Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						w
Miðvikudagur 10. apríl 1985   26
Iþrottir
Landsmótið á skíðum á Sigluf irði - alpagreinar:
Guðmundur og Guðrún
unnu bæði þrefalt
- í alpagreinum á Skíðamóti islands - Voru í sigursveitunum í flokkasvigi og unnu
síðan bæði stórsvig og svig - Frábær árangur
Frá l ini Þórarinssyni rréttamanni NT á lands-
mótinu á skíðum á Siglufirði:
¦ Kcppnin í stórsvigi fór fram
á skírdag og voru keppendur 32
talsins. Fyrirfram var búist við
að landsliðsmennirnir myndu
berjast um sigurinn sem varð og
raunin. Eftir fyrri umferð var
Árni Þór Árnason með besta
tímann Gumundur Jóhannsson
kom næstur. Daníel Hilmarsson
var hinsvegar aðeins í 12. sæti.
1 síðari ferðinni féll Arni Þór úr
keppninni og Guðmundur Jó-
hannsson átti þáekki íerfiðleik-
um að tryggja sér sigurinn í
stórsvigi þriðja árið í röð.
Daníel Hilmarsson keyrði
síðari ferðina glæsilega og kom
í mark á tímanum 44,28 sem var
langbesti tíminn í þcirri umfcrð
og dugði honum í annað sætiö í
stórsviginu.
í svigi kvenna varð Guðrún
H. Kristjánsdóttir öruggur sig-
urvegari, hún hlaut bestan tíma
allra 15 keppendanna í fyrri
umferð. (síðari umferðinni náði
Nanna Leifsdóttir besta tíman-
um en það nægði henni ekki í
verðlaunasæti vegna lélegs tíma
í fyrri ferðinni. Þetta var þrett-
ánda árið sem hún keppir og
hefur hún þrettán sinnum orðið
íslandsmeistari.
Guðrún Kristjánsdóttir vann
einnig stórsvigið, var örugglega
á undan Snædísi Úlriksdóttur
og Bryndísi Ýr sem lentu í öðru
og þriðja sæti. Guðrún varð því
einnig íslandsmeistari í alpa-
tvíkeppni kvenna.
Það gekk á ýmsu í svigi karla
á laugardaginn. Eftir fyrri ferð-
ina var Ingólfur Gíslason
fyrstur, Björn Víkingsson annar
og  Guðmundur  Jóhannsson
fjórði. Fjölmargir keppendur
keyrðu út úr brautinni og urðu
að hætta keppni, þar á meðal
Björn Víkingsson í síðari ferð-
inni. Ingólfur komst hinsvegar
alla leið og leit út fyrir sigur
hans. En seinna kom í ljós að
hann hafði sleppt hliði og þar
með varð Guðmundur Jóhanns-
son siguregari í svigi í fyrsta
sinn og um leið íslandsmeistari'
í alpatvíkeppni karla.
Sveit Akureyrar varð öruggur
sigurvegari í flokkasvigi kvenna
en sveit Reykjavíkur varð
önnur. í sveit Akureyrar voru
Tinna Traustadóttir, Nanna
Leifsdóttir og Guðrún Krist-
jánsdóttir sem þar með tryggði
sér fjórða gullið á mótinu.
Sveit ísafjarðar sigraði í
flokkasvigi karla en sveit Akur-
eyrar hætti keppni og sveit
Reykjavíkur var dæmd úr leik.
I sveit fsafjarðar. voru Haf-
steinn Sigurðsson, Rúnar Jónat-
ansson, Guðjón Ólafsson og
Guðmundur Jóhannsson.
¦  Guðrún I I.Krist jú usilótlir frá Akureyri. Hún var óumdeilanlega
besta konan í alpagreinum, sigraði í svigi, stórsvigi og alpatví-
keppni.                                            NT-mynd Örn.
Skíðalandsmótið-keppni í skíðagöngu:
MIKLIR YFIRBURÐIR
- Einars og Guðrúnar tóku spennuna úr keppninni
¦ Guðmundur Jóhannsson sigraði í fyrsta sinn í svigi, og var þar
með öruggur sigurvegari í alpatvíkeppni þar sem hann varði titil
sinn í stórsvigi.                                  , ..
°                                            NT-mynd Orn.
Frá Erni Þórarínssyni fréttamanni NT á
landsmótinu á skíðum á Siglufirði:
¦ Þau Einar Ólafsson frá ísa-
firði og Guðrún Pálsdóttir frá
Siglufirði voru kóngur og
drottning skíðagöngunnar hér á
landsmótinu. Einar sigraði ör-
ugglega í 15 og 30 km göngu, og
leiddi lið ísafjarðar til sigurs í
boðgöngunni. Guðrún sigraði
örugglega í bæði 5 km og 7,5 km
göngunum, og leiddi lið Siglu-
fjarðar til sigurs í boðgöngu
kvenna.
Fyrsta greinin í göngukeppn-
inni var 3,5 km ganga stúlkna,
16-18 ára. Þarsigraði Ósk Eben-
esersdóttir frá Isafirði, á 15,40
mín. önnur varð Stella Hjalta-
Stökk og norræn tvíkeppni á Landsmótinu:
Þorvaldur varði
titilinn
Frá 1 i iii Þórarinssyni fréltamanni M á landsmátinu á skiðum
á Siglufirði:
¦ Keppni í stökki á landsmótinu á Siglu-
firði fór fram á laugardeginum í nokkrum
strekkingi sem hafði sín áhrif.
í flokíci 20 ára og eldri voru keppendur
fimm og allir frá Ólafsfirði. Sigurvegari varð
Þorvaldur Jónsson, stökk lengst 49,5 metra
og hlaut 241,5 stig. Þorvaldur varði því
íslandsmeistaratitilinn frá í fyrra.
f flokki 17-19 ára varð sigurvegari nokkuð
óvænt Árni Stefánsso frá Siglufirði, stökk
lengst 48 metra og hlaut 217,3 stig. Árni
hafði nær ekkert æft fyrir mótið og segja má
að hann hafi komið beint af togaranum á
landsmótið.
Stökk í norrænni tvíkeppni fór fram strax
á eftir og stukku keppendur þá þrjú stökk
hver og voru tvö þau bestu tekin til útreikn-
ings.
I flokki 17-19 ára var Olafur Björnsson
Ólafsfirði eini keppandinn og hann stökk
lengst 47 metra.
íflokki 20 ára og eldri mættu þrír keppend-
ur til leiks og varð sigurvegari Þorvaldur
Jónsson með lengsta stökk uppá 50 metra.
Þessi árangur hans í stökkinu færði honum
¦ Þorvaldur Jónsson íslandsmeistari í
stökki og tvíkeppni.
NT-myndÖrn.
íslandsmeistaratitilinn í norrænni tvíkeppni,
246 stig fyrir stökk og 186,39 stig fyrir göngu,
samtals 432,39 stig. I öðru sæti í tvíkeppninni
yar Björn Þór Olafsson, hlaut 212,60 stig
fyrir stökk og 195,19 stig fyrir göngu, samtals
407,79 stig.
dóttir fsafirði á 16,03 mín. og
þriðja Auður systir Óskar á
16,40 mín. Stella var svo eini
keppandinn í 5 km göngu
stúlkna sem fór fram síðar, og
gekk á 22,28 mín.
Guðrún Pálsdóttir Siglufirði
sigraði örugglega í 5 km göng-
unni, og er þetta í fimmta sinn
í röð sem hún sigrar í þessari
göngu. Fjórir keppendur voru,
Guðrún gekk í 23,42 mín. önnur
varð Svanfríður Jóhannsdóttir
Siglufirði á 25,59 mín.og þriðja
María Jóhannsdóttir Siglufirði
á 27,30 mín. Guðrún sigraði
einnig örugglega í 7,5 km göng-
unni á 34,01 mínútum. Svan-
fríður varð önnur á 39,50 og
María þriðja á 41,52 mín. Þess-
ar þrjár voru svo í sveit Siglu-
fjarðar, sem var eina sveitin í
3,5 km boðgöngu kvenna, og
kom í mark á 52,09 mín.
Keppendur voru 13 í 15 km
göngu karla 20 ára og eldri.
Þessi grein hefur oftast verið
mjög spennandi og hápunktur
göngukeppninnar á landsmótum.
Svo varð þó ekki að þessu sinni,
Einar Ólafsson hafði alltof
mikla yfirburði. Strax í fyrsta
hring náði hann 2,10 mínútna
forskoti á aðalkeppinaut sinn,
Gottlieb Konráðsson frá Ólafs-
firði, og jók á forystu allt til
loka. Einar kom í mark á 51
mínútu og 6 sekúndum, Gott-
lieb gekk á 56,15 og Haukur
Eiríksson frá Akureyri varð
þriðji á 57,14. Haukurvaraldrei
í hættu með þriðja sætið, en
þessir þrír hafa haldið þessari
röð á flestum bikar- og punkta-
mótum í vetur.
Keppni í 30 km göngu í lok
mótsins náði aldrei að verða
spennandi, sömu þrír menn
endurtóku sama leik og í 15 km
göngu: Einar gekk á 84,05,
Gottlieb á 88,16 og Haukur á
93,50.
10 km ganga 17-19 ára pilta
var mjög spennandi. Flestir
spáðu Bjarna Gunnarssyni frá
íslafirði sigri eftir góða frammi-
stöðu í vetur, en Baldvin Kára-
son frá Siglufirði var á annarri
skoðun. Baldvin hóf gönguna
hálfri múnútu á eftir Bjarna, en
fór fram úr honum og sigraði
við mikinn fögnuð. Baldvin
gekk á 38,02 mín. Bjarni á
38,59  og  Karl  Guðlaugsson
¦  GuðrúnPálsdóttirósigrandi
í göngu kvenna.
NT-mynd ðrn.
þriðji á 39,38 eftir harða keppni
við Olaf Valsson Siglufirði. 115
km göngu í sama flokki sigraði
Baldvin aftur, á 48,54 mín.
Bjarni annar á 50,03 og Ólafur
þriðji á 50,38 eftir harða baráttu
við Karl.
Einar Ólafsson, Bjarni Gunn-
arsson og Einar Ingvarsson
skipuðu sveit fsafjarðar í 3x10
km boðgöngu karla. Þeir sigr-
uðu, og rufu þar með áralanga
einokun Ólafsfirðinga í þessari
göngu á Iandsmótum. Isfirðing-
ar gengu á 106,34 mín. og Einar
¦  Einar Ólafsson hafði mikla
yfirburði í göngu karla.
NT-mynd Örn.
Ólafsson fékk besta tímann,
33,00 mín. Sveit Ólafsfjarðar
varðönnurá 111,23 mín. enþar
gengu Haukur Sigurðsson og
Jón og Gottlieb Konráðssynir.
Sveit Siglufjarðar skipuð Karli
Guðlaugssyni, Ólafi Valssyni og
Baldvin Kárasyni varð þriðja á
113,01 mín. sveit Akureyrar
fjórða og b-sveit fsafjarðar
fimmta.
ísfirðingar sigruðu síðast í
boðgöngu á landsmóti árið
1960, en þá var gengið í fjögurra
manna sveitum.
Bikarkeppni Skíðasambandsins
Verðlaunafólkið
hirti verðlaunin
Frá Erni Þórarínssyni fréttamanni NT á
Landsmótinu á skíðum á Siglufirði:
¦ Verðlaun í Bikarkeppni
Skíðasambands íslands voru
afhent um leið og verðlaun í
Landsmótinu á skíðum í
Nýja Bíói á Siglufirði á
páskadag. Útkoman varð sú
að flestar stjörnur Lands-
mótsins hirtu einnig þessi
verðlaun.
Þeir sem fengu flest stig á
bikarmótunum, og því
bikarmeistarar á þessu kepp-
nistímabiti eru eftirtaldir:
Ganga kvenna 16-18 ára:
Stella Hjaltadóttir ísafirði.
Ganga kvenna  19 ára og
eldri:
Guðrún PálsdóttirSiglufirði.
Ganga karla 17-19 ára:
Bjarni Gunnarsson ísafirði.
Ganga karla, 20 ára og eldri:
Einar Ólafsson ísafirði.
Alpagreinar karla:
Guðmundur Jóhannsson
ísafirði.
Alpagreinar kvenna:
Guðrún H. Kristjánsdóttir
Akureyri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28