Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Hákon Eydal átti sér 
engar málsbætur og var
dæmdur í sextán ára
fangelsi í gær. Honum er
gert að greiða börnum Sri
Rahmawati nær 22 millj-
ónir króna. Verjandi hans
segir hann ekki geta
borgað. Verði svo fær
hvert 600 þúsund krónur
frá ríkinu.
Hákon Eydal hlaut sextán ára
fangelsisdóm í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær fyrir morðið á
Sri Rahmawati, barnsmóður sinni. 
Hákoni er gert að greiða börn-
um Sri tæplega 22 milljónir króna
í skaðabætur. Það eru hæstu
bætur sem dæmdar hafa verið í
morðmáli hérlendis. Verjandi Há-
konar telur hann ekki geta staðið
skil á kröfunni. Hann eigi hvorki
til þess fé né eignir. Ragnheiður
Harðardóttir saksóknari segir
niðurstöðuna í samræmi við það
sem búist var við. 
Dómnum verður áfrýjað til
Hæstaréttar. Hákon hafði krafist
sýknu en til vara vægustu refs-
ingar sem lög leyfa. Hákon hefur
setið í fangelsi frá því í júlí þeg-
ar hann var úrskurðaður í gæslu-
varðhald og dregst sá tími frá
dómnum.
Metskaðabætur
Brynjar Níelsson, verjandi Há-
konar og hæstaréttarlögmaður,
segir ekki fordæmi fyrir svo
háum skaðabótum til aðstand-
enda. Þremur börnum Sri eru
dæmdar misjafnlega háar skaða-
bætur. Það elsta sem er sextán
ára fær samkvæmt dómnum um
5,5 milljónir, það næstelsta sem
er fjórtán ára fær 6,2 milljónir og
dóttur þeirra Sri og Hákonar,
sem er þriggja ára, eru dæmdar
rétt rúmar tíu milljónir. Brynjar
segir að Hákon geti ekki greitt
börnunum bæturnar.
Hilmar Ingimundarson hæsta-
réttarlögmaður segir ríkið
hlaupa undir bagga og greiða
skaðabæturnar geri Hákon það
ekki. ?Börnin fá þó ekki þessa
fjárhæð frá bótanefndinni því
þar er hámarkið sex hundruð
þúsund,? segir Hilmar. Hægt sé
að krefjast fjárnáms í eignir Há-
konar. Verði það árangurslaust
geti komið til gjaldþrots hans.
Við lok gjaldþrotaskipta verði
fyrningarfrestur kröfunnar tíu
ár. Miðað við dóminn nú megi bú-
ast við að Hákon sitji inni í tólf
ár.
Ekki slegið af dómnum
Brynjar segir sextán ára fangels-
isdómnum áfrýjað þar sem rök
séu fyrir því að refsingin ætti að
vera vægari. 
?Verknaðurinn er framinn í
geðshræringu og ákvæði eru í
hegningarlögum um að það hafi
áhrif á refsingu. Á það var ekki
fallist nú,? segir Brynjar. 
Í dómnum er greint frá niður-
stöðu geðlæknis á andlegu
ástandi Hákonar. Geðlæknirinn
mat hann sakhæfan og ábyrgan
gerða sinna. Í áliti læknisins
stendur að geðskoðun sýni ekki
nein örugg einkenni sturlunar,
rugls eða ranghugmynda.
Skammvinn einkenni ofsóknar-
hugmynda og ofskynjanir virðist
hafa komið fram á einstaka tíma-
bilum en Hákon hafi þá örugg-
lega verið í umtalsverðri fíkni-
efnaneyslu.
Geðlæknirinn taldi að lýsing
Hákonar á sjálfum sér stangaðist
á við álit náinna ættingja hans.
Einnig virtist
sem Hákon
hefði afneitað
eða bælt mörg
vandamál eða atburði sem yfir-
leitt trufli samvisku venjulegs
fólks. Hann áleit að Hákon hefði
skýr almenn skilmerki persónu-
leikatruflunar og lítið innsæi í
eða skilning á hegðun sinni. Það
hindraði þó ekki sakhæfi hans.
Iðraðist ekki gjörða sinna
Auk voðaverks Hákonar ræðst
þyngd dómsins af því hvernig
Hákon hagaði sér eftir morðið á
Sri. Hann reyndi að afmá öll
merki morðsins og segir dómur-
inn meðferð hans á líkinu smán-
arlega. Hann hafi einsett sér að
vera lögreglunni erfiður en hafi
mátt vita að upp um hann
kæmist.
Hákon neitaði sök framan af
lögreglurannsókninni og reyndi
að villa um fyrir lögreglu í leit-
inni að líkinu eftir að hann hafði
játað. Þetta, auk skýrslu hans
fyrir dómi og í geðrannsókninni,
þykir gefa til kynna að hann hafi
ekki verið mjög sakbitinn eftir
morðið á Sri. 
Sextán ár eða lífið?
Sri Rahmawati var 33 ára gömul
þegar hún lést. Hún var frá
Indónesíu en hafði ásamt systur
sinni og fjölskyldu hennar búið á
Íslandi. Hákon og Sri kynntust
fyrir fimm árum og bjuggu sam-
an í fimm til sex mánuði. Saman
eignuðust þau dóttur.
Fyrir liggur að samband
þeirra Sri og Hákonar gekk erfið-
lega. Úr dagbók lögreglunnar í
Reykjavík má lesa um kærur Sri
á hendur Hákoni fyrir ofbeldis-
verk og hótanir í hennar garð.
Einnig eru til skjöl sem greina
frá kvörtunum Hákonar vegna
deilna þeirra á milli um um-
gengni við dótturina. 
Hákon bar því við fyrir dómi
að hann hefði myrt Sri eftir að
hún hefði hótað að hann fengi
ekki framar að sjá dóttur þeirra.
Andleg líðan hans, misgjörðir og
ranglæti Sri hefðu ollið því. Hér-
aðsdómur fellst ekki á það sjónar-
mið Hákonar og segir gögn máls-
ins í engu styðja ásakanir hans. 
Hákon ósannfærandi 
Niðurstaða héraðsdóms er að
ekki verði séð að Sri hafi misboð-
ið Hákoni hinn afdrifaríka morg-
un þegar hann myrti hana. Lýs-
ing Hákonar á hugarástandi sínu
þegar hann framdi morðið sé
mótsagnakennd og ósannfær-
andi.
?Atlaga hans að Sri Rahma-
wati var heiftarleg og bersýni-
legt er, að hann ætlaði sér að
svipta hana lífi. Ekki þykir þó
sannað, að hann hafi ásett sér það
fyrr en skömmu fyrir voðaverkið
og verður að byggja á þeim fram-
burði hans að hann hafi ráðist á
konuna eftir að þeim varð sund-
urorða,? segir í dómnum. Sextán
ár eru því talin hæfileg refsing.
Lík Sri Rahmawati fannst í
djúpri og þröngri hraunsprungu í
Almenningi fyrir sunnan Hafnar-
fjörð 3. ágúst, mánuði eftir að
Hákon myrti hana. ?
12 19. mars 2005  LAUGARDAGUR
GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
FANGELSISDÓMUR
HÁKONAR EYDAL
HÁKON EYDAL SKAL SITJA INNI Í SEXTÁN ÁR Hákon vonaðist eftir vægari dómi þar sem andleg heilsa hans hefði ekki verið
góð. Hann áfrýjar dómnum.
Sextán ára fangelsi fyrir morð
HUNDRUÐ BJÖRGUNARSVEITARMANNA LEITUÐU SRI Mánu-
daginn 19. júlí 2004 leituðu þrír kafarar að Sri við Geldinganes en síð-
ar varð ljóst að Hákon hafði afvegaleitt lögregluna.
TÆKNIDEILD LÖGREGLUNNAR Á VETTVANGI Þriðju-
daginn 6. júlí 2004 rannsakaði lögreglan íbúð Hákonar
Eydal í Stórholti. Blóðsýni úr íbúð og bíl hans voru send til
rannsóknar í Noregi og hann var handtekinn.
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/GV
A
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/S
T
EFÁN
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/P
J
E
T
U
R

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80