Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

24 stundir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
24 stundir

						24
stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2008 21
Steinseljan leynir á sér og er á
mörkum þess að vera kryddjurt
eða matjurt. Og hún er svo holl ?
að því að talið er ? að enginn dag-
ur ársins ætti að líða án þess að
menn gæði sér á svo sem einu
steinseljublaði. Steinseljan inni-
heldur heilt apótek af næringar-
efnum og það í svo ríkum mæli að
varla er nokkur máltíð fullkomin
án hennar! Orkugildi hverra 100
gramma af steinselju er samt að-
eins 175 kílójúl. En sama magn
gefur vel yfir dagsþörfina af A-, C-
og K-vítamínum. Einnig mikið
B2-vítamín, fólínsýru, E-vítamín,
kalk, járn, fosfór o.s.frv. Listinn er
eiginlega endalaus!
Hið upprunalega útbreiðslu-
svæði steinseljunnar nær frá há-
lendi Balkanskagans og austur í
Himalajafjöll. Hún mun vera ein
elsta matjurt sem þekkt er í Evr-
asíu og þar hafa menn ræktað hana
lengur en minni nær. Hlutverk
steinseljunnar í matarmenningu
hinna fornu Grikkja og Rómverja
var mikið. Þar var hún talin allra
meina bót. Steinseljukransar um
höfuðið að morgni læknuðu timb-
urmenn! Tyggi menn steinselju
heldur það aftur af hvítlaukslykt!
Volgir steinseljubakstrar mýkja
bólgur, lina liðverki og höfuðverk!
Ræktun auðveld
Ræktun á steinselju er fremur
auðveld. Henni er sáð í vel unna og
frjóa mold snemma á vorin.
Gjarna íblandaðri drjúgum
skammti af gömlum búfjáráburði,
moltu eða þurrkuðu hænsnadriti.
Best er að útbúa beðin haustið áð-
ur og sá svo um leið og snjóa leysir.
Jafnvel má sá henni á haustin ef
garðurinn er í góðu vari, þá spíra
fræin fyrr að vori. Plássþörf
15×15cm. Steinseljan er í eðli sínu
tvíær fjallajurt og í heimkynnum
sínum velur hún sér vaxtastaði
sem líkjast kjörlendi ætihvannar-
innar okkar. Þ.e. frjóa, djúpa og
raka mold, gjarna í dálitlum
skugga. Til eru ótal afbrigði af
steinselju. Þau sem hafa hrokkin
blöð eru vinsælust hjá okkur. En
sunnan Þýskalands eru sléttblaða
afbrigði vinsælli. Þau eru bragð-
sterkari. Einnig eru til afbrigði sem
ræktuð eru vegna rótanna, stein-
seljurót, og eru vinsæl í súpur og
pottrétti. Það má líka rífa stein-
seljurótina í hrásalöt eða ofan á
brauð.
Með öllum matréttum
Steinselja passar með öllum
matréttum. Hún er sjálfkjörin í
hrásalöt og hver einasta smur-
brauðsjómfrú leggur stolt sitt í að
hafa steinseljukvist á brauðinu!
Mörgum finnst steinseljan hrjúf í
gómi. Því er best að saxa hana
smátt áður en hún er notuð í mat
og hún er alltaf sett yfir matinn
þegar hann er fulleldaður og tilbú-
inn á borðið. Steinselju er mjög
auðvelt að frysta í heilu lagi sem
saxaða. Fryst er hún notuð eins og
ný.
Enginn dagur án steinselju
Hafsteinn Hafliðason
skrifar um steinselju
GARÐASPJALL
Góður garður býður upp á
marga möguleika fyrir alla fjöl-
skylduna til að eiga saman notaleg-
ar og skemmtilegar stundir. Garð-
eigendur geta fengið ýmis tæki og
búnað til afþreyingar og þæginda í
garðinum. 
Trampólín
Trampólín eru vinsæl leiktæki í
görðum á sumrin. Trampólíninu
skal komið fyrir á auðu og öruggu
svæði þar sem ekki er slysahætta.
Best er þó að nota öryggisnet til að
koma í veg fyrir að fólk detti út af.
Ekki á að grafa trampólínið niður
eins og sumir gera enda skapast
slysahætta af því. 
Önnur leiktæki
Barnafólk getur fengið ýmis
önnur leiktæki svo sem sandkassa
og rólur í garðinn, yngstu kyn-
slóðinni til gleði og ánægju. Leik-
tæki slitna með tímanum vegna
álags og veðurs og því borgar sig
að yfirfara tækin reglulega. Sér-
staklega þarf að huga að álagsflöt-
um og öðrum hlutum sem hætt er
við að gefi sig.
Hengirúm
Hengirúm eru frábær þegar vel
viðrar á sumrin. Þar er hægt að liggja
og slaka á, lesa góða bók eða hlusta á
fuglasönginn. Rúmið má strengja
milli tveggja staura, veggja, trjábola
eða annarra hluta sem þola vel álag-
ið. Sumum hengirúmum fylgja jafn-
vel stangir sem halda því uppi.
Heitur pottur
Að loknum strembnum vinnu-
degi eða erfiðri líkamsrækt getur
verið gott að skella sér í heitan pott
í garðinum. Maður slakar á og
endurnærist á líkama og sál. 
Gashitarar
Gashitarar koma í góðar þarfir
síðsumars þegar kvöldin verða
dimm og köld á ný. Það er óþarfi
að flýja inn þó að svalt sé í veðri
heldur getur maður setið úti á palli
fram á kvöld, notið matar, spjallað
eða gert hvað sem maður vill. 
Góðar hugmyndir fyrir garðinn
Þægindi og skemmtun
Þriðjudaginn 29.júlí
fylgir sérblað með 24
stundum þar sem
fjallað verður um hinar
ýmsu skemmtanir og
hátíðir sem fram fara á
landinu um verslunar-
mannahelgina. Einnig
fylgja með góð ráð
til ferðamanna.
Ferðalög sérblað
Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína
Upplýsingar gefur:
Kolbrún s 510 3722
kolla@24stundir.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32