Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni Kristjáns-son fæddist á Grund í Eyjafirði 17. desember 1906. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni 19. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Árna- son kaupmaður á Akureyri og Hólm- fríður Gunnarsdótt- ir. Árni lærði á harmóníum hjá Sig- urgeiri Jónssyni söngmeistara á Ak- ureyri, en hélt síðan til Berlínar 1923 til náms hjá Isolde, dóttur Xavers Scharwenka og síðar til Kaupmannahafnar. Árni fluttist aftur heim til Íslands 1932 og það ár kvæntist hann Önnu Guð- rúnu Steingrímsdóttur, f. 16. júlí 1910, dóttur Steingríms Matth- íassonar héraðslæknis og Krist- ínar Katrínar Thoroddsen. Þau Árni og Anna héldu utan til Þýskalands á ný sama ár en bjuggu síðar í Kaupmannahöfn uns þau fluttust heim til Íslands 1933 er Árni tók við stöðu sem kennari við Tónlistaskólann í Reykjavík. Þau Árni og Anna eignuðust þrjú börn, Ingva Matthías, f. 3. september 1933, d. 28. september 1996, Kristján, f. 26. september 1934, og Kristínu Önnu, f. 14. mars 1943. Barna- börn Árna og Önnu voru ellefu, en tvö eru látin. Barnabarna- börnin eru fjórtán og barna- barnabarnabörnin fimm. Árni kenndi við Tónlistarskól- ann í Reykjavík frá 1933 til 1959, var yfirkennari og varaskólastjóri 1936 til 1956 og skólastjóri 1956 til 1959. Árni varð tónlist- arstjóri Ríkisút- varpsins 1959 og gegndi því starfi til 1975. Árni hélt fjölda tónleika hérlendis sem erlendis sem einleikari og kom einnig fram með öðrum tónlistar- mönnum. Þá hljóð- ritaði hann mikið af píanóleik sínum fyrir útvarp og lék inn á eina hljómplötu. Árni sat m.a. í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og Bandalags íslenskra listamanna, var meðal stofnenda Félags íslenskra tónlistarmanna og var formaður þess um skeið og formaður tónlistarnefndar NOMUS. Árni skrifaði talsvert um tón- list og eftir hann liggur ritgerða- safnið Hvað ertu tónlist? sem kom út 1986 og skrif hans og þýðingar á bókum um Mozart, Carl Nielsen, Bach, Chopin og nú síðast Beethoven, en sú bók kom út skömmu fyrir síðustu jól. Árni hlaut margs konar viðurkenn- ingar fyrir störf sín og var m.a. heiðursborgari Fort Worth, heið- ursfélagi Félags íslenskra tón- listarmanna og Tónlistafélags Akureyrar og sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu þrívegis. Útför Árna verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við fráfall Árna Kristjánssonar pí- anóleikara hafa orðið þáttaskil í ís- lensku menningar- og tónlistarlífi. Árni Kristjánsson var sannur lista- maður. Hann lifði í tónlistinni. Hún var honum nauðsyn og orkugjafi. Strax á unga aldri leiddi móðir hans hann að orgelinu þegar eitthvað bjátaði á. Í sorgarmarsi Beethovens fékk hann þá sefað sitt angur. Djúp- ar tilfinningar og viðkvæmni voru förunautar hans í lífinu. Hann átti líka til þrótt og þor og hélt sig ætíð við sínar skoðanir. Hann gekk sína götu og fór aðrar leiðir en margir aðrir. Árni hélt sig við gömul og góð gildi og festuleysi nútímans var hon- um ekki að skapi. Hann vildi umfram allt, að menning sæti í fyrirrúmi og hafði ímugust á öllu yfirborðslegu. Hann hafði sínar föstu skoðanir um list og listamenn og virtist skynja af óvenjulegu næmi hvað með þeim bærðist. Vera mín hjá Árna í píanótímum, fyrir meira en hálfri öld, voru mér sannkallaðar sólskinsstundir. Hann kenndi mér að bera lotningu fyrir hinum gömlu meisturum. Ljóð án orða Mendelssohns fengu róman- tískan blæ: Í fölri birtu tunglsljóss- ins leið gondóllinn áfram og í fjarska heyrðust klukkur klingja og hann gleymdi ekki elskendunum í bátnum. Árni var dýrkaður mjög af nem- endum sínum sem allir lögðu sig fram um að vera honum að skapi. Í kvöldbænum mínum bætti ég því við „að ég mætti spila svo honum Árna líkaði.“ Og þannig er það enn. Píanóleikur hans var okkur opin- berun og svo komu allar hinar merku bækur hans, þessa fjölgáfaða manns. Auk þess mátum við mikils hina miklu góðvild hans og hjálpsemi, sem ekki krafðist endurgjalds. Ég hef persónulega misst náinn vin og vil reyna að muna hann sem fyrir- mynd og fordæmi hans, en þannig mun hann best syrgður. Við Grímhildur sendum Önnu, hinum trausta lífsförunauti hans, og börnum og öðrum ættingjum sam- úðarkveðjur. Hinn þreytti maður hefur fengið hvíld. Megi honum mæta birta og ljós í hinum nýju heimkynnum – ljós sem er í ætt við það sem hann reyndi að kveikja og glæða á lífsleið sinni. Haukur Guðlaugsson. Við lát míns gamla kennara og vinar, Árna Kristjánssonar, hverfur hugurinn langt aftur í tímann, til árs- ins 1939, þegar ég sem ungur dreng- ur kom heim til hans á Hávallagöt- una í fyrsta spilatímann. Þá þegar laðaðist ég svo að þessum heillandi manni að hann varð óðara mikilvæg- ur þáttur í lífi mínu. Á árunum sem á eftir fóru var hann mér ekki aðeins lærifaðir heldur líka náinn vinur. Jafnan síðan hef ég notið ómældrar fræðslu hans um leyndardóma lífsins og listarinnar, enda var þar aldrei komið að tómum kofunum. Mest virði var þó vinátta hans og sá styrk- ur sem hann veitti mér á ýmsum skeiðum ævi minnar og þá mest þeg- ar á móti blés. Það má með sanni segja að Árna var margt til lista lagt og fjölhæfur með afbrigðum, en hann var þó fyrst og fremst píanisti. Ég ætla því að fjalla lítillega um þá hlið hans og kennsluna í þessum fáu orðum sem ég festi hér á blað. Þegar hann var í broddi lífsins hélt hann óteljandi tón- leika bæði einn og með öðrum við miklar vinsældir og aðdáun þeirra sem á hlýddu. Árni var stórbrotinn listamaður og þegar best lét var hann innblásinn og náði hæstu hæðum í túlkun sinni. Það hríslaðist oft um mann þegar hann komst á flug. Blæbrigðaríkur söngur laglínunnar, þéttleiki hljóms- ins og litauðgi milliraddanna var undraverð. Hann var ekki hinn glitr- andi virtúós heldur skáldið sem sat við hljóðfærið, og hann kunni að láta þögnina tala. Hans menn voru Beethoven og Chopin og í verkum þeirra er hann minnisstæðastur. Árið 1923 kom Árni, þá kornungur piltur, beint frá Akureyri til Berlínar og dvaldi þar við píanónám um ára- bil. Í þessari kraumandi höfuðborg Weimarlýðveldisins, þar sem listirn- ar blómstruðu og öfgafullt skemmt- analíf stórborgarinnar var nær hömlulaust, kynntist hann róttækum ungum námsmönnum sem voru tals- vert eldri og þroskaðri en hann og varð fyrir miklum áhrifum af þeim. En öðru fremur naut hann þar óspart hámenningar þess tíma og heyrði og sá flesta höfuðsnillinga allra listgreina og bjó að þeirri ómet- anlegu reynslu alla tíð. Árni var gæddur fágætri gáfu hins mikla kennara sem sumir telja jafn- vel vera enn sjaldgæfari en sjálf listagáfan. Það var ógleymanlegt að vera í tímum hjá honum þegar hann sveif um geiminn og hreif nemendur sína með sér inn í dulheima listarinn- ar. Það var sannarlega mikið happ fyrir íslenska tónlist þegar hann kom heim árið 1933 eftir sína löngu náms- dvöl erlendis og hóf kennslu við Tón- listarskólann í Reykjavík. Þá urðu þáttaskil og lagður var grunnur að æðra námi í píanóleik hér á landi. Fljótlega útskrifuðust fyrstu nem- endur Árna úr skólanum og reynd- ust margir þeirra frábærir tónlist- armenn og kennarar. En Árni sjálfur hélt áfram að kenna í meira en hálfa öld með þeim árangri að hann má sannarlega kallast faðir íslenskra pí- anista. Þegar litið er á störf Árna í þágu tónlistarinnar hér heima, þá voru þau vissulega bæði fjölbreytt og mikilvæg og verða seint fullþökkuð. En mér er þó á þessari stundu efst í huga að með honum eigum við á bak að sjá einum svipmesta listamanni okkar á liðinni öld, píanóleikaranum Árna Kristjánssyni. Jón Nordal. Ég minnist eins og það hafi verið í gær þegar ég sá Árna í fyrsta sinn. Ég man hverng hann, heimsmanns- legur í fasi, hélt sig til hlés og skoðaði mig gaumgæfilega í krók og kring svo lítið bæri á. Svo gagnrýnislegur fannst mér hann að ég man enn hverja flík sem ég var í það kvöld, því eins og konum er tamt var mín fyrsta hugsun hvort ég væri eitthvað vit- laust til fara. Um Árna vissi ég það helst að hann hafði verið píanókenn- ari mannsefnis míns, sem stóð þarna við hlið mér uppdubbaður í kjólföt eftir að hafa debúterað. Ég vissi líka að píanistinn ungi kom Árna meira en lítið við. Árni hafði alið hann upp í tónlistinni frá því hann var þrettán ára og var honum meira en venjuleg- ur kennari, bæði náinn vinur og ein- lægur velunnari. Framhald þessa fyrsta fundar er hulið þoku, en eitt er víst að þegar við hjónin fluttumst alkominn heim nokkrum árum síðar fann ég fljót- lega að hann taldi mig Jóni sam- boðna, svo hann kippti mér með und- ir sinn verndarvæng. Urðum við með tíð og tíma ein- staklega miklir mátar: Árni, Anna, Jón og ég. Við umgengumst mikið og nutum okkar vel saman öll fjögur. Enga var eins mikil unun að hitta og þau og gera sér dagamun með. Við áttum bíl en þau ekki og varð það brátt að sið þegar við komum af tónleikum eða höfðum verið einhvers staðar saman í teiti, að við skutluðum þeim heim á Hávallagötuna og þau buðu okkur „að líta aðeins inn“. Heimilið þeirra „osede af kultur“, svo ég sletti nú dönsku, og maður fann fljótt að þar innan veggja hafði verið mikið músíserað og margar sögur sagðar. Áttu bæði hjónin jafn- an þátt í að skapa þetta lifandi og vitsmunalega andrúmsloft. Ég minn- ist þess hvernig Árni – eftir að hann hafði sinnt barhæfileikum sínum með óviðjafnanlegum elegans – tyllti sér niður í djúpan stól og dró smám saman upp úr minningasafni sínu eitt og annað skemmtilegt. Frá Berl- inarárunum þegar hann æfði svo mikið að hann varð að kaupa gúanó til að smyrja á úlnliðina við síversn- andi sinaskeiðabólgu, af löngu liðn- um listamönnum eins og d’Albert og Rachmaninov sem hann heillaðist af sem ungur námsmaður, eða Rudolf Serkin og Adolf Busch sem þau hjón- in kynntust vel. Anna sagði okkur frá sinni stórfallegu móður sem lagði út í lönd í leit að lífsspeki og andlegri fræðslu hjá Krisnamurti, frá föður sínum sem starfaði um skeið sem læknir í Danmörku, eða frá ýmsum heimilisháttum hjá afa sínum, klerk- inum og sálmaskáldinu Matthíasi Jochumssyni. Já, svona mætti lengi tína það til sem bar á góma. Árni, sem var guðfaðir dóttur okk- ar, fylgdist alla tíð vel með henni og tók sitt hlutverk alvarlega, því trúin bjó í honum. Það fann maður oft og á margan hátt, ekki síst þegar hann spilaði á hljóðfærið sitt, sem ég því miður heyrði hann alltof sjaldan gera. Börnin mín kölluðu Árna með lotningu rabarbaramanninn og þau saman rabarbarahjónin og kom það ekki til af því að þau voru bæði há og spengileg, heldur af því að Anna, sem hefur græna fingur, gaf okkur lengi vel eins mikinn rabarbara og við gátum í okkur látið, og seinna af- bragðs rabarbarahnaus sem dafnaði og breiddist út í garðinum okkar. Lengi vel var rabarbarinn ásamt graslauknum og kettinum talinn með sem óaðskiljanlegur hluti fjöl- skyldunar. Eru allir þessir smáhlutir sem hér þyrlast fram í hugann að- eins brotabrot af því sem hefur gefið ilm í líf mitt í samskiptunum við Árna og Önnu. Eitt er þó ónefnt með Árna sem mér þykir líkast til vænst um af öllu og var það bara milli hans og mín. Eitt sinn veitti hann mér upphefð – eða ég tók það þannig – þegar hann sagði með alvörusvip: „Við erum fóstbræður.“ Þessi óvæntu orð endurtók hann eftir það iðulega við mig við alls kyns tækifæri og nú síðast á níutíu og sex ára afmælisdegi sínum í desember sem leið. Nú má skilja þessi orð á marga vegu, því Árni var marg- slunginn maður og hreint ekki auð- lesinn. Eins og myndverk hafði hann marga fleti þar sem birta og skuggi kallast á, en mynda samt eina órjúf- anlega heild. Reyndar veit ég ekki með vissu hvernig ég á að skilja þetta hlutverk mitt sem fóstbróðir, þótt mig gruni það. Árni hleypti mér aldrei að með að spyrja nánar út í það, svo þessi sérstæða nafngift hans mun því enn um sinn „vera sem bögl- að roð fyrir brjósti mínu“. Líkast til svo lengi sem ég tóri. Að lokum óska ég Árna velfarn- aðar á nýjum slóðum og kveð hann með söknuði. Megi þessi fóstbróður- lega vísa Bólu-Hjálmars fylgja hon- um áleiðis. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Solveig Jónsdóttir. Það get ég sagt með sanni; sæld er að una hjá vini, eyfirskum aðalsmanni: Árna Kristjánssyni. Á útveggnum tróndi járnskúlptúr sem sýndi Don Quixote og Sancho Panza á herför sinni. Er húsráðandi kom til dyra sagði hann sér svipa til þeirra; hann hefði glímt við vind- myllur alla ævi. Hann leiddi mig upp í „ruslakomp- una“ sína – og væri stássstofan mín sem ruslakompan sú! Steinwayinn í horninu, uppi um veggi myndir af heimsfrægu listafólki sem tengst hafði honum tilfinningaböndum – líkt og allir hlutu að gera sem kynnt- ust þessum manni. Slíkir voru per- sónutöfrar hans. Hér gat að líta bókasafn húsráð- andans – og þvílíkt safn! Úrval alls hins besta sem vestræn menning hefur saman sett. Þar spjölluðum við margt í skini lampans, meðan ís- lenskt skammdegi rann sitt skeið úti fyrir. Á slíkum stundum kynntist ég sálardjúpum þessa manns sem svo margt hafði lifað og hugsað. Engan mann hef ég hitt sem las slíkar ást- ríður og hughrif úr tónum! Tónlistin varð honum ómæld uppspretta. Á hana var hann óvægur en skarpur dómari. Alla gömlu meistarana hafði hann í hávegum – en Chopin var heil- agur. Ímigust hafði hann á sýndar- spili og fingragandreið „virtúósa“. Og „das künstliche“ var honum um geð, jafnt í hljómlist sem daglegu lífi. Allar helstu menningarlindir tutt- ugustu aldar hafði þessi maður kynnst við. Margt mótlætið hafði rist hann – en óskert var manngildi hans og mildi. Og er hann kvaddi mig höndum tveim – sagði hann eitt sinn sem ósjálfrátt: „Wir bleiben Freunde!“ Mér er minnisstætt, eitt sinn er ég heimsótti hann, hve hann fylgdist andaktugur með háloftasiglingu roðaskýja. Öðru sinni hitti ég hann gagntekinn af þýðingu Jónasar á sálmi Addisons, „Festingin víða, hrein og há …“. Og ég léði honum ritföng svo hann gæti fest orð lista- skáldsins góða hjá sér. Vera má að þau hafi ratað í minnisbækur hans – einar fegurstu bókmenntir sem ég hef skyggnst í um dagana: Úrklippur úr blöðum og tímaritum og hugrenn- ingar með, eðalbornar og tærar. Klippurnar lýstu næmum smekk á hið myndræna sem mótar, bæði til góðs og ills. „Árni er einn af þessum mönnum sem allt lesa, allt vita og allt skilja,“ sagði Páll Ísólfsson. Sannari orð hafa vart verið fest á pappír. Nú er Árni Kristjánsson allur – og með honum síðasta líftaug okkar til frumherjanna í tónlist og fagurfræð- um. Hann mun þó lifa í hugskoti allra þeirra sem honum kynntust og njóta fengu mannhygðar hans. Og í skrif- um sínum og þýðingum; einum stíl- tærustu skrifum sem ég hef lesið. Hann mun lifa í fantasíu Schumanns, tónaglitrinu í fyrsta þætti d-moll- konsertsins eftir Brahms og í Noct- urne Chopins opus 62, „hulduspili um dauðann“. Að leiðarlokum sný ég kveðjuorð- um hans eftir þjóðskáldið frá Fagra- skógi til hans sjálfs: „Er lífið draum- ur?“ Ef til vill fáum við svar við þeirri spurningu, þegar við höldum til ókunna landsins. En reynist svo, að „þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti“, vildi ég feginn eiga eftir að hitta vin minn aftur fyrir hinu gullna hliði, ljómandi af gleði og góðvild.“ Jón B. Guðlaugsson. Vinur minn Árni Kristjánsson er látinn og sakna ég hans mikið þótt sambandið hafi verið stopult hin síð- ari ár af eðlilegum orsökum. Ég kynntist Árna fyrst ungur að árum er hann lék í tríói Tónlistarskólans ásamt Birni Ólafssyni og Dr. Edel- stein, en tríóið lék stundum undir söng móður minnar, Guðrúnar Ágústsdóttur, m.a. á tónleikum í Gamla bíói. Seinna hafði Árni sam- band við mig og bauð mér í tónleika- för með sér til Svíþjóðar. Þar fluttum við m.a. íslensk þjóðlög og ræddi Árni um lögin við áheyrendur. Við fengum mjög góða gagnrýni og hljóðrituðum við þjóðlög þessi ásamt íslenskum og erlendum sönglögum fyrir Ríkisútvarpið. Úrval þess var gefið út á breiðskífu sem dagaði uppi af annarlegum ástæðum. Árni vann mikið fyrir Kammer- músíkklúbbinn og er honum var falið að standa fyrir flutningi á Schwan- engesang Schuberts á tónleikum klúbbsins hafði hann samband við mig og bað mig að syngja ljóðalögin. Var ég mjög montinn af. Ég var tutt- ugu árum yngri en Árni og samband okkar oft eins og samband föður og sonar. Við æfðum mikið og leiðbeindi hann mér myndarlega, ekki síst í framburðinum á þýskunni sem hann hafði frábært vald á. Sem betur fer hljóðritaði Ríkisútvarpið flutning okkar í hljóðveri 1 á Skúlagötu og þegar farið var að huga að því að gefa út geisladisk með úrvali af söng mínum spurði ég Árna hvort ekki mætti nota eitthvað af því sem við hefðum hljóðritað saman á diskinn. „Notaðu bara það sem þú vilt vinur,“ sagði Árni þá og þótti mér mjög vænt um það. Þegar til kom urðu diskarnir tveir og annar þeirra helg- aður samvinnu okkar Árna Krist- jánssonar. Árni Kristjánsson var afburða- greindur maður, fíngerður og við- kvæmur en þó sterkur. Mér eru ógleymanlegar allar þær stundir er við áttum saman og veltum fyrir okkur lögum og ljóðum og lærði ég mikið af honum. Árni var ritfær mað- ur og þótti mér vænt um að fá Beethoven-bók hans fyrir jólin. Eiginkonu Árna, Önnu G. Stein- grímsdóttur, börnum og öðrum ætt- ingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð blessa ykkur öll. Kristinn Hallsson. Árni Kristjánsson píanóleikari er látinn. Með andláti hans verða kafla- skipti í íslenskri menningarsögu. Þegar skrifað er um slíkan mann er erfitt að gera því efni viðhlítandi skil í fáum orðum, því slíkt er umfang, stærð og áhrif þessa manns á tónlist- ar- og menningarlíf okkar Íslend- ÁRNI KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.