Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ flóð í Hvítá í Árnessýslu náði hámarki sínu í gærkvöld eft- ir stöðugan og mikinn vöxt í gær og setti um 800 hektara af rækt- uðu landi á kaf að sögn Steinars Halldórssonar, bónda í Auðsholti 4 á Auðsholtstorfunni svonefndu í Hrunamannahreppi. Fólk varð innlyksa á bæjum Fólk á bæjunum varð innlyksa og níu börn komust ekki í Flúða- skóla í gærmorgun vegna vatna- vaxtanna. Þá varð að bjarga fjörutíu hrossum sem lentu í flóð- inu á þurrt. Hrossin voru rekin í þremur hópum, m.a. á báti, og urðu nokkur þeirra að synda á land en varð ekki meint af volk- inu. „Þeim fannst ósköp gott að komast á þurrt og léku sér þegar þau voru komin á fastalandið,“ sagði Steinar við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði of snemmt að meta flóðskemmdirnar á meðan allt væri undir vatni en það kæmi bet- ur í ljós þegar vatnið færi að sjatna. Einn íbúi á Auðsholts- torfunni komst af bæ í gærmorg- un en vatnið bannaði honum hins vegar för á bakaleiðinni. Ekki voru neinar rafmagns- truflanir eða vandræði við fjósa- störf vegna vatnsins að sögn Steinars. Póstbíllinn komst ekki leiðar sinnar í gærmorgun en mjólkurbíllinn átti hvort eð er ekki ferð að bæjunum í gær svo flóðið hafði ekki áhrif á ferðir hans. Hans er von í dag, þriðju- dag, og ætti að komast ef ekki versnar í því héðan af. Íris Georgsdóttir, húsfreyja í Auðsholti 4, sagðist óttast að flóð- ið ylli miklu tjóni á ræktuðu landi, girðingum og við árbakka, enda væri ekkert frost í jörðu og því mikil hætta á landbroti. Hvítá flæddi einnig yfir bakka sína 20. febrúar sl. og þá urðu töluverðar vatnsskemmdir. Um tuttugu bílar frá ferða- klúbbnum 4X4 voru á leið heim frá skála sínum Setrinu, sunnan Hofsjökuls, í gær og komust fimm bílar yfir ána í gærkvöldi, en hin- ir lögðu ekki í hana. Vegir lokuðust Að sögn Svans Bjarnasonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni, lokaðist vegurinn í Vatnsnesi í Grímsnesi vegna flóðanna og hugsanlegt er að hann hafi skemmst. Þá lokuðust vegir heim að bæjum á Auðsholtstorfunni sem fyrr gat. Svanur sagði að bíða þyrfti með allar fram- kvæmdir eða viðgerðir uns vatnið færi að sjatna. Þá var veginum við Breiðaból- stað í Dölum lokað í gær er hann fór í sundur í vatnavöxtum. Sömuleiðis er vegurinn um Svína- dal í Dölum töluvert skemmdur vegna úrrennslis og þar verður að fara með gát, að sögn Vega- gerðarinnar. Víða eru þungatak- markanir á vegum um landið en færð að öðru leyti góð. Fólk varð innlyksa vegna miklla vatnavaxta á sunnan- og vestanverðu landinu í gær 800 hektarar af túnum undir vatni Hópur hrossa lenti í sjálfheldu á eyrum við bæinn Sólheima við Stóru Laxá. Hjónin Ester Guðjónsdóttir og Jóhann Kormáksson fylgjast með málum. Morgunblaðið/RAX Einn íbúi komst af bæ í gærmorgun en vatnið sem flæddi yfir bakka Hvítár varnaði honum för á bakaleiðinni. Mörg börn komust ekki í skólann vegna vatnavaxtanna. Ófært var um veginn í Miðdölum þar sem Miðá braut sér leið í gegn við bæinn Breiðabólstað. Var umferð beint um Heydalsveg á meðan. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Morgunblaðið/RAX BÚAST má við því að sundlirfur fuglablóð- agða muni gera vart við sig í Landmannalaug- um í sumar, en gestir í laugunum fengu marg- ir hverjir kláðabólur af völdum slíkra sníkjudýra frá því í ágúst og allt fram í desem- ber í fyrra. Þetta kemur fram í grein sem Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Keldum, skrifar í nýjasta fréttabréfi Ferðafélags Íslands. Hann tekur þó fram að það sé háð því að stokkendur fái að lifa óáreittar á svæðinu. Haukur Jó- hannesson, forseti Ferðafélags Íslands, segir erfitt að fást við fuglablóðögðurnar og varar við böðum í heitu lauginni í Landmannalaug- um. Kláðabólur af völdum sundlirfa fundust fyrst hér á landi á fótum barna sem voru að vaða í tjörn í Fjölskyldugarðinum í Laugardal árið 1997 og eru útbrotin kölluð sundmanna- kláði. Flókinn lífsferill sníkjudýra Lirfurnar sem um ræðir lifa að sögn Karls í stokköndum þegar þær eru fullorðnar. Þær eru af ættkvíslinni Trichobilharzia og eru kall- aðar nasaögður eða iðrablóðögður, allt eftir að- setursstað fullorðnu ormanna, en um ólíkar tegundir er að ræða. Lífsferill þeirra er flókinn, eins og algengt er hjá sníkjudýrum. Kvenormar agðanna verpa eggjunum í slímhimnu nefhols stokkanda. Eftir að lirfan klekst út í nefholinu berst hún út í vatn þegar fuglinn leitar sér að fæðu eða drekkur. Lirfan leitar síðan uppi vatnabobba, snigla sem lifa í vötnum. Í þeim umbreytist hún í lífveru sem framleiðir mikinn fjölda sundlirfa sem yfirgefa snig- ilinn og synda út í vatnið. Sund- lirfurnar lifa í nokkra daga í vatn- inu og eyða orkunni í að leita uppi sundfit andfugla. Þær festa sig þá á húðina og melta sér leið inn í lík- amann á nokkrum mínútum. Síð- an ferðast þær eftir taugakerfi fuglsins, upp eftir mænunni upp í heila og síð- an í gegnum heilann að nasaholinu þar sem þær verpa eggjunum. Á leið sinni éta þær taugavef og valda taugaskemmdum samfara því sem þær stækka og þroskast. Iðrablóðögður hafa svipaðan lífsfer- il. Aðsetur þeirra er þó í bláæðum við þarm fuglsins. Smit getur magnast aftur Sundlirfurnar, sem eru um einn millímetri að lengd þegar þær yf- irgefa vatnabobbann, gera engan greinarmun á sundfitum anda og mannshúð og reyna því að komast í gegnum húðina. Kláðabólurnar sem myndast eru ótvíræð merki þess að líkaminn sé að eyða sníkjudýrinu. En þótt líkaminn stöðvi flestar sundlirfurnar er lítið vitað um hvort og hversu lengi þær lifa í mönnum. Karl segir klárt að við tilraunaað- stæður geti nasablóðögður fugla vaxið tímabundið í spendýrum og valdið óafturkræfum skaða á tauga- kerfi þeirra með áti sínu og eyðileggingu á taugavef. Þar sé um að ræða óafturkræfar breytingar. Í tilraunum á músum lifðu lirfurn- ar í allt að tíu daga. Því er fólki ráðið frá því að dvelja í vatni þar sem lirfur er að finna, þrátt fyrir að flest bendi til þess að þær deyi fyrr en síðar í mönnum og nái ekki í þeim fullum þroska. Karl segir að á meðan sniglar sem smituðust í Landmannalaugum í fyrra séu enn á lífi sé varhugavert að baða sig þar. Einnig undir- strikar hann að smit magnist líklega aftur upp í Laugum fái endur að halda sig á svæðinu. Sundlirfur af blóðögðuætt hafa nú fundist á átta stöðum á landinu, þar sem mikið er um endur. Þar má telja Mývatn, Víkingavatn, Ós- landstjörn á Hornafirði, vaðtjörnina í Laug- ardalnum og Landmannalaugar. Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags Íslands, segir erfitt að fást við fuglablóðögð- urnar, þar sem endur hafi aðsetur við Land- mannalaugar allan veturinn, sökum þess að jarðhiti á svæðinu er undirstaða auðugs lífríkis þar. Því sé fólki ráðið frá því að baða sig í laug- unum. „Við höfum ekki séð önnur ráð í augna- blikinu. Þetta er náttúruverndarsvæði og það þarf að gera allt í samvinnu við náttúruvernd- aryfirvöld. Við þurfum bara að bíða og sjá hver þróunin verður.“ Sundmannakláði vegna sundlirfa fuglablóðagða gerði vart við sig í Landmannalaugum Fólk varað við böðum í lauginni Egg nasablóðögðu klekst út í nefholi stokkanda. Ljósmynd/Karl Skírnisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.