Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
?
Rögnvaldur
Kristján Sigur-
jónsson fæddist á
Eskifirði 15. október
1918. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 28. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigurjón
Markússon sýslumað-
ur, f. 27. 8. 1879, d. 8.
11. 1959 og kona
hans Sigríður Þor-
björg Björnsdóttur, f.
30. 5. 1889, d. 14. 12.
1967. Systkini Rögn-
valds eru Markús
Finnbogi, f. 1910, d. 1968. Björg,
f. 1912, Jóhanna, f. 1914, Kristján
Páll, f. 1916, d. 1917, Bjarni, f.
1920, d. 1920, Hörður, f. 1921, d.
2003 og, samfeðra, Hlíf, f. 1920.
Hinn 20. janúar 1940 kvæntist
Rögnvaldur Helgu Egilson, f. 13.
nóvember 1918, d. 1. september
2001. Foreldrar Helgu voru Gunn-
ar Egilson erindreki, f. 9.7. 1885,
d. 14.8. 1927 og kona hans Guðrún
Pétursdóttir Thorsteinsson, f. 5.1.
1890, d. 22.12. 1962. Rögnvaldur
og Helga eignuðust tvo syni, þeir
eru: 1) Þór heimspekingur og
kennari við Iðnskólann í Reykja-
vík, f. 7.12. 1944. Kona 21.6. 1968
Ásta Edda Jónsdóttir ritari, f.
11.12. 1946. Þau skildu. Sambýlis-
kona hans til 20 ára var Aðalbjörg
Ciampi í París 1937?1939 og M.
Horzovsky og Sascha Gorodnitzki
í New York 1942?1945. Rögnvald-
ur kenndi við Tónlistarskólann í
Reykjavík frá 1945?1986 en hann
var yfirkennari við framhalds-
deild í píanóleik frá árinu 1959.
Hann kenndi við Nýja tónlistar-
skólann frá 1986 og til dauðadags.
Rögnvaldur hélt fjölda einleiks-
tónleika, kom fram með hljóm-
sveitum og í útvarpi og sjónvarpi
bæði heima og erlendis, m.a. á
Norðurlöndunum, Ameríku og
Vestur- og Austur- Evrópu. Hann
gerði vinsæla þáttaröð, Túlkun í
tónlist, fyrir útvarp á árunum
1985?1988. Hann gaf út tækniæf-
ingar fyrir píanóleik. Eftir Rögn-
vald liggja einnig tvær minninga-
bækur, Spilað og spaugað og Með
lífið í lúkunum, báðar ritaðar af
Guðrúnu Egilson. Hann gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ís-
lenska tónlistarmenn, var m.a.
formaður FÍT frá 1977 til 1983.
Hann var einnig forseti Einleik-
arasambands Norðurlanda 1979
til 1981. Rögnvaldur var sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu. Hann var heiðursborg-
ari Winnipegborgar og heiðurs-
félagi FÍT. 
Rögnvaldur K. Sigurjónsson
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Traustadóttir fé-
lagsráðgjafi, f. 13.7.
1959. Þau skildu.
Sambýliskona hans
er Inga Bjarnason
leikstjóri, f. 11.4.
1951. 2) Geir leiklist-
arfræðingur og
kennari við Borgar-
holtsskóla í Reykja-
vík, f. 22.3. 1949.
Eiginkona hans er
Guðlaug Ólafsdóttir
grunnskólakennari,
f. 22.2. 1954.
Barnabörnin eru
8: Helga Þórsdóttir,
f. 5.12. 1969, sambýlismaður Guð-
mundur Ingi Gústafsson, Kjartan
Þórsson Biering, f. 31.10. 1973,
Rögnvaldur Þórsson, f. 25.9. 1984,
Klara Egilson Geirsdóttir, f. 11.3.
1971, Ragnheiður Katla Geirs-
dóttir, f. 26.9. 1972, Sigríður
Geirsdóttir, f. 22.9. 1982, Rögn-
valdur Árni Geirsson, f . 27.12.
1986 og Helga Geirsdóttir, f. 7.1.
1990. Barnabarnabarn er Ingólf-
ur Máni Hermannsson, f. 31.10.
1992, sonur Klöru.
Rögnvaldur ólst upp í Reykja-
vík. Hann var valinn í sundknatt-
leikslið Íslands sem keppti á Ól-
ympíuleikunum í Berlín 1936.
Hann lauk prófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík árið 1937 og
nam eftir það píanóleik hjá M. 
Skál fyrir öllum sem eru á lífi,
sagði Rögnvaldur tengdafaðir minn
einu sinni. Þessi orð hans koma upp í
hugann við fráfall hans og í raun og
veru lýsa þau lífshlaupi hans og við-
horfum mjög vel.
Hann var listamaður sem bar
mikla virðingu fyrir listinni. Hann
var líka heimsborgari og reglusamur
lífsnautnamaður, sem hafði gaman af
lífinu. Hann var stór persóna sem
skilur eftir sig mikið tómarúm. Sögu-
maðurinn Rögnvaldur gæddi jafnt
stóra atburði sem smáa slíku lífi að
þeir urðu öllum ógleymanlegir. Hjá
honum urðu hversdagslegustu at-
burðir að stórviðburðum. Fátt leidd-
ist honum meira en láta sér leiðast.
Hann átti viðburðaríka og
skemmtilega ævi. Helga og hann
leiddust gegnum lífið mestan hluta
ævinnar samrýnd og skemmtileg.
Rögnvaldur missti hana Helgu fyrir
liðlega tveimur árum. Hann saknaði
hennar sárt og sífellt meir eftir því
sem tíminn leið. En hann hélt ótrauð-
ur áfram að vera lifandi. Hann hélt
heimili fyrir sig með myndarbrag, sá
um sína þvotta, eldaði fiskbúðing,
hitti fólk, fór í ferðalög og var um-
fram allt svo skemmtilegur.
Hann var einn af þessum mönnum
sem fylla allt í kringum sig með gleði
og tiltrú á lífið og unga fólkið. Hann
var alltaf að hitta alveg ?einstaklega
geðugt ungt fólk?. Ungir sem aldnir
löðuðust líka að honum. Hans verður
sárt saknað hér á Reynigrundinni.
Sunnudagskvöldin þegar hann kom í
mat og viðraði skoðanir sínar á mál-
efnum dagsins í dag og ræddi við
okkur alls konar ?problem? sem
hann vildi ekkert endilega leysa
verða okkur ógleymanleg. Að geta
rótað í þessum minningum í framtíð-
inni verður örugg uppspretta hláturs
og gleði.
Hann Rögnvaldur var mér bæði
góður tengdafaðir og einstakur vinur
sem gerði líf mitt og minna auðugra
og skemmtilegra en það hefði orðið
án hans. Ég þakka honum það allt en
óendanlega er tómlegt án hans.
Blessuð sé minning Rögnvaldar Sig-
urjónssonar. 
Guðlaug Ólafsdóttir.
Afi Röggi var merkilegur maður.
Hann var píanósnillingur, virtur
kennari, vinsæll sem vinur og lífs-
kúnstner. En hann var líka afi minn
sem tók mig í fangið og sagði: ?I love
you so much, elsku stelpan mín!? Og
stelpan hans var montin að eiga
svona flottan afa sem var píanósnill-
ingur og lífskúnstner. Hún var líka
heppin því í afa sínum átti hún góðan
félaga sem sagði skemmtilegar sögur
og spjallaði um allt milli himins og
jarðar. Fyrir það má hún vera þakk-
lát.
Ég kveð þig með söknuði, elsku afi
minn 
Sigríður Geirsdóttir.
Afi Röggi var snillingur, ekki bara
snillingur á píanóið heldur var hann
einn skemmtilegasti maður sem við
höfum kynnst. Við munum eftir hon-
um hressum sitjandi við matarborðið
að lýsa skoðunum sínum á öllu mögu-
legu. Hann var hress til síðustu
stundar og við munum aldrei eftir
honum öðruvísi, því hann var aldrei
veikur. Það kom því öllum mikið á
óvart þegar andlátsfréttin barst.
Afi var afskaplega lífsglaður mað-
ur sem kom auga á skoplegu hlið-
arnar á hversdagslegustu hlutum og
sagði frá þeim þannig að fólk emjaði
af hlátri. Hann var mikið samkvæm-
isljón en lagði þó öðru fremur upp úr
skemmtilegum hversdegi. Þegar
amma var á lífi var varla hægt að
hugsa sér hamingjusamari mann.
Eftir að hún dó hélt hann sínu striki
þrátt fyrir að hann saknaði hennar
rosalega mikið. Enda hafði hann
elskað hana frá því þau voru 16 ára.
Hann var öfundsverður af að hafa átt
svona gott og skemmtilegt líf og þótt
við hefðum viljað hafa hann lengur
þá hætti hann á toppnum, með mikilli
reisn.
Mikið hlýtur að vera gaman í
himnaríki núna. Við söknum þín
mjög mikið og ætlum okkur að lifa
eftir því sem þú kenndir okkur: Að
hafa hversdaginn skemmtilegan.
Takk fyrir okkur.
Rögnvaldur og Helga Geirsbörn.
Allan síðari helming aldarinnar
sem leið var Rögnvaldur Sigurjóns-
son áberandi í listalífi þjóðarinnar,
maðurinn sem þjóðin fylgdist með af
stolti, fyllti tónleikasali til að dást að
list hans og ungir píanóleikarar
kepptust um að komast undir hand-
leiðslu hans í list sinni. Þannig var
persónan sem Íslendingar þekktu og
vegsömuðu en okkur, sem fengum að
kynnast og umgangast manninn sem
við nú kveðjum með þakklæti fyrir
áratuga samfylgd, var hann annað og
mikið meira. Heillandi persóna gædd
hlýju og kærleika með óvenju næma
kímnigáfu og ólýsanlega lifandi frá-
sagnarhæfileika var það sem ein-
kenndu Rögnvald öðru fremur og
virkaði á alla sem kynntust honum
sem segull. Gæfusporið í lífi Rögn-
valdar var þegar hann og Helga,
æskuástin hans, gengu saman að alt-
arinu. Mér er til efs að samheldnari
hjón en Rögnvald og Helgu sé að
finna enda var einkennadi hve öllum
sem til þeirra þekktu var tamt að tala
um þau í sömu andrá, ? töluðu æv-
inlega um Helgu og Rögnvald.
Rögnvaldur var einstaklega næm-
ur fyrir öllu sem gerðist í heiminum
og gekk í gegn um lífið með opinn
huga. Líf hans snerist öðru fremur
um tónlistina og píanóið en Helga og
synirnir Þór og Geir og konur þeirra
og síðar barnabörnin áttu hug hans
allan. Voru þau hjónin óskipt og sam-
stiga í umhyggju fyrir þeim og gáfu
sig að þeim af fádæma alúð. Það var
Rögnvaldi og barnabörnunum ólýs-
anleg eftirsjá þegar Helga féll frá
fyrir rúmum tveim árum. Þegar þau
núna kveðja Rögnvald er hugur okk-
ar allra hjá þeim og sameinumst við
öll í þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast honum.
Gunnar Egilson.
Það var á miðju ári 1968 sem ég
kom í heimsókn til Rögnvalds
frænda míns, ásamt bandarískum
hermanni frá herstöðinni á Keflavík-
urflugvelli, sem hafði óskað sérstak-
lega eftir því að fá að hitta þennan
mæta píanóleikara. Við fengum höfð-
inglegar móttökur hjá Rögnvaldi og
Helgu eins og alltaf. Þessi bandaríski
kunningi minn hafði afskaplega gam-
an af því að heyra Rögnvald segja frá
dvöl þeirra hjóna í Bandaríkjunum
og þegar Rögnvaldur spurði Banda-
ríkjamanninn um hans hagi barst tal-
ið að stríðinu í Víetnam og veru
bandaríska hersins þar. Hann hefði
betur sleppt því vesalings maðurinn,
því hann fékk að heyra stórkostlegan
fyrirlestur um Víetnam; sögu lands-
ins, tilgangsleysi styrjalda og að
þetta stríð væri tóm della frá upp-
hafi. Þetta var það síðasta sem bless-
aður maðurinn átti von á, að Rögn-
valdur, þessi stórpíanisti, byggi yfir
slíkri þekkingu á sögu þessa fjarlæga
lands. Eftir að við vorum sestir upp í
bílinn á heimleið og þessi bandaríski
kunningi minn var búinn að klóra sér
vel og lengi í hausnum hafði hann orð
á því að honum fyndist eins og hann
hefði alltaf þekkt Rögnvald. Þannig
var Rögnvaldur, einstakt ljúfmenni,
þægilegur og kunni þá list að segja
skemmtilega frá og tjáði hann skoð-
anir sínar umbúðalaust og án mála-
lenginga.
Ég minnist þess sérstaklega frá
því að ég var ungur drengur hvað það
var gaman þegar Rögnvaldur og
Helga komu í heimsókn á heimili for-
eldra minna á Digranesveginum.
Oftar en ekki settist Rögnvaldur við
hljóðfærið og Strauss-valsarnir
hljómuðu um allt húsið, þvílíkur per-
formans, og strákarnir í hverfinu
spurðu: Hver spilar svona flott? Ég
svaraði þeim um leið og ég þandi út
brjóstkassann: Þetta er hann Röggi
frændi minn.
Guð blessi minningu hans.
Magnús Harðarson.
Einn þekktasti og fremsti píanó-
leikari þjóðarinnar, Rögnvaldur Sig-
urjónsson, hefur kvatt okkur. Fyrstu
minningar mínar af persónuleika
hans eru frá fyrstu námsárum mín-
um sem strákur í Tónlistarskólanum
í Reykjavík, þá til húsa í Þjóðleikhús-
inu. Næst man ég eftir að hlýða á ein-
leikstónleika hans. Mér er sérstak-
lega minnisstæð hin lifandi túlkun
hans, glæsileg tækni og einstök
spilagleði. Í huga mér stendur upp úr
La Campanella eftir Paganini-Liszt.
Það var mikil stemning á tónleikum
hans og hrifningin mikil. Næstu árin
átti ég eftir að sækja marga einleiks-
tónleika hans og heyra hann leika
ýmsa píanókonserta með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Það var mikil
stund fyrir mig og einn skólabróður
er við heyrðum Rögnvald leika í út-
varpssendingu fyrsta píanókonsert
Tsjaíkovskís. Þarna var íslenskur pí-
anóleikari að leika þennan fræga pí-
anókonsert í fyrsta sinn. Það þótti
okkur stórt skref í tónlistarlífinu.
Leikur hans einkenndist ávallt af
glæsileik, mikilli snerpu, lifandi
sprettum og djúpri virðingu fyrir við-
fangsefnunum. Síðan fylgdist maður
með frægðarferðum og sigrum
Rögnvalds á erlendri grundu. Fréttir
bárust frá tónleikum hans á Norð-
urlöndum, Austurríki, Rússlandi og
Bandaríkjunum. Hann var án vafa
víðförlasti píanisti Íslendinga.
Ég átti því láni að fagna að vera
nemandi Rögnvalds einn vetur í Tón-
listarskólanum. Í einum tíma sagði
hann: ?Ef þú ætlar þér að verða pían-
isti einhvern tíma í framtíðinni, væni
minn, þá skaltu gera þér grein fyrir
því strax, að það þýðir vinnu og aftur
vinnu. Þetta er alveg feiknarlegt
púl!?
Er ég kom heim frá námi gaf
Rögnvaldur mér góð ráð er ég var að
feta fyrstu sporin sem píanóleikari.
Haustið 1972 var það mér mikill heið-
ur, er Rögnvaldur bað mig að leika
með sér verk fyrir tvö píanó. Við lék-
um Píanókonsert fyrir tvö píanó eftir
Francis Poulenc með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands undir stjórn Jean-
Pierre Jacquillat, en það voru fyrstu
tónleikarnir sem hann stjórnaði hér á
landi. Við höfðum þá á prjónunum að
halda tónleika með verkum fyrir tvö
píanó, en þá fór liðagigt að hrjá
Rögnvald sem gerði þau áform því
miður að engu. Það sem ég mat sér-
staklega í fari Rögnvalds var þessi
eðlislæga hlýja, hreinskilni og síðast
en ekki síst húmorinn. Hann var frá
náttúrunnar hendi gæddur einstakri
kímnigáfu sem birtist áreynslulaust
eins og af sjálfu sér, svo spontant.
Mér liggur við að segja, að hann hafi
séð eitthvað fyndið við hversdagsleg-
ustu hluti. Allt varð einhvern veginn
svo hlægilegt. Kímnigáfa hans var á
ýmsum stigum. Í ?píanó-klúbbnum?
okkar gat Rögnvaldur stundum verið
svona venjulega fyndinn, en stundum
fór hann svo á kostum, húmorinn tók
hann á slíkt flug, að við sátum hálf-
dasaðir af hlátri. Það þýðir ekki, að
hann hafi ekki skynjað alvöru lífsins.
Síður en svo. En þessi gáfa hans
gerði honum fært að yfirvinna erf-
iðleika með glæsibrag.
Rögnvaldur átti einstaka konu,
Helgu Egilson. Það var alltaf gaman
að heimsækja Rögnvald og Helgu.
Þau voru svo samrýnd. Eftir að
Helga féll frá kynntumst við hjónin
Rögnvaldi enn nánar og er okkur
minnisstæð góð stund heima hjá hon-
um ásamt nánum vinum hans að
loknu 85 ára afmæli hans sl. haust.
Við kveðjum góðan vin og mikinn
listamann.
Halldór Haraldsson.
Lát Rögnvalds bar svo aðdrag-
andalaust að, að maður fann nánast
eins og á eigin líkama hvernig það
muni hafa verið fyrir skessurnar hér
forðum að verða að steini.
Við Jón vorum nýbúin að vera með
honum, fjörugustum allra manna, í
miklu afmælishófi og höfðum síðan
rabbað oftsinnis við hann í síma. Jón
hafði skroppið til hans í heimsókn í
vikunni áður en hann dó og spilað
fyrir hann nýja upptöku sem hann
kom heim með frá Frakklandi. Síð-
asta fimmtudaginn sem Rögnvaldur
lifði hringdi hann og langaði til að fá
að heyra upptökuna hið bráðasta aft-
ur með þessari afburða fílharmóníu-
hljómsveit franska útvarpsins.
Frakkland hafði verið í uppáhaldi
hjá Rögnvaldi frá blautu barnsbeini,
svo að íslensk músík spiluð af frönsk-
um tónlistarmönnum lagðist einkar
vel í hann. Svo ekki sé talað um þegar
í þokkabót bættust við tærar barns-
raddir bæði íslenskar og franskar.
Í þessu sama símtali töluðu þeir
tveir fyrrum Reykjavíkurpollar
einkar hlýlega um bernskuborgina
sína og fannst hún reyndar bara
ágæt eins og hún er; en um leið sam-
mæltust þeir um að leggja leið sína
niður í Aðalstræti til að líta á þær
ógnarmiklu nýbyggingar sem þar
eru að rísa. Úr þeim áformum varð
þó ekki, því tveim dögum síðar var
Rögnvaldur allur.
Sjaldan held ég að 85 ára gamall
maður hafi dáið jafn ungur. Hann
hélt furðulega öllum sínum æsku-
sjarma og það var eins og útgeislun
ungs manns fylgdi honum alla tíð.
Hans litríka lífssýn, og um leið vits-
munalega staðfesta, myndaði ævin-
lega bæði skemmtilegt og fróðlegt
andrúmsloft kringum hann. Logn-
molla var ekki hans stíll í neinu sem
tilveruna snertir. Hann ferðaðist, fór
í leikhús, las góðar bækur, fór á sin-
fóníutónleika og konserta. Hann vildi
eindregið fylgjast með kollegum sín-
um bera fram listir sínar eða hlusta á
fyrri nemendur sem voru honum
kærir. Með hlýju sinni var hann
hrókur alls fagnaðar hvar sem hann
kom. Slík var andleg orka hans.
Enda þótt hann bæri sorg við sínar
innstu hjatarætur eftir lát konu sinn-
ar, Helgu, fyrir rúmum tveimur ár-
um, og hann ætti stundum erfitt með
að hylja þá und, var hann sem fyrr til
í hvaðeina sem létt gat lund. Þannig
kom það fyrir dóttur okkar um dag-
inn þegar hún skrapp um kvöld á
skemmtistað í borginni, að hún veit
ekki fyrri til en Rögnvaldur sveiflast
þar inn á mitt gólf með miklum brav-
úr og í fylgd með honum nokkur
gjörvuleg ungmenni.
Hafði afinn þá fyrr um kvöldið
boðið barnabörnunum sínum með
sér út að borða á virðulegan matstað
og skyldi þau nú líka um stund fá að
njóta lífsins í umhverfi sem þau
höfðu sjálf valið.
Rögnvaldur var þannig gerður að
hann skilur eftir sig mikið tóm.
Eðlilega mest hjá Þór og Geir,
konum þeirra og börnum, en einnig
hjá öllum þeim mörgu sem urðu
þeirrar gæfu aðnjótandi að geta tal-
ist vinir hans. En þrátt fyrir djúpa
eftirsjá að manninum og listamann-
inum Rögnvaldi má einnig gleðjast
yfir því að hann fékk að fara á svo
snöfurmannlegan hátt og skyldi fá að
losna við flesta þá ókosti sem fylgir
því að verða gamall. Megi minning
hans lifa.
Solveig Jónsdóttir.
Kæri Rögnvaldur, þú varst stór-
kostlegur. Dæmdir aldrei, lagðir
aldrei nokkuð illt til nokkurrar
manneskju.
Sást einungis það fagra og upp-
byggilega, líkt og Helga konan þín.
Hafðir óendanlegt vit og listrænu.
Kunnir að njóta augnabliksins
með öllum þeim sem við hlið þér
stóðu.
Sanngjarn, glettinn og stefnufast-
ur.
Þú varst góður afi og langafi. Við
Klara og Ingólfur Máni eigum eftir
að sakna þín.
Þú ert kominn heim. Heim til kon-
unnar þinnar, sem elskar þig um-
fram allt í lífinu.
Rósa Ingólfsdóttir.
Mér var illilega brugðið þegar Þór,
sonur Rögnvaldar, hringdi í mig og
færði mér þá sorgarfregn að faðir
hans hefði látist um nóttina. Ég var
mjög sleginn yfir þessum hörmulegu
tíðindum því við Rögnvaldur höfðum
verið mjög nánir vinir í hartnær sjö-
tíu ár. Það tók mig nokkurn tíma að
Rögnvaldur K. Sigurjónsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60