Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 24
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSMUNDUR Sveinsson telst til frum-
kvöðla íslenskrar höggmyndalistar, enda
hluti af annarri kynslóð íslenskra myndlist-
armanna er helguðu sig myndlist. Vinnu-
stofa og heimili Ásmundar voru gerð að
listasafni, Ásmundarsafni eftir dauða lista-
mannsins árið 1982 og prýða verk hans jafn-
an garðinn umhverfis safnið, þó verk ann-
arra listamanna sé á stundum að finna í
sýningarsölunum inni fyrir. Svipir lands og
sagna er þó tileinkuð Ásmundi einum og
tekst stjórnendum sýningarinnar vel upp
með þessa yfirlitssýningu á verkum lista-
mannsins, enda sýningin bæði vel skipulögð
og aðgengileg fyrir gesti.
Drengur, verk frá 1925 tekur á móti sýn-
ingargestum í fyrsta sal safnsins, ásamt
Svertingjanum (’26) og Dauða Grettis (’28).
Þessi verk eru öll frá því snemma á ferli Ás-
mundar, líkt og tímalínan yfir æviskeið
listamannsins, sem komið hefur verið fyrir á
einum veggja salarins, er til vitnis um.
Með aðstoð tímalínunnar og þess skipu-
lags sem einkennir uppsetningu verkanna
eiga sýningargestir einkar auðvelt með að
skynja þroskaferil Ásmundar og þá þróun
sem verður í myndlist hans. Bronsskúlptúr-
inn Drengur öðlast þannig yfirbragð náms-
verks, enda verkið frá námstíma Ásmundar
við Listaháskóla Stokkhólms. Og á sama
hátt verður leit listamannsins að sínu eigin
stílbragði augljós í mýkt Svertingjans og
kúbísku yfirbragði Dauða Grettis.
Stuttum textum, sem greina frá ólíkum
tímabilum í list Ásmundar, hefur verið kom-
ið fyrir á veggjum safnsins. Að ósekju
mættu textarnir vera aðeins ítarlegri, en
ásamt tímaröðun verka gera þeir þó sýn-
inguna einkar aðgengilega fyrir gesti, sem
feta sig fyrir vikið auðveldlega í gegnum
feril listamannsins.
Verk frá því eftir heimkomu Ásmundar
árið 1929 eru til að mynda öll í innri sölum
safnsins og hvert tímabil afmarkað. Þannig
gengur áhorfandinn beint frá tilrauna-
kenndri vinnu Ásmundar á námsárunum yf-
ir að þéttvöxnu, sterklegu og hversdagslegu
verunum, sem voru einkennandi viðfangs-
efni hjá listamanninum á fjórða áratugnum
og fyrri hluta þess fimmta.
Járnsmiður (’36) Vatnsberi (’37 -’67) og
Móðir jörð (’36) eru öll vel þekkt verk Ás-
mundar frá þeim tíma, en auk þeirra hefur
Ásmundarsafn að geyma önnur og minna
þekkt verk, sem eru sýningargestum kær-
komin viðbót. Fýkur yfir hæðir (’33), sem
sýnir konu með barn í fangi berjast gegn
vindinum og Heyband, skemmtilegur skúlp-
túr frá 1935, af pari að binda saman bagga
eru ágætis dæmi um slík verk. Skúlptúrinn
Heyband er einkar skemmtilegur viðkynn-
ingar sökum þeirrar hreyfingar sem ein-
kennir verkið. Parið, sem vinnur að því að
binda baggann, vegur hálfpartinn salt á
bagganum og sú blekking læðist að áhorf-
anda, að annað þeirra kunni á næsta and-
artaki að detta.
Þeim breytingum, sem urðu á list Ás-
mundar undir lok 5. áratugarins og aftur á
þeim sjöunda, er einnig gerð góð skil. Eru
Helreiðin (’44) og viðarverkið Eikin (’46) þar
ágætis dæmi um listsköpun Ásmundar undir
lok 5. áratugarins, er hann fjarlægði hvers-
dagsleikann úr verkum sínum og leitaði þess
í stað á náðir Íslendingasagna og þjóðsagna.
Hér verða tengslin við íslenska náttúru mik-
il og verkin líkt og samsett úr klettum og
dröngum. Er Andlit sólar (’61) einnig að
sama skapi gott dæmi um verk hans á 7.
áratugnum, er Ásmundur leitaði á náðir
abstraktformsins og list hans einkenndist af
hinu huglæga. Á þessu skeiði hætti hann að
höggva og móta, en fór þess í stað að safna
saman málmbútum, sem hann ýmist notaði
óbreytta eða setti saman.
Verkin í Ásmundarsafni eru öll af mjög
svo hóflegri stærðargráðu, enda um frum-
myndir listamannsins að ræða. Verk á borð
við Helreiðina kunna að missa nokkuð af
krafti sínum í þessari smækkuðu mynd, en
mýkt verkanna eykst hins vegar í hlutfalli
við smæð þeirra. Sýningargestum er hér
einnig gert kleift að virða verk Ásmundar
fyrir sér í miklu návígi hvert við annað og
sum hver í því umhverfi þar sem þau voru
sköpuð.
Að ósekju hefði verið gaman að geta nálg-
ast meiri fróðleik um listamanninn á sýning-
unni og gaman hefði verið að fá svipaða
kynningu á höggmyndalist hans og veitt er
á byggingu Ásmundarsafns sjálfs. Það er þó
hins vegar einna helst ótamin birta, sem
endurvarpast af hvítum veggjum safnsins,
sem vinnur gegn sýningunni. Sýningin Svip-
ir lands og sagna verður að teljast góður lið-
ur í því átaki Listasafns Reykjavíkur að
auka aðsókn höfuðborgarbúa að safninu,
sem og þörf áminning um þann þátt sem
listamaðurinn á í íslenskri menningar- og
listasögu.
SVIPIR ÚR LIST
ÁSMUNDAR
MYNDLIST
Á s m u n d a r s a f n
Verk Ásmundar Sveinssonar.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-16,
henni lýkur í febrúar 2002.
SVIPIR LANDS OG SAGNA
Heyband, einn þeirra skúlptúra sem einkennandi eru fyrir list Ásmundar Sveinssonar á
fjórða áratug síðustu aldar. Skúlptúrinn er að finna á vel skipulagðri og aðgengilegri sýn-
ingu, Svipir lands og sagna, er þessa dagana stendur yfir í Ásmundarsafni við Sigtún.
Morgunblaðið/Billi
Anna Sigríður Einarsdótt ir
FENRIS er einstakt fyrirbæri,
bæði í íslensku leikhúsi og norrænni
samvinnu. Frá 1985 hafa fimm sýn-
ingar verið unnar undir þessu heiti,
samstarfsverkefni unglingaleikhópa
víðsvegar að af Norðurlöndunum. Nú
hefur sú fimmta verið frumsýnd, og
við tekur leikferð um Norðurlöndin,
sem væntanlega verður ógleymanlegt
ævintýri fyrir þátttakendur alla.
Sama má líklega segja um sköpun-
arferlið allt, því sýningin er greinilega
samstarfsverkefni allra þátttakenda,
og vel hefur tekist að mynda einn
stóran hóp úr leikhópunum sjö sem að
verkefninu standa.
Sýningin sver sig í ætt við aðrar
fjölmennar hópvinnusýningar þar
sem tungumálið verður að víkja úr
fyrsta sæti sem tjáningartæki. Ein-
föld saga, skýr tákn, tónlist, endur-
tekningar. Innan þessa ramma nær
Fenris V að vera býsna áhrifamikil
sýning, dulúðug, kraftmikil og fellur
aldrei í predikunargryfjuna þótt við-
fangsefnið séu mannlegir brestir.
Í upphafi er lífsháski og þegar
björgin berst í líki skips er ekki rúm
fyrir alla. Þeir sem er hafnað eru þó
ekki úr sögunni, heldur taka á sig
mynd skuggahliðar mannlífsins, alls
þess sem við bælum og höfnum í fari
okkar sjálfra. Sá sem nær að beisla
þau myrku öfl getur náð völdum um
tíma, en sú leið felur í sér tortímingu
og sýningin endar líkt og hún byrjar,
með syndafalli.
Skipið er megintákn sýningarinnar
og er auðvitað margrætt; heimur í
hnotskurn, mannssálin, lífsbjörgin.
Fenrisfólk nær að halda þessu tákni
lifandi gegnum alla sýninguna, sem
byggir ekki síst á því að þau treysta
efnivið sínum og leyfa mótsögnum að
tala, boðskapurinn verður aldrei al-
veg skýr. Enda eru spurningarnar
stórar og fara með áhorfendunum út
að leik loknum. Þannig á það að vera.
Leiðtogar hópsins eiga heiður skil-
inn. Sigurður Keiser fyrir einfaldan
ramma sem tekur aldrei neitt frá leik-
hópnum en styður allt sem fram fer,
Kristian Blak fyrir að virkja tónlistina
í fólkinu og beina henni í sömu átt og
sýningin í heild en þó fyrst og síðast
Agnar Jón Egilsson fyrir að stilla
saman þessa sjö strengi. Fenris V er
önnur Fenrissýningin sem ég sé og
tekur þeirri fyrri langt fram, fyrst og
fremst vegna þess hve vel hefur tekist
að láta hópana vinna saman og hve
langt hópurinn hefur komist á þeim
stutta tíma sem hann hefur haft til
eiginlegrar samvinnu.
Það verður að stórum hluta að
þakka stjórnandanum.
Ég óska þessum samstillta og
kraftmikla hópi til hamingju með
frumsýninguna og góðrar siglingar.
Líkin í lestinni
Þorgeir Tryggvason
LEIKLIST
G l e r á r s k ó l i
á A k u r e y r i
Ragnarock frá Danmörku, Dram-
ash frá Álandseyjum, Fívill frá
Færeyjum, Alleq frá Grænlandi,
Leikklúbburinn Saga frá Íslandi,
Sámi Vildonat frá Noregi og Came-
leonterna frá Svíþjóð.
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Út-
lit: Sigurður Keiser. Tónlist: Krist-
ian Blak. Föstudaginn 6. júlí.
FENRIS V
ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN á Siglu-
firði var sett í annað sinn þriðjudag-
inn 10. júlí með framkomu þjóðlaga-
flokksins Emblu. Næsta kvöld fór
fram „Lygivaka“, kvöldvaka með sög-
um, fjöldasöng og vísnakveðskap.
Þegar undirritaðan bar að garði í blíð-
skaparveðri fimmtudagskvöldið 12.7.
voru tónleikar í kirkjunni undir fyr-
irsögninni Kindur og ókindur – þjóð-
lög í sparifötunum. Um var að ræða
útsetningar eða hugleiðingar sex tón-
skálda um íslenzk þjóðlög fyrir álíka
margar mismunandi áhafnarsam-
setningar söngvara, flautu, klarínetts,
sellós og píanós; frá einum flytjanda
og allt upp í fimm.
Fyrst voru fjögur þjóðlög fyrir
klarínett og píanó eftir Þorkel Sigur-
björnsson, þ.e. Ljósið kemur langt og
mjótt, Björt mey og hrein, Yfir kaldan
eyðisand og Ókindarkvæði („Það var
barn í dalnum sem datt oní gat“).
Lögin eru meðal skemmtilegra þjóð-
laga, enda útfærsla tónskáldsins eftir
því innblásin; stundum göldrótt (1.),
stundum við ægitæran kontrapunkt
(2.) og auðvitað með galsafengnum
gálgahúmor í Ókindarkvæðinu sem
kórréttustu uppeldisfræðingar nú-
tímans myndu eflaust banna ef gætu
– a.m.k. textann. Lögin tvö eftir
Fjölni Stefánsson fyrir rödd og píanó,
Kvölda tekur, setzt er sól og Grýlu-
kvæði („Ég þekki Grýlu og ég hef
hana séð. :,: Hún er sér svo ófríð og
illileg :,; með“) voru furðurómantísku-
lega unnin af þessum fyrrum seríal-
ista og prýðisvel flutt. Einkum var
textatúlkunin lífleg í Grýlukvæðinu,
og hefði að ósekju mátt leggja svipaða
áherzlu á þann þáttinn í seinni söng-
lögum dagskrár, þar eð bjartar sópr-
anraddir henta ekki allra raddsviða
bezt fyrir frá náttúrunnar hendi til að
skila skýrum texta, hvað þá tjáning-
arríkum.
Hildigunnur Rúnarsdóttir átti tvö
lög, Man ég þig mey fyrir sópran og
flautu í þéttlægum kontrapunkti og
Hættu að gráta hringaná, þar sem
bættist við selló. Stöku tónbilum þjóð-
lagsins var breytt í miðhluta, og hefði
kannski orkað tvímælis, hefði lagið
ekki birzt „óbrenglað“ í lokin. Fyrir
flautu, selló og söngvara voru tvö
glæný (að manni skildist) lög eftir
Þorkel, Hvað flýgur mér í hjarta blítt
(betur þekkt sem Borinn er sveinn í
Betlehem) og Einn Guð í hæðinni, hið
síðara m.a. borið uppi af vel heppn-
uðum þrástefskontrapunkti.
Einn hinna örfáu íslenzkra ný-
klassíssista, Árni Björnsson, var
meistarinn að baki fjórum samtengd-
um þjóðlagahugleiðingum fyrir flautu
og píanó er hófust á hinu alþekkta og
nærtæka Austan kaldinn á oss blés.
Síðan komu tvö nánast óþekkt þjóð-
lög er týndust í munnlegri kynningu
og loks Pabbi segir hann Steini.
Skemmtilegur „sófístíkeraður“
heimsmannabragur var yfir útfærslu
Árna, og gat sumt leitt hugann að um-
hverfi Les Six í Frakklandi.
Ekki var alveg sami þokki yfir
nálgun Sigursveins D. Kristinssonar
að þjóðlaginu í Þrjú þjóðlög fyrir
söngvara og klarínett, en þó vottaði
stundum fyrir frumlegum tilþrifum,
t.d. í stöðugum smápúkalegum regist-
ursstökkum klarinettsins í fyrsta lag-
inu. Eitthvað við Sofðu unga ástin mín
og Ölerindi („Nú er ég glaður á góðri
stund…“) sló mann sem jaðra við til-
gerð, en ekki gat klarínettistinn
kvartað undan verkefnaskorti í loka-
laginu.
Góðri og fjölbreyttri dagskrá lauk
með sex lögum eftir Jórunni Viðar
fyrir fimm mismunandi áhafnir.
Barnagælusyrpan f. söng og píanó
var fyrst („Hún rær og hún slær / Við
hann afa vertu góð / Við skulum róa
sjóinn á“), flutt frekar hægt og að
manni fannst aðeins of kraftlaust.
Sagnadansinn Sætröllskvæði (s.,
pnó., fl.) var einnig ívið hægur og full
versmargur miðað við að mestu stró-
físka úttekt (þ.e. óbreytt lag við hvert
nýtt erindi), en samspil klarínetts og
píanós var sindrandi skemmtilegt.
Hinn spunasöngslegi Dans úr „Grá-
manni í Garðshorni“, eina alleikna
(„instrumental“) lagið (Fl., Vc., Pnó.),
verkaði sömuleiðis nokkuð varfærið í
flutningi og hefði vel mátt feykja meir
földum. Elzt og minnst þekkta þjóð-
lagið var notað við Bí bí og blaka (S.,
Kl., Vc., P.); fallegt lag en heldur
dauflega flutt, a.m.k. miðað við hið
næsta, smábarnalagið Táta teldu
dætur þínar, sem ásamt lokalaginu,
Nú er hlátur nývakinn, var samið fyr-
ir fullskipaðan Sláttukvintett. Táta
var örstutt en bráðhress moto perp-
etuo skvetta, og vínhreifi lokabragur-
inn var glimrandi vel útfærður, bæði
af flytjendum og af höfundi, sem
þarna galdraði fram tápmikla ný-
klassíska heiðríkju er minnt gat á
ballett-öræfastíl Aarons Coplands frá
miðri nýliðinni öld og vakti mikla
hrifningu hinna fjölmörgu tónleika-
gesta Siglufjarðarkirkju.
Íslensk alþýðusöng-
mennt uppáklædd
TÓNLIST
Þ j ó ð l a g a h á t í ð á
S i g l u f i r ð i
Tónsmíðar byggðar á íslenzkum
þjóðlögum eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson, Fjölni Stefánsson,
Hildigunni Rúnarsdóttur, Árna
Björnsson, Sigursvein D. Krist-
insson og Jórunni Viðar. Sláttu-
kvintettinn (Þórunn Guðmunds-
dóttir sópran; Hallfríður
Ólafsdóttir, flauta; Ármann Helga-
son, klarínett, Lovísa Fjeldsted,
selló; Örn Magnússon, píanó). Siglu-
fjarðarkirkja 12. júlí kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
DANSKI organistinn Niels Henrik
Jessen leikur á næstu tónleikum
tónleikaraðarinnar Bláa kirkjan á
Seyðisfirði annað kvöld, miðviku-
dagskvöld, kl. 20.30.
Hann leikur verk eftir dönsk tón-
skáld ásamt verkum eftir Dietrich
Buxtehude og Max Drischner frá
Þýskalandi og Alexandre Guilmant
frá Frakklandi.
Danskur
organisti í
Bláu kirkjunni