Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 4
Séra Björn Björnsson fyrrum prófastur að Hólum í Hjaltadal Þaö var ekki fjölmennur stúdenta- hópur sem útskrifaöist frá Menntaskól- anum á Akureyri voriö 1936, aöeins 19 manns. En þaö var eigi aö siöur fjöl- breytilegur hópur, ólikir menn á ýmsum aldri. sumir innan viö tvltugt, aörir hálf- þrltugir og vel þaö, margir langt aö komnir úr nær ótrúlega mörgum lands- hornum, vestan úr Breiöafjaröareyjum, Baröastrandarsýslu og lsafjaröarsýslu og Húnavatnssýslu, noröan úr dölum og austan af fjöröum, sunnan úr Reykjavlk, aö ógleymdum Eyjafiröi og sjálfri Akureyri. Sundurleitur hópur viö fyrstu sjón og kynni, en samstilltur I vináttu og vongleöi þegar leiöir skildu og hver fór slna braut. Nú hverfa þeir af sjónarsviöi einn og einn, góöu gömlu félagarnir, og minningarnar koma, ljúfar en trega- blandnar. Gömul saga, gömul reynsla, en þó alltaf ný og söm viö sig. Aö þessu sinni er úr hópnum kvaddur séra Björn Björns- son, fyrrum prófastur I Skagafjaröar- prófastsdæmi. Æviatriöi séra Björns eru I stuttu máli þau sem nú skal greina. Hann fæddist 7. maí 1912 I Fremri-Gufudal I Austur- Baröastrandarsýslu. Foreldrar hans voru Björn Björnsson bóndi þar, ættaöur frá Gröf I Gufudalssveit en I móöurætt af Arnardalsætt vestra, og kona hans Sigriöur Jónsdóttir frá Djúpadal i sömu sveit, systurdóttir Björns Jónssonar ráö- herra, hins þjóökunna manns. Séra Björn hóf nám I Menntaskólanum I Reykjavik, en geröi hlé á námi slnu til þess aö leggja foreldrum sinum liö i þungri sjúkralegu móöur hans. Eftir lát hennar brá faöir hans búi og Björn tók aftur til viö nám sitt, hélt nú til Akureyrar og þar tók hann stúdentspróf voriö 1936. Hann var prýöi- legur námsmaöur og hneigöist hugur hans I öndveröu mest aö stæröfræöilegum greinum. Eigi aö slöur haföi hann þegar fyrir stúdentsprófiö afráöiö aö leggja stund á guöfræöi og gerast prestur og var okkur vel kunnugt um þaö. Embættisprófi I guöfræöi lauk hann meö sóma viö Háskóla Islands I ársbyrjun 1940, og má af þvl ráöa aö honum sóttist námiö greiölega enn sem fyrr. Hann var settur prestur I Viövlkurprestakalli 3. júnl sama ár og veitt þaö áriö eftir. A skólaárunum á Akureyri kynntist hann Emmu Hansen frá Sauöárkróki og 22. júnl 1940 gengu þau I hjónaband. Heimili sitt stofnuöu þau á 4 Vatnsleysu I Viövlkursveit, sem þá haföi veriö gerö aö prestssetri. A Vatnsleysu áttu þau heima til 1953, þegar Hólar I Hjaltadal voru orönir aö prestssetri I hinu gamla Viövlkurprestakalli. Þangaö fluttist nú séra Björn meö fjölskyldu slna. Má segja aö meö komu hans þangaö yröu nokkur tlmamót I kirkjusögu Hóla, þvi aö þá haföi ekki prestur veriö á hinu forna helgisetri siöan 1862, þegar séra Benedikt Vigfússon lét af prestsskap. Á Hólum sat séra Björn upp ffa þessu og varö prófastur i Skagafjaröarprófastsdæmi frá 1959. Á seinni árum sinum á Hólum kenndi séra Björn alvarlegs heilsubrests sem ágeröist jafnt og þétt og skerti lífsfjör hans og starfsþrek. Hann lét þó ekki undan siga fyrr en I fulla hnefana, heldur þjónaöi söfnuöum sinum meö sinni miklu skyldurækni meöan þess var nokkur kost- ur. En hér varö aö lokum viö ofurefli aö etja, og þar kom áriö 1976 aö hann hlaut aö láta af embætti sinu. Haföi hann þá þjónaö sama prestakalli frá upphafi prestsskapar slns eöa samtals I 36 ár. Síö- ustu árin bjuggu þau séra Björn og Emma I Reykjavlk og þar lést hann hinn 9. október siöastliöinn. 1 dag er hann til moldar borinn aö Hólum I Hjaltadal. Meö séra Birni Björnssyni eigum viö á bak aö sjá góöum dreng og vönduöum manni til orös og æöis, manni sem hlýddi köllun sinni og rækti embætti sitt meö heiöri og sóma. Man ég þaö frá æskuárum aö hann var glaöur og góöur félagi, prúö- ur maöur og gamansamur eins og vel viö átti, en þó duldist ekki aö þar fór alvöru- maöur, gjörhugulli á veg og vanda mann- legs llfs en gengur og gerist um unga menn. Hann var gáfaöur maöur og hneigöur fyrir andlega hluti, en heims- hyggja og veraldarvafstur var aö sama skapi fjarri eöli hans. Þótt bóndasonur væri var hann ekki gefinn fyrir búskap, en vildi þó vera prestur I sveit fremur en kaupstaö. Má þvl meö sanni segja aö Hólar 1 Hjaltadal væru viö hans hæfi, enda kunni hann vel aö meta staöinn og þaö andrúmsloft sögu og kristnihalds sem um hann leikur. Þaöan hlaut hann þó aö hverfa fyrir aldur fram og sársaukalaust var þaö ekki. En bót var I máli aö á Hólum átti hann hamingjurík ár meöan hann var enn heill heilsu og bjartar minningar tók hann meö sér þaöan. Séra Björn var einlægur trúmaöur og gekk sannur og heils hugar I þjónustu kirkjunnar. Hann haföi þá eiginleika til aö bera sem löngum hafa þótt prýöa sóknarprest. Hann vandaöi vel allar ræöur sinar, var ágætur predikari, og veit ég þaö af sjálfs min kynnum, en þó einkum ummælum margra Skagfiröinga, sem einum rómi hafa dáöst af ræöumennsku hans. Hann haföi bjarta og fagra söngrödd og öll prestsverk fóru honum vel og háttvislega úr hendi meö framkomu hins einlæga manns og nærgætna sálusorgara. Ég tel mig vita fyrir vist aö söfnuöir hans I Skagafiröiminnast langrar þjónustu hans viö þá meö þakklæti og viröingu. Séra Björn var ekki einn hinna háværu og umsvifamiklu I þjóöfélaginu, tranaöi sér hvergi fram og dró sig lltt fram til mannviröinga. En viröingin kom til hans fyrir veröleika ótilkvödd af hans hálfu. Hann fylgdist vel meö þjóömálum, en þaö kæmi mér á óvart ef honum hefur nokkurntima dottiö I hug aö láta þar til sln taka I verki. Hans vettvangur var annar og þar var æriö mannsverk aö vinna. Hann var prestur og einnig kennari oft og tiöum. Hvort tveggja átti vel viö skap- lyndi hans, til sltkra starfa var köllun hans I æsku og viö þaö stóö hann á mann- dómsárum og er þá vel lifaö. Séra Björn bjó viö hamingjusamt einkalif, átti mikilhæfa konu og fjögur velgerö börn. Viö bekkjarsystkin hans og aörir sem vænt þótti um hann hugsum nú til Emmu og þökkum henni fyrir þaö sem hún var honum og þó mest hvernig hún bar meö honum þann kross sem á hann var lagöur hin siöustu æviár hans. Vinar- hugur okkar og þökk fylgja Birni frá Gufudal inn á land hinna lifendu, sem hann þegar á skólaárum og alla tíö slöan trúöi svo staöfastlega aö biöi okkar allra. Enda láti nú guö honum raun lofi betri. Kristján Eldjárn + Séra Björn Björnsson, fyrrum prófast- ur aö Hólum I Hjaltadal, virtist mér jafn- islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.