Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. nóvember 1981 fréttir ■ „Sumargleðin” margfræga heldur siðustu skemmtun sina i Súlnasal Hótel Sögu i kvöld og hefjast skemmtiatriðin klukkan 22.30. Þessi siðasta skemmtun er haldin itilefni þess að Fálkinn h.f. afhendir þeim Sumargleðimönn- um gullplötu vegna mikillar sölu á plötunni „Sumargleðin syngur”. Vinnupallarn- ir f uku utan áf kirkjunni ■ Vinnupallar fuku utanaf kirkjunni á Húsavik i óveðrinu sem geisaði þar i fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vik voru þessir vinnupallar reistir i sumar og siðan þá hefúr verið unnið að viðgerðum á kirkjunni. Kirkjan sjálf skemmdist ekkert i óveðrinu. —SJó. Umferðar- slys á Hellisheiði ■ Siödegis i gær rákust jeppi og rúta saman á Hellisheiði i brekk unni rétt fyrir ofan skiðaskálann. Okumaður jeppans var fluttur á slysadeild Borgarsjúkrahússins en ekki reyndist unnt að fá upp- lýsingar um hversu alvarlega hann er slasaður þar i gær. wmaammmKmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmamtmm Út af vegin- um og niður í fjöru ■ Ung stúlka fótbrotnaði þegar bÍD sem hún var farþegi i fór útaf veginum og ofan i fjöru, skammt frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Að sögn lögreglunnar á Akra- nesi mun ökumaðurinn hafa misst stjórn á bilnum með þeim afleiðingum að hann fór yfir malarkant og niður i fjöru. Hálka var mikil á veginum. Þrjár stúlkur voru i bilnum, en aðeins ein slasaðist. Kærir Video- son h/f fyrir ríkis- saksóknara ■ „Mér er i sjálfu sér ekki svo sárt um þessi lög sem visað er til I kærunni”, sagði Sigurður Karls- son leikari, sem nýlega hefur kært fyrirtækið Video-son til sak- sóknara rikisins fyrir brot á út- varpslögum og e.t.v. fleiri lögum. „Það sem vakir fyrir mér er að gera tilraun til aö vernda höf- undarréttinn, en hann er fótum troðinnaf þessum kerfum eins og allir vita. Ráðherrar hafa risið upp og reynt að afsaka aögerðar- leysi saksóknara á þeim grund- velli að ekki hafi borist til hans kæra og með þessu vildi ég bæta úr þvi. Mér fannst timi til kominn aö ganga úr skugga um þaö hvort yfirvöldgetiendalaustkomist hjá þviaðhalda uppilögum ilandinu, það eina sem gert er i þessu er að „kanna málið” með þvi að skipa nefndir. Það fyllti mælinn þegar borgarstjórn Reykjavikur leggur blessun sina yfir þessa lögleysu og greiðir götur lögbrjóta”, sagði Sigurður. Ástand loðnustofnsins: „HAFI ÞAÐ VERIÐ SVART ER ÞAÐ SVARTARA NU” — segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur ■ „Þaö hefur náðst mikill árangur með þeirri aðstoð sem Islendingar hafa veitt okkur á Capo Verde og ég tel að við get- um margt af ykkur lært. Ekki bara á sviði fiskveiða heldur getið þið kennt okkur ým islegt á sviði jarðvarmanýtingar, upp- byggingar heilbrigðisþjónustu og á sviði félagslegrar uppbygg- ingar”, sagði Silvino Da Luz, utanrikisráðherra Capo Verde, en hann er nú staddur hér á landi ásamt fylgdarliði til að undirrita nýjan samning um þróunaraðstoð Islendinga við Capo Verde, en samningur sá sem áður var i gildi rann Ut 30. sept. sJ. „Við höfum átt við mjög skæða og langvarandi þurrka að stríða það má segja að það hafi varla komið dropi Ur loftiá und- anförnum 14 árum. Land- búnaður er okkar undirstöðuat- vinnugrein svo það geta allir séð i hendi sér hvaða áhrif ■ Einar Benediktsson sendiherra og Siivino Da Luz, utanrikisráð- herra Capo Verde ræðast við á blaöamannafundi sem haldinn var á Hótel Sögu i tilefni af undirritun nýs samnings um þróunaraðstoð islands við Capo Verde sem utanrikisráðherrar landanna undir- rituðu i gær. Tlmamynd Ella „Getum margt af ykkur laert” — segir utanríkisráðherra Grænhöfðaeyja þurrkarnir hafa haft á efna- hagslíf okkar” sagði ráðherr- ann. Eins og kunnugt er, þá er vél- báturinn Bjartur nú á heimleið eftir að hafa verið næstum tvö ár við þróunarhjálp á Capo Verde. Magni Kristjánsson skipstjóri var verkefnisstjöri þ-óunaraðstoðarinnar og hefur hann lagt fram ýmsar hug- myndir varðandi framtið að- stoðarinnar. Nú er i undirbúningi bygging nýs fiskiskips sem verður sér- hannað með aðstæður á Capo Verde íhuga. Skipið verður svo- kallað fjölveiðiskip, sem hægt verður að gera út á mörg veiða- færi. A Capo Verde búa nú um það bil 300.000 manns,Vegna lélegs efnahagsástands á umliðnum árum hafa margir flust á brott og er talið að Capo Verde menn sem búa i öðrum löndum séu ná- lægt 600.000. Eyjaskeggjar eru mjög háðir, bæði þessum brott- fluttu löndum sinum og erlendri aðstoð efnahagslega. Það kom fram i máli ráðherrans aö með áætlun sem nú er búið að gera, stefna eyjarnar að efnalegu sjálfstæði. —Sjó ■ ,,Ég held að þaö sé (H-ðið greinilegt að sú mæling sem við skiluðum i október hafi verið of lág. En engu að siður tel ég aö ástand toðnustofnsins sé að verða mjög slæmt”, sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur, en hann er leiðangursstjóri um borö i Bjarna Sæmundssyni sem nú er við loðnuleit norður af Islandi. „Við höfum ekki fundið neina loðnu sem við höfðum ekki séð áður. Við höfum leitað á svæðinu milli 68 og 59 gráðu norður breiddar og 14 og 18 vestur lengd- ar, eða á þvi svæði sem minnst hafði verið leitað á áður og mest von var til að finna eitthvað nýtt, við fundum að visu smáblett en ekkert sem skiptir sköpum”. — Er þá útlitið svart? „Já, hafi það verið svart þegar við fórum i leiðangurinn, þá er það svartara núna”, sagði Hjálmar. —Sjó Jónas Haraldsson — ekki Jónas Haralz ■ 1 blaðinu i gær var sérstaklega greint frá þvi’ að Jónas Haralds- son, aðstoðarfréttastjóri á Dag- blaðinu og Visi, hefði haft sam- band við Ómar Valdimarsson, simleiðis til Bandarikjanna en Jónas hafði þá fyrr um daginn sagt blaðamanni Timans að hann vissi ekki hvernig væri hægt að ná sambandi við ómar og að hann hefði ekki simanúmer hans. Blaðamanni urðu hins vegar á þau mistök þegar hann nafn- greindi Jónas, að nefna hann Haralz i stað Haraldssonar. —AB Sænsk gœðavara, sem þolir álían samanburð. Ljósaperur 25w-100w, kertaperur, kúluperur og Ij SKAUPFÉIAGH) 1 IJ ■ TjTTT^BI lýFli WgmlÍP BWiimI V gBfegggi^Y 1 1 I J M 1 —Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.