Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 05.09.1991, Blaðsíða 2
HESSAN 5. SEPTEMBER 1991 Björk ásamt Jóku í Skaparanum og Steve í ★ Marillion Dav & Aflght * Brúðkaup mánaðarins Gefin voru saman í Kristskirkju síðastliðinn laugardag þau V Viktor Urbancic T* & Gunnhildur Úlfarsdóttir. Þau tóku á móti gestum í Ingólfscafé og héldu þar mjög fallega og listræna brúðkaupsveislu. Claudine Kessler og Jean-Claude Lerouzic frá Boucheron í París, Guðrún Ingólfsdóttir í Clöru, afmælisbarnið Þórarinn Stefánsson og frú Una Dóra og Úlfur Teitsson í Clöru. HEIMSFRUMSÝNING Á ÍSLANDI I tilefni af tíu Þeir voru ekki háir í loftinu, kokkarnir sem báru fram brúðkaupstertuna. ára afmæli Heildverslunar Th. Stefánssonar hélt fyrirtækið hundrað manna kvöldverðarboð á Hótel Sögu. Þar var kynntur í fyrsta sinn utan Frakklands nýi karlmannsilmurinn frá Boucheron. Stórglæsilegir gestir, hljómsveitin Þau tvö (Stefán og Hildur) ásamt starfsfólki Hótels Sögu gerði kvöldið mjög sérstak— ÓJMUjMSlí Litla söngkonati okkar, sem við enim öll svo stolt af, er d leiðinni til Los Angeles til að sentja við leikstjórann John Hughes. Hann vill fd hana til að semja og syngja titillagið í nýjustu mynd sinni, en Hughes hefur meðal attnars gert Home Alone og Pretty in Pink. Björk gerir kröfur utn að fd vissa hljómlistarmenn til að vinna tneð sér. EfHughes gettgur að kröfutn Bjarkar verður af þessu, - annars ekki. NALÆGÐIN HANS BIRGIS ANDRESSONAR Fyrst kom ég i flugumynd en svo kom ég aftur. Vönduð og góð sýning á Kjarvalsstöðum. Gunnhildur ásamt vinkonum sínum, Jónu og Sigrúnu í Módel '79. ANNARS VEGAR HINS VEGAR Ólafur Ragnar, er ær- kjötssamningurinn árangurinn af Mexíkó- ferð þinni um árið? ,, Nei. Hins vegar kom hirtgað fyrir tveimur mánuöum stór sendi- nefnd frá sjávarútvegs- ráðuneyti Mexihó og síðan hefur verið unnið í því máli. Þaö er ekhi verra að gera út á hæði rollur og fiskr Akveðiö hefur verið.að selja 1000 tonn af ærkjöti til Mex- íkó. Olafur Ragnar Grímsson fór á sínum tima til Mexíkó til viðræðna við þarlenda ráða- menn. LÍTILRÆÐI af dvergakasti Islendingar hafa í aldanna rás verið afar elskir að íþrótt- um og hefur þá löngum þótt meira um vert að ,,taka þátt í drengilegum leik" en að bera sigur úr býtum. Þjóðaríþróttir lands- manna voru lengstaf afl- raunir, fangbrögð, knattleik- ir og kastfimi en þess er hvergi getið mér vitanlega, fyrr en í seinni tíð, að fjár- hagsörðugleikar gætu kom- ið í veg fyrir að hin þrek- djarfa kynslóð harðgerra og hygginna manna sneri sér snúðugt að nágrannaþjóð- unum og keikti þær í knjám. Að sitja heima vegna skorts á farareyri þegar blás- ið var til knattleiks fyrir haf sunnan hefði þótt smán á við það að deyja inni á pallstrám og samdi raunar fremur kúm en köppum. Nú er hinsvegar þannig komið að knattleikurinn er á heljarþröminni en gjaldþrot blasir við Handknattleiks- sambandinu og fleiri íþrótta- samtökum, meðal annarra Kraftlyftingasambandinu, sem eru samtök beljaka. Bara allt að fara á hausinn. Sumir halda að þetta sé vegna þess að íþróttahreyf- ingin sé rekin með sérís- lenska hagspeki að leiðar- ljósi, en aðrir segja að of- framboðið á íþróttaefni í fjöl- miðlum sé orðið slíkt að fólki ofbjóði og missi áhug- ann á íþróttum, íþrótta- mönnum og afrekum þeirra. Mennirnir eru nefnilega einsog dýrin. Þeir missa lyst- ina ef kræsingunum er hald- ið of stíft að þeim. Fræg er sagan af hundun- um á Gilsbakka sem ældu ef þeir heyrðu minnst á lax. Því miður er það þetta sem hefur gerst méð íþrótt- irnar. Og þegar fólk missir áhug- ann þverra tekjurnar af íþróttunum og allt fer á hvín- andi hausinn. Þegar upp er staðið fer „Gjaldþrotið", þjóðaríþrótt íslendinga í dag, með sigur af hólmi. Allir vita að á frjálsíþrótta- mótum herlendis eru þátt- takendur jafnan miklu fleiri en áhorfendur og með þessa staðreynd að leiðarljósi munu beljakar, sem á dög- unum efndu til keppni um það hver væri manna sterk- astur á íslandi, hafa ákveðið að endurvekja forna, þjóð- lega og drengilega íþrótta- grein; „dvergakast", ef það gæti orðið til að laða lands- menn á mótsstað og sigrast þannig á gjaldþrotinu. Dvergavarpi eða Dverga- slöngvan er þannig lýst í bók Davíðs Péturssonar „Dreng- lundardáðir” sem kom út um siðustu aldamót: „Er slöngva skyldi dverg hélt maður öðrum apturfæti í hendi sér og veifaði síðan dvergnum nokkrum sinnum yfir höfði sér með vaxandi hraða þannig að hann mark- aði hring í loptinu og var miðdepill hans í hendi manns en sjálfur dvergurinn geisli hringsins, loks sleppti maður í því augnabliki er dvergurinn var í aptanverðri hringbrautinni ofantil; þeytt- ist hann þá útí loptið eptir fleygbogalínu er var fram- hald af viðlínu þess dépils. hringbrautarinnar er dverg- urinn var staddur í þá er honum var sleppt." Það voru landsmönnum sannarlega mikil vonbrigði þegar það fréttist að ekkert yrði af dvergavarpinu í Hljómskálagarðinum um síðustu helgi því margur hyggur að hægt væri að bjarga allri íþróttahreyfing- unni frá allsherjargjaldþroti með því að endurvekja þessa þjóðlegu og drengi- legu íþróttagrein. Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.