Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 29
ÁRAMÓT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 29 HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 19.920,- Næsta bil kr. 15.438,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 15.562,- Næsta bil kr. 13.197,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 10 11 / TA K T ÍK - N r.: 29 B „Nýársdagur 2003. Lúk. 13. 6–9. Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleði- legt ár, í frelsarans Jesú nafni. Amen.“ Gleðilegt ár! Guðspjall dagsins segir frá fíkju- tré sem engan ávöxt bar og menn vildu höggva upp. „Hví á það að spilla jörðinni?“ spurðu menn. En húsbóndinn bað því vægðar: „Lát það standa enn þetta ár, þar til ég hef grafið um það og borið að áburð, má vera að það beri ávöxt síðan.“ Jesús segir þessa sögu til að varpa ljósi á það hvernig Guð ræður og stjórnar. Við erum eins og þetta fíkjutré. Guð finnur ekki þann ávöxt sem hann væntir. Eins og Jesaja sagði forðum: „Hann vonaðist eftir rétti, en sjá, manndráp, eftir réttvísi, en sjá, neyðarkvein.“ En, segir Jes- ús, Guð vill samt vægja þessum heimi, enn þetta ár. Við lifum af þeirri náð. Sá nýársmorgunn sem við litum nú fæðast úr skauti nætur- innar er gjöf þeirrar náðar. Guð vill grafa um og bera á áburð, orðs síns, bænar og kærleika „enn þetta ár“. Á morgni nýja ársins eru ófrið- arblikur við sjóndeildarhring. Enn virðist sem ofurtrú manna á mátt hernaðar og valdbeitingar til að leysa vanda hnýti enn fastar þá hnúta sem fjötra heilu þjóðfélögin í vítahring ofbeldis, kúgunar og hermdarverka. Ávextirnir eru skelf- ing og dauði sem jörðinni spillir og lífinu ógnar. Það er sem ljósár að- skilji menningarheima og enn eykst gjáin milli ríkra og snauðra á okkar auðugu jörð. Enn er manndráp og neyðarkvein hlutskipti milljóna manna. Enn þetta ár, ef svo fer fram sem horfir, enn þetta ár. Kirkjuleið- togar um víða veröld vara eindregið við stríði við Írak og hvetja til þess að reynt sé til þrautar að finna lausn friðar og réttlætis. Þar má nefna Jó- hannes Pál páfa og forystumenn kirkna og kirknasambanda austan hafs og vestan. Ég hvet íslenska þjóð og kirkju að taka undir með þeim. Höldum fast í vonina um frið og réttlæti í samskiptum þjóða og trúarbragða, vinnum og biðjum að sú von rætist. Víða sjást ávextir kærleika, náðar og miskunnar, Guði sé lof. Hér heima var mörg hetjudáðin unnin á vettvangi hversdagsins. Þeir eru margir sem sýna undravert æðru- leysi, kjark og vit þá tekist er á við vanda lífsins, mein og sár. Guðs andi er víða að verki. Og allt það fólk sem leggur sig fram um að bjarga, líkna og hjálpa og vinnur kraftaverk til verndar og bjargar minnir á að Guðs englar eru víða á ferð. Mörg örlaga- stundin og ógna verður náðarstund. Guð blessi alla sem eiga um sárt að binda vegna hörmulegra slysa og áfalla og glíma við afleiðingar þeirra, Guð veiti þeim líkn og huggun og von. Í viðskiptum voru miklar svipt- ingar á árinu sem leið, gífurlegir fjármunir skiptu um hendur. Spurn- ingar vöknuðu um siðgæði viðskipta- lífsins, um traust og heilindi í við- skiptum og samfélagi. Trú snertir ekki aðeins hið svo- kallaða andlega svið lífsins, hátíð og helgidóma. Hún á umfram allt að verka hversdags, þar eiga ávextir hennar að birtast sem trúfesti, heil- indi, tryggð og umhyggja sem eru grundvallarstoðir heilbrigðs sam- félags. Bandaríska vikuritið Time valdi þrjár konur ársins fyrir hugrekki þeirra, siðferðisstyrk og trú sem leiddi þær til að fletta ofan af mis- ferli í þeim fyrirtækjum og opinberu stofnunum sem þær störfuðu hjá. Blaðið vekur athygli á því að þær tóku umtalsverða áhættu með að vekja athygli á óheiðarlegum starfs- háttum. Þær eru áminning um hverju fólk fær áorkað, jafnvel þótt það virðist örlítil tannhjól í hinni stóru og flóknu maskínu samfélags- ins. Þar skiptir samt sérhver ein- staklingur máli. Í athyglisverðu við- tali leggja þær áherslu á að þjóðin verði að vakna til vitundar um ábyrgð og heilindi ein- staklinga og samfélags og almenningur og áhrifavaldar verði að taka höndum saman að efla siðferðisstyrk þjóðarinnar. Skyldi vera hins sama þörf hér? Hér heima sýndi sjónvarpsfréttakona þá aðdáunarverðu dáð að hún stóð upp og neitaði að taka þátt í viðtali við erlendan klámhund sem hampað var og hyllt- ur sem hetja. Guðrún Gunnarsdóttir á heiður skilinn því slíkur kjarkur að standa við sannfæring sína og sóma- tilfinningu í þessum efnum er afar sjaldgæfur, því miður. Trúleysi ógnar mannlegu sam- félagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjöl- skyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hins hvers- dagslega, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað? Við virðumst vera reiðubúin að færa miklar fórnir til efnislegra gæða. Eftirsóknin í þau eykst stöð- ugt og að sama skapi virðingarleysið fyrir efninu, jörðinni, mannslíkam- anum. Þetta er sérkennileg þver- stæða. Við lifum tíma gegnd- arlausrar sóunar og því meir sem við leggjum upp úr hlutum, fötum, tækj- um þeim mun minni virðingu berum við fyrir því öllu. Skefjalaus gleypu- gangurinn og virðingarleysið við móður náttúru stefnir framtíð jarðar í voða. Kristur sem er orðið sem varð hold kennir okkur að virða efn- ið og líkamann, jörðina, vatnið, sem og önn og iðju manna. Náð hans er að verki enn þetta ár að vera megi að beri ávöxt til lífs og heilla. Okkur er gjarnt að horfa um öxl til liðinna tíma, að þá hafi kyrrðin átt skjól og athvarf í trú, sem var iðkuð í lífi einstaklinga og heimila. Það er ekki liðin tíð, hið sama athvarf stendur til boða enn þetta ár. Ég hugsa með þökk til þeirra fjölmörgu foreldra sem leggja sig fram um að kenna börnum sínum að biðja, fylgja þeim í barnastarf kirkjunnar, leitast við að sá fræjum trúar, vonar og kærleika í sálir þeirra. Guð launi það og blessi. Í ljóðabókinni „Orð og mál“ yrkir Björn Sigurbjörnsson, bróðir minn, ljóð eða ljóðapar þar sem hann dreg- ur upp andstæður þess sem var þeg- ar trúin átti rými, orð og mál í hvers- dagslífinu, og nú þegar henni hefur verið þrengt út úr rúmhelgum veru- leikanum. Ljóðin nefnast: FYRR OG NÚ FYRR Við skulum ekki hafa hátt Við skulum heldur hlusta út í myrkrið Og greina þessi hljóð Dragsúginn frá göngunum Ýlfur í strompi Marr í þili Þrusk í fjósi Þyt í grasi Nei, við skulum ekki hafa hátt Það er búið að lesa Við erum búin að signa okkur Hér er ekkert að ugga Og ekki aðeins myrkrið heldur hulin vernd Vakir yfir okkur OG NÚ Hátt og helst hærra Við skulum hvorki hlusta Né greina nokkur hljóð Dynjandi tóna Bassann á fullu Glitrandi tilboð Malandi þuli Taktfastar trommur Jú, við skulum hafa hátt Það hefur ekki verið lesið Enginn hefur signt sig Við þekkjum ekki það sem sit- ur um sálirnar Og aðeins hávaðinn yfirgnæfir Óttann innra með okkur. Svo mörg voru þau orð. Þetta er svo satt. „Við þekkjum ekki það sem situr um sálirnar / Og að- eins hávaðinn yfirgnæfir / Óttann innra með okkur.“ Ekki vantar hávaðann sem dynur á okkur daglangt, hávaðinn og hömluleysið. Gemsinn er í hverjum vasa og gellur hvenær og hvar sem er. Jafnvel við brúðkaup, kistulagn- ingu og jarðarför, athafnir sem áður var talið sjálfsagt að mótuðu annars konar rými friðar og helgi, gerist það að gemsinn glymur. Útrýming kyrrðarinnar og krafan um að vera „í sambandi“ ávallt og alls staðar mótar mannlífið og lífs- máta með róttækum hætti. Það birt- ist í auknu eirðarleysi og óþol- inmæði, og jafnvel ófyrirleitni í umgengni, og stöðugum ótta við að missa af einhverju. Það kemur fram í tveggjamínútna menningu þar sem allt breytist á andartaki og þar sem aðlögunarhæfni, sveigjanleiki og færanleiki er í hvað mestum metum. Líklegt er að ávextir þess verði andleg örmögnun og sálarlegt slit í meira mæli en við höfum áður séð og að það verði vaxandi heilbrigð- isvandamál. Hávaðinn sljóvgar og slítur, síbyljan deyðir sálina. Við þurfum heilög orð og atferli sem veita innri frið og mótstöðu. Trúariðkun, trúrækni, iðkun helgidómanna og bæn á heimilum og í einrúmi veitir sálinni viðnám og innri mótstöðu gegn óttanum og ógninni. Bænin og trúin er besta for- vörnin. Bænin við rúm barnsins, heilög orð sem lögð eru á varir og hjarta miðla helgri návist, óttaleysi og æðruleysi andspænis því óræða, lotningu fyrir lífinu og höfundi þess, virðingu fyrir þeim mörkum sem líf- inu eru sett. Af því að bænin er að vera í líftengslum við Guð og opin fyrir náðaráhrifum anda hans. Og mun bera ávöxt til góðs og gæfu. Dauðinn og myrkrið eru enn til staðar og sitja um sálirnar og vinna hervirki sín. Öflugustu ímyndar- og viðhorfsmótendur samtíðarinnar halda að unga fólkinu okkar taum- leysi og yfirborðsmennsku, hörku og ófyrirleitni, klámi og kvenfyrirlitn- ingu. Og það er sem við séum varn- arlaus gagnvart þessu. Og hverjir eru ávextirnir? Ofbeldið og óbilgirn- in, virðingarleysið og loks sjálfs- hatrið. Þetta er dauðans alvara. Vímuefnavandinn eykst og ung- lingadrykkja er vaxandi samfélags- vandamál. Það virðist sem þrösk- uldar og hömlur hafi veiklast verulega samfara auknu örygg- isleysi foreldra að setja mörk og framfylgja þeim. Tóbaksreykingar virðast vera nánast hið eina sem al- menn samstaða sé um að sé löstur, óhollt og óæskilegt. Það hefur borið ávöxt, að því er virðist. Hitt er víst að strangt aðhald og áróður dugar ekki eitt og sér. Það er andlegt og menningarlegt afl sem við er að etja, áfergja gróðaafla sem ræður för og mótar lífsstíl neyslu og fíknar, sem leggur ofuráherslu á fullnægingu langana strax undir eins. Ávextirnir eru lífsleiði og flótti frá sársauka lífsins og óttanum sem inni fyrir býr. Lífsleikni og forvarnir gegna mik- ilvægu hlutverki í skólastarfi. Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að heimsækja fjölmarga skóla á landinu og kynnast því frábæra starfi sem þar er unnið af einbeitni, metnaði og áhuga góðra kennara og skólafólks og nemenda. Það gefur góð fyrirheit. Sem og sú herör sem skorin hefur verið upp gegn einelti og öðru of- beldi barna. Sú vitundarvakning sem Stefán Karl Stefánsson leikari hefur staðið fyrir hefur valdið þátta- skilum að þessu leyti, enn ein áminn- ing þess hverju einstaklingur fær komið til leiðar þrátt fyrir allt. Forvarnir skipta miklu máli en við þurfum líka að leggja áherslu á dyggðir. „Dyggðugur er sá sem tek- ið hefur framförum í því sem gott er og er orðinn staðfastur í því,“ segir Helgakver. Og bætir við að dyggðir séu margskonar „af því að hið góða sem þær stunda er margvíslegt; en allar eru þær sprottnar af sömu rót, trúnni og kærleikanum, og allar ávextir af náðaráhrifum heilags anda“. „Enn þetta ár“ eru þau áhrif að verki. Á ferð minni á Indlandi í fyrra kom ég þar að þar sem ung móðir stóð og muldi grjót með sleggju í brennandi hitanum. Þung var sleggjan, tötraleg klæðin. Skammt frá lá fárra vikna gamalt barn, nakið undir rifinni sólhlíf. Eldri börnin hömuðust við að mylja grjótið enn smærra og moka upp í ílát. Alla daga jafnt, myrkranna á milli. Öreigar og ánauðug börn, utangarðsfólk í okkar hnattvæddu, tæknivæddu, auðugu veröld. Hver er von þessa fólks? Hvað mun megna að rjúfa fjötrana og gefa því framtíð? Samstarfsaðilar Hjálp- arstarfs kirkjunnar á Indlandi vinna kraftaverk fyrir tilstyrk hinna mörgu stuðningsmanna hér á Ís- landi. En það virðist samt sem dropi í haf þjáninganna. Hverju eigum við að trúa, hvernig eigum við að breyta og hvað megum við vona fyrir hönd þessa fólks og niðja okkar? Hvað mun ráða för, hvaða meginreglur og siðgæðismælikvarðar, hvaða gild- ismat? Hver er leiðin til friðar og farsældar lífi og heimi? Fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn krossfesta og upprisna lausn- ara, fullyrðir: Guð hefur tekið sér stöðu með þeim snauðu og undir- okuðu. Og framtíðin er á þeirra bandi. „Hinum snauða er ekki eilíf- lega gleymt,“ segir Guðs orð. Og það sem gert er til að lina þrautir og lækna mein, rjúfa hlekki og reisa upp, það er þjónusta við Drottin Krist. Og er aldrei til einskis. Góð- vild, örlæti, umhyggja er aldrei til einskis. Með því er verið að greiða náð og friði veg og rita fangamark Krists á veröldina. Og það ber ávöxt. Umhyggja og kærleikur er leiðin til friðar á jörðu og friðar í hjarta. Eina leiðin. Enn þetta ár er sú leið fær. Hvað mun árið nýja bera í skauti sér? Í dæmisögunni sem er guðspjall dagsins bendir Jesús á að frumrök lífsins eru umhyggja og náð Guðs. Og hann leitar þeirra ávaxta sem efla lífið og bæta, trúar, vonar og kærleika. Þetta er orð sem okkur er léð frá höfundi ára og eilífðar, sem elskar þennan víða heim og hjarta þitt, og sérhvert barn á jörðu, hulin vernd hans vakir yfir. „Enn þetta ár.“ Dýrð sé Guði… Nýársávarp biskups Íslands, herra Karls Sigurbjörnssonar Karl Sigurbjörnsson Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.