Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						fieir hæfustu lifa af í Surtsey
Eyjan sem reis úr hafi fyrir meira en fjörutíu árum hefur reynst sumum lífverum gjöful og ö?rum svikul.
En hún er einnig eyja í rénun sem hefur minnka? um helming frá upphafi og útlit er fyrir a? hún ver?i
or?in a? skeri eftir 160 ár.
Fjölmargar lífverur hafa numið
land eða skotið upp kolli í Surtsey
frá því eyjan reis úr hafi fyrir
fjörutíu og einu ári. Sumar dafna
vel meðan aðrar verða að hörfa og
enn aðrar deyja drottni sínum.
Allt líf í eynni virðist undir lög-
málinu komið sem kveður á um að
hinir hæfustu lifi af. Meira að
segja eyjan sjálf verður að berj-
ast við höfuðskepnurnar um til-
veru sína.
Á hverju sumri halda jarð-
fræðingar og líffræðingar út í
eyna til að fylgjast með þessari
baráttu náttúrunnar á þessari
eyju sem er með þeim yngstu í
heiminum.
Líffræðingar á vegum Nátt-
úrufræðistofu Íslands hafa nú
kynnt helstu niðurstöður leið-
angurs sem þeir fóru í dagana 18.
til 21. þessa mánaðar.
Lundinn orðinn Surtseyingur
Lundinn virðist nýfarinn að
treysta bjargi eyjunnar fyrir
varpi sínu því hann sást þar fyrst
verpa í fyrra og var því töluverð
eftirvænting hjá rannsóknar-
mönnum að sjá hvort hann myndi
hafa þann háttinn á einnig í ár.
Skemmst er frá því að segja að
mönnum varð að ósk sinni og sást
sá skrautnefjaði þar með varp sitt
og virðist því vera kominn í hóp
þeirra fugla sem venji komu sínar
í eyna.
Þar með skipar hann sér í ell-
efu tegunda flokk fugla sem
verpa í eynni, að minnsta kosti
þetta árið. Lundinn verður að
deila bjarginu með fýl, teistu og
ritu sem einnig verpa þar.
Máfarnir þrífast vel í Surtsey
en einnig verpa þar nokkrir land-
fuglar eins og snjótittlingur, þúfu-
tittlingur og grágæs. 
Borgþór Magnússon gróður-
vistfræðingur á Náttúrufræði-
stofu Íslands segir þá þróun vera
mjög merkilega því upphaflega
hafi aðeins fuglar sem lifðu á
sjávarfangi lifað í eynni. Nú er
lífsþróun eyjarinnar hins vegar
komin á það stig að hún getur fætt
landfugla á lendum sínum. 
En fyrir suma getur lífið í
eynni verið strit og svo lítur út
sem maríuerlan hafi afráðið að
reyna fyrir sér annars staðar í
ár.
Plöntum fækkar 
Sextíu tegundir háplanta hafa
fundist í Surtsey frá upphafi en í
ár fundu leiðangursmenn aðeins
fimmtíu sem eru fjórum færri en
í fyrra. Telja líffræðingarnir að
sennilega hafi þurrkarnir í vor
vegið að lífsskilyrðum plantnanna
og riðið jafnvel nokkrum teg-
undum að fullu.
En þær plöntur sem hafa tekið
sér bólfestu í eynni dafna ágæt-
lega og er gróðurinn orðinn
gróskumikill í hrauninu á suður-
hluta eyjarinnar og er farinn að
líkjast þeim sem finna má í fugla-
byggðum í úteyjum Vestmanna-
eyja.
Þar ber einnig að líta blóm eins
og baldursbrá, túnsúru og túnfífil
í blómskrúðinni og þar eru þéttar
grasbreiður. 
Ólíklegustu sumargestir finnast
á eynni
Mikið af fiðrildum var á sveimi í
eynni þá daga sem leiðangurs-
menn héldu þar til. Þar á meðal
sáu þeir fiðrildategund sem ekki
hefur gert vart við sig þar áður en
það er svokölluð jarðygla sem
sveimaði yfir höfðum þeirra. Það
var þó ekki eini skrautvængjaði
nýbúinn sem leiðangursmenn
þóttust sjá því stórt erlent fiðrildi
var þar einnig á sveimi en gaf þó
ekki færi á að láta fanga sig og því
eru leiðangursmenn ekki vissir
um hverrar tegundar það er en
telja þó líklegast að þar hafi verið
svokallað aðmírálsfiðrildi á ferð.
Það hefur sennilegast tekið sér
far með vindinum yfir hafið en
þessi tegund heldur alla jafna til á
meginlandi Evrópu.
Land í rénun
Fyrst eftir að Surtseyjareldar
slökknuðu var eyjan tæpir þrír
ferkílómetrar að stærð en nú er
hún ekki nema um einn og hálfur.
Leiðangursmenn taka eftir stöð-
ugu sjávarrofi sem klípur af
hömrunum og umbreyta ásjónu
eyjarinnar. Sjávarhamrar taka
breytingum ár frá ári. 
Guðmundur Guðmundsson töl-
fræðingur hefur unnið líkan þar
sem hann spáir um framtíð eyjar-
innar og samkvæmt þeirri spá
mun Surtsey verða að skeri eftir
160 ár og einungis móbergskjarni
hennar mun standa upp úr sjó. Þó
er ekki útlit fyrir að hún fari öll á
kaf því víða í kring standa björg
upp úr hafi í nágrenni eyjarinnar
og hafa gert í þúsundir ára og
ekkert sem bendir til þess að
bergið í Surtsey geti ekki leikið
það eftir. ?
Sigurður Rúnar
Gunnarson var dæmdur 
í þriggja og hálfs árs
fangelsi en nýtur nú
sveitasælunnar á
Sólheimum.
Stórfelldur
fíkniefnasali
afplánar á
Sólheimum
Deilt hefur verið um það hvort hleypa
eigi ferðamönnum til Surtseyjar en
Steingrímur Hermannsson, formaður
Surtseyjarfélagsins, er því andvígur.
Hjálmar Árnason þingmaður hefur lát-
ið þetta mál til sín taka.
Á að leyfa ferðamönnum að fara
út í Surtsey?
Já, ég tel að það sé tímabært að leyfa
ferðamönnum að njóta þessa stór-
kostlega fyrirbæris sem Surtsey er en
þó yrði að gera það undir ströngu eft-
irliti fræðimanna og annara sem til
þekkja. Ég er viss um að margir ferða-
menn innlendir sem útlendir vildu
ólmir verða vitni að þessu undri og
því gæti Surtsey orðið ein skrautfjöð-
urin enn í íslenskri ferðamennsku.
Er þörf á aukinni fræðslu um
Surtsey?
Ég tel einnig tímabært að almenning-
ur fái aukna fræðslu um landnám líf-
vera og alla þessa stórbrotnu þróun
sem á sér stað í eynni.
HJÁLMAR ÁRNASON Alþingismaður.
Surtsey fer?a-
mannaperla
SURTSEY SEM FERÐAMANNASTAÐUR
SPURT & SVARAÐ
16 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Fjölmargir fræðingar telja lífríki á Surtsey ein-
stakt rannsóknarefni vegna sérstöðu eyjarinn-
ar og nú fyrir skemmstu lauk leiðangri lífræð-
inga á vegum Náttúrufræðistofnunar í eyj-
unni. En hvað er svona sérstakt við þessa
eyju?
Hvernig varð Surtsey til?
Árla dags 14. nóvember 1963 urðu sjómenn
frá Vestmannaeyjum varir við reyk sem stóð
upp úr sjó átján kílómetra suðvestur af Heima-
ey. Sá atburður markar upphaf Surtseyjarelda
sem stóðu með stuttum hléum til júnímánuð-
ar 1967. Gosið hefur þó hafist nokkrum dög-
um áður en sjómennirnir urðu reyksins varir
en 130 metra sjávardýpi er á þessum slóðum. 
Eyjan er nú um það bil einn og hálfur ferkíló-
metri og fer stöðugt minnkandi.
Er líf í eynni?
Fræ hafa borist sjóleiðis til eyjarinnar eða
rekið þangað með öðrum hætti. Til dæmis
hafa fræ borist þangað á pétursskipi. Eins
hafa fræ borist með vindi og fuglum. Í eyj-
unni má þannig finna melgresi, blálilju, gras-
víði, túnfífil, sveppi, mosa, sóleyjar og þörung-
ar svo eitthvað sé nefnt. 
Fjölskrúðugt fuglalíf er í eyjunni en þar má sjá
sólskríkju og fýl og mávar eru þar fjölmargir.
Lundi hefur verpt tvö ár í röð í eyjunni.
Hvað gerir eyna svo sérstaka?
Eyjan, sem heitir eftir norrænum eldjötni, er
einhver yngsta eyja í heimi og gefur ýmsar
vísbendingar um myndun og mótun Vest-
mannaeyja. Jarðfræðingar og líffræðingar hafa
rannsakað eyjunna vel frá upphafi enda varla
til betri staður í heiminum til að rannsaka líf-
og landmótun.
Heimild: Heimasíða Surtseyjarfélagsins,
www.surtsey.is
Yngsta eyja í heimi
FBL GREINING? SURTSEY
fréttir og fró?leikur
2004
1
8
.243
17
.
5
6
3
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDI ÍSLENSKRA NÁMSMANNA
HÉR HEIMA OG ERLENDIS
Heimild: Hagstofan
2003
MYN
D/BORGÞÓR MA
GNÚSS
O
N
LEIÐANGURSMENN Fræðimenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands fylgjast vel með þróun-
inni í eynni. Hér eru á ferð Erling Ólafsson, María Ingimarsdóttir, Sigurður H. Magnússon,
Sturla Friðriksson og Borgþór Magnússon.
LAND Í RÉNUN Leiðangursmenn verða varir við breytingar á sjávarhömrum eyjarinnar ár frá ári en sjórinn tekur sinn toll af eynni. 
MYN
D/BORGÞÓR MA
GNÚSS
ON
MYN
D/V
A
N
ESSA DOUTR
ELEAU
JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
LÍFRÍKI SURTSEYJAR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72