Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 13. nóvember 1975. í kvöld FÉLAG Islenzkra rithöfunda boö- ar til samkomu á Hótei Esju i kvöld, og eru allir íslcnzkir rithöf- undar vclkomnir meö gesti sína. Jenna Jónsdóttir, formaður fé- lagsins, ávarpar gesti, en siðan les Sveinn Sæmundsson óbirt ljóð eftir Kristján frá'Djúpalæk, Guð- mundur Danielsson les kafla úr óprentaðri sögu, Þorvarður Helgason segir frá þingi alþjóð- lega rithöfundasambandsins i Mölle i Sviþjóð og Mats Wibe Lund sýnir skuggamyndir frá Tælandi. Sýni úr afla Gull- bergs I rannsókn Fyrirlestur um bókaútgáfu Guðbrands biskups Þorlákssonar GUTENBERGSYNINGIN að Kjarvalsstöðum hefur verið vel sótt. Hefur hin gamla Guten- berg-prentvél einkum vakið at- hygli manna. Gestir geta fengið afhent sýnishorn af prenti úr vél- inni, sem starfrækt er á sýning- unni. 1 kvöld mun Haraldur Sigurðs- son bökavörður á Landsbóka- safninu, flytja erindi á sýning- unni. Fjallar erindið um bókaút- gáfu Guðbrands biskups. 1 erindi sinu mun Haraldur segja i fáum orðum frá upphafi bókaprentunar á tslandi, en vikja siðan að bóka- útgáfu Guðbrands biskups sér- staklega. Sagt verður frá prent- smiðjustofnun hans og útgáfu- starfsemi, þar sem getið verður helztu bóka, er hann lét prenta, og skýrt frá efni þeirra. Erindi Haraldar hefst kl. 21. Sýningin er opin daglega frá kl. 16—22, nema laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—22. Vitað er, að hópar úr skólum og fræðistofnunum ætla að sækja sýninguna. Rithöfunda samkoma gébé-Rvík — Send verða sýni af sild þeirri, sem Gullberg VE 292 seldi i Hirtshals í Danmörku á þriöjudagsmorgun, til rannsókn- ar hjá Ilafrannsóknastofnun, og munu starfsmenn hennar geta sagt til um það með fullri vissu og sannað, hvort skipið hefur veitt sild þessa á Norðursjávarmiðum eða við tslandsstrendur. Þangaö til niðurstöður þessarar rann- sóknar liggja fyrir, er ekkert hægt um það að segja, hvar skipið hefur fengið þennan góða afla, sem mun vera bezta síld, sem landað hefur verið I Hirtshals i heilt ár og veidd I hringnót, að sögn Jóns B. Jónassonar hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Þá sagði Jón B. Jónasson, að auk sýnanna af sild þeirri, sem Gull- berg fékk, yrðu einnig send sýni af sild af þeim slóðum, þar sem Gullbergs-menn segjast hafa ver- ið við veiðar. Eins og kunnugt er landaði Gullberg siðast i Vestm.eyjum þann 5. nóvember, en ein af á- gizkunum i sambandi við þetta mál er sú, að þá hafi elcki verið landað öllum aflanum, sem var I -skipinu, heldur hafi verið siglt með hann til Hirtshals og hann seldur þar. Veniulega hafa verið um sjö til tólf síldar i kilói þegar islenzku skipin hafa selt i Hirts- hals, en i afla Gullbergs reyndust vera 3—4stk. að meðaltali i kilói. Gullberg VE 292. Vilja, að fóðurverksmiðjan í Salt- vík taki til starfa sumarið 1977 MÓ—Reykjavik — Mikill áhugi er á þvi að i Saltvik i Suður-Þingeyj- arsýslu verði reist fóðuriðjuverk- smiöja. Nýlega boðaöi stjórn Búnaðarsambands S.-Þing. til fundar um málið og boðaði á fundinn fjölmarga aðila, sem þetta mál snertir. M.a. mættu þar allir þingmenn kjördæmisins, aðrif en þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Þar var samþykkt að skora á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir þvi, að tekin verði upp i fjárlög 1976 60 milljón króna fjárveiting til verksmiðj- unnar, og stefnt verði að þvi að hún taki til starfa sumarið 1977. A fundinum voru flutt sjö fram- söguerindi um þetta málefni, en að þeim loknum hófust fjörugar umræður. Voru allir á einu máli um þjóðhagslegt gildi verksmiðj- unnar, og svo hljóðandi ályktun var samþykkt samhljóða: „Fulltrúafundur Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga, Kaup- félags Þingeyinga, Húsavikur- kaupstaðar og Landnáms rikis- ins, haldinn á Hótel Húsavík 7/11. 1975, með þingmönnum Norður- 1andskjörd æ m is eystra, samþykkir eftirfarandi: Fundurinn telur, að óeðlilegur dráttur hafi orðið á nauðsynleg- um f járveitingum til fram- kvæmda við áætlaðar fóðuriðju- framkvæmdir i Saltvik i Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Fundurinn litur svo á, að hér sé um að ræða þjóðhagslega hag- kvæma framkvæmd, sem nýtt getur innlendan orkugjafa, til gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðar- búið. Reynslan hefur þegar sýnt, að þessi fóðuriðnaður er fullkomlega samkeppnisfær við annan iðnað i landinu, og skapar auk þess mikilvæga tryggingu i fóðuröflun fyrir landbúnaðinn, ekki sizt fyrir harðbýlustu héruð landsins. Fundurinn skorar þvi á þing- menn kjördæmisins að beita sér fyrir þvi af alefli, að tekin verði upp i fjárlög 1976, 60 milljón króna fjárveiting, eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar tryggt á annan hátt, til fyrirhugaðrar fóðuriðju við Saltvik, og stefnt verði að þvi að verksmiðjan geti tekið til' starfa sumarið 1977. Bæjarlögmanni Hafnarfjarðar vikið úr starfi Gsal—Reykjavik — A fundi i bæjarstjórn Hafnarfjarðar i fyrradag var ákveðið að visa bæjarlögmanni úr starf i. Astæðan fyrir brottvikningunni er sú, að bæjarstjórn telur, að bæjarlög- niaður hafi misnotað aðstöðu sina við nauðungaruppboð á húseign i Hafnarfirði þann 5. nóv. s.l., þar sem hann bauð i húseignina fyrir sjálfan sig, en ekki á vegum bæj- arins. IÐJA SEGIR UPP KJARASAMN- SKRÁ YFIR AFLA SÍLDVEIÐISKIPA Vegna mistaka birtist ekki i blaðinu I gær listi yfir þau skip, sein hafa verið á síldveiðum viö Suöurland, en hann fylgir hér með: gébé—Rvik. — Þaö voru fjörutiu og þrjú sfldveiöiskip, sem fengu veiðileyfi til sildveiöa viö Suður- land. Fjörutiu skip hafa fengiö einhverja veiöi, og þar af hafa 21 fyllt veiðikvóta sinn, 215 lestir, eða meira. Þrjú skip, sem veiöi- leyfi fengu, hafa enn engan afla fengiö. Hér fer á eftir skrá yfir afla sildveiðiskipanna 40, sem veiöa með nót. Miðað er við upp- lýsingar frá Fiskifélagi tslands og afla lagðan á land til og meö 10. nóvember 1975. Samtalslestir: Albert GK 31 56 Arni Siguröur AK 370 247 Ársæll KE 77 216 Asberg RE 22 213 Ásgeir RE 60 164 BergurVE44 113 Bjarni Ólafsson AK 70 329 Eldborg GK 13 316 Faxaborg GK 80 165 Gisli Arni RE 375 189 Guðm undur RE 29 173 Gullberg VE 292 Hákon ÞH 250 Hamravik KE 75 Harpa RE 346 Helga RE 342 II Helga Guðmundsdóttir BA Hilmir SU 171 Hrafn GK 12 Hrafn Sveinbj. GK 255 Huginn VE 55 ísleifur VE 63 Jón Finnsson GK 506 Jón Finnsson GK 506 Jón Garðar GK475 Keflvikingur KE 100 Kristbjörg VE 71 óskar HalldórssonRE 157 Óskar Magnússon AK Rauðsey AK Reykjaborg RE 25 Sandafell GK 82 Skarðsvik SH 205 Skirnir AK 16 SvanurRE 45 Sæberg NS 9 Vörður ÞH 4 Þórður Jónasson EA 350 Þórkatla II GK 197 Þorsteinn RE 303 örn KE 13 77 242 264 228 118 56 43 230 345 234 217 297 297 65 261 208 107 229 231 236 179 230 107 269 269 235 264 92 73 207 54 FJÓRÐU reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tslands verða haldnir kl. 20.30 i Há- skólabiói i kvöld. Stjórnandi er KARSTEN ANDERSEN aðal- hljómsveitarstjóri, en einleik- arar eru HIDEKO UDAGAWA fiðluleikariog GAYLE SMITH cellóleikari. Enn fremur koma fram nokkrar stúlkur úr Kór Menntaskólans viö Hamrahlið undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. A efnisskránni eru verk eftirClaude Debussy, Áma Björnsson og Johannes Brahms. A myndinm eru þær Udagawa og Smith á æfingu með Sinfóniuhljómsveit Is- lands. Timamynd G.E. INGUAA MÓ—Reykjavík— Félagsfundur i Iðju, félagi verksmiðjufólks, var haldinn á mánudaginn var. Það var einróma samþykkt að segja upp gildandi kjarasamningum, og verða samningar þvi lausir 31. des. Taldi fundurinn sýnt, að á einhvern hátt þyrfti að leiðrétta þá miklu kjaraskerðingu, sem orðin er, en beðið verður eftir kjaramálaráðstefnu ASl, sem haldin verður 2. og 3. des. til aö marka hvaða leiðir eigi helzt að fara. Þá var á fundinum fagnað út- færslu fiskveiðilandhelginnar og varað við undanþágum til handa útlendingum um veiðar innan nýju landhelginnar. Þá mótmælti fundurinn harðlega öllum hug- myndum um samninga við aðrar þjóðir um veiðiheimildir innan 50 milnanna. Einnig átaldi fundurinn harð- lega þá stefnu stjórnvalda i málefnum iðnaðarins, að setja hann skör lægra en aðra höfuðat- vinnuvegi landsmanna. Taldi fundurinn, að sú óheillastefna væri rækilega undirstrikuð i frumvarpi til fjárlaga 1976. Að lokum var samþykkt eftir- farandi ályktun: Fundurinn telur, að með já- kvæöri stefnu i málum innlenda iðnaðarins gætu stjórnvöld lagt fram drjúgan skerf til þess að forðast atvinnuleysi og það böl, sem þvi er samfara. Þvi skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að viðurkenna i verki þann sess, sem iðnaðurinn skipar i atvinnulifi þjóðarinnar. samtals lestir 7.723 Áætlunarflug milli Akur- eyrar og Siglufjarðar gébé Rvik — Flugfélag Norður- lands hefur nú hafiö áætlunar- ferðir frá Akureyri til Siglu- fjarðar, en áætlunarflug þangað hefur legið niðri um langt ára- bil. Farnar eru tvær ferðir i viku, á þriðjudögum og fimmtu- dögum, og til þeirra eru notaðar Aztec og Beechcraft flugvélar félagsins, sem taka 5 og 10 farþega, en auk þess flytja þær fragt og póst. leigu Flugfélags Norðurlands eru fjórar flugvélar, en auk þess hefur félagið eina Douglas-vél á leigu, og er hún að mestu notuð i áætlunarflug til Norðaustur- lands. Afgreiðslu og þjónustu félagsins á Akureyrarflugvelli annast Flugfélag íslands. Framkvæmdastjóri Flugfé- lags Norðurlands er Sigurður Aðalsteinsson, en auk hans eru hjá flugvéiaginu þrír flugmenn og þrir flugvirkjar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.