Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Andnútímalegi
módernisminn
Menn eiga að vera algerlega nútímalegir,?
skrifaði Arthur Rimbaud. Um það bil sextíu
árum síðar var Gombrowicz ekki viss um að
menn ættu endilega að vera það. Í Ferdyd-
urke (kom út í Póllandi 1938) er Lejeune-
fjölskyldan algerlega undirokuð af dóttur-
inni, ?nútímalegri menntaskólastelpu?. Hún
hefur óskaplega gaman af því að hringja; hún
gefur skít í klassíska höfunda; þegar maður
nokkur kemur í heimsókn ?lætur hún sér
nægja að horfa á hann, stangar úr tönnunum
með skrúfjárni sem hún heldur á í hægri
hendi en réttir honum þá vinstri kæruleys-
islega?.
Mamma hennar er líka nútímaleg; hún er
meðlimur ?nýburaverndarráðsins?, berst
gegn dauðarefsingum og fyrir auknu frelsi í
siðferðismálum; ?þrjóskulega, kæruleysis-
lega, gengur hún í áttina að klósettunum? og
kemur þaðan ?ennþá stoltari en þegar hún
fór þangað?: það að vera nútímalegur verður
með árunum nauðsynlegt fyrir hana, það eina
sem ?bætir henni upp æskuna?. 
Pabbinn er líka nútímalegur; hann er skoð-
analaus en gerir allt til að geðjast dóttur
sinni. Í Ferdydurke varpaði Gombrowicz
ljósi á grundvallarbreytingu sem átti sér stað
á tuttugustu öld: fram að þeim tíma skiptist
mannkynið í tvennt, annars vegar þá sem
voru talsmenn óbreytts ástands og hins veg-
ar þá sem vildu breyta því; en hröðun mann-
kynssögunnar hafði sínar afleiðingar: áður
fyrr bjó maðurinn í sama umhverfinu í sam-
félagi sem ekkert virtist haggast, en skyndi-
lega rann upp sú stund að hann fann fyrir
mannkynssögunni undir fótum sér eins og
hún væri færiband: óbreytta ástandið var
komið á hreyfingu! Þar með varð það að vera
sammála óbreyttu ástandi það sama og að
vera sammála mannkynssögunni sem var á
hreyfingu! Nú var loksins í senn hægt að
vera framfarasinnaður og íhaldssamur, fast-
heldinn og uppreisnargjarn!
Camus varð fyrir hörðum árásum af hálfu
Sartres og fleiri og svaraði harkalega fyrir
sig með frægum hugleiðingum um þá sem
?sneru stólnum sínum í áttina að mannkyns-
sögunni?. Þetta var rétt hjá Camus, en hann
gerði sér hins vegar ekki grein fyrir því að sá
frægi stóll var á hjólum og honum hafði þá
um nokkra hríð verið ýtt áfram, það gerðu
allir, nútíma menntaskólastelpur, mömmur
þeirra, pabbar, rétt eins og allir þeir sem
berjast gegn dauðarefsingu og allir meðlimir
Nýburaverndarráðsins og auðvitað allir
stjórnmálamennirnir sem ýttu stólnum og
horfðu hlæjandi til áhorfenda sem hlupu á
eftir þeim og hlógu líka, vitandi sem er að sá
einn sem gleðst yfir því að vera nútímalegur
er í raun og veru nútímalegur.
Þá áttaði hluti þeirra sem ræktað hafa arf
Rimbauds sig á þessari ótrúlegu staðreynd:
nú á tímum er andnútímalegi módernisminn
eini módernisminn sem stendur undir nafni.
Fjórstirnið 
mikla
Enda þótt hugtakið Mið-Evrópa sé tak-
markað getur það oft verið gagnlegt og er
stundun nauðsynlegt. Með því einu að það
var skilgreint afhjúpaði það Yaltalygina sem
ætlaði sér að troða upp á Evrópu landamær-
um sem ekki höfðu orðið til á næstum tvö
þúsund ára langri sögu, heldur við tímabund-
in valdahlutföll milli þriggja þjóðarleiðtoga í
lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Hugtakið
Mið-Evrópa varð mér líka einkar kært af enn
öðrum ástæðum, persónulegri ástæðum sem
höfðu ekkert með stjórnmál að gera.
Það var þegar rann upp fyrir mér að orð
eins og skáldsaga, nútímalist, nútímaskáld-
saga þýddu annað í mínum huga en huga
vina minna í Frakklandi. Við vorum ekkert
ósáttir, við áttuðum okkur bara á því að það
var munur á þeim tveimur ólíku hefðum sem
höfðu mótað okkur. Þegar ég leit yfir þessa
tvo sögulegu bakgrunna okkar fannst mér
þeir eins og samhverfar andstæður. Í Frakk-
landi var það klassíkin, skynsemisstefnan,
fríhyggjan, skarpskyggni hinnar miklu
skáldsögu á nítjándu öld. Í Mið-Evrópu var
barokkið sérlega leiðslukennt, síðan, á nítj-
ándu öld, kom Bidermeier með sinni ljóð-
rænu siðvöndun, þar voru rómantísk stór-
skáld en engin mikil skáldsaga. Hin
óviðjafnanlega dýrð Mið-Evrópu fólst í tón-
list hennar sem ein og sér þjappaði saman
allri evrópskri tónlist í tvær aldir, allt frá Ha-
ydn til Schoenberg, allt frá Liszt til Bartóks.
Nútímalistin var fagurfræðileg uppreisn
gegn þessari fortíð; já, það liggur ljóst fyrir,
fortíðin var hins vegar mismunandi. Nútíma-
listin í Frakklandi beindist gegn skynsem-
isstefnunni, klassíkinni, raunsæisstefnunni,
natrúralismanum og var framlenging þeirrar
miklu ljóðrænu uppreisnar sem Baudelaire
og Rimbaud hrundu af stað. Hún hafði lítinn
áhuga á tónlist, en birtist þeim mun betur í
myndlist og einkum þó í ljóðlist, sem var
uppáhalds listgrein hennar. Hins vegar var
skáldsögunni útskúfað (einkum af súrrealist-
unum), hún talin gamaldags og úrelt, sneydd
ljóðrænu, ófær um að fremja þá sprengingu
ímyndunaraflsins sem er frumkrafa nútíma-
listarinnar. Franz Kafka, Robert Musil, Her-
mann Broch, Witold Gombrowicz... Ég hef
alltaf haft mikið dálæti á þeim, en ég áttaði
mig ekki á því hvað þeir eru undarlega stór-
brotnir fyrr en ég fluttist til Frakklands. Var
þetta hópur, skóli, hreyfing? Nei; þeir voru
einfarar. En stóðu þeir þá saman? Ekki einu
sinni það; það voru engir sérstakir kærleikar
með Vínarbúunum tveimur, Broch og Musil;
Gombrowicz sótti ekkert til þeirra og hann
hafði fremur lítinn áhuga á Kafka.
Ég hef oft kallað þá ?fjórstirnið mikla frá
Mið-Evrópu?, og þeir voru einmitt um-
kringdir tómi og langt hverjir frá öðrum, rétt
eins og stjörnur í stjörnuþyrpingu. Það er
því merkilegra sem verk þeirra bera vott um
sameiginlega fagurfræðilega stefnu sem
skiptir jafn miklu máli fyrir sögu skáldsög-
unnar og bylting módernistanna í Frakklandi
skiptir fyrir ljóðlistina og myndlistina á sama
tíma.
Landamæri hins 
ótrúlega eru ekki
lengur vöktuð
Tvær miklar áður óþekktar stjörnuþyrp-
ingar lýstu upp himininn yfir skáldsögu tutt-
ugustu aldarinnar: súrrealisminn og tilvist-
arstefnan. Kafka er dáinn: of snemma til að
komast í kynni við þessa höfunda og stefnur
þeirra. Samt er það athyglisvert að skáldsög-
ur hans fela í sér fagurfræðilegar stefnur
þessara tveggja strauma og enn athyglis-
verðara er að þær sýna að stefnurnar voru
tengdar, sameinaðar í einu og sömu sýninni.
Þegar Balzac eða Flaubert eða Proust ætla
að lýsa hegðun einstaklings við tilteknar
þjóðfélagsaðstæður er allt sem ekki er trú-
legt óviðeigandi og á ekki við fagurfræði
þeirra; en þegar skáldsagnahöfundurinn
beinir linsu sinni að tiltekinni tilvistarspurn-
ingu þarf ekki lengur endilega að draga upp
trúverðuga mynd fyrir lesandanum. Höfund-
urinn getur leyft sér að vera mun kærulaus-
ari gagnvart þessu tæki upplýsinga, lýsinga,
ástæðna sem er ætlað að ljá því sem hann
segir frá raunveruleikablæ. Og í vissum til-
fellum getur honum fundist það kostur að
geta staðsett persónur sínar í heimi sem er í
hæsta máta ótrúlegur.
Frá því Kafka fór yfir landamæri hins
ótrúlega hefur engin lögregla vaktað þau,
engir tollþjónar, þau hafa verið opnuð fyrir
fullt og allt. Þetta var stór stund í sögu
skáldsögunnar, og til að koma í veg fyrir mis-
skilning vil ég taka fram að þýsku rómantí-
kerarnir voru ekki spámenn hennar. Fan-
tastísktur hugmyndaheimur þeirra var
annarrar merkingar: hann var frábitinn
raunveruleikanum og leitaði annars lífs; hann
hafði fremur lítið með list skáldsögunnar að
gera. Kafka var ekki rómantískur. Novalis,
Tieck, Arnim og E.T.A. Hoffman voru ekki í
neinu uppáhaldi hjá honum. Breton var hrif-
inn af þeim, ekki hann. Þegar Kafka var ung-
ur maður las hann Flaubert fullur eldmóðs
ásamt Brod vini sínum, á frönsku. Hann las
hann ofan í kjölinn. Það var Flaubert, athug-
andinn mikli, sem var lærimeistari hans.
Því betur og nánar sem maður horfir á
raunveruleikann, því betur áttar maður sig á
því að hann passar ekki við þá hugmynd sem
fólk gerir sér af honum; undir langvinnu
augnaráði Kafka verður raunveruleikinn æ
skringilegri, og þar af leiðandi vitlausari, og
þar af leiðandi ótrúlegri. Það er þetta lang-
vinna gráðuga augnaráð sem beint er að
raunverulega heiminum sem leiddi Kafka, og
aðra mikla skáldsagnahöfunda eftir hans
dag, yfir landamæri hins ótrúlega.
Einstein og 
Karl Rossmann
Brandarar, frásagnir, skemmtisögur, ég
veit ekki hvaða orð á að nota yfir þær stuttu
og smellnu sögur sem ég naut í ríkum mæli
hér áður fyrr, því Prag var háborg brand-
aranna. Pólitískir brandarar. Gyðingabrand-
arar. Brandarar um bændur. Og lækna. Og
einkennileg tegund af bröndurum um pró-
fessora sem voru alltaf utan við sig, og ein-
hverra hluta vegna alltaf með regnhlíf. 
Einstein var að ljúka við kennslustund við
háskólann í Prag (já, hann kenndi þar á tíma-
bili) og var á förum. ?Herra prófessor, takið
regnhlífina yðar, það er rigning!? Einstein
horfir hugsandi á regnhlífina sína sem stend-
ur úti horni í kennslustofunni og svarar nem-
andanum: ?Veistu, kæri vinur, ég gleymi oft
regnhlífinni minni og þess vegna á ég tvær.
Önnur er heima, hina geymi ég í háskólanum.
Auðvitað gæti ég tekið hana núna, því eins og
þú bendir réttilega á er rigning. En þá myndi
það enda með því að ég væri með tvær regn-
hlífar heima og enga hér.? Að því mæltu fór
hann út í rigninguna.
Skáldsagan Ameríka eftir Kafka hefst á
þessu sama minni um regnhlífina sem er fyr-
irferðarmikil, eilíft til vandræða og sífellt að
týnast; Karl Rossmann heldur á þungu koff-
orti mitt í miklum troðningi og er að fara út
úr farþegaskipi í höfninni í New York;
skyndilega man hann eftir regnhlífinni sinni
sem hann hafði gleymt niðri í skipinu. Hann
biður ungan mann sem hann hafði kynnst á
leiðinni fyrir koffortið og þar sem gangurinn
aftur á skipið er troðfullur af fólki fer hann
niður stiga sem hann veit ekki hvert liggur
og villist á göngunum undir þiljum; hann
kemur loks að opinni káetu og hittir þar
mann, kyndara. Hann ávarpar manninn sem
reynist vera hinn skrafhreifasti og kvartar
sáran undan yfirmönnum sínum. Þar sem
samtalið dregst nokkuð á langinn býður
kyndarinn Karli að tylla sér á rúmstokkinn
hjá sér.
Þessar kringumstæður eru augljóslega
hæpnar sálfræðilega. Það sem þarna er sagt
frá er auðvitað ekki satt! Þetta er brandari
sem endar auðvitað á því að Karl tapar bæði
koffortinu og regnhlífinni! Já, þetta er
brandari; en Kafka segir hann ekki eins og
brandara; hann rekur atburðarásina í löngu
og nákvæmu máli, og útskýrir hverja athöfn
þannig að hún verði sálfræðilega trúverðug;
Karl klifrar upp í rúmið og hlær vandræða-
lega yfir eigin klaufaskap; hann spjallar við
manninn um stund, en hugsar svo af ein-
kennilegri skarpskyggni til þess að hann
hefði ?átt að fara og sækja koffortið frekar
en að vera hér að gefa ráðleggingar...? Kafka
sveipar blæju hins trúlega um hið ótrúlega
og ljær þessari skáldsögu (og öllum skáld-
sögum sínum) þannig óviðjafnanlegan töfra-
mátt.
Önnur heimsálfa
Þetta var þremur mánuðum eftir að rúss-
neski herinn réðst inn í Tékkóslóvakíu; Rúss-
land var ekki enn búið að ná heljartaki á
tékkneska þjóðfélaginu, sem var fullt ör-
væntingar en naut enn (í nokkra mánuði)
þess frelsis sem það hafði öðlast meðan á
Vorinu mikla stóð; Rithöfundasambandið var
sakað um að vera miðstöð gagnbyltingar-
sinna, en hélt þó enn úti útgáfu, tímaritum,
tók á móti gestum. Á þessum tíma komu þrír
ÚR EINKAORÐABÓK
KUNDERA
Eftirfarandi textar eftir Milan Kundera eru 
nokkurs konar framhald eða viðauki við einn hluta 
ritgerðasafns hans List skáldsögunnar (1986; ísl.
1999) þar sem hann skilgreinir á sinn hátt orð 
og hugtök sem varða hann miklu. Þetta birtist í
franska stórblaðinu Le Monde fyrr í þessum mánuði
í tilefni af því að hann hlaut Grand Prix de Littérature
de l?Académie française (Aðalbókmenntaverðlaun
Frönsku akademíunnar) og er birt hér með 
góðfúslegu leyfi höfundarins. 
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16