Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

24 stundir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
24 stundir

						16 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2008
24
stundir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
?Undirbúningur sýn-
ingarinnar hófst með
því að kallað var eftir
matarheimildum frá
reykvískum heimilum.
Þá var einnig safnað
saman á vegum Mið-
stöðvar munnlegrar
sögu viðtölum við fólk í Reykjavík
um mat, matarvenjur, hætti og siði.
Tekin voru hátt í 20 viðtöl til dæmis
við hússtjórnarkennara sem inn-
leiddi pitsuna á Íslandi, veit-
ingamenn sem voru frumkvöðlar
og venjulegar húsmæður sem héldu
matardagbækur, en þær eru dýr-
mætar heimildir sem liggja svolítið
til grundvallar sýningunni. Síðan
höfum við fengið sent töluvert af
myndum úr heimahúsum af mat og
þá fyrst og fremst veisluborðum.
Auk þess hefur Ljósmyndasafn
Reykjavíkur reynst okkur mjög
vel,? segir Sólveig Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar. Þar
verða einnig til sýnis verslunar- og
heimilistækjatengdar innsetningar,
gamlar, prentaðar matreiðslubæk-
ur, handskrifaðar matreiðslubækur
úr hússtjórnardeild Kvennaskólans
í Reykjavík og stíla- og úr-
klippubækur með uppskriftum.
Kleinuhringir og gorkúlusósa
Um aldamótin 1900 var Reykja-
vík fiskibær en hér voru um leið
mest tengsl við útlönd. Á sama tíma
og stærstur hluti borgarbúa borðaði
fisk, rúgbrauð og smjörlíki og drakk
kaffi höfðu sumir greiðan aðgang
að öllu því erlenda góssi sem hægt
var að fá. Í Thomsen magasin voru
til dæmis til 26 tegundir af sultutaui
og í versluninni Edinborg var hægt
að kaupa vínber og epli í janúar ár-
ið 1900. Innflutningur var óheftur
til 1930 en á tímum kreppunnar, og
sérstaklega í stríðslok, urðu höft svo
mikil að ávextir fengust aðeins af-
greiddir með svokölluðum ávaxta-
lyfseðlum og var læknum skylt að
taka fram hvaða tegund af ávöxtum
hver sjúklingur þyrfti. Eftir seinni
heimsstyrjöldina bárust síðan hing-
að nýjar matarvenjur með banda-
rísku hersetuliði og þá segir Sólveig
að íslenskar húsfreyjur hafi reynt að
laga sig að matarsmekk þeirra og
bakað eitthvað í líkingu við kleinu-
hringi, rabarbaraböku og steikt fisk
og franskar. Á áttunda áratugnum
fór síðan að bera meira á erlendum
straumum í íslenskri matargerð og
aukinni kryddflóru.
Endað með smakki
Sýningin mun standa til loka
nóvember en á fimmtudags-
kvöldum verður leiðsögn um sýn-
inguna sem endar með smakki.
?Það eru kaupmennirnir í Mela-
búðinni sem standa undir öllum
hráefniskostnaði en flest ætla ég
matreiða sjálf. Þegar líða tekur nær
jólum ætla ég síðan að baka upp úr
misskilningi, til dæmis kúrenukök-
ur eftir uppskrift úr Norsk Ukeblad
sem urðu að kóríanderkökum á ís-
lensku,? segir Sólveig.
Epli og vínber fengust keypt í reykvískri verslun árið 1900
Fróðleg sýning um
matarhefðir í heila öld
?
Hugmyndin er að sýningin
verði fyrsta skref í átt að safni
til sögu um íslenska mat-
armenningu.
?
Þann 27. september verður
haldin ráðstefna um íslenskar
matarhefðir og hátíð-
arkvöldverður þar sem gestir
borða sig aftur í matarsög-
una.
REYKVÍSKA ELDHÚSIÐ
Hinn 26. september hefst
umfangsmikil sýning sem
ber heitið Reykvíska eld-
húsið, matur og menning
í 100 ár. Þar verða til sýn-
is ótal heimildir og gögn
um matahefðir en félagið
Matur-saga-menning
stendur að sýningunni.
Glæsilegt veisluborð
Mynd tekin í barnaafmæli á
Meistaravöllum.
Sólveig 
Ólafsdóttir
Sigurvin Gunnarsson mat-
reiðslumaður er höfundur bók-
arinnar Hvunndagsmatur og
kræsingar þar sem hann gefur
uppskriftir að þjóðlegum réttum
úr séríslensku hráefni. Fyrir 25
árum hóf Sigurvin að berjast fyr-
ir því að vekja athygli á gömlum
matarhefðum Íslendinga en segir
rétta tímann ekki hafa verið
kominn þá.
Tíminn ekki kominn
?Á sínum tíma fór ég af stað
með herferð sem vakti nokkra
athygli og voru þá stofnuð sam-
tök um íslenska matargerð og út-
varpsþáttur þessu tengdur send-
ur út. Við sem að þessu stóðum
lögðum áherslu á að safna saman
upplýsingum um okkar gömlu
matarhefðir til að þær myndu
ekki tapast með eldri kynslóðum.
Þó má segja að það sé ekki fyrr
en nú sem kokkar eru almennt
orðnir áhugasamari um íslenskar
hefðir í matargerð og mikil vakn-
ing hefur orðið í því að viðhalda
þjóðlegum hefðum og nota stað-
bundin matvæli til dæmis í Skál-
holti, Skagafirði, Eyjafirði og
Breiðafirði,? segir Sigurvin. 
Tilraunir með harðfisk
Sigurvin hefur gert ýmsar til-
raunir í eldamennsku sinni og
nefnir sem dæmi tilraunir með
harðfisk. Harðfiskinn megi til
dæmis mauka mjög fínt og
blanda með smjöri og þannig
verði til nýstárlegt viðbit á brauð. 
maria@24stundir.is 
Sjálfsagt stolt af íslenskum matarhefðum
Vitundarvakning á síðustu árum
Vakning Íslenskt
hráefni sækir á.
Matur
Umsjónarmenn:
Svanhvít 
Ljósbjörg
svanhvit@24stundir.is
Kristjana 
Guðbrandsdóttir
dista@24stundir.is
María 
Ólafsdóttir
maria@24stundir.is
þeyttum rjóma með smá sultu eða
eplamauki. Einstaklega einfaldur
eftirréttur sem ekki væri slæmt að
innleiða aftur í nútímaþjóðfélagi.
Bóndadóttir með blæju var mjög
vinsæll eftirréttur um 1900. Eft-
irrétturinn er danskur að uppruna
og er samsettur af rúgbrauði og
Rúgbrauð með rjóma og sultu
Sérfræðingar
ísaltfiski
466 1016
-Útvatnaðursaltfiskuránbeinatilsuðu
-Sérútv.saltfiskuránbeinatilsteikingar
-Ýsa,þorskur,gellur,kinnfiskur,rækjur
-Einnigfjölbreyttúrvaltilbúinnarétta
www.ektafiskur.is
pöntunarsími:
frumkvöðlafyrirtækiársins????- viðurkenningfrámaturúrhéraði-localfood
DUKA
Kringlunni 4-12
Sími 533 1322 | duka@duka.is
Frá
b
ær
tf
or
m
íb
ak
st
ur
i
n
n

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32