Tíminn - 18.08.1982, Qupperneq 18

Tíminn - 18.08.1982, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 frímerkjasafnarinn flokksstarf vý. '^ít K^y' 2\s%' Hinir ýmsu stimplar sýningarinnar. Félag frímerkjasafnara í Reykjavík 25 ára ■ Hér í þáttunum hefi ég áður minnst á að Félag frímerkjasafnara í Reykjavík væri 25 ára á þessu ári. Þessa var minnst að nokkru á afmælisdeginum í júní, en nú stendur til að gera afmælinu enn betri skil. Fyrir skömmu átti ég samtal við formann félagsins, Pál Ásgeirsson og gaf hann mér ýmsar upplýsingar um hátíðahöldin. Par er þá fyrst að nefna mikla frímerkjasýningu, sem haldin verður á Kjarvalsstöðum dagana 19.-23. ágúst. Er ég kalla þetta mikla frímerkjasýningu, cr það bæði vegna þess magns frímerkja er þarna verður sýnt, sem og vegna þeirra safna sem þar verða en þau eru í ótrúlega háum gæðaflokki. Safn Arvelins úr sögu Finnlands hefir áður hlotið fern gullverðlaun Safn Astedt frá Svíþjóð hefir hlotið 11 alþjóðleg gull og eitt stórt gull. Safn Görsa Hedbom hefiri hlotið 6 gull. En nóg um gullmennina. íslendingar taka einnig þátt og verður forvitnilegt að sjá mörg söfn þeirra. T.d. safn Pórs Þorsteins, Þjóðskjalasafnsins og Jóns Halldórs- sonar, svo nokkuð sé nefnt. Þá verða einnig Færeyingar með. Má þar nefna Ingvard Jacobsen og Thorolf Björklund. írar koma hér cinnig við sögu og heimsækja afkomcndur sína hér á landi. H. Mitchell sýnir finnska stimpla. P. Casey sýnir „Tour of London", svo nokkuð sc ncfnt. Þá verður þetta tækifæri fyrir okkur að sjá safn Þjóðverjans Bliese af skildingum og auramerkjum. Þá verða aðgöngumiðar að afmæl- isfagnaði félagsins á Hótel Sögu seldir á sýningunni. Sýningin verður svo opin daglega frá klukkan 14.00 til klukkan 22.00, nema á iaugardeg- inum frá klukkan 14.00 til klukkan 20.00. Þetta verður í fyrsta skipti, sem íslensk frímerkjasýning hefir sér- stakt efni á hverjum degi. Á opnunardeginum verður notaður hinn almenni stimpill sýningarinnar. Daginn eftir, 20. ágúst cr svo dagur póstsins með sérstakri mynd í stimpli. Þann 21. ágúst cr svo dagur Félags frímerkjasafnara, með enn nýrri mynd. Þá er 22. ágúst dagur Landsþings L.Í.F. með merki Lands- sambandsins í stimplinum. Loks er svo lokadagurinn, 23. ágúst, dagur ungra frímerkjasafnara, með alþjóð- legu merki samtaka þeirra í stimplin- um. Þarna er þvi um 5 mismunandi stimpla að ræða á sýningunni. Þarna hefi ég talið upp 3 atriði, sem gera sýningu þessa sérstaka. * m ■ Unniö aö uppsetningu frímerkjasýningar Stimplafjöldann, gæði safnanna og stærð sýningarinnar. Öllum þeim, sem ég hefi rætt við, ber saman um að þetta sé allt fyrst og fremst verk Páls, formanns félags frímerkjasafn- ara. Megi raunar næstum segja að sýningin sé það sem kallað er „One man show". Að vísu þarf alltaf nokkra til að halda slíka sýningu, en of mikil áhersla verður víst varla lögð á þátt Páls í henni. Þá verður ennfremur minjasýning frá Póstminjasafni íslands í Hafnar- firði. Verða þar ýmsir gripir, sem notaðir voru af póstum hér áður fyrr. Póstmannafélag íslands mun cnn- fremur sýna sögu sína og störf. Verður það einnig forvitnilcgt. Er við lítum til þessara 25 ára, sem liðin eru frá stofnun félagsins, finnst okkur sem að henni stóðum kannske ekki langur tími. En þeim unglingum sem upp eru að vaxa í dag finnst þetta vcra löng leið og víst hefir mikið vatn runnið til sjávarsíðan. Af stofnendum félagsins eru nú aðeins 13 eftir lifandi og enn starfandi í félaginu. Það er orðinn fámennur hópur, sem eitthvað mun fá að heyra frá félaginu á þessum tímamótum, vegna framlags síns og þolgæðis. Þann 21. ágúst, á degi F.F. verður því haldinn hátíðarfundur félagsins af þessu tilefni. Verður þar vafalaust glatt á hjalla og meira minnst á gömlu góðu dagana, en leikið sér með frímerki. Að lokum vil ég svo óska félaginu og stjórn þess til hamingju með aldarfjórðungsafmælið. Þetta er að- eins fyrsta stóra skrefið á langri leið. Hvað okkur stofnendum tekst að lifa mörg slík skref veit Guð einn, en njótum þcirra meðan þau eru og vinnum félaginu, óskadraumnum okkar allt það gagn er við megum. Hafnarfirði 8.8. ’82. Sigurður H. Þorsteinsson. . ? r ■ Frá hátíðarfundi í F.F. Andlit Páls Asgeirssonar á miðri mynd. Sigurður H. Þorsteinsson skrifar Héraðsmót í Skagafirði Hið árlega héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 28. ágúst og hefst kl. 21.00. Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra flytur ávarp. Listafólkiö Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes syngja við undirleik Jóns Stefánssonar. Jóhannes Kristjánsson fer með qamanmál. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Nefndin. VestfjarðakjördæmL Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi verður haldið að Núpi 28. og 29. ágúst n.k. og hefst kl. 14.00 laugardaginn 28. ágúst. Áhersla er lögð á að fulltrúar fjölmenni á þingið. Stjórn kjördæmlssambandsins. • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókbancl PRENTSMIDJA SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUFT£Í» mUdllU^'-x n C^dda h f. Veist þú hverju það geturJM^ forðað “ yU^EROAR UMBOÐSMENN Akranes: GuðmunOur B|ornsson Jaðarsbraul 9. s 93-1771 Bolungarvik: Knslrun Benediktsdotlir. Hatnarg 115. s 94-7366 Akureyri: Viðar Garðarsson. Kambagerði 2 s 96-24393 Stöðvarfjörður: Johann Johannsson VarmalanO' s 97-5850 Borgarnes: Unnur Bergsveinsdottir Þorolfsgotu 12 s 93-7211 isafjörður: Guðmunöur Sveinsson. Engiaveg. 24. s 94-3332 Húsavik: Hafliði Jostemsson Garðarsbraut 53 s 96-41444 Höfn: Khstm Sæbergscottir Kirkiubraut 46 s 9*-853’ Rif: SnaMis Kristmsdottir. Haar.fi 49 s 93-6629 Súðavik: Heiðar Guðbrandsson Neðfi-Grund S 94-6954 Raufarhöfn: Arm Heiðar Gyttason Solvollum. s 96-1258 Vik: Ragnar Guðgeirsson Kirk uveqi« s 99-'’86 Ólafsvik: Sle'an Johann Sigurðsson Éngihl.ð 8 S 93-6234 Hólmavik: Guðbjorg Stefansoonir Brottugotu 4. s 95-3149 Þórshöfn: Knstmn Johannsson Austurvegi 1 s 96-01157 Hvolsvóllur: Bara Sdmuncsoott.' Solheimum s 99-5« 72 Grundarfjörður: Johanna Gusla'söotiir. Fagurholstum 15 s 93-8669 Hvammstangi: EyjOltur Eyiolfsson s 95-1384 Vopnaljörður: Margret Leilsdonir Kolbemsgotu 7 s 97-3127 Hella: Guðrun Arnaoottir Pruðavangi 10 s 99-580« Stykkishólmur: Esther Hansen. S.lfurgotu 17. s 93-81'5 Blönduós: Oiga Ola Biamaoottir Arbraut 10. s 95-4178 Egilsstaðir: Pall Petursson Arskogum 13 s 97-1350 Vestmannaeyjar: Birna Porhallsocni' Buðardalur: E00a TrvoQvadottir s 93-4 «67 Skagaströnd: Arnar Arnorsson Sunnuvegi 8. s 95-4600 Seyðisfjörður: Porflis Berqsoonn Oougotu 11 s 97-2291 Kirk;uvegip4 s 98- «592 Sfokkseyri: Sturla Ge.t Paisscn Patreksfjörður: Vigd.s Helgaoottir. Sigtuni 8 s 93-1464 Sauðárkrókur: Guttormur öskarsson Skag- firðmgabr 25. s 95-5200 og 5144 Neskaupstaður: Porleitur G Jonsson Nesbakka 13. s 97-7672 Snæ'eih s 99-32'4 Eyrarbakki: Bildudalur: DagbfOrl Biarnadottir Longuhlið 37. s 94-2212 Sigluljörður: Fnðfmna Simonaröottir. Aðalgotu 21. s 96-71208 Eskifjörður: AsOis Vaiöimarsdonir Hliðarenoavegi 4B 5 97-b24t Petui Gisiason Gamla-Læknishus.nu Flateyri: Guðrun KristjansdotYir. Brimnesvegi 2, s 94-7673 Ólalsfjörður: Heiga Jonsdonir. Hrannarbyggð 8. s 96-62300 Reyðarfjörður: Marmo Sigurbjornsson Heiðarveg. 12 s 97-41'9 Þorlakshöfn: Frankhn Benediktsson SkalhoHsDraul 3. s 99-3624 Suðureyri: Lilja BernodusOOtlir Aðalgotu 2. S 94-6115 Dalvík: Brynjar Fnðleifsson. Asavegi 9. s 96-61214 Fáskruðsfjórður: Sonia AndresOon.r Pmgholli. s 97 5148 Selfoss: Punðuf Ingollsoonir Hjarðarholt. 11 s 99-1582 Hveragerði: Slemunn Gisiaaottir Breiðumork 11 s 99-4612 Grindavík: Olma Ragnarsoonir Asbraul ' s 92 020' Sandgerði: Sn^iaug Sig'usafrtir Suðurgotu 18 s ^2-'453 Keflavik: Eria Guðmunosocnn Gren.teig45 s 92-n65 Ytri-Njarðvik: Stemunn SnpHsfl Ingim Ha'narbvggð 2' « 92-3826 Innri-Njarðvik: Johanna Aðaislemscottir Stapa'eik s 92-6C-4' Hafnarfjörður: Hilmar Kristmsson Heiga Gestsoottir , Nonnustiges n9'-53203 s v 91-71655 Garðabær: Sigrun Friðgeirsoottir Heiðarlunoi '8 S 91-44876 AÐALSKRIFSTOFA - AUGLÝSINGAR RITSTJÓRN SÍÐUMLILA 15 - REYKJAVÍK - SÍMI 86300 Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Frumsýnir spennumyndina When a Stranger Calls (Oularfullar sfmhringingar) Þessi mynd er ein spenna frá upphafi til enda. Ung skóiastúlka er fengin til að passa bðm á . kvöldin, og lífsreynslan sem hún lendir í er ekkerf grín. Blaðaummæli: An efa mest spennandi mynd sem ég hef séð (After dark Magazine) Spennumynd ársins. (Oally Tribute) Aöalhlutverk: Charles Durning, Carol Kane, Colleen Dewhurst Bönnuð bömum innan t6 ára Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Salur 2 Hvellurinn (Blow out) John Travolta varð heimsfrægur fyrir myndimar Saturday Night Fever og Grease. Núna aftur kemur Travolta fram á sjónar- sviðið í hinni heimsfrægu mynd DePalma BLOW OUT. Sýnd kl. 5,7, 9.05 og 11.10. Salur 3 Óskarsverðlaunamyndlna Amerískur varúlfur í London (An Amerlcan Venvolf in London) Það má með sanni segja að þetta er mynd i algjörum sérflokki, enda gerði John Landis þessa mynd, en hann gerði grínmyndimar Kentucky Fried, Delta klíkan, og Blue Brothers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa handril að James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrirförðun i mars s.l. Sýnd kl. 5,7 og 9 Píkuskrækir Jj Pussy Talk er mjög djörf og jafn- framt fyndin mynd sem kemur öllum á óvart. Myndin sló öll aðsðknamiet I Frakklandi og Sviþjðð. Aðalhlutverk: Penelope Lamo- ur, Nils Horfzs. Leikstjóri: Frederlc Lansac. Stranglega bönnuð börnum Innan 16 ára. Sýnd kl. 11 Salur 4 Flugstjórinn (ThePilot) „ fliff Roocrtson ThcPlTOT The Pilot er byggð á sönnum atburðum og Iramleidd i cinema- scope eftir metsölubók Robert P. Davis. Mike Hagan er frábær flugstjóri en áfengiö gerir honum lífið leitt. AðalhluN.: Cliff Robertson, Diane Baker, Dana Andrews. Sýnd kl. 5,7 og 11.20 Fram í sviðsljósið (Being There) (4. mánuður) Grínmynd í algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk hún tvenn Óskarsverðlaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aðalhlutverk: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvln Douglas og Jack Warden. Leikstjóri: Hal Ashby. fslenskur textl. Sýnd kl. 9.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.