Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 23
Reimar Helgason Fæddur 27. maí 1902. Dáinn 21. nóvember 1970. Mér kom það satt að segja þó nokkuð á óvart, er ég frétti lát vin- ar míns, Reimars Helgasonar á Löngumýri — og ætti þó brottför manna af þessum heimi sízt að vekja undrun, svo hratt sem menn þeysa inn á þennan veraldarskeið- völi og út af honum aftur. Þetta er einn logandi sprettur, mannfólkið alltaf að koma og fara hvenær sem er og hvar sem ei\ En þegar ég og mitt fólk heimsótt- um Reimar stutta stund á siðast- liðnu sumri, þá hvarflaði ekki að mér sú hugsun, að þetta væri kveðjuhóf í neinum skilningi. Þvert á móti voru uppi bollalegg- ingar um að hann lilj inn til okk- ar, ef hann rækist suð'ur um heið- ar á næstunni. Það stóð jafnvel til í vetur, og mörg átti Reimar heim- boðin þó að suðurferðir væru reyndar aldrei nein hversdagsatvik á æviferli hans. Honum fannst hann víst oftast eiga iítJð að sækja suður, nema þá að líta inn til kunningjanna. Reimar Ilelgason fæddist 27. mai 1902. Faðir hans var af þing- eyzkum ættum, frá íshóli i Bárðar- bjó um skeið að Kirkjuhóli í Seylu um manni, Friðfinni Guðmunds- syni, en missti hann eftir aðeins ár- sambúð. Mun það hafa verið mikið áfali. Frá Grund fluttist Þórhildur að Hrafnagili með þeim hjónuin Vaigerði Magnús- dóttur og Hólmgeiri Þorsteinssyni og síðar fluttist hún til Akureyrar með þeim og dætrum þeirra. En við þessa fjölskyldu batt hún ævi- tryggðir og mátti með sanni segja, að ekkert fengi slitið þá þætti. Þegar Kristjana Hólmgeirsdóttir stofnaði sitt eigið heimili, fylgdist Þórhildur með henni og til hinzta dags átti hún heima hjá henni og manni hennar, Valdimar Bald- vinssyni, að Ásvegi 27 á Akueryri, en dvaldist á sjúkrahúsi átta síð- ustu árin. — hreppi — og víðar um héraðið. Helgi var glaðsinna maður, félags- lyndur og vinsæll. Dugandi bóndi var hann talinn, en fátækur alla tíð, þó vel sjálfbjarga. Kona Helga, en móðir Reimars, var Sigurbjörg Jónsdóttir, ættuð úr Kaupangssveit í Eyjafirði. Hún var stálgreind dugnaðarkona, myndarleg húsfreyja, mannblend in og hagorð vel. Helgi brá búi eftir lát konu sinn ar. Skömmu síðar tvístraðist fjöl- skyldan. Reimar var þriðji í röð- inni af fimm börnum þeirra hióna. Var hann á sjötta ári, er móðir hans lézt. Helgi var á ýmsum stöð- um eftir þetta, alltaf þó innan hér- aðs í Skagafirði. Hann fórst af hest baki í Blönduhlíð. Þá var Reimar 13 ára. Fór hann þá í fóstur til Jóhanns bónda á Löngumýri, Sig- urðssonar og konu hans Sigurlaug ar Ólafsdóttur. Þar var heimili hans alla ævi síðan. Systrunum á Löngumýri var hann sem bróðir, grönnum sínum glaðvær félagi og hollur jafnt i leik og starfi. Þegar Ingibjörg á Löngumýri hóf starfrækslu húsmæðraskóla á föðurleifð sinni með þeim myndar brag, sem löngu er þjóðkunnur, var Reimar einnig á því stóra heim Þrátt fyrir háan aldur og þreytu eftir langan starfsdag var hugsun Þórhildur skýr til hins síðasta og trúföst sú elska, sem hún bar til þeirra er áttu hjarta hennar. Þórhildur .Tónasdóttir var stór kona vexti, með gerðarblæ yfir sér, ákveðin í skapi og framgöngu og ötul í starfi. Hetjulundin entist henni til endadægurs. Slíkum er gott að hverfa til hærri heima við hljóma þá, sem boða fagnaðarhá- tíð — blæ og birtu nýrra heilla. Við kvöddum hana við ninztu óma horfins árs. í hugum okkar vakir minning, sem gott ei að geyma. Við hana bregður birtu á gullið í genginni slóð. r Jórunn ÓJafsdóttir, frá Sörlastöðnm. ih sú hjáiparhella. sem vildi öll vandi'æði leysa, sem hann mátti. Og það reyndist oft sitthvað fleira sem gera þurfti en að knýja Ijósa- vél og kynda miðstöðvarketil á vetrum. Snúningarnir voru ótelj- andi, og ailtaf var Reimar boðinn og búinn til aðstoðar og tók til hendi hvar sem þurfti með. Þá var það heldur ekki ónýtt stundum að hafa Reimar sem heimamann á löngum vetrarkvöld- vökum. Hann var skemmtinn og kunnj vei að vekja kátínu annarra. Því varð hann vinsæll maður í skólanum. þótt ekki hefði hann alltaf tóm og aðstæður tii að bú- ast upp á sem stertimanna er sið- ur i ungmeyjahöpi Nemendur 02 starfsfólk Löngu- mýrarskólans muna hann vel. Hann er þeim ómissandi dráttur í glitmynd góðs minninga frá þeim skóiadögum. Það breyttist ekki, þótt skipti um húsráðendur á staðnum. Kynni mín af Reimari hófust fyr ir rúmum áratug, er ég var nokk- ur sumur starfandi í sumarbúðum kirkjunnar að Löngumýri. Þar var sífellt kraðak af börnum, og ölJ áttu þau Reimar að vini. Hann leyfði þeim þá stundum að skreppa á hestbak, ef skepnan var þæg við vaningnum, eða þá að duglegir strákar fóru dagstund til hans i kaupavinnu og jafnvel smölun og ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.