Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 4
Ritstjórn PRESSUNNAR barst nýlega bréf frá 18 ára pilti frá Akranesi Emi Úlrikssyni sem nú dvelst í Síðumúlafangels- inu. Hann hefúr verið beittur aga- viðurlögum þar eftir strok úr fang- elsinu á Litla-Hrauni þriðjudaginn 28. júní síðastliðinn. Örn náðist skömmu síðar af fangavörðunum og var fluttur í Síðumúlafangelsið. Þar var ákveðið að beita hann hæfi- legum viðurlögum vegna þessa brots og voru þau ákveðin: Síma- og heimsóknarbann í 14 daga og einangrun í jaín marga daga. Að sögn Kristínar móður Amar þá á hann í raun ekki að vera í Síðumúlafangelsinu vegna þess að einangmnarvist hans er lokið fyrir hálfúm mánuði. „Það virðast vera sumarfrí hjá Fangelsismálastofnun og það er enginn sem leysir þessa menn af,“ sagði Kristín og bætti við: „Ég hringdi einu sinni í stofn- unina og vildi fá að vita hverju þetta sætti. Konan sem svaraði gat ekki sagt mér það, hún var ekki 25.7/94 „Ég er 18 ára fangi og er búinn að sitja inni í sjö mánuði. Ég var tekinn fyrir strokutilraun af Litla-Hrauni og var settur í einangrun frá 28.6 til og með 12.7 í Síðumúlafangelsinu en var leystur úr einangrun eftir 15 daga og var þá fluttur yfir á svokallaðan lausagang í Síðumúlafangelsinu og hef verið þar síðan. En þar sem Erlendur [[Baldursson] og Sigurður Gíslason eru búnir að vera erlendis hef ég ekki verið fluttur héðan úr Síðumúlafangelsinu. Er eðlilegt að ekki séu stað- genglar fyrir þessa menn og ég sé geymdur í gæsluvarðhaldsfangelsi? í lögum segir að það megi geyma afplánunarfanga í skamman tíma; hvað er skammur tími? Er verið að beita mig einhverri aukarefsingu fyrir eitthvað sem ég á kannski eftir að gera? Ég er margbúinn að sækja um flutning héðan en hef engin svör fengið. Ég vona að þið birtið þetta bréf eða skrífið um þetta mál þar sem það virðist kannski vera eina leiðin til að ýta undir flutning. Með fyrírfram þökk Örn Úlríksson." með málið og gat því engin svör veitt. Og enginn annar virtist vera við. „ Kristín sagði í samtali við Press- una að sér blöskri aðstæður í Síðu- múlafangelsinu og þyki ósvinna að geyma ungling þar. „Hann er ekki nema 18 ára gamall en ég var hissa hvað hann var þó hress. Auðvitað var hann leiður yfir að þurfa að vera þama áfram en vita í raun ekkert um hversu lengi eða hvert hann á að fara.“ Reyndar hefur blaðamaður fengið þær upplýsing- ar að Öm verði fluttur á Litla- Hraun næstkomandi mánudag. Öm er að afþlána eins árs fangelsis- dóm og ætti þvi að losna í desem- ber næstkomandi. Að sögn Haraldar Johannessen fangelsismálastjóra þá er sennileg skýring á þessari vistun Amar sú að beðið sé eftir plássi í sérstakri ör- yggisgæslu á Litla-Hrauni. „Það virðist vera hætta á því að þessi maður strjúki og er verið að bíða effir að viðeigandi fangelsispláss „Ef menn eru að hugsa um að það sé erfiðara að vera í fangelsi á einum tíma en öðrum þá gæti ríkið svarað því sem svo; þá eiga menn ekki að vera að brjóta af sér.“ losni á Lida-Hrauni.“ Þeir sem hafa strokið eða em taldir líklegir til að strjúka, valda uppþotum eða óróleika eða hafa smyglað fíkniefnum inn í fangelsið em vistaðir í öryggisálmu fangelsis- ins á Litla- Hrauni. Þar em 10 pláss og bekkurinn þéttsetinn að sögn fangelsismálastjóra. Þangað á Öm að fara enda dugar ein stroktilraun til þess að menn fari í þessa sér- stöku refsivist. —Ett er ekki dálítið harkalegt að láta 18 ára pilt dúsa intii í eitiatigr- unarfatigelsi yfir sumartímann? „Eins og áður hefúr komið fram þá er hann þama inni í einangmn í ákveðinn tima þannig að hann hef- ur ekki verið í einangmn allan tímann. f Síðu- múlanum er lágmarks útivistar- svæði en það er auðvitað meira í öryggisálmunni á Litla-Hrauni og þangað fer hann. Ég get ekki svarað þessu með árstíðimar. En séu menn að hugsa um að það sé erfið- ara að vera í fangelsi á einum tíma en öðrum, þá gæti ríkið svarað því sem svo; þá eiga menn ekki að vera að brjóta af sér.“ um haustkosningar? Já, lýðræðið hefur verið ís- lendingum dýrkeypt síðustu þrjú og hálft ár. Það gleður mig að Davíð Oddsson skuli vera að þroskast að undanförnu, kosningar séu á næsta leiti og kjósendur fái að segja álit sitt. Ég vona bara að kjósendur velji þá sem gjörþekkja at- vinnuegina og hafa unnið alla vinnu, bæði til sjós og lands, en ekki eintóma lögfræðinga. Þá myndi aukast launajöfnuð- ur og atvinnuleysi svo að segja þurrkast út. Ég hef ekkert á móti lögfræðingum, en þegar þeir safnast saman í hóp er ekki von á góðu. Ég er þó hissa á að Davíð skuli velja að hafa kosningar mitt í stærstu slátur- tíðinni sem hér hefur verið í mörg ár. Guð blessi Davíð Oddsson og vonandi fær hann atvinnu að loknum næstu kosningum. Bréf frá 18 ára fanga í Síðumúlafangelsinu Segist Itala gleymst Inni vegna sumar- leyfum starfs- manna Bíður eftir sérstöku örygg- isplássi á Hrauninu, segir fangelsismálastj óri 4 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.