Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 21. JÚLÍ 2001
H
IN mikla sýning á lífsverki
málarans Paul Signac
(1863?1935), í Stóru höll-
inni, Grand Palais, í París,
lokaði dyrum sínum 28.
maí. 
Signac var um sína daga
annar helstur fulltrúi
punktastefnunnar, pointillismans, og einn af
meisturum síðáhrifastefnunnar, postimpress-
jónismans, og drjúg ástæða til að fjalla um
málarann, stílbrotið og sýninguna. Mjög liðið á
sýningartímann er mig bar að, en fram-
kvæmdin heldur áfram að vera meira en sýni-
leg, fyrst á Van Gogh-safninu í Amsterdam 15.
júní?9. september og svo á Metropolitan-safn-
inu í New York 9. október?30. desember.
Þetta er ein af þessum stóru alþjóðlegu sam-
vinnuverkefnum þar sem engu er til sparað,
sýningarskráin eða öllu heldur bókin 368 síður
í stóru broti, yfirburða hönnun og litgreiningin
eins og best verður gert í heimi hér. Jafnframt
einn af stórviðburðum ársins á myndlistarsviði
sem menn stíma á frá öllum afkimum heims-
ins. Fyrrnefnd söfn ásamt Stóru höllinni í Par-
ís, Grand Palais, standa að baki framkvæmd-
arinnar, en hún verður þó ekki fullkomlega
eins á öllum stöðunum vegna vandamála er
tengjast útlánum og flutningum, svo og nokkr-
um mikilvægum tímamótaverkum sem verða
einungis uppi í einni eða tveim borganna, en
önnur kunna allt eins að koma í staðinn.
Árið 1884 markar drjúg tímamót í listasög-
unni, en þá stofnuðu fimm málarar sem ekki
höfðu hlotið náð fyrir augum dómnefndar
stóra Parísarsalarins það árið, félag hinna
óháðu, og sama ár sýndu þeir í sal hinna
óháðu, Salon des Indépendants. Dagsetningin
markar tilorðningu punktastefnunnar sem
gildrar listhreyfingar sem augu listheimsins
tóku að beinast að, og málverk Georges Seur-
at: Baðstaður í Asniéres var fyrsta myndin
sem máluð var samkvæmt vísindalegum
reglum punktastefnunnar, það heitir að
reglum samliggjandi, additívarar, litablöndun-
ar. 
Hér voru á ferð auk Seurats, sem telst ótví-
rætt höfuðpaurinn, þeir Paul Signac, Henri
Edmond Cross, Charles Angrand, Albert
Dubois-Pillet, Hippolite Petitjean, einnig til
hliðar Camille Pissarro og í Hollandi Jan Too-
rop.
Hinir þrír fyrstnefndu ásamt Pissarro, eru
langsamlega nafnkenndastir er svo er komið,
og svo hreint gengið til leiks um fræðilega
krufningu, að 1899 kom út bókin ?Frá De-
lacroix til síðáhrifastefnunnar? eftir Signac,
þar sem hann hermir af fræði- og sögulegum
bakgrunni hreyfingarinnar. Sjálfum var hon-
um tamt að nefna punktastefnuna nýáhrifa-
stefnu. 
Sjaldan hefur verið gengið jafnafdráttar-
laust markvisst og vísindalega til leiks í allri
sögu málverksins sem marka má því að Seur-
at, sem hafði unnið á verkstæði málarans
Henri Lehmann frá átján ára aldri, eða um
tveggja ára skeið, hóf 1879 langt og strangt
sjálfsnám með því að eftirgera málverk eftir
Ingres, Hans Holbein yngri, Rafael, en þó að-
allega Nicolas Poussin. Það sem Seurat leit-
aðist þó einkum við að tileinka sér, var hárná-
kvæmt skipulag myndflatarins hjá hinum
síðasttalda, rýmiskerfið, ljós- og skugga and-
stæðurnar í litalögunum, eitt af öðru. Niður-
staðan var eins konar hávísindaleg stærð-
fræðileg litrófsgreining þar sem myndferlið er
byggt upp af örsmáum hreinum litablettum
líkt og mósaík. Í stað hinna sígildu pensil-
stroka komu nú örsmáir punktar eða doppur
sem hlutgerðu og byggðu upp myndheiminn.
Með þessari tækni vonuðu menn að þeir næðu
því marki að blöndun litanna færi fram í aug-
unum, öllu frekar heilanum á skoðandanum,
án þess að tapa einkennum sínum og ljós-
magni, væri sem mest bein og milliliðalaus
sjónræn lifun. Þessi sérstaka aðferð neyddi
Seurat til að ganga mun lengra en Cézanne
hafði nokkru sinni látið sér koma til hugar
varðandi einföldun forma. Áhersla Seurats á
láréttar og lóðréttar línur leiðir svo hugann að
egypskri list, burt frá raunsannri eftirgerð
náttúrunnar til rannsóknar á áhugaverðum og
tjáríkum mynstrum.
Þótt Paul Signac væri aðeins fjórum árum
yngri en Seurat, hafði það sitthvað að segja á
þessum umbrotatímum og þegar hann hóf að
mála fyrir alvöru um 1880 voru fyrirmyndir
hans tengdar framúrstefnu tímanna, sem var
áhrifastefnan, svo sem Manet, Degas og 
Monet. Eftirgerði þá en laðaðist fljótlega að
Seurat, hvers málverk og fordæmi lyfti undir
ásetning hans að gerast málari, kvað hiklaust
vera fyrirmynd sína og lærimeistara. Þessi
hrifning Signacs af Seurat og opinskáar 
yfirlýsingar um ágæti frumkvöðulsins olli því
ósjálfrátt, að til skamms tíma hefur öðru frem-
ur verið litið á hann sem sporgöngumann og
lærisvein brautryðjandans.
En nú hafa menn komist að annarri nið-
urstöðu, að Signac hafi haft sinn eigin sérstaka
tón í málverkinu auk þess að vinna á mun
breiðara sviði, vilja breyta fyrra mati á mál-
aranum, draga hann út úr skugga Seurats.
Láta standa á eigin fótum og tala sínu máli,
undirstrika sérkenni hans og styrk, og er að
öllu samanlögðu helstur veigur framningsins
og meginástæða þess að sýningunni hefur ver-
ið komið á laggirnar. Mál að það hafi tekist
með ágætum.
Annað sem menn horfa einnig til, eru hin
miklu áhrif sem Signac og félagar höfðu á þró-
un málaralistarinnar til hins óhlutlæga og sér-
tæka sem þegar lét á sér kræla í æskustílnum
(Jugendstil, Art Nouveau), hafði mikil áhrif á
Matisse og villidýrin, fauvistana. Einnig hið
úthverfa innsæi, expressjónismann, í Þýska-
landi og framtíðarstefnuna, fútúrismann, á
Ítalíu. Hér er Edvard Munch lýsandi dæmi um
víxlverkun áhrifa, en hann varð fyrir sterkum
áhrifum af Pissarro á Parísarárum sínum.
Gerðist nokkrum árum seinna einn af braut-
ryðjendum úthverfa innsæisins og sló í gegn í
Berlín, hafði svo aftur áhrif á Matisse, Picasso
og fleiri í Frans, þótt hljótt fari um það.
Síðimpressjónistarnir, sem einnig eru skil-
greindir sem vísindalegu impressjónistarnir,
voru af yngri kynslóð sem hafði meiri yfirsýn
og skilning á því hvað stefnan gekk út á. Voru
gagnteknir af þeim möguleikum sem þeir
skynjuðu innan seilingar, jafnframt alteknir
áhuga á rannsóknum sem gengu út á end-
urnýjun málaralistarinnar, finna nýja tjá-
möguleika utan alfaraleiða. Þetta var á upp-
gangsárum iðnbyltingarinnar og véltækninnar
svo hið vísindalega í málverkinu var í hæsta
máta eðlileg þróun, einnig notkun hreinna og
óblandaðra lita. Efnafræðin færði þeim allt lit-
rófið fyrirhafnarlaust upp í hendurnar því í
fyrsta skipti í sögunni gátu málarar nálgast fá-
gæta liti á viðráðanlegu verði, sem aðeins
steinríkir málarafurstar gátu leyft sér áður og
þó í takmörkuðum mæli, enda úr fokdýrum
efnum jafnvel ryki eðalsteina varðandi ein-
stakar bláar tegundir. Framhjá hinu verður þó
ekki litið, að sumir litir voru sóttir beint í móð-
ur jörð og menn fundu upp ýmsar aðferðir til
að ná fram ákveðnum litatónum, þannig voru
kýr fóðraðar með mangóblöðum í því augna-
miði að geta svo unnið indverskt gult úr mykj-
unni! Í stað þess að lærlingar á verkstæðum
meistaranna rifu litina og þjöppuðu í svína-
blöðrur, voru þeir nú aðgengilegir í lokuðum
ílátum og túbum, sumir þeirra tíu sinnum fín-
kornaðari ásamt því að geymsluþolið marg-
faldaðist. Þannig að hinn flókni undirbúningur
við að rífa þá og hin viðkvæma meðhöndlun
vegna takmarkaðrar varðveisluhæfni var að
baki, menn einfaldlega kreistu þá úr túbunum
beint á litaspjaldið,
einnig vel að merkja
þaðan beint á verk-
smiðjugerðan striga í
stað handunnins vefn-
aðar. Þessari hlið á
framþróuninni má ekki
gleyma né hvað hún ýtti
ótæpilega undir hvers
konar tilraunir hug-
myndaríkra og fram-
sækinna listamanna
með hreina liti, jafn-
framt vísindaleg vinnu-
brögð með form og
rými. Það var svo eðli-
leg þróun að menn vildu
prófa þessa hreinu liti í
Suður-Frakklandi þar
sem sólin skein bjart-
ast, grómögnin voru
ríkust og litskrúðið
mest. Umbyltingar í
listum verða ekki til fyr-
ir óskhyggjuna, fræðin
og hugmyndirnar einar
sér, heldur rökrétta
framþróun er menn
virkja umhverfi sitt og
samtíð sína. Koma til
hugmyndanna með
vinnu sinni og brenn-
andi áhuga á viðfang-
inu, það heitir að koma
til vinnunar með lífið í
lúkunum. Það gerðu
listamenn áhrifastefnunnar og verk þeirra þar
af leiðandi einstök sjónræn og söguleg heimild
um tímana, lögðu um leið grunninn að
framþróun sem þeir sjálfir sáu engan veginn
fyrir né voru færir um að spá í. Cézanne sem
lifði í einangrun í Arles kom aldrei til hugar að
tilraunir hans myndu umbylta málaralistinni í
þeim mæli sem hún gerði, og van Gogh leitaði
öðrum þræði til Suður-Frakklands í þeim til-
gangi að mála sólina, landslagið og gróður-
virktina. Stóð í þeirri meiningu að slíkar ynd-
ismyndir myndu ganga út eins og heitar
lummur á kulvísari slóðum og hann gæti þá
endurgoldið hjálparhellunni og velgjörðar-
manninum Theo bróður sínum stuðninginn! 
Paul Signac var stórgáfaður maður af virðu-
legri borgaralegri fjölskyldu sem hafði viður-
væri sitt af að höndla með sellerí, ólst upp á
Montmartre og að hluta til Asniéres, útborg
Parísar. Þangað sótti Seurat einmitt viðfangið
í sitt nafnkennda málverk sem áður getur.
Rétt fyrir stúdentspróf gaf hann það upp á
bátinn, vildi verða listamaður og var um nokk-
urt skeið tvístígandi um framtíðina, gat ekki
gert upp á milli þess hvort hann ætti að gerast
rithöfundur eða málari. Og þótt hann veldi
málverkið hafði hann allt lífið brennandi áhuga
á bókmenntum, raunar fleiri geirum lista ekki
síst leikhúsi og ljósmyndum. Var opin per-
sónuleiki með ákveðnar framfarasinnaðar
skoðanir í þjóðmálum, og í nánu sambandi við
framsækna listamenn annarra listgreina,
PAUL
SIGNAC
Fyrir vel hundrað árum álitu málarar punktastefn-
unnar, pointilismans, að þeir væru við endimörk
málaralistarinnar. Það reyndist ekki einungis rangt,
heldur hafa tíðar umbyltingar skapað þörf fyrir
að endurreisa einstaka vanmetna málara þessa
geira síðáhrifastefnunnar í París. Augun beinast um
þessar mundir helst að Paul Signac, en yfirgripsmikil
farandsýning á lífsverki hans hófst í París 27.
febrúar en lýkur í New York 30. desember. 
BRAGI ÁSGEIRSSON var á vettvangi.
Ljósmynd af Signac við stýrissveif skútu sinnar Ólympíu einhvern tíma á Saint-Tropez árunum. 
Georges Seurat: Paul Signac, 1890, blýantsriss 36,5 x 31,6.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16