Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
eir sem hafa lesið Lagna-
fréttir í Fasteignablaði
Morgunblaðsins hafa
stundum undrast þann
frjóa huga sem sífellt finn-
ur nýja og nýja fleti á þessu málefni.
Lagnakerfi virðast í fljótu bragði
ekki það sem stundum er kallað ?ilm-
andi efni? en í meðförum Sigurðar
Grétars Guðmundssonar pípulagn-
ingameistara er ótrúlegt hve líflegur
þessi efnisflokkur getur orðið. Marga
hefur fýst að vita hver sá maður er
sem á bak við þessi skrif býr. Nú er
ég komin mitt inn á heimili hans í
Þorlákshöfn, búin að koma mér fyrir
við sjálft borðstofuborðið í stofunni
og set upptökutækið í gang.
?Það liggur ljóst fyrir að ég byrjaði
að skrifa Lagnafréttir í ágúst 1992,?
segir Sigurður þegar ég inni hann
eftir upphafi þessara pistla.
?Maður heitir Kristján Ottósson,
framkvæmdastjóri Lagnafélags Ís-
lands, og gefur út lítið rit sem heitir
Fréttir af lögnum. Hann bað mig að
skrifa í þetta rit en ég sagði við hann
að ég vildi ekki skrifa fyrir kollega
mína eða aðra fræðinga. ?Mér finnst
að það ætti að uppfræða almenning
meira um þessi mál. Ég vil komast
inn í almennilegan miðil, ? Morgun-
blaðið,? segi ég við Kristján. Hann er
maður atorkusamur og eftir nokkra
daga hafði hann gengið frá því við
blaðið að ég myndi skrifa fimm pistla.
Síðan var hugmyndin sú að fleiri
kæmu inn í þetta til að skrifa. Eftir
að mínir fimm pistlar höfðu birst
varð hlé, hinir sem höfðu fengið boð
um að skrifa gerðu það ekki. Það
endaði með því að ég tók að mér að
skrifa fasta pistla um þetta efni, ?
fyrst ætlaði ég að skrifa í eitt ár og
svo annað og þannig koll af kolli ? og
ég er enn að skrifa vikulega í Fast-
eignablaðið.?
? Áttu aldrei erfitt með að finna
nýja fleti á lagnamálunum?
?Stundum segi ég við konu mína,
Helgu Harðardóttur, ?nú veit ég
ekkert hvað ég á að skrifa um?, og
hún svarar: ?Æ, láttu ekki svona, þú
finnur eitthvað,? og það er eins og við
manninn mælt, mér dettur eitthvað í
hug.
Reyndar fæ ég góðar ábendingar
frá lesendum, bréf og hringingar.
Það merkilega er að um 80% af þeim
sem hafa samband við mig eru konur
? samt er engin mynd af mér með
þessum pistlum.? Nú hlæja þau Sig-
urður Grétar og Helga, sem situr
mér á hægri hönd við borðið og hlust-
ar brosleit á lýsingar eiginmannsins
á skrifum sínum. 
?Ég hef komist að því á þeirri hálfu
öld sem ég hef verið í þessu fagi að
það er miklu betra að ræða um lagna-
mál við konur. Lagnamál eru oft í
ólagi á heimilum og það bitnar veru-
lega á konunum. Þær eru ekki með
neina fyrirfram skoðun á málinu, en
karlarnir svara kannski: ?Ég gerði
nú þetta og þetta við þessu og
þessu ? Konurnar taka með opnari
huga því sem maður segir. Líklega
lesa þó kollegarnir allra síst það sem
ég er að skrifa, og eru ekki endilega
sammála mér.?
Hvers vegna pípulagnir?
Mér leikur hugur á að vita hvað hafi
beint Sigurði Grétari inn á braut pípu-
lagna?
?Pípulagnir eru ekki fag sem menn
fæðast með löngun til að stunda. Þeir
?lenda? þar venjulega fyrir röð tilvilj-
ana. Mig dreymdi stóra drauma um
háskólanám en ég sá fljótt að ekki
myndi hlaupið að því að láta þá ræt-
ast, engin námslán voru á þeim tíma,
ég hafði misst föður minn og móðir
mín sá fyrir heimilinu með sinni vinnu.
Það vildi mér þá til happs að nem-
andi nágranna okkar úr sveitinni lenti
í ástarsorg og stökk út í Breiðafjarð-
areyjar til að jafna sig. Þá vantaði
mann í hans stað í verk við pípulagnir.
Nágranninn hafði verið beðinn að
taka mig í nám, nú var tækifærið ? og
ég greip það.?
Sigurður nefnir þarna til sögunnar
sveitunga ? úr hvað sveit spyr ég.
?Ég er fæddur 1934 á því gamla
höfuðbóli Sandhólaferju sem er ferju-
staðurinn gamli yfir Þjórsá og er í
Djúpárhreppi sem hét þá.
Ég gekk í barnaskóla í Þykkvabæn-
um.
Faðir minn Guðmundur Halldórs-
son var bóndi á Sandhólaferju, sem þá
var afskekkt og varla í vegasambandi.
Þegar hann var 42 ára kom til hans
tvítug kaupakona, Anna Sumarliða-
dóttir, og þau fóru að eiga börn sam-
an, ég er sjötta barn þeirra af þeim sjö
sem á legg komust. Ættingjar
mömmu komu einu sinni á ári í heim-
sókn og þá í júlí því þá var hægt að
komast í námunda við bæinn á bíl. Við
höfðum það eigi að síður gott og ekki
man ég eftir neinu sem kalla mætti
skort.
Ég átti góða að, m.a. ömmu og stjú-
pafa og heiti nöfnum þeirra beggja ?
en fékk þau þó eftir nokkurri króka-
leið. Áður hafði borið þessi nöfn
drengur sem drukknaði ellefu ára
gamall út frá bryggju á Seltjarnar-
nesi. Ég var þá nýfæddur og var
skírður eftir þessum dreng og naut
þess alla tíð hjá þeim og hjá uppeld-
issystur pabba, sem hafði átt dreng-
inn sem drukknaði.
Ég var ellefu ára þegar faðir minn
dó og þá brá mamma búi, mér til mik-
illa vonbrigða. Ég vildi ekki fara frá
Sandhólaferju, umhverfinu þar og
samfélaginu í sveitinni.
Eitthvert mesta ?sjokk? sem ég hef
fengið var þegar ég kom út í bjartan
haustdaginn, morguninn eftir að við
komum í Kópavog, og leit yfir eyði-
lega melana þar. Það umhverfi var
mikið ólíkt gróandanum í Rangár-
þingi og fjallahringnum þar, með
Heklu og Eyjafjallajökul, og Vest-
mannaeyjar fljótandi í tíbránni. Ég
leit á Esjuna, þótti hún slaga upp í
Ingólfsfjall, en Reykjanesfjallgarður-
inn og Bláfjöll ? mér fannst þetta ekki
fjöll heldur hrúgur.
Síðar breyttist sýn mín á umhverfið
í Kópavogi heldur betur. Við bjuggum
í litlu húsi, beint niður af Meltröðinni,
það stendur ennþá, eina gamla húsið
við Digranesveginn sem ekki er búið
að rífa.
Eina leiðin fyrir mömmu til þess að
koma yfir okkur þaki á þessu svæði
var að kaupa þennan tveggja her-
bergja sumarbústað í Kópavogi.
Mamma fékk vinnu hjá Kjöti og rengi
og þar fékk ég líka vinnu á vorin við
að sjóða rengi. Síðan finnst mér brot á
mannréttindum að ekki megi veiða
hval hér. Síðar vann mamma lengi við
ræstingar hjá lögreglunni í Kópavogi.
Kópavogur ? skemmtilegur útnári
Það bráði fljótt af mér ólundinni því
mannlífið í Kópavogi var alveg ein-
stakt. Ég varð að vísu að vera í barna-
skólanum í einn vetur því langir bið-
listar voru við framhaldsskólana í
Reykjavík, en ég hef þó aldrei séð eft-
ir barnaskólavistinni, þar kynntist ég
öllum jafnöldrum mínum í Kópavogi.
Þetta var þriðja starfsár Kópavogs-
skóla, sem þá var í húsinu sem Máln-
ing var lengi í og brann síðar. Ég
gekk líka í skátafélagið og Breiðablik
? ekki leið á löngu þar til ég var orðinn
formaður þar. Síðan hef verið í fé-
lagsmálum allt mitt líf. Við bjuggum
þröngt heima og ég lærði snemma að
láta mér lynda við systkini mín, það
var góður undirbúningur.
Ég man aldrei eftir í skóla neinu
sem kalla mætti einelti, ef einhverjir
ætluðu að ráðast á einhvern einn þá
komu hinir á vettvang og stóðu með
honum. Því er ekki að neita að Kópa-
vogur var útnári á þessum tíma og
það var litið niður á þá sem þar
bjuggu. En við bárum höfuðið hátt
krakkarnir í Kópavoginum þótt á
ýmsu gengi. Ég var formaður í
Breiðabliki þegar félagið háði sinn
fyrsta kappleik í Mosfellssveit. Leikn-
um lauk 9?0 ? því miður með sigri Aft-
ureldingar. 
Sjálfur var ég ekki í fótbolta en
lagði þess í stað stund á frjálsar
íþróttir um tíma, þá kom sér vel að ég
var fljótur að hlaupa, hafði æfinguna
frá því að eltast við skepnur í sveitinni
á víðlendri jörð.
Það settist enginn að í Kópavogi á
þessum árum nema sá sem ætlaði að
bjarga sér. Það var mikið um harð-
duglegt barnafólk í Kópavogi en eitt
og annað skorti, t.d. vatn. 
Við áttum jeppa og bróðir minn,
sem þá vann í Héðni, kom alltaf með
vatn heim í glerkút í grind. Það vatn
notuðum við til drykkjar og matar en
vatn af þakinu höfðum við til þvotta.
Ekkert vatnsklósett var af þessum
sökum í húsinu heldur kamar. Mér
fannst þó mikil framför að kamarinn
var niðri í kjallara og innangengt á
milli, í sveitinni urðum við að fara út
til að komast á kamarinn. Annað
fannst mér enn stórkostlegra, við
höfðum rafmagn í Kópavogi, það
höfðum við ekki haft fyrir austan. 
Ég segi stundum að við frumbyggj-
arnir höfum komið gróandanum af
stað á melunum í Kópavogi með því
að hella úr kamarfötunum yfir þá.
Þetta skapaði mikið frjómagn. Við
breyttum örfoka melum í aldingarð.
Ég var þó búinn að leggja klósett í
húsið með bróður mínum áður en ég
fór að læra pípulagnir.
Forsendan var að Finnbogi Rútur
Valdemarsson og Gunnar Thorodd-
sen sömdu um í bróðerni, þrátt fyrir
ólíkar skoðanir í þjóðmálum, að Kópa-
vogur fengi vatn úr lögn í Blesugróf.
Vatnið var mælt og svo borgað fyrir
notkunina og þannig er þetta enn,
Vatnsveita Kópavogs kaupir vatn af
Vatnsveitu Reykjavíkur.
Áður en rennandi vatn kom í Kópa-
vog var farið með hvern vatnsdropa
eins og hann væri úr gulli. Mamma
var mjög nýtin og passaði upp á að
engu væri skvett, vatn sem maður
þvoði sér um hárið úr var svo notað til
að skúra gólfið o.s.frv.
Þegar vatnið kom lögðum við bróð-
ir minn inn pípu. Við létum renna í
fötu þegar við opnuðum fyrst fyrir
kranann, svo fylltist fatan og bróðir
minn bað mig að skvetta úr henni. Þá
kom mamma hlaupandi og kallaði:
?Nei, nei ? haldið þið að það sé ekki
hægt að skúra úr þessu??
Ég hóf pípulagninganámið 1952 og
fór svo í Iðnskólann í Reykjavík í
Lækjargötu, ég tók tvo bekki í einu
og var í kvöldskóla en vann allan dag-
inn. Þetta var mikil vinna og langur
vinnutími. Allir ofnar voru úr potti og
níðþungir og það voru engin tæki sem
léttu manni vinnuna, við bárum ofn-
ana sjálfir upp á fjórðu hæð og engar
borvélar voru til þess að bora fyrir
lögnum, við urðum að höggva steininn
með stjörnubor. Þetta komst maður í
gegnum þótt ég væri svo grannur að
ég sást varla fyrr en komið var að
mér.
Það þótti ekki fínt fag að fara í
pípulagnir. Þegar ég sagði einni vin-
konu minni hvað ég væri að fara að
læra sagði hún: ?Oj.? Ég var því ekk-
ert að koma því á framfæri við dömur
fyrr en ég þurfti hvað ég ynni við.
Ég hafði verið á danskvöldum hjá
Þórði á Sæbóli á laugardagskvöldum
eins og fleiri ungmenni í Kópavogi en
færði svo út kvíarnar og tók að stunda
með vini mínum gömlu dansana sem
þá voru í Breiðfirðingabúð og í Silf-
urtunglinu í Austurbæjarbíói sem nú
er talað um að rífa.?
Vonandi að það frjósi vel um jólin
Þótt Sigurður færi ekki af hugsjón
að læra pípulagnir fór það svo að hug-
ur hans hneigðist að hinni fræðilegu
hlið lagna, svo sem lesendum Morg-
unblaðsins er kunnugt.
?Mér fannst áhugavert að komast
dýpra inn í þau fræði sem ég var að
fást við, í pípulögnum er verið að fást
við t.d. varmafræði sem er mjög
áhugaverð, einnig þurfti að læra á
kerfin, hvernig þau virka. Pípulagnir
eru í raun saga um siðmenningu. Um
400 f.Kr. voru menn farnir að leggja
frárennslisrör og Rómverjar komu
sér upp lofthitakerfi, höfðu kanala
undir gólfi og eldstæði fyrir neðan
þannig að gólfið hitnaði. Vatnssalern-
ið hefur haft mikil áhrif á heilbrigðis-
ástand í löndum, það er raunar mun
eldra en haldið var, nokkuð víst er að
Kínverjar, sú gamla menningarþjóð,
fundu vatnssalernið upp. Það er með
pípulagnir eins og önnur fræði. Það
þarf að halda áfram að mennta sig.
Hvernig færi t.d. fyrir lækni sem
skellti aftur bókum eftir læknapróf og
liti ekki í fræðin meir? Ég er fylgjandi
símenntun. 
Fyrstu árin sem ég var í pípulögn-
um gerðist fátt eitt en svo varð bylt-
ing í þessum efnum, en eftir 1970 fóru
plaströrin að koma sterkar inn. Ég er
nýjungagjarn og tók þessu fegins
hendi en ýmsir aðrir eru íhaldssamir
og plaströrunum hefur verið haldið í
heljargreipum sérfræðinga, ef svo má
segja, alltof lengi. Það er ekki langt
síðan Orkuveita Reykjavíkur tók af
skarið og ákvað að nota plaströr í all-
ar sínar heimaæðar.
Ég gekk langt í að kynna mér þess-
ar nýjungar. Ég fór til Svíþjóðar til að
læra plastsuðu og ég innleiddi snjó-
bræðsluna. Ég lærði þá tækni í Sví-
þjóð en svo kom olíukreppan og Svíar
urðu að hætta við snjóbræðsluna, en
við með heita vatnið getum nýtt okkk-
ur þetta og gerum óspart.
Heitt vatn er ekki allt jarðvarmi, í
Kópavogi er t.d. kalt upphitað vatn,
það kemur frá Nesjavöllum og þar er
Lagnafréttir og leið
sjálfsvirðingarinnar
Lagnafréttir eru vinsæll pistill í Fasteignablaði 
Morgunblaðsins sem Sigurður Grétar Guðmundsson
pípulagningameistari hefur skrifað af mikilli list ár-
um saman. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti Sigurð
og konu hans Helgu Harðardóttur á heimili þeirra í
Þorlákshöfn og spunnust af miklar umræður m.a.um
pípulagnir og pólitík, leiklist og eignamissi.
Morgunblaðið/Guðrún
Höfundur Lagnafrétta með meiru - Sigurður Grétar Guðmundsson.
?
Það þótti ekki fínt
fag að fara í pípulagn-
ir. Þegar ég sagði einni
vinkonu minni hvað
ég væri að fara að læra
sagði hún: ?Oj.?
?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80