Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 30.09.2002, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 30. september 2002 ALÞINGI Áætlað er að skálinn við hlið alþingishússins kosti 810 milljónir króna. Samtals er hann 2.460 fermetrar, þar af er bíla- kjallari 1.310 fermetrar. Í skálan- um verður aðalinngangur í alþing- ishúsið, þjónusta fyrir þingmenn og starfsmenn Alþingis, fræðslu- stofa, matstofa og aðstaða fyrir fjölmiðla. Þetta er fyrsta nýbygging Al- þingis frá árinu 1908 að kringlan var byggð við alþingishúsið. Aðal- hönnuður skálans er Batteríið. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, opnaði skálann formlega. Alþingi kemur saman að loknu sumarleyfi á þriðjudag.  FORSETI ÍSLANDS Ólafur Ragnar Grímsson forseti var meðal gesta við vígslu skála Alþingis. Nýbygging Alþingis: Kostar yfir 800 milljónir Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 9.900 kr. Þú hringir …með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Nokia 3510 á 18.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 18.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 14.900 kr. Hringdu í 800 1111, komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 83 33 07 /2 00 2 SÝNINGAR Mikil aðsókn hefur verið að hönnunarsýningu Arne Jacobsen á Kjarvalsstöðum og allt útlit fyrir að hún slái met í aðsókn. Skáki jafnvel Odd Ner- drup sem átti sýningarmetið á Kjarvalsstöðum í fyrra: „Þó er of snemmt að spá. Sýningu Jacobsen lýkur ekki fyrr en í nóvember,“ segir Ei- ríkur Þorláksson, forstöðumað- ur Listasafns Reykjavíkur. „Þá hefur einnig verið mjög góð að sókn að höggmyndasýningunni í Hafnarhúsinu en þeirri sýn- ingu fer að ljúka,“ segir hann. Þúsund manns mættu við opnun á sýningu Arne Jacobsen og þúsund að auki daginn eftir. Ekkert lát er á aðsókn.  ARNE JACOBSEN Hittir í mark á Miklatúni. Kjarvalsstaðir: Arne Jacobsen skákar Nerdrup NEW YORK, AP Jan Hendrick Schon þótti ekki aðeins efnilegur vís- indamaður. Hann þótti ná hreint ó t r ú l e g u m árangri í tilraun- um með að nota lífræn efni í stað kísilkubba í tölv- ur. „Hann á eftir að fara til Stokk- hólms,“ sögðu fé- lagar hans og voru orðnir sannfærðir um að Schon fengi Nóbelsverðlaun þegar fram liðu stundir. Schon er aðeins 32 ára. Hann hóf störf hjá Bells rannsóknar- stofunum í New Jersey árið 1997 og hefur birt meira en 80 vísinda- ritgerðir á síðustu tveimur árum, margar þeirra í virtum vísinda- tímaritum á borð við Nature og Science. Nefnd virtra vísindamanna hefur nú komist að því að mikið af niðurstöðum tilraunanna hafi verið falsaðar. Tóm blekking. Ekki bara ævintýri líkar, heldur ævintýralegur uppspuni. Undirstaða tölvutækni nútím- ans eru kísilkubbar. Þeir eru frekar dýrir í framleiðslu og bjóða ekki upp á mikla fjöl- breytni. Schon einbeitti sér að því að komast að því hvort hægt væri að nota lífræn efni í staðinn fyrir kísilkubbana. Til dæmis plast, sem er svo ódýrt að það yrði gjör- bylting í tölvutækninni. Mögu- leikarnir væru ótæmandi. Hægt væri að tengja tölvu- tæknina beint við mannslík- amann og við ýmsa hversdags- lega hluti á heimili fólks og vinnustöðum. Til dæmis mætti prenta plastrásir á pappír og búa þannig til rafrænt dagblað sem gæti uppfært nýjustu fréttirnar og ljósmyndir af Netinu. Tilraunir Schons þóttu stað- festa með ótrúlega glæsilegum hætti að allt þetta væri mögulegt. Allt virtist ganga upp í tilraunum hans, jafnvel þótt aðrir hefðu átt í erfiðleikum með að sýna fram á sömu hluti. Vísindamenn byrjuðu almennt að efast um að fullyrðingar Schons gætu staðist þegar tvær greinar birtust eftir hann, fyrst í tímaritinu Nature og skömmu síðar í tímaritinu Science, þar sem hann sagðist hafa búið til smára úr aðeins einni sameind, sem hegðaði sér næstum eins og venjulegir smárar. Þetta hljómaði eins og Schon hefði búið til reiðhjól með ferköntuðu hjóli sem samt rynni jafn vel og kringlótt hjól. „Þessar niðurstöður var hrein- lega ekki hægt að útskýra í ljósi hefðbundinna vísinda,“ sagði Paul Solomon, vísindamaður hjá rannsóknastöð IBM Watson í New York. Schon hefur viðurkennt að hafa „gert mistök,“ en segist enn sannfærður um að tæknin sem hann var að þróa verði möguleg síðar meir. „Og ef hægt er, þá er ég reiðubúinn til að vinna hörð- um höndum að þessu verkefni,“ sagði hann.  STOLTIR VÍSINDAMENN Jan Hendrik Schon er lengst til vinstri á þessari mynd. Myndin var tekin árið 2000. Með honum á myndinni eru félagar hans Christian Kloc og Bertram Batlogg. Schon þóttist hafa sýnt fram á að hægt væri að nota lífræn efni í stað kísilkubba í tölvum. Möguleikarnir sem það bauð upp á virtust óþrjótandi. Er ævintýri líkast AP /B EL L LA B S, H O Vísindamaður staðinn að því að falsa niðurstöður tilrauna. Starfsbræður höfðu dáðst að vinnubrögðum hans. Héldu að hann fengi Nóbelsverðlaunin. Þessar niður- stöður var hreinlega ekki hægt að út- skýra í ljósi hefðbundinna vísinda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.