Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						runnin, og örfá nafnorð önnur er
líklegt, að séu af íslenzkum uppruna:
Hvönn — hvann, hnýsa — nisa, hnúk-
ur — nóúk.
Enn fremur vitnar Tryggvi í nöfn
tveggja manna á Baffinslandi, er á
bækur hafa verið skráð af útlendum
ferðalöngum, Koodlowetto og Eyeey-
volwalow, er verið geti að uppruna
íslenzk eiginnöfn — Guðleifur og
Eyjólfur.
Skoðanir Tryggva verða ekki rakt-
ar frpkar hér. Hann vill ekki ljá því
eyra, að Grænlendingar hinir fornu
hafi dáið út, og heldur því fast fram,
að þeir hafi borizt um öll heimskauts-
löndin vestan Grænlands, valdið þar
aldahvörfum í lífsháttum — og orðið
forfeður þeirra þjóðflokka, sem nefn
ast Eskimóar, með kynblöndun við
Dorsetfólk. Þetta lætur fýsilega í ís-
lenzkum eyrum, en að sjálfsögðu er
ekki á færi annarra en sérfróðra
manna að kveða upp úr með það,
hvað sennilegt er eða sannanlegt.
Það verður að hlíta þeir úrskurði,
er fornleifafræðin fellir, þegar næg
kurl eru til grafar komin.
Oddviti Grímseyinga —
Framhald af 590. sjðu.
frammi í bænum, og örstundu síðar
kemur ung stúlka, dóttir Alfreðs,
inn í herbergið, þar sem við sitjum,
og segir, að Reykjavík sé að biðja
um oddvitann. Alfreð stendur á fæt-
ur og segist þá verða að yfirgefa
mig, því að enn sé tæknin ekki orð-
Sn svo mikil f Qrímsey, að menn
geti talað í landsíma heiman frá sér.
Ég geng með honum út, og við höld
um suður flugvöllinn til Sandvikur.
Ég fer að spyrja hann um simasam-
bandið.
— Það er yfirleitt slæmt. Héðan
er firðtal til Húsavíkur, en talstöB-
in er lítil og truflanir algengar. En
þetta stendur tíl bóta, því að þegar
sjálfvirki síminn verður kominn tll
Siglufjarðar, á að setja hér upp nýja
stöð f sambandi við símann þar. ÞaB
er gert ráð fyrir, að þetta verði í
haust, og þá þarf ekki lengur að
hlaupa út á símstöð til að tala út
fyrir eyjuna.
Við erum komnir að símstöðinni.
Þar kveð ég Alf reð og held til skips,
en hann gengur inn til að tala við
Reykjavík. Það eru sjálfsagt einhver
enbættiserindi, því að þó að Grims-
ey sé ekki fjölmennt sveitarfélag, er
þar ýmislegt aðhafzt og í mörgu að
snúast hjá oddvitanum.
K.B.
Árni Ketilbjarnar:
Ólöfríka óSkarii
Olöf ríka var dóttir Lofts riddara
Guttormssonar á Skarði og Ingi-
bjargar Pálsdóttur, hirðstjóra á Eið-
um. Loftur riddari var dubbaður til
aðalsmanns af Margréti drottningu,
og er aðalsskírteini hans frá 1403,
hvítur fálki með útbreidda vængi á
bláum feldi.
Ólöf ríka ólst upp hjá föður sín-
um, hinum auðuga riddara á Skarði,
og hefur hún því snemma vanizt
auði, wldum og taumlausu eftir-
læti. Á þessum árum, um 1401, bar
það við, að drengir höfðu prikaleik
á gólfi í baðstofunni á Skarði, hvar
Loftur bóndi gekk um gólf. Einn
þeirra pilta hét Illugi, og sló hann
óviljandi priki sínu á fót Lofti, svo
að honum varð dátt við og mælti.
„Þú slærð ógætilega, piltur minn.
Það er eigi úti með það — þú munt
gera mér meira til mótþróa, áður en
lýkur".
Faðir piltsins reyndi að afsaka
klaufaskap drengsins eftir megni,
en Loftur strauk fót sinn og var
þrámálugur um atburðinn. Ummæli
Lofts þóttu rætast, því að síðar varð
piltur þessi hinn efnilegasti maður,
sem lagðist á hugi við Ólöfu Lofts-
dóttur og átti með henni börn —
stúlku, sem Ástríður hét, og son,
sem Sigvaldi var nefndur. Siðar fest-
ist við hann auknefnið langalíf
vegna þess, hversu stór og stæðileg-
ur maðurinn var. Þessi börn voru
send vestur á FjörBu og ólust þar
upp. Ekki máttu börn þessi kalla
Ólöfu móður sína, og eignaði hún
börnin einnl þernu sinni — þannig
var stolt hinnar ríku aðalsmeyjar.
Sigvaldi langalíf gerðist smiður mik
ill og smíðaði vandaða kirkju f
Vatnsfirði með spónþaki.
Svo bar til eitt sinn þá Ólöf gekk
til skrifta og hafði eftir venju lagt
af sér silfur og gullstáss sitt á kistu
f framkirkjunni, að karlmenn, er
fram hjá gengu, fóru að skoða gull-
stássið, og meðal þeirra var Illugi
þessi, sem kallaður var hinn svarti,
ástmögur  Ólafar.  Hann  mælti.
„Haldið þið, piltar, að hann sé ei
mikils háttar, sem hefur þessa fyrir
fylgikonu?"
Þetta frétti Ólöf og reiddist mjög,
en þá Illugi varð þess var, flúði
hann. Sveinar Ólafar spurðu, hvort
hún vildi láta elta hann, en hún
hvað nei við og taldi lítilmannlegt
væri að elta einstæðingspilt, og
komst hann því undan.
Einar Þorleifsson hirðstjóri, bróð
ir Björns ríka hirðstjóra á Skarði,
er síðar var maður Olafar ríku og
sagt. verður frá hér síðar, eignaðist
laundóttur, sem Þuríður hét, og ólst
hún upp á Skarði hjá Ólöfu og
Birni ríka. Um þessar mundir kom
Sigvaldi langalíf, sonur Ólafar, að
Skarði og dvaldist þar um hríð hjá
móður sinni. Nam hann þá á burt
fyrrnefnda Þuríði Einarsdóttur,
sumir segja að ráði Ólafar, flúði
með hana austur á Síðu og settist
þar að í bili. Faldi hann sig þar
öruggan vegna fjarlægðar frá
Skarði, og eignuðust þau fjölda
barna, meðal þeirra var Einar Sig-
valdason, átti Gunnhildi Jónsdótt-
ur, þeirra börn Gissur Einarsson
Skálholtsbiskup hinn fyrsti eftir siða-
skiptin, Þorlákur Einarsson, sýslu-
maður í ísafjarðarsýslu, séra Hall-
dór í Selárdal, Jón yngri prófastur í
Reykholti, Árni Einarsson, klaustur-
haldari í Kirkjubæ, séra Jón eldri í
Kirkjubæ.
Eins og ég hef áður minnzt á, þá
giftist Ólöf ríka Birni Þorleifssyní
hirðstjóra, en hann var sonur Þor-
leifs Árnasonar, sýslumanns í Vatns
firði, og Kristínar, dóttur Björns
riddara Einarssonar Jórsalafara og
Sólveigar Þorsteinsdóttur, lögmanns
og hírðstjóra, Eyjólfssonar á Urð-
um. Aðalsskírteini Björns hirðstjóra
er gefið út f Kaupmannahöfn 16.
mai 1457 af Kristjáni konungi
fyrsta, og skjaldarmerki Björns hirð
stjóra var hvítabjörn á bláum feldi.
Börn Bjórns hirðstjóra og Ólafar
ríku voru Þorleifur, hirBstjóri á
Reykhólum, Sólveíg, sem lengi bjó
á Hóli f Bolungarvík og átti mörg
börn með Jóni Þorlákssyni, orðlögð
um skrifara, en fékk ekki að eiga
hann vegna fátæktar hans og var sið
ar sótt af foreldrum sínum, flutt
vestur að Skarði og gift Páli sýslu-
manni Jónssyni, er síðar var veginn
að Öndverðareyri í Grundarfirði,
Einar Björnsson, Árni Björnsson,
var í herferðum með Kristjáni
kbnungi og féll að Brúnkabergi í
Svíþjóð, ásamt mörgum stórherrum
og miklu liði 1471, Jón danur á
Hrafnseyri, Þóra Björnsdóttir, átti
vestfirzka höfðingjann Guðna sýslu-
mann Jónsson, sem var faðir Björns
sýslumanns í Ögri, og Þuríður
Björnsdóttir, átti Narfa á Narfeyri,
Þorvaldsson.
Hirðstjórahjónin, Björn og Ólöf,
bjuggu að Skarði á Skarðsströnd, og
var auður og völd þeirra meiri en
596
T 1 M 1 N  N — SUNNUDAGSBLAB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 577
Blašsķša 577
Blašsķša 578
Blašsķša 578
Blašsķša 579
Blašsķša 579
Blašsķša 580
Blašsķša 580
Blašsķša 581
Blašsķša 581
Blašsķša 582
Blašsķša 582
Blašsķša 583
Blašsķša 583
Blašsķša 584
Blašsķša 584
Blašsķša 585
Blašsķša 585
Blašsķša 586
Blašsķša 586
Blašsķša 587
Blašsķša 587
Blašsķša 588
Blašsķša 588
Blašsķša 589
Blašsķša 589
Blašsķša 590
Blašsķša 590
Blašsķša 591
Blašsķša 591
Blašsķša 592
Blašsķša 592
Blašsķša 593
Blašsķša 593
Blašsķša 594
Blašsķša 594
Blašsķša 595
Blašsķša 595
Blašsķša 596
Blašsķša 596
Blašsķša 597
Blašsķša 597
Blašsķša 598
Blašsķša 598
Blašsķša 599
Blašsķša 599
Blašsķša 600
Blašsķša 600