Pressan - 23.04.1992, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992
Haraldur Guðni Eiðsson er
19 ára nemi á eðlisfræðibraut
Menntaskólans við Sund og
fráfarandi gjaldkeri skólafé-
lagsins. Hann er tvíburi, eins
og helstu stórmenni sögunnar,
og er á blýföstu.
Er ekki hræðilega leiðinlegt
að vera gjaldkeri skólafélags?
.d'Jei, það er mjög gaman vægast
sagt. Starfið felst í stjómun fé-
lagslífs skólans og vinnu með
góðu fólki."
Altso, en hvað borðarðu í
morgunmat? „Kókópöffs
með AB-mjólk.“
Kanntu að elda? „Frekar
lítið."
Hefurðu látið lita á þér
hárið? „Aldrei og mun aldrei
gera.“
Hvar vildirðu helst búa ef
þú ættir þess ekki kost að
búa á íslandi? „í Færeyjum.“
Hvernig stelpur eru mest
kynæsandi? „Þetta er erfið
spurning. Þær þurfa að vera
gæddar náttúrulegri fegurð."
Hugsarðu mikið um það í
hverju þú ert? „Það er mis-
jafnt og fer eftir því í hvemig
skapi ég er. Stundum hugsa ég
mikið um það og stundum lítið
en alltaf aðeins."
Syngurðu í sturtu? „Ég
syng oft í sturtu — hátt og
snjallt."
Hvaða rakspíra notarðu?
„Gucci og Tzar.“
Trúirðu á ást við fyrstu
sýn? „Já, ætli það ekki bara.“
Ertu daðrari? „Nei, það
held ég ekki, ég er frekar léleg-
ur í þeim efnurn."
Hvað er þér verst við?
„Stúdentspróf, ég sit og læri
fyrir það nú'na alla daga.“
Hefurðu verið til vand-
ræða drukkinn? „Ekki svo ég
muni.“
Hefurðu áhuga á stjórn-
málum? „Nei, eiginlega
ekki.“
Hvort eiga karlar að
ganga á undan eða eftir kon-
um niður stiga? „Á eftir.“
Ferðu einn í bíó? „Nei,
aldrei.“
Ég held að mannandskotarir
séu alveg að gera útaf við mið-
bæinn. Sjáið bara Tjamarbakk-
ann eftir breytingamar. Hann er
eitthvað svo óguðlega pempíu-
legur. Og ef ég þekki þessa
menn rétt þá eiga þeir eftir að
láta þessa sterflu snyrtimennsku
leggjast yftr allan bæinn þangað
til það verður hvergi hægt að
leita skjóls í hrörlegu umhverfi
og niðumíddu þegar manni líður
illa og vill ekki hitta prúðbúið
fólk. Vera þar sem maður fær að
vera í friði fyrir þessu fólki sem
virðist ekkert hafa betra við tím-
ann að gera en hlaupa á milli
banka með innleggin sín. Og
finnst gaman að því.
Hluti af undirbúnings-
hópnum: G.R. Lúövíks-
son, Sigurgeir Orri, Arn-
dls, Finnur Arnar og
Halldór. Listahátíöin
hefur I augnablikinu
yfirskriftina Loftárás á
Seyöisfjörö, þaö er dá-
lítið langt mál aö út-
skýra hvers vegna.
VANTAR PÖNKSVEITIR
OG VOND LJÓPSKÁLD
Fyrir svosem hálfum mánuði
mættu svosem sextíu og tveir
borgarar, flestir frekar ungir, á
fund í kjallara við Hafnarstrætið
í Reykjavík. Þeir sýndu áhuga
frarnkomnum hugmyndum um
að halda listahátíð, og sam-
þykktu að hún skyldi standa frá
13. júní fram í júnflok.
En er ekki nóg að hafa eina
listahátíð í Reykjavík, þessa með
stóra L-inu? Það telja ekki að-
standendur nýju listahátíðarinn-
ar, þótt þeir taki reyndar sérstak-
lega fram að þeirra hátið sé á
engan hátt steftit gegn stóm lista-
hátíðinni, né sé hún neins konar
ádeila á hana.
Þetta er semsé öðmvísi lista-
hátíð þar sem allir mega vera
með sem vilja. Og þegar hefur
gefið sig fram vænn hópur af
myundlistarmönnum og leikur-
um, það er að myndast kjami
sem ætlar aftur að halda fund í
Djúpinu á sunnudaginn klukkan
fimm. En að sögn hópsins, sem
kannski má kalla eins konar
ffamkvæmdanefnd, vantar enn-
þá „pönksveitir, vond ljóðskáld,
rithöfunda, fleiri myndlistar-
menn og hannyrðakonur".
Hugmyndin bak við hátíðina
er að hafa allt sem lýðræðisleg-
ast. Þau telja sig vera búin að
finna húsnæði þar sem dagskrá
verður í gangi svona íjögur til sjö
kvöld í viku, en annars geta allir
komist á blað — hvort sem þeir
ætla að sýna i galleríi eða halda
tónleika heima í bflskúmum hjá
sér.
Og kannski verður einhver
hluti hátíðarinnar haldinn í Iðnó,
ef Markús Öm leyfir, en hópur-
inn segir eitt markmið hátíðar-
innar vera að sanna hvflflc þörf sé
á að breyta leikhúsinu gamla í
fjöllistahús.
En em þetta kannski lélegu
listamennimir, þeir sem komast
ekki að á fínu listahátíðinni?
.JÞetta er bara annað fólk,“ er
einfalt svar og ennfremur: „Það
er kominn tími á nýja hreyfingu
sem er þverskurður af því sem er
að gerjast. Svoleiðis hreyfing
hefur ekki orðið til héma í þrjátíu
ár. í staðinn hefur fólk verið að
paufast þetta hvað í sínu homi.
Það er kominn tími til að sam-
eina þessa homamenn.“
fyrr en undir miðjan maí, með lempni.
Þar virðast þó saBmilegar horfur á að
komast á Ég heiti Isbjörg, ég er Ijón eft-
ir svosem tíu daga, fyrstu vikuna í maí.
KLASSÍKIN
• Kór Öldutúnsskóla. Egill Friöleifs-
son er hugsjónamaður sem lengi hef-
ur enst til aö fá skólaböm til að syngja
af sérstæðum yndisþokka, og stórum
betur en gengur og gerist í kórum
þessarar tegundar. Kórinn hans Egils
heldur vortónleika á sumardaginn
fyrsta og þar verða kannski ekki Vor-
vindar glaöir og Vorið góða grænt og
hlýtt, ekki svo mjög, heldur tónlist sem
spannar I tíma allt frá Palestrina til okk-
ar daga. Vfölstabakirkja fim. kl. 17.
PLATAN
IAN McCULLOCH
MYSTERIO
McCulloch hefur ekki allt-
af mætt velgengni eftir að
hann hætti í Echo and the
Bunnymen en fyrri sólóplata
hans, „Candleland", var af-
bragð og þessi er það líka.
Stílhrein, góð lög og hreinar
og beinar útsetningar. Fullt
af „hit“-lögum eins og Die
forLove, Honeydrip og Hea-
vens’ Gate. Fær 8 af 10.
• Blásarakvintett Reykjavíkur.Það
er hátt til lofts og vítt til veggja í Lista-
safni Islands, svo líklega fer vel á þvl
að blása þar í lúöra. Það ætlar Blása-
rakvintett Reykjavlkur að gera á
sunnudaginn á tónleikum þar sem
veröa flutt verk eftir Þorkel Sigur-
bjömsson, Hindemith, Danzi og Leon
Janacek. Listasa/n Islandssun. kl. 17.
MYNDLIST
• Telkningar Kjarvals. Sá guðdóm-
legi ólíkindamaður Jóhannes Kjarval
var eilíft að hantéra blýanta og blöö.
Hann var teiknari af náðargáfu, alveg
áreynslulaust aö þvl manni viröist
tókst honum aö skissa svipmót ýmissa
samtiöarmanna sinna, einkum öld-
ungsfólks. Á þessari sýningu sem
veröur opnuð á Kjarvalsstöðum um
helgina eru teikningar sem spanna
mestallt llfshlaup Kjarvals, andlits-
myndirnar frægu, landslagsmyndir,
fantasíur og skissur aö stórn freskunni
í Landsbankanum. Og kvarti menn
svo yfir því aö Kjarvalsstaðir sýni
meistaranum ekki ræktarsemi.
• Trú & auglýsingar. Þessi sýning I
Galleríi 15 svarar svosem ekki þeirri
spumingu hvort guö og kirkjan eigi aö
auglýsa með allri tækni og hugviti nú-
tímans, en hún sýnir býsna skemmti-
lega hvernig slíkar auglýsingar gætu
litiö út. Þarna hafa margir snjöllustu
auglýsingateiknarar landsins, meðlim-
ir I Fólagi íslenskra teiknara, lagt hönd
á plóg og sumar auglýsingamar hafa
ótvíræöan slagkraft, aörar skemmt-
anagildi. Það fer svo eftir upplagi
hvers og eins hvort hann litur framtak-
ið jákvæðum augum, með mildri eða
stórfelldri hneykslan.
ROMAN-
TÍ5KT
PRÓ-
CRAMM
„Þetta er mjög rómant-
ískt prógramm og af-
skaplega fjölbreytt, allt
frá argentínskum þjóð-
lögum upp í bæn eftir
franskt tónskáld upp-
haflegá samið á hebr-
esku. Síðan er flutt
tónlist frá ýmsum
skeiðum, allt upp í
ffanska kaffihúsa-
músík. Hér eru á
ferðinni lög eftir
suður-amerísk
tónskáld, frönsk
og þýsk og því
mjög blönduð
tónlist með klass-
ísku yfirbragði,"
segir Signý Sæ-
mundsdóttir sópr-
ansöngkona.
Laugardaginn
25. apríl heldur
Signý tónleika í
Gerðubergi sem eru
þeir fimmtu og síðustu í Ljóða-
tónleikaröð þessa vetrar. Þeir
hefjast klukkan 17.00. Þessir síð-
ustu ljóðatónleikar eru fluttir
þrisvar, tvisvar í Gerðubergi, á
laugardag og mánudagskvöld
27. apríl klukkan 20.30, og á
Akranesi í Vinaminni miðviku-
daginn 29. apríl á sama tfma. Pf-
anóleikari á tónleikunum er Jón-
as Ingimundarson.
Signý, sem hefur stundað
söngnám jafrit hérlendis sem og í
Vínarborg, hefur sungið í upp-
færslum fslensku óperunnar,
komið fram með Sinfómuhljóm-
sveit íslands og ýmsum kamm-
erhópum. Tónleikaröðin í
Gerðubergi er hljóðrituð og út-
dráttur úr henni væntanlegur á
geisladiski með vorinu.
VIN5ÆLIR ÞUR5AR
Mann rekur í rogastans þegar
Hinn íslenski þursaflokkur er allt
í einu orðinn vinsæll á ný, en ný-
lega kom út geisladiskur með
hljómsveitinni sem hefur afar
snarlega komið sér fyrir í þriðja
sæti íslenska vinsældalistans.
Þeir einu sem hafa betur em heit-
ustu númerin vestanhafs, Nir-
vana og Red Hot Chilli Peppers.
Afar merkilegt mál.
„Þetta kemur mér mjög á
óvart og ég hélt satt að segja
að hún hefði farið þama inn
á lista af skyldurækni,“
segir Egill Ólafsson, fyrr-
um Þurs. „Hér áður fyrr
var gjaman selt það upplag
sem var prentað og því
hef ég gmn um
að hún hafi ver-
ið ófáanleg í
langan tíma. Vínýlplötur ganga
úr sér og ég á von á því að gaml-
ir aðdáendur flokksins hafi rokið
til og tryggt sér eintak. Enga trú
hef ég á því að það sé yngra fólk
sem er að kaupa þetta, en gaman
væri samt að vita hverjir þetta
em.“ Þursaflokkurinn sótti hug-
myndir í gamlan kveðskap og
tónlist. „Þetta var skemmtilegur
og sérkennilegur tími og við vor-
um á skjön við tíðarandann.
Þetta var þegar pönkið
var að byrja... og að
auki lentum við í
diskóæðinu. Hljóm-
sveitina dagaði því í
raun uppi vegna þess
að ekki var í nein hús
að venda.“
Hildur Snjólaug Bmun
dagskrárgerðarmaður hjá
Ríkissjónvarpinu
PRESSAN bað Hildi að
velja gesti í draumakvöld-
verðinn að þessu sinni.
Margrét Ingólfsdóttir
stórkokkur til að elda
Atli Már Sigurðsson
lögreglumaður sem
veislustjóri
Ágúst Guðmundsson
til að skemmta fólki með
frábærum gítarleik
Hilmar
°g
Árni Einarssynir
vegna þeirra elskulegu
borðsiða
dr. Gunnlaugur Þórð-
arson
ferðalangur og menning-
arfrömuður
frú Ragna Ragnars
gleðigjafi
Sara Ferguson
til að ræða stöðu fjöl-
skyldunnar
Dagur Sigurðarson
til að lesa fmmsamin
Ijóð
Dolly Parton
til að syngja
Q> ‘L'CUA'tWC’i'
PINNER
• Finnur Jónsson. Það eru síðustu
forvöð, hún er að renna sitt skeiö þessi
sýning sem er algjört möst. Af hverju
er hún það? Vegna þess að hún kort-
leggur skilmerkilega feril einhvers
fyrsta íslenska nútímalistamannsins,
vegna þess aö Finnur málaði fádæma
góðar og fallegar myndir, vegna þess
að sýningunni er sérstaklega vel fyrir
komið í sölum Listasafns Islands,
vegna þess að Finni hefur í raun ekki
verið nægur gaumur gefinn.
ÓKEYPIS
• Blysför & tertur. Eöa þannig. Á
sumardaginn fyrsta snýst allt um Hall-
dór Laxness og Rithöfundasambandiö
ætlar aö efna til blysfarar að Gljúfra-
steini I tilefni stórafmælis. Þaö kostar
varia neitt að slást í för og varia er svo-
sem einn kyndill heldur óviðráðanlega
dýr. Á laugardaginn geta þeir sem
unna Laxness og lagkökum svo tekið
upp á þvi aö birtast í Þjóðleikhúskjall-
aranum. Þarverðaókeypis Hnallþóm-
tertur, meðan birgðir erídast.
• Húsin f bænum. Ekki aö kaupa,
heldur aö skoða. Eins og bent var á í
samantekt hér í PRESSUNNI fyrir
hálfum mánuði er bærinn fullur af Ijót-
um húsum, en líka fallegum húsum.
Eftir hryllilega ofnotkun á steinsteypu
frameftir síöasta áratug er þeim meira
að segja fariö að fjölga; frekar léttum
og glaðlegum húsum í póstmódern-
ískum stíl. Ágætt að kíkja á þau, svona
milli Perlunnar, Edens og Laugavegs-
rúntsins.
SJÓNVARP
• Skáldiö á Gljúfrasteini. Varla hef-
ur þaö farið framhjá neinum að Halldór
1 2 3 4 6 1 ‘ 7 8 9 10
■ " ;; ■
13 14 16
17 18 19 20
21 22 23 24
25 26 27
28
29 30 31 32 33 34 35
36 37 38 39
40 41 42 43
44 '45 1 46 47
■ '* 49 ■
50 51
ÞUNGA GÁTAN
LÁRÉTT: 1 bleikjan 6 jötunsheiti 11 grandi 12 frillu 13 athugað
15 skári 17 beita 18 prófast 20 kvabb 21 riftun 23 stilla 24 lund
25 ota 17 karlmannsnafn 28 urguðu 29 þíðu 32 ílát 36 sofa 37
deila 39 skíri 40 gufu 41 ástæða 43 málrnur 44 smápjatla 46 fæða
48 nudduð 49 gleði 50 tálinu 51 sterkara
LÓÐRÉTT: 1 hanga 2 nykur 3 skjögur 4 stétt 5 afkomandi 6
vana 7 hita 8 lána 9 tuskum 10 minnkaðir 14 kvenmannsnafn 16
glyma 19 herslustokks 22 skunda 24 eyra 26 hláku 27 ellegar 29
signa 30 þreytt 31 maðkinn 33 fögnuðinn 34 hlóðir 35 rugla 37
korninu 38 villigötur 41 götin 42 bátur 45 blási 47 jaka
i