Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 86
V in n in g ar ve rð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . DÝRIN TAKA VÖLDIN! MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA OSF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FARÐU ÁMYNDINASPILAÐULEIKINN! 11. HVERVINNUR! Vill Keanu Reeves í hlutverk Erlendar Teiknimyndin Jonah: A VeggieTa- les Movie verður frumsýnd á föstudaginn en þar er gamla biblíusagan um Jónas í hvalnum færð í nýjan búning. Myndin hefst á því að sendi- ferðabíll fullur af syngjandi græn- meti með Robba tómat í farar- broddi bilar á þjóðvegi. Á meðan grænmetishópurinn bíður eftir dráttarbíl hittir hann lötustu sjó- ræningja sem sögur fara af og þeir stytta ferðalöngunum stundir með því að segja þeim söguna af Jónasi. Jónas er einhvers konar bréf- beri sem flytur skilaboð frá Guði. Hann ann starfi sínu en svíkst undan merkjum þegar honum er falið að flytja þjóðflokki sem hann hefur andstyggð á skilaboð. Hann stingur af og fer á sjóinn þar sem hann kemst í kynni við sjóræn- ingja og endar í iðrum hvals. Ævintýrum hans lýkur þó síður en svo í maga hvalsins en þar rennur upp fyrir honum að það dýrmætasta sem maður getur fengið er annað tækifæri þannig að hann ákveður að taka sig saman í andlitinu og klára verkefnið sem honum var falið. Myndin er eingöngu sýnd með íslensku tali og á meðal þeirra sem ljá sjóræningjunum, Jónasi og grænmetinu raddir sínar eru Pétur Örn Guðmundsson, Björg- vin Franz Gíslason, Hildigunnur Þráinsdóttir og Örn Árnason. Biblíugrænmeti Harry Potter verður í jólafríi þetta árið en þeir sem þrá alvöru ævin- týri í bíó um jólin þurfa ekki að örvænta. Eragon mun fylla skarðið en rétt eins og Harry Potter þá byggir hún á vinsælli ævintýra- bók. Þá eru tökur á Gyllta áttavit- anum í fullum gangi en þessi fyrsta mynd sem byggir á vinsælum þrí- leik Philips Pullman verður jóla- mynd ársins 2007. Fyrsta bók rithöfundarins unga Christopher Paolini kom út á íslensku í fyrra og vakti mikla athygli en bókin hafði þá þegar farið sigurför um heiminn, verið þýdd á fjölda tungumála og selst í yfir tveimur milljónum eintaka. Það þarf minna en þetta til að ná athygli mógúlanna í Hollywood sem keyptu kvikmyndaréttinn á bókinni í snarhasti. Afraksturinn er væntanlegur í bíó á Íslandi í desember en þá verður Eragon með ekki ómerkari mönnum en Jeremy Irons, John Malkovich og Robert Carlyle í lykilhlutverkum frumsýnd. Öll meginstef Eragon eru kunnug- leg en sagan fjallar um sveitapilt- inn unga Eragon sem finnur dreka- egg og dregst í framhaldinu inn í heim töfra og harkalegrar valda- baráttu. Eggið er forn arfleifð drekariddaranna og nú reynir á hvort Eragon sé maður til þess að halda merki þeirra á lofti og berj- ast gegn Veldinu illa og konungi þess. Íslenskir aðdáendur Eragons hafa beðið þess með óþreyju að fá næstu bók í flokknum í hendurnar en þeirri bið lýkur á miðnætti annað kvöld þegar forsala á bók- inni hefst hjá Eymundsson í Smára- lind. Bókin heitir Öldungurinn og þar halda ævintýri Era- gons áfram og lífsháskinn sem bíður hans þar er engu minni en í fyrstu bókinni. Myndin um Eragon þykir líkleg til vinsælda í vetur enda þarf hún ekki að etja kappi við önnur stór ævin- týri sem leynast þó handan við hornið. Harry Potter mun mæta til leiks eina ferðina enn í júlí á næsta ári í Harry Potter og Fönixreglunni og Gyllti áttavitinn, fyrsta myndin sem byggir á feikivinsælum Norð- urljósaþríleik Philips Pullman, kemur fyrir augu áhorfenda í desember þetta sama ár. Bækur Pullmans þykja, ef eitt- hvað er, betri en sögur J.K. Row- ling um Harry Potter en fáir eru þó líklegir til þess að skáka Harry þegar kemur að sölu á bókum og bíómiðum þó að framleiðendur Gyllta áttavitans gangi að því sem vísu að myndin muni mala þeim gull. Saga Pullmans er heimspekilegri en gengur og gerist um ævintýri af þessu tagi þó að vissulega séu allir grunnþættir ævintýrisins til stað- ar með áherslu á baráttu góðs og ills. Bækurnar í þríleiknum eru þrjár, Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónauk- inn. Hin unga Lyra Belacqua er aðalpersóna Gyllta áttavit- ans. Hún býr í heimi hlið- stæðum okkar heimi þótt hann sé um margt frábrugðinn þeirri veröld sem við þekkj- um. Hún kemst að því að heimur hennar er umkringdur öðrum sam- liggjandi heimum þegar besta vini hennar er rænt af dularfullum verum. Þá leggst hún í sannkallað heimshornaflakk og flækist í væg- ast sagt skuggalega svikamyllu illra afla. Faðir hennar, Asríel lávarður, leikur lykilhlutverk í baráttunni við myrkraöflin. Öllu verra er að átta sig á hvar hin fláráða frú Coult- er stendur en hún tekur Lyru að sér og virðist hafa varhugaverðar áætl- anir um framtíð stúlkunnar. Breska stúlkan Dakota Blue Richards hreppti hlutverk Lyru eftir mikla leit en 10.000 stúlkur mættu í áheyrnarprufu fyrir hlut- verkið. Richards, sem er 12 ára, er mikill aðdáandi bóka Pullmans og er sögð hafa þráð það heitt að fá að bregða sér í hlutverk söguhetjunn- ar. Daniel Craig kemur ferskur úr hlutverki James Bond og leikur Asríel lávarð og sjálf Nicole Kid- man fer með hlutverk frú Coulter. Þá skýtur Eva Green, sem leikur á móti Craig í Casino Royale, upp kollinum í einum heima myndar- innar sem nornin góða, Serafina Pekkala. Harðjaxlarnir Sam Elliott (Tombstone) og Ian McShane (Deadwood) láta einnig til sín taka í myndinni þannig að enginn skortur er á úrvalsleikurum í myndinni sem Chris Weitz (About a Boy, Antz) leikstýrir. Sean Connery lék James Bond manna fyrstur í Dr. No. og hefur að flestra mati verið hinn eini sanni Bond síðan þá. George Lazenby fékk það vanþakkláta verkefni að fylla skó Connerys þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af Bond. Hann stóð sig með ágætum en lék njósnarann aðeins einu sinni. Eftir að Lazenby fór í fússi var Connery troðið í smókinginn eina ferðina enn í Diamonds Are Forever. Eftir það sagði Connery „aldrei aftur“ og röðin kom að Roger Moore ferskum úr sjónvarpsþáttunum um Dýrlinginn. Nálgun Moores var í raun út úr kú sé horft til þess sem áður hafði verið gert. Léttleikinn var í fyrirúmi og trúðslætin í Moore gerðu Bond myndirnar nánast að gamanmyndum. Þetta gekk samt upp og hingað til hefur enginn leikið Bond jafn oft og Moore. Timothy Dalton, alvarlegur Shakespeare leikari, tók við af Moore. Hann skorti bæði töffið sem Connery hafði og var of flatur og litlaus til þess að geta fyllt skó grínistans Moore. Hann fékk tvö tækifæri og svo var það búið. Þá birti heldur til yfir ásjónu Bonds. Pierce Brosnan fékk loks að spreyta sig og Bond varð aftur töffari. Goldeneye var ákveðið aftur- hvarf til Connerys. Grínið var til staðar en harkan var aftur kominn í kappann. Fyrstu tvær Brosnan-myndirnar stóðu vel fyrir sínu en síðan fjaraði undan og það verður vart við leikarann sakast. Dellan tók völdin aftur í handritunum og því fór sem fór. Með ráðningu Daniels Craig í hlutverkið hefur verið tekin afgerandi stefnubreyting. Hann er gerólíkur forverum sínum en fær að njóta sín vel skrifaðri Bond mynd sem leggur megináherslu á hörkuna sem menn þurfa að hafa til að geta drepið fólk án þess að blikka auga. Daniel Craig er Bond eins og Ian Flemming skrifaði hann og Connery reyndi að túlka á tímum þar sem ekki var hægt að gera hvað sem er í bíó. Nú er allt leyfilegt og Craig nýtur þess. George Lazenby sagðist í lok On Her Majesty’s Secret Service hafa allan tímann í heiminum þar sem hann hélt vankaður á látinni eigin- konu sinni í fanginu. Þeir sem leika Bond hafa hins vegar takmarkaðan tíma og Craig þurfti ekki nema rúmlega tvær klukkustundir til þess að sanna sig og komast jafnfætis Connery. Bondarnir sex
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.