kirkjuathöfnin hófst klukkan 14, hana leystu af hendi sóknarprest urinn séra Skarphéðinn Péturs- son, prófsstur í Bjarnanesi, og iherra biskupinn, — bæði fyrir alt- ari og í prédikunarstóli. Talaðist báðum mjög vel. Biskupinn skírði ungbarn, og að lokum var altaris- ganga. Söngflokkur 12 manna, undir stjórn sigurlaugar Árna- dóttur annaðist kirkjusönginn. Eftir messu talaði Sigurlaug Árnadóttur fyrir hönd sóknar- nefndar. Hún þakkaði meðal ann ars sérstaklega þeim Stefáni Jóns syni á Hlíð og Geir Sigurðssyni frá Reyðará fyrir frábærilega vel unnin störf í þágu kirkjunnar um langt árabil, svo og búendum Stafafells fyrir gestrisni við kirkjugest' fyrr og síðar. Einnig skýrði hún frá gjöfum til kirkj unnar, er borizt höfðu í tilefni afmælisins. og þakkaði þær fyrir hönd safnaðarins. Hún rakti og að nokkru sögu kirkjunnar og gat þess, að fyrsta kirkjulega atlhöfn, er sögur fara af i Stafafellskirkju, er frá 24. ágúst 1201, en þá söng Guðmundur (biskup er síðar varð) Arason góði, þar sálumessu yfir Brandi biskupi Sæmundssyni. Var þessi 100 ára minningaguðs- þjónusta nú dagsett með hliðsjón af þeim atburði. — Auk Sigur- laugar tóicu til máls þorsteinn Geirsson, bóndi á Reyðará og Sig- urður Jónsson á Stafafelli. Það má fullyrða að þesi afmæl is- og helgistund í Stafafellskirkju var öllum, er sáu hana og heyrðu hrifnæm hátíðar og ánægjustund. Að lokum þáðu allir kirkjugest ir, að boði sóknarnefndar, kaffi- veitingar í samkomuhúsi hrepps- ins. Þar las sóknarpresturinn upp heillaskeyti, sem borizt höfðu, og biskupinn flutti kveðju frá séra Rögnvaldi Finnbogasyni, sem þjónaði prestakallinu í nokkur ár en gat ekki mætt þarna vegna for falla, þó boðinn væri. Kirkjunni bárust góðar gjafir frá veluhnurum hennar nær og fjær, þar á meðal fallegir kerta- stjakar frá fósturbörnum séra Jóns Jónssonar, síðasta prests á Stafafelli. Stærsta gjöfin er kirkj- an fékk var skímarfontur, sem núverandi og fyrrverandi sóknar- börn gefa. Er hann útskorinn af Ríkharði Jónssyni og á að afhend-i ast kirkjunni seinna á þessu ári. — Sóknarnefndin gaf út litla bók um Stafafellskirkju og presta þar, eftir Stefán Jónsson — sem af- mælisrit. Hún er til sölu í bóka- búðum og ágóði af söta hennar gengur til kirkjunnar. Það munu vera næsta fáar timb urkirkjur, sem reistar voru á síð- ari hluta 19. aldar, sem enn eru uppistandandi, og mun þar margt til koma. Sums staðar hafa þær fokið af grunni eins og t.d. Kálfa- fellsstaðakirkja 1886 og Háls- kirkja í Hálsþingihá 1802. Að Stafafellskirkju hefur söfnuður hennar búið svo, að hún hefur staðið af sér þau tortímingaröfl, sem öðrum kirkjum hér um slóð- ir, sem byggðar voru á svipuðum tíma, hafa orðið að aldurtila. Á- stand hennar í dag bendir til þess að hún geti enn þjónað hlutverki sínu langan tíma. — Um vorið 1870 var tala sóknarbam um 230 en 1067 eru þau um 100 tals- ins. Kirkjan hefur sætarúm fyrir 80 manns og fullnægir því kröf- um nútímans að því leyti betur en áður var. Gamlir gripir í eigu kirkjunn- ar eru 2 efnismiklir kertastjakar á altari, gerðir úr koparblöndu, prédikunarstóll með helgimynd- um og ljósakróna. Ennfremur alt- aristafla, sem líkur benda til að sé 300 ára gömul. Ekki hefur hún verið látin af hendi til Þj'óðminja safnsins þó eftir því hafi verið leitað. Enginn veit nú hvenær þessir umtöluðu gripir komu í eigu kirkjunnar. — Þó fyrir hendi séu vísitazíur biskupa frá 1641 til 1779 er þeirra þar að engu getið Um séra Bjarna Sveinsson, prestinn sem sat á Stafafelli þeg- ar kirkjan var byggð, skal á það bent að hann leysti af hendi ó- venjulega mikil störf, fyrst og fremst með byggingu kirkjunnar og endurbyggingu Stafafellsbæjar svo vel og veglega að orð var á gert (Samanber ævisögu Þorleifs í Hólum) — Af embættisverk- um hans skal á þáð minnzt að á fyrsta starfsári hans hér 1862. önduðust 35 manns i sókninni á tímabilinu frá 27. maí til 27. des- ember Engum getum þarf að því að leiða að prestþjónustan í þess- um mikla manndauða hefur verið þungbær. Snemma í marzmánuðu 1873 fórust franskar fiskiskútur við Hornafjörð Af skipshöfnum þeirra komust nokkrir lifandi á land, en f.iöldi drukknaði. Á Lóns. fjörur ráku þá 38 lík, sem öll voru lögð í eina gröf í Stafafellskirkju- garði — undir umsjá séra Bjarna. — Er félagar þeirra, sem björg- uðust, voru fluttir til skips á Djiúpavogi 22. marz, dvöldu þeir stundarkorn við leiðið við bæna- gjörð og söng. — Fyrir nokkrum árum lagði Franska sendiráðið, fram fé fyrir minnisvarða á þetta stóra leiði, sem er vel uppgert og' minnir á þennan óvenjulega at- burð lengi fram í ókpminn tíma. Að endingu skal getið fyrir- burðar, sem gerðist er söngflokk-, urinn, 12 manns, höfðu æfingu í kirkjunni vegna afmælisins, að kvöldi þess 23. ágúst síðastliðinn.' —. Kertaljós og einn tíu lína lampi lýsti upp í kringum söngflokkinn en hálfrokkið var frammi I kirkj- unni. Allt í einu, — þegar æfing- in var um það bil hálfnuð, — segir ein stúlkan: „Það er manns- andlit þarna efst á gluggarúðunni fram við dyrnar. — Allir fóru a'ð horfa á þetta — og allir utan einn, sáu þessa andlitsmynd, og flestir greinilega. Var þetta skeggjaður maður, dálítið stór- storinn. — Einn mannanna, sem viðstaddur var fannst hann þekkja þarna séra Jón Bjamason í Winnipeg, eftir myndum sem til eru af honum, — en að atihuguðu máli álitu menn þetta myndi frek ar hafa verið andlit séra Bjarna Sveinssonar, föður hans, þess er byggði Stafafellskirkju. Þeir feðg- ar voru taldir mjög líkir, en eng- in mynd er til af séra Bjama,. svo vitað sé. — Andlitið sást á gta'gganum það sem eftir var æf- ingarinnar og hreytti þar engu um þó farið væri út og umhverf- ið athugað áður en farið var úr kirkjunni. Ég get þessa atburðar því hann' er einn af ótal mörgum, sem minnir á þá staðreynd að horfn- ir vinir fylgjast með okkur héma megin grafar og vita hvað okkur líður. Afmælishátíðin rifjaði upp ýms ar minningar frá liðnum tíma og ég held að viðstöddum hafi verið Ijóst, að kirkjan er sú stofnun, sem traustum böndum knýtir sam an fortíð og nútíð til heilla og blessunar fyrir land og lýð. — Kristindómurinn hefur verið, er enn og mun verða um ókomiti ár og aldir. það sem dýpsta og var- anlegasta öryggið gefur hverjum manni. — Kenningar Krists — líf hans — fórnardauði og upprisa — er bjargið sem farsælast er fyrir einstaklinga og þjóð að byggja á. Kirkjan, stofnunin, sem ber fram boðskap Krists, hlýtur því ætíð að vera mikilvægasta stofnun þjóð- félagsins. Hún er alltaf tímabær spurn- ingin: Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn' ef hanm fyrirgerir sálu sinni? „Sú þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa“ RAFGEYMAR ENSKIR — úrvals tegund LONDON — BATTERY fyrirliggjandi. Gott verð Lárus Ingimarsson, heildv- Vitastíg 8 a. Sími 16205. VELJUM fSLENZKT <H> fSLENZKAN IÐNAÐ Trúin flytur fjöll. — Við flytjum allt annað SENDIBlLASTÖÐIN HF, BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.