Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 C ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HeimiliFasteignir
H
ÚSIÐ Túnsberg var áður
skráð við Þormóðsstaða-
veg, en Þormóðsstaðir
voru býli sem byggt var
úr landi Skildinganess og var í ná-
munda við Lambhól og Garðana.
Húsin þrjú, sem skráð voru við Þor-
móðsstaðaveg, eru vel byggð og
reisuleg timburhús sem njóta sín vel
þar sem þau standa efst í stóru túni.
Árið 1994 var ákveðið að skrá þau
við Starhaga. Í þessari grein verður
fjallað um húsið Túnsberg, Starhaga
5. 
Fiskveiðifélagið Alliance átti Þor-
móðsstaði og hafði þar mikil umsvif.
Ásamt því að reka þar kúabú var þar
á öðrum og þriðja áratug tuttugustu
aldar umfangsmikil fiskverkun og
lifrarbræðsla. Þar var stunduð salt-
fiskverkun áfram eftir að togarar
Alliance tóku að bræða lifrina um
borð. Þormóðsstaðir tilheyrðu Sel-
tjarnarneshreppi til ársins 1932 en
voru þá ásamt Skildinganesi lagðir
undir Reykjavík.
Þegar Alliance hóf lifrarbræðslu á
Þormóðsstöðum var fenginn til
landsins ungur maður frá Noregi,
Jentofte Olsen, fæddur 22. apríl
1877, til að stjórna lifrarbræðslunni.
Jentofte Olsen var frá Skarsvaag
sem er eyja stutt frá Tromsö. Hann
var fyrst í norska hernum en lærði
síðan lifrarbræðslu, lýsisgerð og
annað sem viðkemur því að nýta
sjávarafla sem best. Hann var einnig
beykir að mennt.
Jentofte Olsen giftist íslenskri
konu, Ingiríði Lýðsdóttur, fæddri
28. maí 1888 á Hjallanesi í Land-
sveit. Foreldrar hennar voru Lýður
Árnason og Sigríður Sigurðardóttir
sem þar bjuggu. 
Ungu hjónin byrjuðu búskap í
húsinu á Þormóðsstöðum og þar
fæddust fimm af börnum þeirra.
Þegar Jón Ólafsson, bankastjóri og
eigandi Alliance, vissi að hugur ungu
hjónanna stefndi að því að eignast
sitt eigið hús bauð hann þeim land úr
túni Þormóðsstaða undir bygg-
inguna.
Húsið byggt 1925
Árið 1925 var húsið Túnsberg
byggt. Ekki hefur tekist að finna
fyrstu brunavirðinguna á húsinu en
eins og áður segir tilheyrði það Sel-
tjarnarneshreppi. Hinn 21. mars
1932 var gerð brunavirðing á því,
þar segir m.a. að hús J. Olsen Túns-
berg við Þormóðsstaðaveg sé 8,2 m x
7,6 m að grunnfleti, einlyft íbúðar-
hús með porti, kvisti, risi og kjallara,
byggt af bindingi, klætt utan með
borðum, pappa, listum og járni yfir á
veggjum og þaki.
Í útveggjabinding er pappi og
sementssteypa er í milli bita yfir
kjallara. Í kjallara eru skilveggir og
gólf úr steinsteypu. Bæði aðalhæð
og rishæð eru þiljaðar innan, striga-
lagðar, veggfóðraðar og málaðar.
Í aðalhæðinni eru fjögur íbúðar-
herbergi, eldhús og gangur. Í rishæð
eru fimm íbúðarherbergi, eldhús og
gangur. Í kjallara er þvottahús, mið-
stöðvarklefi, fjórir geymsluklefar,
vatnssalerni og gangur. Inngangur
er í skúr við norðurhlið hússins
byggður eins og það. Grunnflötur er
2,5 m x 2,8 m. Í húsinu eru vatns- og
skólpleiðslur, rafmagnsleiðslur og
þvottapottur í kjallara.
Fyrstu árin eftir að húsið var
byggt var risið leigt út og bjuggu
þar stundum tvær fjölskyldur. Sam-
kvæmt íbúaskrá frá árinu 1935 búa í
húsinu Jentofte Olsen og Ingiríður
kona hans ásamt börnum sínum;
Sigríði, Kristni, Ólafíu, Gerhard,
Olaf, Ernu, Alfred og Kristínu. 
Á öðru heimili í húsinu voru hús-
bændur, Þórður Ólafsson og kona
hans Sigríður Pálsdóttir. Einnig
Ólafur Þórðarson og Sesselja Þórð-
ardóttir.
Hjónin á Túnsbergi eignuðust níu
börn en sonurinn Edvarð Jóhann
lést ungur. Tveir af bræðrunum
lærðu flug og tveir flugvirkjun og
eru þekktir þjóðfélagsþegnar, einn
af þeim er Kristinn Olsen flugstjóri
sem lést fyrir rúmu ári.
Gestrisið heimili
Heimilið á Túnsbergi var rómað
fyrir glaðværð og gestrisni. Fjöl-
skyldan var afar samhent og mörg af
börnunum byrjuðu sinn búskap í
húsinu.
Jentofte Olsen var í mörg sumur
við laxveiði í Þjórsá fyrir Allianse.
Við skúrinn sem laxveiðimaðurinn
hafði aðsetur í var jarðhýsi. Þar var
laxinn settur í ís þar til hann var
sóttur á bíl á vegum fyrirtækisins.
Talsverð vegalengd var frá ánni út
á þjóðveginn en þangað varð að
flytja laxinn í handvagni. Verkið var
erfitt og varla fyrir aðra en þá sem
voru vel að manni. Börnin fengu oft
að vera með föður sínum við Þjórsá á
sumrin og þó að húsnæðið væri ekki
á nútímamælikvarða var staðurinn
afar vinsæll hjá þeim.
Jentofte Olsen lést 16. desember
1958. Ingiríður bjó áfram í húsinu
með Kristínu yngstu dóttur sinni.
Ingiríður Lýðsdóttir Olsen lést 9.
september 1974.
Árið 1957 var byggður 48,2 ferm
skúr úr steinsteypu við húsið. Ólafía,
ein af systrunum giftist breskum
manni Robert Robertssyni að nafni.
Þau áttu fyrst heima í Englandi en
fluttu til Íslands í kringum 1960 og
bjuggu fyrst í risíbúðinni á Túns-
bergi.
Fljótlega eftir heimkomuna stofn-
uðu þau vélaleigu sem talið er að hafi
verið fyrsta vélaleiga í Reykjavík,
sem leigði út litlar steypuhrærivél-
ar, múrhamra og ýmis önnur verk-
færi sem hinn almenni borgari gat
fengið á leigu í lengri eða skemmri
tíma. 
Vélarnar voru geymdar í bíl-
skúrnum og þar var dyttað að þeim.
Robert vann hjá vélaverkstæði Þór-
is Jónssonar jafnframt því að að-
stoða konu sína við útleigu og við-
hald vélanna. 
Bergur Felixson framkvæmda-
stjóri og kona hans, Ingibjörg S.
Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur, keyptu húsið af dánarbúi Ingiríð-
ar Olsen árið 1975. 
Nokkru eftir að þau eignuðust
húsið létu þau breyta innganginum.
Skipt var um glugga og þeim komið
sem næst upprunalegu horfi, með
krosspóstum, en búið var að taka
gluggapósta úr eins og á mörgum
húsum sem byggð voru á svipuðum
tíma. Árið 1986 var húsinu breytt í
einbýli, en áður hafði verið séríbúð í
risi. Þar eru núna fjögur svefnher-
bergi, baðherbergi og gangur. Í
kjallara er lítil einstaklingsíbúð. 
Hæðin endurnýjuð
Bergur og Ingibjörg eru búin að
gera mikið fyrir húsið. Hæðin var öll
endurnýjuð, þannig að strigi og
pappi á veggjum og loftum var tek-
inn og panillinn undir látinn njóta
sín. Gólfin voru með teppum og dúk-
um sem var tekið af og gólffjalirnar
slípaðar upp. Þar er nú stofa, borð-
stofa sem opið er í milli, rúmgott eld-
hús, gangur og snyrting. 
Fyrir nokkru var skipt um á þaki
og á það sett innbrennt stál frá 
Garðastáli. Að mestu leyti er búið að
skipta um járn á hliðum hússins. 
Sólpallur var gerður suðvestan við
húsið og glugga breytt í dyr sem
gengt er frá stofu út á pallinn. 
Húsið stendur í stóru vel grónu
túni og er syðsta húsið af húsunum
þremur sem öll voru byggð um svip-
að leyti. Aðkeyrsla að húsinu var frá
Suðurgötu þar til fyrir nokkrum ár-
um, en núna er komið að húsinu frá
Starhaga. Húsið er stílhreint og set-
ur svip á umhverfið.
Starhagi 5,
Túnsberg
Morgunblaðið/Þorkell
Húsin þrjú sem skráð voru við Þormóðsstaðaveg eru vel byggð og reisuleg timburhús sem njóta sín vel þar sem þau
standa efst í stóru túni. Árið 1994 var ákveðið að skrá þau við Starhaga. Túnsberg er húsið yst til hægri. 
Húsið var byggt 1925, en á því hafa
verið gerðar endurbætur. Aðkeyrsla
að húsinu var frá Suðurgötu þar til
fyrir nokkrum árum, en núna er kom-
ið að húsinu frá Starhaga. 
Einstök mynd. Loftfarið Graf Zeppelin svífur yfir húsum Lýsisbræðslustöðvarinnar á Þormóðsstöðum árið 1930.
Bræðurnir frá Túnsbergi, frá vinstri: Kristinn, Alfred, Olaf
og Gerhard.
Hjónin á Túnsbergi, Ingiríður Lýðsdóttir og Jentofte Olsen,
með fyrsta barnabarnið, Ingu.
Húsið er stílhreint og setur svip á umhverfið, segir
Freyja Jónsdóttir. Það stendur í stóru, vel grónu túni
og er syðsta húsið af húsunum þremur, sem öll voru
byggð um svipað leyti.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48