Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						22 30. nóvember 2003 SUNNUDAG
É
g veit það ekki. Ég hef alltaf
farið mínar eigin leiðir. Skrif-
að handrit, leikstýrt, samið tón-
listina sjálfur... unnið mínar
myndir sem höfundarverk meira
en almennt gengur og gerist. Ein-
fari sem þarf að segja ákveðna
sögu,? segir Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndagerðarmaður.
Hann er að leitast við að svara
því hvað valdi því að hann er svo
umdeildur sem raun ber vitni.
Blaðamaður Fréttablaðsins heim-
sótti Hrafn á heimili hans að
Laugarnestanga. Þar er ævintýra-
heimur og listamaðurinn hefur
sankað að sér ótrúlegu safni
muna. Úir og grúir. Enda hafa
margir orðið til að sjá samsvörun
milli laups hrafnsins glysgjarna
og þessa ágæta hreiðurs Hrafns.
Þegar blaðamann og ljósmyndara
ber að garði glymur kúbanskt
rapp um húsakynni og ekkert þýð-
ir að banka kurteislega heldur
verður að opna og gala inn til að
gera vart við sig.
Enginn vinsældariddari
?Ég hef aldrei haft neinn áhuga
á að filma einhvern popúlar litera-
túr eins og margir kollegar mínir
hafa gert. Ég geri bíómyndir af
því að ég hef eitthvað að segja.
Sæki ég hugmyndir í verk annarra
er það til að umbylta og leita að
nýjum innblæstri. Ég hef örsjald-
an farið á kvikmyndahátíðir til að
standa í þeim ljóma sem kannski
fylgir því að vera leikstjóri. Ég
hef helst þegið boð á kvikmynda-
hátíðir ef þær eru í einhverjum
nógu dularfullum og fjarlægum
löndum. Ég hef einu sinni farið á
Cannes og á Berlín þegar mynd-
irnar mínar hafa verið sýndar. Ég
hef engan áhuga á að leika leik-
stjóra og kvikmyndagerðarmann.
Ég er fyrst og fremst sögumaður.
Þetta að vera umdeildur tengist
kannski efni mynda og hvernig ég
hef unnið þær. Óðal feðranna kom
til dæmis af stað meiri pólitískum
skrifum en nokkur önnur kvik-
mynd á Íslandi. Hrafninn flýgur
gerbreytti þeirri mynd sem menn
hafa haft á Íslendingasögum. Og
svo framvegis. Ég hef aldrei gert
þessar kvikmyndir með það í huga
að vilja slá mig til vinsældaridd-
ara eða að biðja um klapplið. Hafi
ég átt klapplið er ég líklega fyrsti
maðurinn til að slátra því. Þar er
engin þörf. Ég hef alltaf verið einn
á báti. Ekki verið í neinu liði þar
sem allir klóra hver öðrum á bak-
inu.?
Ótroðnar slóðir ? úr sjón-
varpi í bíó
Opinberun Hannesar er um
margt sérstæð og hún er bæði
fjármögnuð sem kvikmynd og
sjónvarpsmynd. Þetta hefur sætt
gagnrýni. Hrafn segist vanur því
og kippir sér lítt upp við það, hef-
ur jafnvel gaman að.
?Ég verð ekkert hissa þó menn
verði undrandi og velti því fyrir
sér þegar farin er þessi leið. En
spurningin sem ég stóð frammi
fyrir var: Átti ég að hætta við
verkið og leggja það niður eða var
ég reiðubúinn að skera verkið nið-
ur og fara allt aðra leið til að kom-
ast á leiðarenda??
Upphaflega átti Opinberunin
að vera sjónvarpsmynd og þá
gerði Hrafn samning við sænska
sjónvarpið um að skrifa handrit.
Síðan ákvað hann að breyta mynd-
inni í langmynd að áeggjan Svía,
sem þýddi að einungis var hægt
að fara með hana inn í bíó eftir að
hann hafði sýnt hana í sjónvarpi.
?Við það mun ég standa. Myndin
verður sýnd í sjónvarpi á nýárs-
dag. Síðan fer hún í Háskólabíó.
Þetta hefur alltaf legið ljóst fyrir.
Einnig þegar ég sótti um styrk til
Kvikmyndasjóðs. Þetta hef ég
aldrei farið dult með.?
Þetta má heita óvenjuleg leið,
úr sjónvarpi í kvikmyndahús.
Hrafn segir að allt verði einhvern
tíma fyrst. Við lifum í breyttu
fjölmiðlaumhverfi.
?Sjónvarpsstöðvarnar hafa
verið að koma meira og meira inn
í það að fjármagna bíómyndir. Án
þeirra væri það nánast ekki kleift.
Ég er ekki frá því að þetta muni
gerast með fleiri myndir í fram-
tíðinni. Þarna er farin leið sem
ekki hefur verið farin áður. Þetta
er leiðin sem ég fann til að gera
þessa mynd og standa jafnframt
við alla samninga. Þetta var Þorf-
inni Ómarssyni, þá hjá Kvik-
myndasjóði, fyllilega ljóst þegar
hann styrkti loks myndina. En af
því að þetta er öðruvísi leið má
leggja það út á allan hugsanlegan
og óhugsanlegan veg.?
Margir Hannesarnir
Þær raddir hafa heyrst að fjár-
mögnun myndarinnar hafi verið
lokið þegar Hrafn fékk styrk úr
Kvikmyndasjóði uppá 22 milljónir.
?Síður en svo. Ég gat komist í
gang með upptökur með því að
selja Björgólfi Guðmundssyni
Þýskalandsréttinn fyrir fram. En
mig vantaði um 30 milljónir til að
geta pakkað öllu dæminu saman.
Ætli myndin kosti ekki á bilinu 50
til 60 milljónir.?
En hver er hann þessi Hannes?
Hólmsteinn?
?Persónan heitir þetta í smá-
sögunni og ég sá enga ástæðu til
að breyta því. Getur þessi skrif-
stofumaður ekki bara verið Hann-
es Hlífar? Eða einhver annar
Hannes? Þeir eru svo margir
Hannesarnir. Þetta tengist á eng-
an hátt Hannesi Hólmsteini. Ekki
frekar en Hannesi Hafstein.?
Löngum hafa menn viljað klína
því á Hrafn að hann njóti forrétt-
inda vegna vináttu sinnar við
Davíð Oddsson. Þessu hafnar
Hrafn alfarið og bendir á að ef
framlög til hans frá Kvikmynda-
sjóði í gegnum tíðina séu skoðuð
komi annað í ljós.
?Allan þann tíma sem Vil-
hjálmur Egilsson var formaður
Kvikmyndasjóðs og Sjálfstæðis-
flokkurinn fór með stjórn
menntamála kom ekki einn einasti
styrkur til mín. Styrkir til
Myrkrahöfðingjans fóru til Kvik-
myndasamsteypunnar enda hún
framleiðandi þeirrar myndar.
Þegar menn hafa verið að búa til
skemmtileg orð eins og Styrkja-
höfðinginn og fleira slíkt tek ég
það ekki nærri mér. Lítill fótur
fyrir því. Sennilega hefur enginn
íslenskur kvikmyndagerðarmað-
ur sótt meira fé í sínar myndir frá
útlöndum en ég. Skuggi Hrafnsins
er sennilega ein dýrasta mynd
sem Íslendingar hafa gert, skotin
í Cinemascope. Eiginlega allt fé í
þá mynd kom frá útlöndum, Hvíti
víkingurinn var alfarið fjármagn-
aður af erlendu fé.?
Útlandið togar ekki í Hrafn
Hrafn segist vera þeirrar gæfu
aðnjótandi að hafa getað fengið
erlent fjármagn og hið íslenska
fjármagn hafi verið hverfandi
hluti af heildardæminu. Nú var
hann hins vegar að gera svo sér-
íslenska mynd að óhugsandi var
að gera hana án þess að verulegt
íslenskt fjármagn kæmi til.
?Í seinni tíð hef ég haft minni
áhuga á að gera myndir í útlönd-
um. Ég er búinn að sigla þann
svelg. Ég gerði Böðulinn og
skækjuna fyrir Svía og veit hvern-
ig það er að hafa einkabílstjóra og
ritara og búa á fjögurra til fimm
stjörnu hóteli. Það er afskaplega
einmanalegt og gefur sögumanni
og villimanni eins og mér afskap-
lega lítið. Það verður hreinlega
leiðinlegt. Ég var ár í Noregi að
gera Hvíta víkinginn og kvaldist
af heimþrá. Dreymdi að dúnninn í
sænginni drægi sig saman í fugl
og flygi með mig heim. Ég hef af-
skaplega lítið að segja útlending-
um. Mínar sögur eru runnar úr ís-
lenskum jarðvegi.?
Byggir á eigin reynslu
Í höfundarverkinu er Opinber-
un Hannesar einhvers staðar á
milli Útvarps Matthildar og Óðals
feðranna. Hrafn þykir forspár í
Óðalinu þar sem hann boðar
dauða Sambandsins og kaupfélag-
anna.
?Óðal feðranna verður til af því
að ég hafði verið sjálfur í sveit. Sú
sýn byggir á reynslu minni. Ég sá
hvernig menn voru að flosna upp
og hvernig menn bjuggu enn á
óbyggilegum stöðum miðað við
nútíma tækni. Hugmyndin er sótt í
svipaða reynslu. Ég hef sjálfur
lent í ýmsu í samskiptum við kerf-
ið og oft hugsað: Þetta nota ég í
bíómynd einn daginn. Ég hafði
lent í mikilli og dýrri skattarann-
sókn sem það eitt kom út úr að allt
var í lagi með mín fjármál. Ríkis-
endurskoðun hafði farið yfir öll
mín fjármál eftir mikla umræðu í
þinginu og gefið út heila bók um
þau. Þar var ég hreinsaður af öll-
um áburði. Ég hafði lent í deilum
við borgaryfirvöld vegna húss
míns hér á Laugarnestanga. Og
þannig má lengi telja. Það var e
hver fáránleiki og húmor í þe
öllu ? þrátt fyrir allt. Þegar ég 
að vinna upp úr sögu Davíðs ra
þetta í einn farveg og hún v
kómedía.?
Eftirlitið blómlegur atvinn
vegur
Hannes er skrifstofustjór
leyfisveitingadeild hjá Eftirl
stofnun ríkisins og veitir le
fyrir öllu hugsanlegu og óhugs
legu. ?Ég sá fyrir mér þann tí
þegar ekkert er hægt án ley
Fyrst þegar ég gerði kvikmy
þurfti ekki leyfi fyrir einu 
neinu. Ég gat farið og skotið 
tölulega frjálst. En svo þegar
var að gera sögulega mynd fy
tveimur þremur árum þá þu
leyfi frá brunavarnaeftirliti, h
brigðiseftirliti, náttúruvernd
ráði, fólksvangsleyfi, aðstöðule
eða hvað þetta nú hét... ég held
þeir hafi verið einir sjö átta aði
sem þurftu að koma að kv
myndatökunni á þennan hátt 
veita leyfi. Mér var vinsamleg
bent á að ég þyrfti leyfi hjá by
ingarfulltrúa því leikmynd v
flokkuð sem bygging þó hún æ
aðeins að standa í nokkra da
Þetta er blómlegur atvinnuveg
líklega sá blómlegasti: Eftirl
og leyfisveitingaiðnaðurinn. Þe
er fyrst og fremst gamanmynd
öllu gamni fylgi nokkur alva
Vel má vera að ég sé undir áh
um frá Buster Keaton og M
Bean við gerð þessarar mynd
Einhver firring og fáránleiki s
við er að eiga.?
Andlitslausar stofnanir
Nú myndi einhver vilja se
að Davíð æskuvinur Hrafns h
haft öll tækifæri til að sporna 
fæti gegn þessari ógnvænle
framtíðarsýn og Hrafn telur ha
hafa gert það á sinn hátt. Og ha
vonast til að einn daginn m
Davíð skipa umboðsmann ska
greiðenda svo þeir sem verði f
ir rannsókn eigi einhverja mö
leika á áfrýjun.
?Ég held að það geti gerst
menn séu teknir til rannsókn
hreinlega vegna geðþóttaákvö
unar. Sem getur leitt menn í gja
þrot. Þá verða menn að geta lei
eitthvert með sín mál. Þú fæ
Villimaður í viðjum
blómlegs eftirlits-
iðnaðar
Mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Opinberun Hannesar,
verður sýnd á nýársdag í sjónvarpi og verður svo í al-
mennum sýningum í Háskólabíói frá 2. janúar. Hrafn
segist vera sögumaður og að myndir hans spretti fram
af þörf. Í nýju myndinni fær kerfið á baukinn í svartri
kómedíu sem gæti verið undir áhrifum frá Buster
Keaton og Mr. Bean.
Er hægt að setja 
löggjöf um mannlega
hegðun? Er hægt að stýra
mannlegu eðli með boðum
og bönnum? Hvað er
refsivert? Ef þú býður konu
út að borða og hún fer svo
heim með þér... er það
vændi? Hvar eru mörkin?
,,
Í seinni tíð hef ég 
haft minni áhuga á
að gera myndir í útlöndum.
Ég er búinn að sigla þann
svelg. Ég gerði Böðulinn og
skækjuna fyrir Svía og veit
hvernig það er að hafa
einkabílstjóra og ritara og
búa á fjögurra til fimm
stjörnu hóteli. Það er
afskaplega einmanalegt og
gefur sögumanni og
villimanni eins og mér
afskaplega lítið.
,,

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49