Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 278. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						12       Sunnudagur 17. nóvember   NT
Okurmálið í algleymingi:
Hermann varð ríkur á því
að á vaxta f é fyrir þungavigt-
armenn t þjóðfélaginu. í
dæmi á opnunni er sýnt
hvernig hann varð ríkur.
Þegar athafnamaðurinn
græddi tólf þúsund á mán-
uði hagnaðist Hermann um
þrjú þúsund. Honum var
sama hvaðan gróðinn kom.
Hverskonar viðskipti urðu
að veruleika fyrir tilstuðlan
„heitu peninganna" sem
hann velti til hinna ýmsu
lánþega. Hann skipti m.a.
við fíkniefnasala, sem fóru
erlendis til að kaupa f íkni-
efni. Nafn Hermanns hefur
oft komið upp við yf irheyrsl-
ur hjá fíkniefnalögreglunni,
án þess að hægt væri að
sanna nokkuð á hann.
TORLAXARNIR
INNAN
SEILINGAR
Bóksali tengdur Hermanni Björgvinssyni kærði þann síðar-
nefnda fyrir okur fyrir liðlega hálfum mánuði. Þessi kæra hefur
leitt til umfangsmestu rannsóknar sem rannsóknarlögreglan á
íslandi hefur fengist við til þessa, ef Geirfinnsmáliö er undan
skilið.
Okurmálið hefur sérstöðu, ef miðað er við umfangsmeiri mál.
Rannsókn  hefur gengið sérstaklega vel,  og  í viðtali við
stjórnanda rannsóknarinnar kemur fram að stórlaxarnir eru í
sjónmáli.
Hermann, sem talinn er milliliður er vel kunnur undirheimum
Reykjavíkur. Hann hefur skipt við fíkniefnasala og marga aðra
sem sniðganga lögin. Hann hefur áður hlotið dóm á þessu ári
fyrir okurlánastarfsemi.
Handtaka
Handtaka á heimili Hermanns
Björgvinssonar, var upphafiö á einu
umfangsmesta máli sem Rannsókn-
arlögregla ríkisins hefur fengið til rann-
sóknar. Húsleit fylgdi í kjölfarið og
fundust um tvö hundruð milljónir í
ávísunum, skuldaviðurkenningum og
reiðufé. Tæpartíu milljónir í gjaldeyri
voru einnig i peningaskáp á heimili
Hermanns. Yfirheyrslur yfir Hermanni
hófust strax fyrsta daginn. Reikningi
hans í Samvinnubankanum var
lokað, um leið og Ijóst var að margar
ávísanir voru í umferð í viðskipta-
heiminum, og ekki var innistæða á
reikningi Hermanns til að leysa þær
út.
Taka Hermanns
fréttist
Strax morguninn sem Hermann er
tekinn.frétta nánustu samstarfsmenn
hans um handtökuna. Viðbrögðin eru
margvísleg. Menn rjúka upp til handa
og fóta og reyna að bjarga því sem
bjargað verður. Sumir rifu ávísanir og
reyndu að kaupa sig út úr málinu,
með því að ganga til skuldara sinna
og kaupa af þeim skuldaviðurkenn-
ingar. Margir urðu fyrir miklum fjár-
hagslegum skakkaföllum í þeim leik.
Hermann talar
og talar
Fregnir berast af því að Hermann
sé málglaður í gæsluvarðhaldinu.
Meðeigendur og viðskiptamenn
verða enn órólegri við þær fregnir.
Þórir Oddsson vararannsóknarlög-
reglustjóri sagði í samtali við NT að
yfirheyrslur hefðu ekki hafist að neinu
gagni fyrr en fjórum til fimm dögum
eftir að Hermann er handtekinn. „Það
þýðir ekkert að rjúka blint á foraðið.
Við urðum fyrst að kanna málið og
afla gagna, og það er fyrst og fremst
í gegnum gagnasöfnun sem maður
kemst á slóoina. (framhaldi af því er
fólk kallað til yfirheyrslu. Það er
ekkert sniðugt að kalla fólk til yfir-
heyrslna eða handtaka, ef ekki er
traustur grunnur til að standa á. Við
urðum að vita nokkuð hvað við vorum
að fara," sagði Þórir.
Allt tiltækt
lið lögreglunnar
Strax, eftir handtöku Hermanns
varð Ijóst að um mjög umfangsmikið
mál var að ræða. Sex menn lögðu
nótt við dag við að ná utan um
okurlánamálið. Eftir að yfirheyrslur
hófust hjá Rannsóknarlögreglu var
rannsóknin unnin á þá leið að
mennirnir sex skiptu með sér rann-
sóknarverkefnum að morgni og síðan
gengu menn í yfirheyrslur og rann-
sóknir á ýmsum skjölum sem athug-
unar þörfnuðust. Á kvöldfundum báru
menn siðan saman bækur sínar og
staðan var könnuð að nýju. Fjöldinn
allur af mannskap var yfirheyrður og
skipta þeir tugum sem hafa verið
yfirheyrðir vegna málsins. Enn hefur
þó enginn verið handtekinn.eða úr-
skurðaður í gæsluvarðhald vegna
rannsóknarinnar, nema Hermann.
Ástæðuna fyrir því, er kannski að
finna í ummælum Hallvarðar Ein-
varðssonar rannsóknarlögreglu-
stjóra, í frétt Mbl. 8. nóvember. Þar er
haft eftir Hallvarði: „Raunar tel ég
sönnunarbyrði í þessu máli léttari en
oft áður."
Okurlán
ekkert nýnæmi
„Okurlán hafa fylgt mannskepn-
unnigegnum tíðina, þ.e. að menn séu
að lána með okurvöxtum. Þetta hefur
verið viðloðandi og mál af þessum
toga eru alltaf erfið í sönnun. Þó að
manni takist vel upp, er vist að mál af
þessari gerðinni munu endurtaka sig
síðar, eins og flest brot," sagði Þórir
Oddsson í samtali við NT.
Hermann Björgvinsson hefur rekið
fyritæki sitt Verðbréfamarkaðinn í
Hafnarstræti í tvö ár. Megnið af þeim
tíma stundaði hann okurlánastarf-
, semi. Á þeim tíma var hann dæmdur
fyrir brot á okurlögum, þar sem upp-
víst varð um okurlán, þar sem Her-
mann tók rúmlega tvö hundruð prós-
ent ársvexti. Dómur féll í málinu og
var Hermanni gert að greiða 245
þúsund krónur í sekt. Sektin var
fjórfaldur ólöglegi gróðinn af láninu,
og rann í ríkissjóð.
Glóbus fjárdrátturinn
Starfsstúlka hjá Globus leiddist á
sínum tíma út í það að draga sér fé
frá fyrirtækinu. Hún var úrskurðuð í
gæsluvarðhald á meðan rannsókn
málsins fór fram. Ástæða sem hún
gaf upp, var að okurlánari var á
hælum hennar, og vildi fá greiddar
afborganir af láninu sem var með
svimandi háum vöxtum. Ef það kom
fyrir að afborgun var í seinna lagi fékk
stúlkan upphringingar að nóttu til, þar
sem útskýrt var fyrir henni hvernig
færi fyrir hinum ýmsu líkamspörtum
hennar stæði hún ekki í skilum.
Óttinn var það mikill að stúlkan lét sig
hafa það að gerast brotleg við fyrir-
tæki það sem hún vann hjá, og um
leið landslög, til þess eins að uppfylla
svæsnar kröfur miskunnarlausra okur-
lánara sem héldu henni í járn-
klemmu.
Hótanir viðhafðar
í máli Hermanns?
Þórir Oddsson vararannsóknarlög-
reglulstjóri sagði að ekkert þessháttar
hefði komið inn á borð til þeirra,
þ.e.a.s. beinar hótanir um likams-
meiðingar. „Menn geta skilið hótanir
með ýmsum hætti. Það er hægt að
setja þær fram á ýmsa vegu þannig
að menn skilji fyrr en skellur í
tönnum."
Efalítið er að hótanir hafa verið
viðhafðar, á þá leið að hús eða bílar
skuldara yrðu teknir ef ekki yrði
staðið í skilum.
Bílafloti Hermanns
I frétt NT föstudaginn 8. nóvember
er sagt frá því að einn fjölskyldumeð-
limur Hermanns Björgvinssonar aki
um á afborgun, þ.e. bíl sem tekinn
var upp í skuldir af okurláni. Heimildir
NT herma að fleiri bílar muni vera í
eigu Hermanns og þeir faldir meðal
vina og kunningja. Sjálfur ekur
Hermann, þegarhannlosnarúrgæsl-
unni, um á sérstakri útgáfu á BMW.
Ibúðir hafa líka blandast inn í
j dómsorðum segir: Ákærða er gefið að sök að hafa á árinu
1982 og fram á árið 1983 áskilið sér hærri vexti en heimilt var
af peningalánum. Síðar segir: Framanlýst brot ákærða Her-
manns Björgvinssonar telst varða við 2,mgr,. 6 gr. laga nr. 58/
1960 um bann við okri, drattarvöxtum o.fl.
Umrætt mál er dómur sem kveðinn var upp í sakadómi Kópa-
vogs í júli í sumar yfir Hermanni. Undirstrikað er, þar sem
203,65% ársvextir voru teknir.
Dags-láns	Láns-fjárhæð	Lánstimi i dögum		Áskildir vextir í kr.	Askildir vextir í % pr. ár
31.08 15.10 10.11	35.000,-35.000,-55.000,-	45 48 65		7.000,-6.475,-20.224,-	160,00% 138,75%    . 203,65%
12.11 15.11 15.01	55.000,-55.000,-150.000,-	63 60 30		15.000,-10.000,-19.000,-	155,84% 150.00% 152,00%
myndina. Einslíkfóráfyrranauðung-
aruppboð á fimmtudag. Átján lög-
fræðingar gerðu kröfu í húsið, þar af
tveir sem NT hefur heyrt orðaða við
starfsemi Hermanns. Eigandi húss-
ins er maður sem NT skýrði frá í frétt
sinni föstudaginn áttunda nóvember.
Lánið sem húseigandinn tók var með
300 prósent ársvöxtum og sennilega
met í okurlánaheiminum íslenska.
Okurlánarar
í varnarstöðu
Okurlánabankar eru nú víðast hvar
lokaðir vegna hreingeminga. Flestir
halda að sér höndum vegna yfirgrips-
mikillar rannsóknar rannsóknarlög-
reglunnar. Þá hefur það einnig frést
að víða séu okurlánarar komnir í
varnarstöðu, einmitt vegna máls
Hermanns. Skuldarar hreinlega hóta
kærum, ef okurlánari gerist ágeng-
ur. „Þú ert búinn að fá meir en nóg
væni minn og þú skalt bara hafa þig
hægan, annars kæri ég þid." Viðbúið
er að fljótlega eftir að mestu lætin út
af okurlánamálinu þagna og okurlán-
arar verða aftur rólegir og öruggir um
sig, að slíkar athugasemdir, sem hér
að ofan, verði ekki teknar gildar.
Þeir stóru nást
Við rannsókn mála af þeirri gerð-
inni sem hér er á ferðinni, fer oft á þá
leið að „stóru mennirnir" ná að hylja
spor sín og sleppa þar með undan
armi laganna. Þórir Oddsson var
spurður hvort stórlaxarnir næðust að
þessu sinni.
„Ég held það. Það er ekkert sem
bendir til þess að þeir sleppi. Við
erum hinsvegar ekki búnir að ná utan
um þetta. Við erum mjög vongóðir
með það, enda hefur rannsóknin
gengið mjög vel hingað tll."
Hermann yfirheyrður
af f íkniefnalögreglu
Hermann Björgvinsson hefur verið
yfirheyrður af fíkniefnadeild lögregl-
unnar, vegna þess að nafn hans
hefur verið nefnt í yfirheyrslum hjá
deildinni, sem fjármagnandi. Björgvin
Björgvinsson hjá fíkniefnadeild lög-
reglunnar sagði að oftar en einu sinni
, hefði nafn Hermanns verið nefnt
¦ þegar fíkniefnainnflytjendur hefðu
verið yfirheyrðir. Björgvin benti þó á
að aldrei hefði verið hægt að sanna
að Hermann hefði gerst brotlegur við
fíkniefnalöggjöfina, þar sem engar
sannanir fengust á því að hann hefði
vitaðtil hvers peningarniryrðu notað-
ir. „Það er mjög lítill pappír í kringum
lán af þessari gerðinni," sagði
Björgvin. Hann sagði viðskiptin hafa
verið á þá leið að maður sem hugðist
fara erlendis skrifaði ávísun, svo
dæmi sé nefnt upp á 180 þúsund
krónur, og fékk hjá Hermanni eða
einhverjum öðrum reiðufé sem sam-
svaraði 150 þúsund krónum. „Það
verður sífellt algengara að við heyr-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16