Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 45
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 45 DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR HALLGRÍMSKIRKJU auglýsir eftir góðum söngröddum  Undirbúningsdeild 6-8 ára Æfingar á mánudögum frá kl. 16.00-17.00  Aðalkór 9-12 ára Æfingar á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17.00-19.00 Nánari upplýsingar og skráning í síma 896 4914 www.drengjakor.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin á ótrúlegu tilboði til Costa del Sol þann 29. september. Tryggðu þér ferð á vinsælasta staðinn í sólinni og njóttu dvalarinnar í einu besta loftslagi í heimi á hreint ótrúlegum kjörum. Þú getur valið um 2 frábæra valkosti, okkar vinsælustu íbúðir, Principito Sol, eða gott 3ja stjörnu hótel með hálfu fæði allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 69.990 M.v. 2 í herbergi með hálfu fæði, 3 vikur með sköttum. Munið Mastercard ferðaávísunina Costa del Sol 3 vikur með hálfu fæði frá kr. 69.990 29. sept. - 3 vikur Las Palomas *** Fallegt hótel í hjarta Torremolinos, rétt fyrir ofan ströndina, með góðri þjónustu, garði, sundlaug, veitingastöðum og örstutt að ganga í allar áttir. Frábær kostur á hreint ótrúlegu verði. Hálft fæði innifalið allan tímann. Verð kr. 65.990 M.v. 2 í íbúði, 3 vikur með sköttum. Principito Sol Vinsælustu íbúðir Heimsferða á Costa del Sol með frábærri aðstöðu. Mikil þjónusta er í hótelinu, veitingastaðir, skemmtun, heilsudagskrá, verslanir og móttaka. Sumartónleikar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is sunnudaginn 29.08. kl. 20.30 Gruppo Atlantico ásamt Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Guðrúnu Þórarinsdóttur lágfiðluleikara. Tónverk eftir Robert Schumann þriðjudaginn 31.08. kl. 20.30 Gruppo Atlantico ásamt Signýju Sæmundsdóttur sópran. Verk eftir Haydn, Brahms, Zaretsky og Hjálmar H. Ragnarsson. TÍMINN er eitt meginviðfangsefni Finns Arnars Arnarssonar á sýningu hans í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu. Ritar Ólafur Gíslason listfræðingur vandaðan inngang í sýningarskrá þar sem hann rekur hugleiðingar Jorge Luis Borges um tímann út frá draumförum Chuang Tzu og svo niðurstöður Arthurs Schopenhauers að augnablikið sé eina form alls lífs, að enginn upplifi fortíð eða framtíð. Vissulega merki- leg uppgötvun sem Schobenhauer gerði á 19. öldinni, sem menn eins og Chuang Tzu/Lao Tzu og Gautama Buddah höfðu reyndar kennt 24 öld- um áður. Þeir notuðu þó ekki rök- fræði til að sannfæra huga manna um hið tímalausa augnablik heldur lögðu áherslu á upplifunina sjálfa. Því hefur það reynst vestrænum rökfræð- ingum erfitt að nota vísidóm þeirra nema í dæmisögum. Gautama Budd- ah kallaði slíka upplifun „Dhyana“ sem þýðist frá forn-sanskrít sem „meðvitund án hugsana“. Það á samt ekki við að hugsun sé ekki með í myndinni. Hugsunin er einfaldlega án fortíðar eða framtíðar, tóm. Hefur enska orðtakið „time stood still“ (tím- inn stóð í stað) líka verið notað sem bókstafleg lýsing á upplifuninni. Flest þekkjum við þessa upplifun að einhverju leyti. Höfum kannski komist í tæri við hana þegar við stöndum frammi fyrir mikilfenglegri náttúrufegurð eða jafnvel stórbrotnu listaverki. Það er því ekki að ástæðu- lausu að fagurfræði sé ein helsta und- irstaða listsköpunar. Listin snýst jú um að skapa vettvang fyrir upplifun og treystir Finnur Arnar augljóslega á þann þátt myndlistar umfram allt annað. Sex myndbandsupptökur af kyrr- settum hvítum stól sem eru sýndar frammi við innganginn í sýningar- salinn, kunna að vekja upp vangavelt- ur um fortíð og framtíð. Einhvern tímann hefur verið setið í stólnum og síðar mun einhver sitja þar. En þetta augnablik situr enginn í stólnum. Hann er tómur. Formræn mynd á vegg. Inni í sýningarsalnum býðst sýningargestum svo að sitja á sams konar stólum og horfa á tvískiptar myndbandsupptökur af sjávar- þorpum og landslagi teknar í mis- jöfnum tíma, tuttugu mínútna upp- tökur klipptar niður í tvær 10 mínútur. Tvö tímaskeið sýnd saman. Það sem er sláandi við þessi mynd- skeið Finns Arnars er að þar gerist sama og ekkert. Allavega ekki í upp- tökunum sjálfum. Það kann hins veg- ar margt að gerast hjá áhorfand- anum. Sumum finnst þetta eflaust hundleiðinlegt og fara bara út vegna þess að hraðann og áreitið vantar sem við höfum vanist í bíó og í sjón- varpi. En málið snýst ekki um það. Hér er heilmikið áreiti í gangi, en það kemur ekki utan frá heldur innan frá. Það er nefnilega fátt ef þá nokkuð jafn áreitið og aðgerðarleysi þegar maður á annað borð horfist í augu við það. En oftast forðast maður aðgerð- arleysi, að minnsta kosti með því að hugsa um fortíð eða framtíð. Finnur Arnar hefur blómstrað í myndlistinni þetta árið. Verið á starfslaunum, sýnt og starfað mark- visst og ánægjulegt að sjá hann ljúka launatímanum með þetta stórri sýn- ingu. Ég verð þó að játa að mér finnst honum hafa tekist mun betur upp á sýningunum í Nýlistasafninu og í Safni þar sem myndefnið var ekki þetta viðtekið og verkin komu svo óþægilega nálægt manni að það hefði verið rangt að fara frá þeim án þess að leyfa sér að upplifa þau. Svo er ekki raunin með landslagsmyndirnar í Hafnarhúsinu. Þær eru fjarrænar myndir á vegg. Snerta mann ekki þetta ákaflega og vísa jafnvel í klisj- una um íslenska landslagsmálverkið. Ég get hins vegar ekki annað en dáðst að framkvæmdinni sjálfri. Tel það hugrekki á tímum þegar ímynd og ytra áreiti eru í hávegum höfð að leggja fram andhverfuna. Að snúast gegn gildum Rómar þegar svo freist- andi er að velta sér upp úr þeim. Hið tímalausa augnablik MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Opið alla daga 10–17. Sýningu lýkur 3. október. MYNDBANDSINNSETNING – FINNUR ARNAR ARNARSSON Morgunblaðið/ÞÖK Myndbandsverk Finns Arnars Arnarssonar í Hafnarhúsinu. Jón B.K. Ransu Undirritaður gerði þau mistök í vinnubrögðum að vitna í pistl- inum Af listum í Morgun- blaðinu hinn 26. ágúst í grein sem birtist í blaðinu þann sama dag. Það er ófrávíkjanleg vinnuregla að leyfa viðmæl- endum blaðsins að njóta um- mæla sinna í blaðinu áður en þau eru gagnrýnd eða vitnað til þeirra á einhvern hátt. Undirritaður biðst afsökunar á því að þessi mistök áttu sér stað. Hávar Sigurjónsson. Afsökun ÞRJÁR ljósmyndasýningar verða opnaðar í Hafnarborg í dag. Allar eiga það sammerkt að ljósmynd- ararnir eru konur, auk þess sem við- fangsefni einnar sýningarinnar eru skartgripir hannaðir af konum og innblásnir af þjóðþekktum konum í Danmörku. Katrín Elvarsdóttir sýnir ljós- myndaröðina Minni, sem er túlkun hennar á því hvernig takmarkanir minnis geta litað minningar. Við gerð myndanna studdist Katrín við sálfræðikenningar um meðfædd höft minnis, sem geta mótað það hvernig upplifanir eru geymdar. Verkin verða þannig eins konar skráning á því hvernig minningar okkar allra mótast af sömu reglum. Katrín sagði í samtali við Morgun- blaðið að myndefnið væri af hvers- dagslegum hlutum sem allir gætu kannast við og átt minningar um. „Ég hugsa mér þetta sem röð af römmum og myndirnar eru af sama hlutnum frá mismunandi sjónar- hornum.“ Í sýningarskrá segir menningar- fræðingurinn Sigrún Sigurðardóttir um verk Katrínar: „Ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur tala til þess sem liggur í felum. Samt fela þær ekki í sér frásögn. Þær fela aðeins í sér upplifuð augnablik. Augnablik sem finna sér ekki stað í endurminn- ingunum. Augnablik sem standa ut- an við tungumálið en vakna af vær- um blundi fyrir einstæða tilviljun og heltaka áhorfandann stundarkorn.“ Katrín útskrifaðist með BFA gráðu frá Art Institute of Boston ár- ið 1993 og hefur síðan tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einka- sýningar í Bandaríkjunum, Dan- mörku og á Íslandi. Nútímakonur Sýningin Kvinder i tiden, eða Nú- tímakonur, er tvíþætt. Annars vegar eru sýnd ljósmyndaportrett af átján konum sem allar eru þjóðkunnar í Danmörku, og hins vegar skart- gripir eftir fimm danska skart- gripahönnuði sem innblásnir eru af konunum. Hugmyndasmiðurinn á bak við sýninguna er gullsmiðurinn Lisbeth Nordskov, en auk hennar hafa skartgripahönnuðirnir Katrine Borup, Gitte Helle, Jeanette Lopez- Zepeda og Mette Saabye hannað skartgripi fyrir þrjár til fjórar konur hver. Ætlunin er að skartgripirnir endurspegli persónuleika hverrar konu fyrir sig, styrk hennar og sér- kenni, innri og ytri fegurð. Ljósmyndarinn Linda Hansen myndaði konurnar, sem eiga það sameiginlegt að vera þjóðþekktar í Danmörku fyrir störf sín á vettvangi stjórnmála, leiklistar, bókmennta, fjölmiðla, tónlistar eða myndlistar. Þeirra á meðal eru leikkonan Iben Hjejle, stjórnmálamaðurinn Marianne Jelved, biskupinn Lise- Lotte Rebel og kvikmyndaframleið- andinn Vibeke Windeløw. Mads Kjædegaard arkitekt setur upp sýninguna. Íslenskar sundlaugar og óljós mörk Danska listakonan Astrid Kruse Jensen, sem leggur stund á ljós- myndun og vídeólist, dvaldi í gesta- vinnustofu Hafnarborgar sl. vetur og hafa verk úr þremur myndröðum eftir hana verið sett upp í kaffistofu Hafnarborgar. Í myndröðinni Hypernatural eru átta myndir af íslenskum sundlaug- um úti í náttúrunni, þar sem lista- konan dregur fram þögnina og fjar- veruna í umhverfinu. Myndröðin Imaginary realities samanstendur af ljósmyndum sem eru á mörkum veruleikans. Þar er birtan notuð til að breyta þekktu og hversdagslegu rými í annað mikilfenglegra og dul- úðugra. Einnig verða sýndar nokkr- ar myndir úr myndröðinni Hidden places, sem allar eru frá Hafnarfirði og teknar í ljósaskiptunum, þar sem erfitt er að greina á milli veruleika og ímyndunar. Astrid nam við Listaakademíuna í Amsterdam og Listaskólann í Glas- gow. Verk hennar hafa verið sýnd víða í Evrópu. Sýningarnar þrjár í Hafnarborg standa til 20. september og eru opn- ar alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Myndlist | Þrjár ljósmyndasýningar opnaðar í listamiðstöðinni Hafnarborg Konur, skart og minni Morgunblaðið/ÞÖK Katrín Elvarsdóttir við eina af myndum sínum í Hafnarborg. Skartgripur hannaður af Mette Saabye fyrir myndlistarkonuna og rithöfundinn Sophiu Kalkau. NORSKI blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Åsne Seierstad ætlar að reyna fyrir sér sem leikskáld, því hún vinnur um þessar mundir að nýju leikriti, í samvinnu við leik- konuna og leik- skáldið Rebekka Karijord, og mun Dramaten í Stokkhólmi ætla að sviðsetja verk- ið. Samkvæmt heimildum Verd- ens Gang er vinnutitill leik- ritsins Dóttir bóksalans, en í verkinu er fjallað sérstaklega um eina af aðalpersónunum í bók Seierstads, Bóksalinn í Kabúl, en bókin vakti heimsathygli þegar hún kom út á sínum tíma. Í bókinni seg- ir frá fjölskyldu sem Seierstad bjó hjá um tíma í Kabúl skömmu eftir að Bandaríkjamenn flæmdu talib- ana frá völdum. Seierstad skrifar leikrit Åsne Seierstad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.