Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. janúar 1976. TÍMINN 11 ísland og þríðji heimurínn Nýlega er komin út skýrsla stjdrnar aðstoðar tslands við þróunarlöndin. Skýrslan spann- ar fyrsta starfstimabil Aðstoð- arinnar þ.e. frá 1971-1975. 1, skýrslunni kennir margra grasa, og ýmislegt er þar, sem er sérstaklega áhugavekjandi fyrir þá sem áhuga hafa á stuðningi við þriðja heiminn. SUF siðan hefur fengið leyfi til þess að birta úr skýrslunni að vild og höfum við umsjónar- menn siðunnar ákveðið að gefa þessum málaflokki nokkuð rúm á næstunni. Margir islendingar hafa nú farið til starfa meðal þróunar- landanna, og eru ýmsir þeir sem fyrst fóru til starfa komnir til tslands aftur, en sumir hafa framlengt starfssamning sinn. Núverandi stjórn aðstoðar- innar skipa: Ólafur Björnsson pröfessor form. Jón Kjartans- son forstj. Ólafur Einarsson sagnfr. Gunnar Schram prófessor og Pétur Einarsson. ísland og aðstoð við þróunarlöndin. — Hvað eru þróunarlönd og hver er tilgangur að- stoðar við þau? Hugtakið þróunarland hefur að visu verið skilgreint á nokkuð mismunandi vegu, en yfirleitt eru menn þó sammála um að fá- tækt sé megineinkenni þróunar- landa. Samkvæmt þvi ættu raunverulegar þjóðartekjur á mannað vera helzti mælikvarð- inn á það, hvort ákveðið riki teljist þróunarland eða ekki. Um hitt má svo deila, við hvaða tekjumark skuli miða i þvf efni. Fyrir2-3árum voru 700$ þjóðar- tekjur á mann algeng viðmiðun i þvi efni, en með aukinni verð- bólgu i heiminum hækkar þetta mark eðlilega. Hafa ber og hug- fast, að allur samanburður á þjóðartekjum landa i milli er annmörkum háður, þar sem bæði er álitamál hvort gengis- skráning sú, sem lögð er til grundvallar sé rétt, auk þess sem ólik náttúruskilyrði geta gert samanburð rauntekna i mismunandi löndum meira og minna óraunhæfan . (Sem dæmi um hið siðastnefnda má nefna, að hitabeltisveðrátta þýðir ókeypis upphitun húsa fyrir ibúa þar, og miklu minni tilkostnað við húsnæði og jafn- vel klæðnað. Ef þjóðartekjur i löndum Mið-Afriku eru þannig t.d. bornar saman við þjóðar- tekur i Kanada eða Sovétrikjun- um verður munur þjóðartekna gjarnan til muna meiri en mun- ur raunverulegra lifskjara). Fleiri mælikvarðar en þjóðar- tekjur á mann koma til greina, er meta skal efnalega afkomu þjóða, svo sem ólæsi, meðalævi, hlutfallstala þeirra, er landbún- að stunda o.fl. Tilgangur aðstoðar við þróun- arlöndin samkvæmt þeim skiln- ingi, sem hér er i það lagður, er þvi sá, að leitast við að brúa það bil, sem er milli hinna auðugu ogfátæku þjóða. Um skipulagða viðleitni i þessa átt hefir varla veriðaðræða fyrr en eftir siðari heimsstyrjöld, enda voru flest þróunarlandanna nýlendur fram að þeim tima, þannig að það taldist eingöngu verkefni nýlenduveldanna að veita að- stoð við eflingu atvinnuvega á þvi svæði, sem nýlenduveldin lutu. Þó að nokkur atvinnuleg uppbygging ætti sér þannig stað i ýmsum nýlendum, þá miðaðist hún þó gjarnan meira við hags- muni nýlenduveldis þess, er fjármagnaði uppbygginguna, heldur en ibúa nýiendnanna. Eftir siðari heimsstyrjöldina tekur sú stefna hins vegar að ryðja sér til rúms meðal ný- lenduveldanna, að veita nýlend- unum stjórnarfarslegt frelsi. Ástæðurnar fyrir þessari stefnubreytingu voru ýmiss konar, en þyngst munu þar á metunum annars vegar vaxandi kröfur frá ibúum nýlendnanna, um pólitiskt sjálfsforræði sem sumstaðar leiddi til vopnaðra uppreisna og skæruhernaðar, hins vegar sú, að nýlenduveld- unum varð ljóst, að yfirráð yfir nýlendum skiluðu ekki þeim hagnaði, sem gert hafði verið ráð fyrir á þeim tima, þegar kapphlaup stórveldanna um yf- irráð yfir nýlendunum stóð sem hæst. Skal sú saga ekki rakin nánar, enda eru henni gerð skil i grein Ólafs R. Einarssonar hér á eftir. Er nú raunar svo komið, að dagar nýlenduveldanna i þeim skilningi að um bein póli- tisk yfirráð nýlendna sé að ræða, megi skoðast taldir, sið- asta mikilvæga vigið i þeim efn- um var nýlenduveldi Portúgala, sem hrundi á siðasta ári. En pólitiskt sjálfsforræði er ekki nóg til þess að rjúfa þann vitahring fátæktarinnar, sem gömlu nýlendurnar áttu við að búa. Til atvinnulegrar uppbygg- ingar þurfti fjármagn og tækni- kunnáttu, en hvorugt var fyrir hendii þróunarlöndunum. Ljóst var þvi, að ef gera átti átak i þvi efni að auka hagvöxt i þróunar- löndunum og bæta efnahagslega afkomu ibúanna, varð til að koma viðtæk hjálp erlendis frá. Þegar Sameinuðu þjóðunum var komið á fót eftir siðari heimsstyrjöldina komu þar fljótlega fram raddir um það, að þeim bæri að hafa forystu um það að veita þróunarlöndunum efnahagsaðstoð og skipuleggja framkvæmd hennar. Var skömmu eftir stofnun S.Þ. á vegum þeirra hafizt handa um allviðtæka könnun á þvi', hverj- ar væru orsakir fátæktar i þró- unarlöndum og i hvaða mynd aðstoð þeim til handa yrði veitt, þannig að hún kæmi að sem mestu gagni. Hefir þeim athug- unúm verið haldið áfram i ýms- um myndum til þessa dags. 1 upphafi gerðu menn sér vonir um það, að hægt væri að ná vænlegum árangri i þeim efnum á skömmum tima með tiltölu- lega litlum kostnaði ef aðstoðin væri einkum i mynd tækniað- stoðar. (Sbr. „Four Point programme Trumans Bandarikjaforseta er hann setti fram i ræðu árið 1948 og vakti þá mikla athygli). Reynslan sýndi þó fljótl. að ekki var hægt að binda of miklar vonir við árangur tækniaðstoð- arinnar, þar sem skortur fjár- magns, og slæmt menntunará- stand i þróunarlöndunum var Þrándur i Götu þess, að tækni- aðstoðin gæti komið að notum. Skömmu eftir 1960 var á þingi S.Þ. gerð ályktun þess efnis, að skora á hinar efnaðri þjóðir heimsins að stefna að þvi að 1% af þjóðarframleiðslu hvers rikis skyldi varið til aðstoðar þróun- arlöndunum. Misjafnlega hefir þó gengið að fá þvi hrundið i framkvæmd, þó hafa Norður- löndin öll, að Islandi undan- teknu, nálgast það mjög, að þessu marki verði náð. A vegum S.Þ. hefir verið komiðá fót fjölda stofnana, sem unnið hafa bæði almennt að þvi, að skipuleggja aðstoð við þróun- arlöndin almennt (þróunarsjóð- ur S.Þ. tækniaðstoð S.Þ. o.fl.), svo og að sinna sérverkefnum (matvælastofnunin, heilbrigðis- málastofnun o.fl.). Þó að mikið hafi þannig verið unnið að þessu málefni i þágu S.Þ.hefir fjárskortur þó hamlað mjög allri starfsemi þeirra i þágu þróunarlandanna. Mestur hluti þeirrar aðstoðar, sem veittur er þróunarlöndunum, er i mynd tvihliða (bilateral) að- stoðar, þ.e. hún grundvallast á samningi miii þess lands er að- stoðina veitir og þess, sem hana þiggur. Ástæðan til þess, að svo erfitt hefir reynzt að afla f jár til aðstoðar á margliða (multila- teral) grundvelli er sú, að stór- veldin og jafnvel mörg smærri rikjanna lika eru ófús til að leggja fram meiri háttar fjár- muni til aðstoðar við þróunar- löndin án þess að geta haft áhrif á það hvert sú aðstoð fer. Ekki skal hér gerð nein til- raun til þess að gera skýrslu um árangur þeirrar umfangsmiklu starfsemi sem frá lokum siðari heimsstyrjaldar hefir verið innt af hendi af hálfu alþjóðlegra samtaka og einstakra rikja i þágu aðstoðar við þróunarlönd- in. Ekki fer hjá þvi að sá árang- ur sé misjafn. Hið mikla djúp, sem i menningarlegu tilliti er staðfest milli þróunarlandanna og þeirra landa, er aðstoðina veita, torveldar mjög alla sam- vinnu milli veitenda og þiggj- enda aðstoðarinnar um fram- kvæmdhennar. Mestur hluti að- stoðarinnar er eðlilega látinn i te af hinum iðnvæddu stórveld- um, en talsverðrar tortryggni gætir i þeirra garð af hálfu hinna nýfrjálsu þróunarlanda, og er það m.a. arfur frá ný- lendutimanum. 1 mörgum þró- unarlandanna hefir þó átt sér stað markverður hagvöxtur á undanförnum árum, og hvað sem öðru li'ður þá hlýtur aðstoð frá hinum efnaðri þjóðum að verða óhjákvæmilegt skilyrði þess, að draga megi úr hinni sáru fátækt þróunarlandanna. Trygging fyrir þvi, að aðstoð við þróunarlöndin komi að fyllstu notum getur hins vegar aðeins fengizt á grundvelli reynslu, sem langan tima tekur að öðlast. Á island hlutverki að gegna sem aðili að að- stoð við þróunarlönd- in? Þessari spurningu ber tvi- mælalaust að svara játandi. Þó að miklar sveiflur eigi sér að visu stað i þjóðarbúskap Islend- inga frá ári til árs, er það þó ó- umdeilanleg staðreynd. að ts- land er i hópi þeirra landa jarð- arinnar þar sem almenningur býr við einna bezt kjör. Sam- kvæmt OECD skýrslum um verðmæti þjóðarframleiðslu á mann i aðildarrikjum þeirrar stofnunar hefir tsland komizt i 2.-4. sæti er vel hefir árað, en allt niður i 10. sæti i slæmu ár- ferði, svo sem var 1968-’69. En allur þorri þeirra rikja heims, sem ' bezta efnahagsaf- komuhafa, eiga aðild að OECD. Þegar af þessari ástæðu verður að telja það siðferðilega skyldu Islendinga að taka þátt i hinni alþjóðlegu hjálparstarfsemi, sem hér er um að ræða. Vegna tortryggni margra þróunar- landa i garð stórveldanna, sem áður hefir verið minnzt á, verð- ur að telja, að smárikin hafi sér- stöku hlutverki að gegna sem þátttakendur i' aðstoð við þróun- arlöndin. Þá má og geta þess, að vegna margvislegra samskipta, serh Island hlýtur að hafa við þróun- arlöndin á alþjóðlegum vett- vangi er það okkur nauðsyn að öðlast þekkingu á högum þeirra og njóta góðvilja þeirra. Islend- ingar hafa i mörgum efnum sameiginlega hagsmuni með þorra þróunarlandanna. Er verndum fiskimiða og annarra náttúruauðlinda þar nærtækt dæmi. Hitt getur svo auðvitað verið álitamál, hvort aðstoð lslands við þróunarlöndin eigi einvörð- ungu að vera i þeirri mynd, að við leggjum fram fé til alþjóð- legra stofnana, eða hvort við eigum aðsinna þar sjálfstæðum verkefnum, eftir atvikum i samvinnu við nágrannaþjóðir okkar, svo sem Norðurlanda- þjóðirnar. Þau rök hafa verið borin fram til stuðnings fyrrnefnda sjónar- miðinu, að þannig megi bezt tryggja, að það sem lagt er af mörkum til aðstoðarinnar renni óskipt til þeirra er hennar njóta, en sjálfstæð starfsemi hafi allt- af i för með sér stjórnunar- kostnað o.þ.h. Þetta er þó i rauninni á misskilningi byggt, þvi að auðvitað hefir starfsemi alþjóðlegra stofnana stjórnun- arkostnað í för með sér, sem ó- víst er að sé minni en samsvar andi kostnaður innanlands. Ef lögð er hins vegar áherzla á sið- ara atriðið sem nefnt hefir verið sem rök fyrir þátttöku Islands i aðstoð við þróunarlöndin, þá er ekki vafi á þvi, að æskilegast er að tslendingar stjórni sjálfir þeirri aðstoð, sem þeir veita þróunarlöndunum. Á þann hátt fá þeir tækifæri til að kvnnast vandamálum þeirra og eignast menn, er sérfróðir vrðu um málefni þeirra, þjóðfélagsháttu og menningu. Sú skoðun varð lika ofan á við setningu löggjaf- ar um aðstoð við þróunarlöndin á Alþingi 1971. 1 umræðum á Alþingi um lög- gjöfina um aðstoð Islands við þróunarlöndin hafði það tals- vert borið á góma. að eðlilegt væri að Island tæki þátt i sam- starfi norrænna þjóða um að- stoð við þ.-óunarlöndin. Þegar á árinu 1971 var hafizt handa um undirbúning aðildar Islands að þessu samstarfi. en til fram- kvæmda gat það ekki komið fyrr en um mitt ár 1973. Hefir mest af þvi fé. sem veitt heíir verið til aðstoðarinnar farið til .þess að greiða framlag islands Frh. á bls. 15 Munurinn á llfskjörum almennings I þriðja heiminum s.k. og hinum vestrænu velmegunarlöndum eykst stöðugt. Annars vegar hungur og sjúkdómar — hins vegar gnótt alls, raunar á stundum ofgnótt. — Þessu verður að linna, ef ekki á illa að fara, þvl að sá dagur kemur — og kannski fyrr en okkur varir — að alþýða manna I þróunar- löndunum krefst réttar sins með góðu eða illu. Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.