Tíminn - 28.05.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.05.1978, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 28. mai 1978. „Þegar Frakkarnir töldu sig örugga á þvi, aöég geröi ekki byitingu, tóku þeir mér tveim höndum.” Litið við hjá listamanninum Erró V „Það er þessi ferski franski andblær, sem ég elska” FI ' Það var ekkcrt auðvelt aö negla listamanninn Erró eða Guðmund Guðinundssun niður, þar sem hann var að störfum viö uppsetningu sýningar sinnar, sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum fyrsta dag I.istahátiðar. Hann var bókstaf- lega á þönum og settist ekki alian tiinann, sem við stóðum við. „Leyfðu mér að sýna þér fyrst sýnishorn af myndum minutn um rússneksa áróðurs- list", sagði hann strax og benti á mynd, sem gefa á nokkra hug- mynd uin hugarflug Rússa, þegar israel er annars vegar. ,,Það tók mig 15 ár að viða efn- inu að, en Ur þvi urðu lika 14 málverk, sem ég er sérstaklega ánægður með”. „Anægöur” og „heppinn” eru tvö lýsingarorð sem hvað oftast koma fram á varir Errós. Hann viröist þakklátur mörgu fólki, sem orðiö hefur á vegi hans, og ómögulegt er að fá hann til þess aö rifja upp nokkuð dapurlegt frá þeim árum, þegar hann sýndi i Listamannaskálanum, en þá kunnu tslendingar vist ekki að meta neitt frá honum annað en mósaik. „Það er margt fólk, sem hjálpaði mér á sinum tima, eins og t.d. Matthias Jóhannessen, sem alltaf hefur verið hvetjandi fyrir mig og hvatt mig til þess að sýna hér. Erlendur Einarsson forstjóri gerði mér eitt sinn stóran greiða, — ég gat nú reyndar borgað skuld mina fljótt, — nú og svo hún Guð- munda Kristinsdóttir frænka mín, sem hefur „reddað” ýmsum hlutum fyrir mig. Að ógleymdum fósturföður minum á Klaustri Siggeir Lárussyni. Gylfi Þ. Gislason, — ég veit ekki hvort hann er lifandi ennþá, — sem var menntamálaráðherra eða fjármálaráðherra, um það leyti sem ég hleypti heimdrag- anum, var méreinnig mjög inn- anhandar. ,,En þú færð mig ekki til þess Erró: Frakkland er áreiöanlega eina landið i heiminum, þar sem engin ritskoöun viögengst. (Veldi tilfinninganna sællar minningar). að tala um fortiðina. Það góða við mig, er að ég lit aldrei til baka. Það er alveg útilokað fyrir mig að hitta oft fólk, sem vill tala um gamla timann. Ég vil vera í hringiðu lifsins”. Og hringiða lifsins fyrir Erró er i París. ,,Þar kemur til mi'n fólk, sem stoppar stutt en hefur mikið að segja. Það segir mér sinar ferðasögur og ég segi þvi minar. Það er svo dásamlegt. Mér likar vel við Frakka og þeim við mig. Þegar þeim var orðið ljóst, að ég myndi ekki skipta mér af pólitik þeirra og efna til óeirða eins og Cohn-Bendit,tóku þeir mig inn á stokk til sin. Frakkar eru svo skemmtilega „nonchalants”, kærulausir og óski pulagöir — en þó ekki. Þeir vilja halda i mann, þá einu sinni maður er kominn. Okkur útlendingum er jú bannað að skipta okkur af stjórnmálum þeirra, en allt Sýnishorn af rússneskri áróöurslist. Efniviöinn fékk Erró sendan frá kunningja sinum I Moskvu á 14 ára timabili. Myndin heitir tsraei.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.