Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
T
ÓNLISTARLÍF Íslands hlýtur að
hafa náð talsvert háu stigi úr því
að þar hefur orðið til annar eins
meistari í tækni og tónlistar-
tilþrifum og Rögnvaldur Sigurjónsson,
sem lék í gærkvöldi í National Gallery.
Þessi ungi píanóleikari hefur gífurlegt vald
yfir nótnaborði slaghörpunnar. Hann hefur
geysikraftmikinn tón og á samt yfir mikilli
mýkt að búa.? Svo hljóðar upphaf gagn-
rýni Glenn Dillards Gunn tónlistar-
gagnrýnanda Times Herald í Washington
undir yfirskriftinni: ?Píanótónleikar Rögn-
valdar Sigurjónssonar hljóta mikið lof hinn
11. júní árið 1945.? Þessi listasigur Rögn-
valdar og viðurkenning virts tónlistar-
gagnrýnanda hefðu getað opnað honum
dyrnar að því að verða farandvirtúós og
heimspíanisti. Hann var hins vegar búinn
að pakka og hafði önnur plön. Þótt reynt
væri að tala um fyrir honum hélt hann
sínu striki og kom heim til Íslands með
konu og ungan son í lítilli herflugvél. Það
var mikið lán fyrir íslenskt tónlistarlíf að
Rögnvaldur skyldi snúa heim, en það er
ekki laust við að sú hugsun læðist að
manni hvort fórn hans hafi ekki verið
óþarflega stór og hann ef til vill misst af
tækifæri sínu til að nálgast þá listrænu
fullnægju sem hann leitaði að. Rögnvaldur
sá ekki í neinum hillingum það líf sem pí-
anósnillingar heimsins lifðu og fannst það
líkara ánauð. Honum þótti sá áhugi sem
Íslendingar hafa á heimsfrægð sprottinn
af þjóðarrembingi og minnimáttarkennd.
Það er mjög líklega nærri lagi en þessi
ákvörðun Rögnvaldar lýsir vel þeim innri
manni sem hann hafði að geyma og því
verðmætamati sem einkenndi hann. Hann
var maður sem kunni öðrum fremur að lifa
til fullnustu það augnablik sem hann átti í
hvert sinn og hrífa aðra með sér. Hann gaf
af sér án fyrirhafnar og frá honum geislaði
gleði og lífsfjör þess manns sem er í sam-
hljómi við umhverfi sitt og samferðafólk.
Rögnvaldur hélt fjöldann allan af tón-
leikum um ævina hérlendis og erlendis
þótt hann liði alla tíð fyrir handarmein
sem líkast til átti upptök sín í sundiðkun
og æfingum við undirbúning sundknatt-
leikskeppni á Ólympíuleikunum árið 1936 í
Þýskalandi. Mér er mjög minnisstætt þeg-
ar ég heyrði hann flytja Brahms- konsert-
inn númer tvö ásamt Sinfóníuhljómsveit
um tónlistina, líf sitt og list og ég fagnaði
því að hafa ástæðu til að heimsækja hann.
Hann var höfðingi heim að sækja og hafði
gleði af öðru fólki, hispurslaus og án allra
hleypidóma. Hann hafði fengið sinn skerf
af mótlæti á litríkri ævi en kunni þá list að
gera sér ekki leiðindi yfir því sem hann
fékk ekki breytt og tókst að sjá það gleði-
lega í erfiðustu aðstæðum. Þessir eig-
inleikar ásamt þeim mannkærleika sem
hann var svo ríkur af gerðu það að verk-
um að margir sóttust eftir nærveru hans
og vináttu. Frásagnargáfa hans var ein-
stök og hann tók sjálfan sig aldrei hátíð-
lega þótt hann legði alvöru í allt sem hann
gerði. Minnisstæð er frásögnin af því þeg-
ar hann var við nám í Bandaríkjunum og
þótti gestagangurinn helst til ganga úr
hófi fram. Þegar hann bað sér vægðar
sagðist hann vera þangað kominn til að
verða píanisti en ekki alkóhólisti! Óviðjafn-
anlega spaugileg er líka sagan af því þegar
hann lék íslenska þjóðsönginn í veislu fyrir
Vilhjálm Stefánsson eftir að hafa verið
byrlaður óhóflega sterkur fordrykkur. Þar
voru menn gripnir mikilli þjóðerniskennd
og kyrjuðu af innlifun þjóðsönginn við
undirleik Rögnvaldar þar til að lagið pass-
aði allt í einu ekki við ljóðið og söngurinn
rann út í sandinn. Rögnvaldur var óvart
kominn út í Birkilaut og hvíldi þar á bakka
með smámeyju þar til draumurinn var
skyndilega búinn! Hann hafði villst örlítið
af leið, en þessi fyrsti performans Rögn-
valdar í Ameríku hefur örugglega aldrei
gleymst þeim sem á hlýddu. Ég hlakkaði
til þess að eiga með honum góðar sam-
verustundir, en þær verða að bíða enn um
sinn. Ég fann ekki að það væri neitt farar-
snið á Rögnvaldi og hann átti í mestu
vandræðum með að finna tíma til þess að
við gætum hist því hann hafði svo mörgu
að sinna. Það þótti mér lýsandi dæmi um
lífsþrótt hans sem var óbilandi og auðvelt
að gleyma því að hann var á níræðisaldri,
svo lifandi og ungur í hugsun var hann. Í
lok síðasta samtals okkar fyrir nokkrum
dögum sagði hann kíminn: ?Ég ætla ekki
að segja meira núna, svo að þú komir
örugglega aftur.? Nú vildi ég óska þess að
hann hefði sagt mér allt.
Rögnvaldur var sáttur við að það væri
ekkert líf eftir dauðann og taldi sinn guð-
dóm vera af þessum heimi. Það var mús-
íkin sem var hans Paradís og alsæla. Hann
sagði að ef það væri músík á öðrum til-
verustigum hefði hann ekkert á móti því
að fara þangað, þótt honum þætti skrýtið
að gaufa þar um líkamalaus og gler-
augnalaus og fá ekkert að spila sjálfur. Ég
er þess fullviss að þetta voru óþarfar
áhyggjur og nú er án efa hátíð í efra og
tekið á móti Rögnvaldi með pomp og
prakt. Honum verður áreiðanlega færður
flygill af bestu sort og hann þarf hvorki að
fárast yfir gleraugnaleysi né líða fyrir
handarmein. Honum verður tekið opnum
örmum af ástvinum og listunnendum og nú
verður loksins hægt að treysta því fyrir
víst að himnaríki verður eftirsóknarverður
áfangastaður.
Íslands með miklum glæsibrag árið 1975. Í
augum unglingsins sem átti sér sína pían-
istadrauma virtist næstum ómögulegt að
klífa þann háa tind sem ég gerði mér grein
fyrir að yrði að ráðast í til þess að sá
draumur gæti ræst. Á þeirri ferð er hvergi
hægt að stytta sér leið og þegar einum
tindi er náð blasir alltaf nýr við. Það vissi
ég reyndar ekki þá og hélt að þetta yrði
bara ein brekka þótt hún virtist skelfilega
brött. Og þær eru margar bernskuminn-
ingarnar um Rögga eins og við kölluðum
hann, nemendur Tónlistarskólans í
Reykjavík fyrir fáeinum áratugum. Á milli
okkar og hans var aldrei sú fjarlægð sem
stundum getur myndast á milli nemenda
og kennara. Hann var einhvern veginn
alltaf okkar. Hlýjan og glettnin voru eig-
inleikar sem hann hafði þegið í vöggugjöf
og hann bar með sér sanna og sterka nær-
veru sem virtist alltaf fylla upp í það rými
sem hann var staddur í. Rögnvaldur var
maður mennskunnar og tilheyrði þeirri
kynslóð sem þurfti að hafa svo miklu
meira fyrir því sem okkur þykir sjálfsagt í
dag. Það var hans kynslóð sem byggði upp
íslenskt tónlistarlíf og gaf því þá reisn og
innihald sem það getur státað af í dag.
Hann lifði það að fylgjast með uppbygg-
ingu þess nánast frá upphafi þegar verið
var að bjástra við að koma á fót áhuga-
mannahljómsveit og tónlistarskóla þar til
við áttum Sinfóníuhljómsveit í hæsta
gæðaflokki og menntuðum tónlistarmenn
með sóma. Í þessari uppbyggingu átti
Rögnvaldur stóran og mikilvægan þátt.
Fjölmargir hafa notið píanóleiks hans á
liðnum árum og muna þættina sem hann
gerði fyrir Ríkisútvarpið um túlkun tón-
listar. Þeir þættir eru með þeim athygli-
verðustu og minnisstæðustu sem gerðir
hafa verið hérlendis.
Á síðustu vikum var ég svo lánsöm að
eiga ógleymanleg samtöl við Rögnvald
vegna viðtals sem ég vann að við hann,
sem var því miður ólokið þegar hann lést.
Í þeim samtölum kom umhyggja hans fyr-
ir íslensku tónlistarlífi glöggt fram og
áhyggjur hans af framtíð þess tónlistar-
náms sem okkur hefur með ótrúlegri elju
tekist að byggja upp. Hann vissi svo vel
hvað var lagt upp með og hvað það tók á,
því hann hafði lagt þar mikið af mörkum.
Það var unun að heyra Rögnvald tjá sig
Rögnvaldur Sigurjónsson
Eftir Steinunni Birnu Ragnarsdóttur
SIGURBJÖRG Þrastardóttir
vakti fyrst athygli mína þegar ég sá
sýninguna Uppistand um jafnréttis-
mál hjá Leikfélagi Akureyrar, en þar
skar þáttur hennar, Maður & kona:
Egglos, sig úr fyrir frumlega notkun
á meðulum leiksviðsins og var í raun
sá eini þar sem bauð upp á annað og
meira en skemmtilegan textaflutn-
ing. Í þessu nýja verki heldur hún
áfram með leik að eintalsforminu og
efnið er líka á svipuðum miðum: ást-
in á okkar tímum, barneignir og
staða konunnar í þeirri kynjaveröld
sem við búum í.
Hér er þó öllu meira efni dregið
saman. Í verkinu er Maja Storm,
ung leikkona, að búa sig undir að
leika Maríu Stúart í samnefndum
harmleik Schillers. Hin ógæfusama
Skotadrottning sækir vitaskuld
mjög á leikkonuna, en það gerir líka
nafnmóðir hennar María Magdalena
og svo díva aldarinnar, María Callas,
en elskhugi Maju, leikstjórinn Will,
er einmitt með kvikmynd um Callas
á prjónunum. Maja hefur einangrað
sig frá heiminum með hlutverkið en
hún er samt langt í frá einsömul, hún
ber barn þeirra Wills undir belti.
Hann er hins vegar fjarri góðu
gamni, er heima að sinna fársjúkri
og mögulega dauðvona eiginkonu
sinni meðan Maja veltir fyrir sér
möguleikum sínum, hvort hún geti
eða vilji eiga barnið, hvort og hvað
hún segi Will, og skoðar sig og líf sitt
í þeim speglasal sem Maríurnar
þrjár og líf þeirra verður henni.
Verk með slíku efni setur leikhús-
gestinn í ákveðnar stellingar sem
kannski eru ekki sérlega hollar fyrir
samband leikara og áhorfanda. Hér
er verið að vinna með bókmennta-
legar, trúarlegar og menningarsögu-
legar vísanir á hugmyndalegu plani
sem getur auðveldlega sett vits-
munina í öndvegi, gert þeim að stýra
upplifuninni. Þessi grundvallarhug-
mynd um Maríurnar þrjár hefur við
sig snert af tilgerð sem sýningunni
tekst ekki alveg að kveða niður. Og
þótt saga, reynsla og söguleg og fé-
lagsleg umgjörð þeirra varpi að ein-
hverju leyti ljósi á ungfrú Storm þá
þvælist hún líka fyrir og þegar upp
er staðið er það einkum aðalpersón-
an sem er óljós; hvernig hún hugsar,
hvað hún vill, hvernig henni líður. Og
einhver hugmyndaleg hreinlífis-
stefna hefur fengið Sigurbjörgu til
að þurrka út allt sem gæti sagt okk-
ur eitthvað um bakgrunn hennar.
Við vitum ekki hvort hún er góð leik-
kona, hvort hún er vel eða illa stæð,
við hvaða aðstæður hún er að fara að
leika Maríu Stúart. Við vitum ekki
einu sinni hvar í heiminum hún býr,
eins og það skipti engu máli í þeirri
ákvörðun hennar hvort hún vilji
eignast barn eða eyða fóstri. Við vit-
um meira um hina ósnertanlegu dívu
Maríu Callas, og jafnvel um hina
ósýnilegu Maríu Magdalenu en
þessa samtímakonu okkar sem allt
snýst þó um. Afleiðingin er sú að
okkur er sama um hana, hvaða
ákvarðanir hún tekur og hvers
vegna.
Góðu fréttirnar eru svo aftur þær
að þótt Sigurbjörg velji að færa okk-
ur efni sitt á þennan hátt þá er texti
hennar firnagóður. Hún er mikið
prýðisskáld og kann líka að byggja
upp, skapa spennu og tryggja fjöl-
breytni sem ekki er alltaf einfalt í
einleikjum af þessari stærðargráðu.
Sigurlaug hefur aðdáunarvert vald á
eintalsforminu. Sýningin heldur
enda algerlega athygli, skemmtir og
fræðir og getur örugglega líka
kveikt ólíklegustu hugsanir. Þetta er
sýning sem gaman er að tala um, full
af hugmyndum og álitamálum.
Kristjana Skúladóttir vinnur sigur
með flutningi sínum á verkinu, kem-
ur því til skila með að því er virðist
áreynslulausu öryggi. Allt stendur
og fellur með henni. Best er hún í
þeim atriðum þar sem hún bregður
sér í gervi Maríanna þriggja og sam-
ferðamanna hennar, hvort sem það
er nýupprisinn Kristur eða fimmtán
ára franskur prins á brúðkaupsnótt-
ina. Frásagnarmáti þessara atriða
og skopið í þeim hentar Kristjönu
greinilega vel. Það var göldrum lík-
ast að sjá hana breytast í Maríu Call-
as, sem ég held að hún líkist ekkert
sérstaklega. Hefði þó kosið að hún
léti vera að búa sér til hreim til að
flytja ráðleggingar sóprennunnar
um börn sem hraðahindranir á
framabrautinni. Leikstjórnarvinna
Catrionu Macpie hefur greinilega
stutt Kristjönu til að skila sinni
bestu frammistöðu núna þegar hún
glímir við sitt stærsta hlutverk til
þessa. 
Björn Hlynur Haraldsson er rödd
Wills, en tölvuskeyti hans berast
Maju með reglulegu millibili. Þau
eru því miður alveg sérlega flat-
neskjuleg, sem hægt er að fyrirgefa,
en óskýr framsögn lýtir þau líka,
sem er ekki í lagi.
Umgjörð sýningarinnar er ákaf-
lega vel heppnuð, stílhrein og tján-
ingarrík. Á það bæði við um útlits-
hönnun Messíönu Tómasdóttur með
sínum fallegu formum og gegnsæju
hlutum, magnaða lýsingu Davids
Walters og áhrifaríka hljóðmynd
Kjartans Ólafssonar. Hér hefur ver-
ið nostrað við hvert smáatriði og allt
styður þetta skýrleikann og fág-
unina sem einkennir framgöngu leik-
konunnar. 
Sýning Strengjaleikhússins vinn-
ur með því einkenni verksins að vera
hreint, vitsmunalegt og hugmynda-
bundið. Útkoman er skýr sýning á
verki sem vinnur sér sess í hugsun-
inni en nær því miður ekki til hjart-
ans. Það skrítna er að það er eins og
hún hafi ekki áhuga á því.
María, María ?
LEIKLIST
Strengjaleikhúsið, í samvinnu
við Borgarleikhúsið
Höfundur: Sigurbjörg Þrastardóttir, leik-
stjóri: Catriona Macphie, leikmynd og
búningar: Messíana Tómasdóttir, tónlist
og leikhljóð: Kjartan Ólafsson, lýsing:
David Walters, kórsöngur: börn úr Skóla-
kór Kársness, leikari: Kristjana Skúla-
dóttir, rödd af bandi: Björn Hlynur Har-
aldsson. Frumsýnt á litla sviði
Borgarleikhússins laugardaginn 6. mars
2004.
ÞRJÁR MARÍUR
Þorgeir Tryggvason
Morgunblaðið/Sverrir
Kristjana Skúladóttir vinnur sigur með flutningi sínum á verkinu Þrjár
Maríur eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60