Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						4 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR
? Ávirðingarnar
Ertu komin(n) í sumarskap?
Spurning dagsins í dag:
Óttastu bráðalungnabólgu?
Niðurstöður gærdagsins 
á www.frett.is
4%
75%
Nei
21%
Það fer að koma
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
? Afríka
? Innlent
RÍKISFJÁRMÁL ?Skoðun okkar á máli
Þorfinns Ómarsson er hefðbund-
in þegar litið er til þess að for-
stöðumannsskipti fóru fram,?
segir Sigurður Þórðarson ríkis-
endurskoðandi. Hann segir gagn-
rýni Jóns Steinars Gunnlaugs-
sonar lögmanns á sig og stofnun-
ina úr lausu lofti gripna en lög-
maðurinn heldur því fram að Rík-
isendurskoðun hafi með rann-
sókn sinni farið út fyrir verksvið
sitt líkt og menntamálaráðuneyt-
ið. Sigurður segir það vera álit
Ríkisendurskoðunar að Þorfinni
hafi verið óheimilt að úthluta
styrkjum í ársbyrjun. Mennta-
málaráðuneytið hafi gefið honum
fyrirmæli um að hafast ekkert að
á síðustu vikum sínum í embætti
þar sem þess var beðið að ný
reglugerð um Kvikmyndastofnun
tæki gildi. 
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra staðfestir að Ríkis-
endurskoðun hafi átt frumkvæði
að rannsókninni.
?Við erum að fara yfir þessi
mál í heild sinni í ráðuneytinu,?
segir Tómas Ingi. 
Hann segir að með því að veita
styrkina hafi Þorfinnur brotið
gegn fyrirmælum sínum.
Greiðsludeild menntamálaráðu-
neytisins staðfesti beiðni um út-
borgun til styrkþega til ríkisfé-
hirðis. Aðspurður um hvort ráðu-
neytinu hefði ekki verið hæg
heimatökin að stöðva útborgunina
sagði menntamálaráðherra að
starfsmenn hefðu verið granda-
lausir fyrir því að forstöðumaður-
inn virti ekki fyrirmælin. 
?Við vorum í góðri trú um að
þessi fyrirmæli væru virt,? segir
Tómas Ingi. 
Menntamálaráðherra segist
ekki vilja svara ávirðingum Jóns
Steinars Gunnlaugssonar fremur
en ?öðrum lögmönnum úti í bæ?. ?
GENF, AP Mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti einhljóða ályktun þar
sem þess er krafist að aðild-
arríki standi vörð um mann-
réttindi í baráttu sinni gegn
hryðjuverkum.
Ályktunin, sem lögð var
fram á fundi nefndarinnar í
Genf, gerir Sameinuðu þjóð-
unum kleift að rannsaka þær
aðferðir sem löndin nota til
þess að skera úr um hvort þær
brjóti í bága við alþjóðlega mann-
réttindasáttmála. Nefndin
hefur þó ekki vald til þess að
krefja löndin um úrbætur. 
Á fundinum var jafn-
framt tekist á um ályktun
þar sem komið var inn á
mannréttindabrot í garð
samkynhneigðra. Sú tillaga
hlaut fullan stuðning Evr-
ópuríkja en fulltrúar fimm
múslímaríkja vildu að
ákvæðið sem varðaði mis-
munun á grundvelli kynhneigðar
yrði tekið út. ?
RÍKISFJÁRMÁL Þorfinnur Ómarsson,
fráfarandi forstöðumaður Kvik-
myndasjóðs, segir að enginn vafi
leiki á því að sínu mati að Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra
sé í herferð gegn sér persónulega
og rannsókn Ríkisendurskoðunar
sé sprottin undan rifjum ráðherr-
ans sem hafi með því viljað koma
á sig höggi. 
?Maðurinn virðist vera með
mig á heilanum. Þetta er ekkert
annað en ofsóknir,? segir Þorfinn-
ur vegna rannsóknarinnar. Niður-
staða Ríkisendurskoðunar er sú
að Þorfinnur hafi ekki haft heim-
ild til þess að úthluta Hrafni
Gunnlaugssyni styrk upp á 22
milljónir króna
til þess að gera
kvikmyndina
Opinberun
Hannesar eftir
smásögu Davíðs
Oddssonar for-
sætisráðherra.
Það merkilega
við málið er að
glæpasaga Dav-
íðs hafði áður
orðið Þorfinni að
falli þegar hann
og stjórn Kvikmyndasjóðs neit-
uðu að styrkja myndina þegar sótt
var um þrefalt hærri upphæð á
síðasta ári. Þá lenti Þorfinnur í
miklum darraðardansi sem lauk
með því að hann sætti rannsókn
Ríkisendurskoðunar og mennta-
málaráðherra vék honum tíma-
bundið úr starfi en var rekinn til
baka með þá ákvörðun eftir að
lögfræðinganefnd komst að þeirri
niðurstöðu að það hefði verið
óheimilt. Með nýjum lögum um
Kvikmyndasjóð Íslands var aug-
lýst eftir forstöðumanni. Þorfinn-
ur var þar á meðal umsækjenda
en var hafnað og Laufey Guðjóns-
dóttir ráðin. 
Ríkisendurskoðandi komst að
þeirri niðurstöðu að Þorfinni hafi
verið óheimilt að styrkja mynd
Hrafns þar sem menntamála-
ráðuneytið hafi ekki verið sam-
þykkt. Þá er einnig talið að aðrir
tveir smærri styrkir hafi verið
veittir í heimildarleysi. Þorfinn-
ur segist dögum saman hafa
reynt að ná sambandi við
menntamálaráðherra vegna
styrkjanna eftir að lögfræðiálit
hafi lýst því að honum væri
heimilt að úthluta þeim en ráð-
herrann hafi engu svarað. 
Ríkisendurskoðun gerði at-
hugasemdir við fimm reikninga
frá veitingastöðum sem Þorfinnur
lét stofnun sína greiða auk þess að
hann hafi látið leggja út fyrir fata-
hreinsun og ferðakostnaði til og
frá flugvelli. Alls eru þeir reikn-
ingar upp á tæplega 90 þúsund
krónur. Þá er því lýst að ýmis bún-
aður sem stofnunin keypti á árun-
um 2001 og 2002 sé ekki til staðar
á skrifstofunni. Þorfinnur segir
ýmislegt vera furðulegt í þeirri
úttekt. Til dæmis á því tímabili
eftir að honum hafi verið vikið úr
starfi hafi verið keypt myndavél.
Þá sé tíundað að hann hafi enn
undir höndum fartölvu sem hann
hafi rætt um kaup á við nýja for-
stöðumanninn.
?Ríkisendurskoðun var meira
að segja með þá skoðun að ég
hefði líklega í fórum mínum ís-
skáp sem hafði verið keyptur í
þágu starfsmanna. Ég spurði
hvort þeir hefðu nokkuð kíkt inn á
kaffistofuna. Það höfðu þeir ekki
gert og því yfirsást þeim ísskáp-
urinn. Þarna er greinilega allt tínt
til,? segir Þorfinnur. 
rt@frettabladid.is
Eftirfarandi kom fram í skýrslu
sem Ríkisendurskoðun gerði fyr-
ir menntamálaráðuneytið um
embættisfærslur Þorfinns
Ómarssonar.
Styrkir í heimildarleysi
? 3,5 milljónir til Cut n Paste til
kynningar á myndinni Salt.
? 3 milljónir til Kólku vegna
myndarinnar Ég lifi og þér munið
lifa.
? 22 milljónir til Opinberunar
ehf. vegna myndarinnar Opinber-
un Hannesar.
? 12,5 milljónir til Sagnar ehf.
vegna myndarinnar Sögu.
Úttektir í heimildarleysi
? Fiðlarinn 5. október 2002, mat-
ur og áfengi, 14.780 krónur.
? Hard rock cafe 3. nóvember
2002, matur, vín og bjór, 7.860
krónur.
? Eldsmiðjan 8. janúar 2003,
pitsur og fleira, 4.350 krónur.
? Veitingahúsið Ítalía, 2. febrúar
2003, 12.000 krónur.
? Sommelier, 16. febrúar 2003,
33.280 krónur.
Eignakönnun
Eftirtalinn búnaður var ekki til
staðar á skrifstofu Kvikmynda-
miðstöðvar Íslands.
? TOP þráðlaus sími, 53.557
krónur.
? GNN þráðlaust höfuðtól, 44.900
krónur.
? Nokia 8850 GSM-sími, 73.900
krónur.
? Aiwa-myndavél, 8.990 krónur.
? Sony Net MD-spilari, 30.945
krónur.
Búnaður sem Þorfinnur 
skilaði 9. apríl 2003
? Fuji ljósmyndavél, ásamt
tösku, 118.975 krónur.
- Vantaði 64 mb minniskort sem
fylgdi vélinni.
? Sony DVD-spilari, 99.790 krón-
ur.
- Vantaði Dolby digital útvarps-
magnara sem fylgdi spilaranum.
Búnaður enn í vörslu Þorfinns
? Power Book Combo fartölva,
221.512 krónur.
? Nokia GSM-sími, 99.900 kr.
BARÁTTAN VIÐ MALARÍU Daglega
deyja um 3.000 börn í Afríku af
völdum malaríu. Sjúkdómurinn
kostar álfuna hundruð milljarða
króna á ári þó auðveldlega sé
hægt að hefta útbreiðsluna, ef
marka má skýrslu Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar. Stofnunin
bendir á ýmsar einfaldar og hag-
kvæmar leiðir til þess að vinna
gegn útbreiðslu sjúkdómsins.
WINNIE MANDELA Á LEIÐ Í FANG-
ELSI Winnie Mandela, fyrrum eig-
inkona Nelson Mandela, hefur
verið dæmd í fjögurra ára óskil-
orðsbundið fangelsi fyrir svik og
þjófnað. Mandela var fundin sek
um að hafa svikið út eða stolið allt
að 10 milljónum íslenskra króna.
Hún hefur sagt af sér þing-
mennsku og látið af embættis-
störfum hjá Afríska þjóðarráðinu.
Þorfinnur segir 
ráðherra ofsækja sig
Menntamálaráðherra greiddi út styrkinn til Hrafns Gunnlaugssonar.
Þorfinnur Ómarsson segir ýmislegt vera einkennilegt í skýrslu 
Ríkisendurskoðunar.
ÞORFINNUR ÓMARSSON
Smásaga Davíðs Oddssonar hefur tvívegis komið honum í koll. Fyrst þegar hann neitaði
að styrkja kvikmynd byggða á sögunni en síðar þegar hann samþykkti að styrkja myndina. 
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Mannréttindanefndin hefur samþykkt að
aðildarlöndin standi vörð um mannréttindi.
?
Ríkisendur-
skoðun var
meira að
segja með þá
skoðun að ég
hefði líklega í
fórum mínum
ísskáp.
Stríðið gegn hryðjuverkum:
Baráttuaðferðir rannsakaðar
Menntamálaráðherra:
Vorum í góðri trú
TÓMAS INGI OLRICH
Segir að Þorfinnur Ómarsson hafi óhlýðnast fyrirmælum sínum með því að 
úthluta styrkjum til kvikmyndagerðarmanna. 
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/VI
LH
ELM
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/RÓB
ER
T
SAMNINGUR UM FERÐAMÁL
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra og Finn Karlsen, atvinnu-
málaráðherra grænlensku heima-
stjórnarinnar, hafa undirritað
nýjan samning um samstarf á
sviði ferðamála. Framlag land-
anna til samstarfsins er 10 millj-
ónir króna á ári. Tilgangurinn er
að auka ferðalög á milli Íslands
og Grænlands.
MENNINGARHÚS Á ÍSAFIRÐI Und-
irritað hefur verið samkomulag
um endurbyggingu þriggja menn-
ingarhúsa á Ísafirði. Þau eru
gamla héraðssjúkrahúsið, Edin-
borgarhúsið og salur tónlistar-
skólans. Framlag ríkissjóðs til
endurbyggingar menningarhús-
anna þriggja á Ísafirði er um 250
milljónir króna, alls 251,2 m.kr.,
sem er 60% af kostnaðaráætlun.
McLOUIS húsbílar
Netsalan
Garðatorgi 3, 210 Garðabær  Símar: 565 6241/ 544 4210 Fax: 544 4211
Netfang: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan www.itn.is/netsalan 
Fyrsta sending UPPSELD - önnur á leiðinni
Opið í dag, laugardag, frá kl. 11 - 17 
og sunnudag frá kl. 11 - 16
SÖLU- OG KYNNINGARSÝNING 
Lagan 251 aðeins kr 3,990,000 stgr.
Lagan 410 aðeins kr 4,170,000 stgr.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48