Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						SUNNUDAGUR 21. AGUST 1983

FRA OMUNATIÐ HAFA
ÝMIS DÝR VERIÐ KENND
SÉRSTÖKUM       EIGIN-
LEIKUM EÐA MERKI-
LEGUM HÆFILEIKUM SEM
BEST HEFUR KOMIÐ FRAM
í FORNUM DÆMISÖGUM
OG ÆVINTÝRUM SEM ALL-
IR KANNAST VIÐ. ÞANNIG
ER REFURINN GÆDDUR
KÆNSKU ÞORPARANS,
LJÓNIÐ     HUGDIRFSKU
HERKONUNGSINS, SNÁK-
URINN TUNGU SVIKARANS
OG          KÖTTURINN
SAMVISKULIPURÐ HINS
KÆNA DIPLÓMATA. EN
EKKERT DÝR HEFUR
FENGIÐ Á SIG JAFN MIKIÐ
ORÐ FYRIR VITSMUNI OG
UGLAN, - MEIRA AÐ
SEGJA ER HÚN OFT GERÐ-
UR SPEKTNGUR AÐ VITI í
SUMUM ÆVINTÝRUM. ÞÓ
ER HENNILÝST SEM ÁKAF-
LEGA     DRAMBLÁTUM
FUGLI OG HÉGÓMLEGUM
í SUMUM SÖGUM OG
VERÐUR HENNI ÞÁ
GJARNA HÁLT Á ÞVÍ,
ENDA DRAMB FALLI
NÆST. AUÐVITAÐ ER ÞAÐ
HIN ALVÖRUÞRUNGNA
ÁSJÓNA     UGLUNNAR,
ÞUNGLYNDISLEGT OG
STRANGT AUGNARÁÐIÐ
ÁSAMT KYRRLÁTU FASI
HENNAR ÞAR SEM HÚN
SITUR í EINHVERJUM
HÁUM STAÐ, SEM ER
SKÝRINGIN Á ÞESSU ÖLLU
SAMAN. NEI, ÞAÐ ER EKKI
UNDARLEGT AÐ HÚN ER
LÁTIN VERA DÓMARI í
DEILUMÁLUM DÝRANNA
OG TEKUR SIG PRÝÐI-
LEGA ÚT MEÐ BÓK OG
GLERAUGU. ER HÚN EKKI
í SKJALDARMERKI LÆR-
DÓMSSETURS     ÞEIRRA
NORÐANMANNA,
MENNTASKÓLANS Á AK-
UREYRI?
¦ Ævar Petersen.
Hér á íslandi verpir ekki nema ein
uglutegund, branduglan, og hún lætur
ekki mikið á sér bera og þeir eru líklega
fáir sem nokkru sinni hafa séð henni
bregða fyrir úti í náttúrunni. Stofninn er
heldur ekki stór að mati fuglafræðinga.
Þó varð vart við þessa uglu meira á
síðasta ári en löngum áður, því þá bárust
Náttúrufræðistofnun íslands margar
ábendingar frá fólki sem varð vart við
uglur og brátt varð ljóst af hverju þetta
stafaði. Við Helgar-Tímamenn fórum
og ræddum við Ævar Petersen hjá
Náttúrufræðistofnun um þetta fyrirbæri
og gripum tækifærið til þess að spyrja
hann um ýmislegt annað sem uglur
varðar í leiðinni.
„Nú, það er þá kannski rétt að fara
fyrst fáeinum orðum um þessa einu
uglutegund sem hér verpir, brand-
ugluna," segir Ævar Petersen, „Brand-
uglan, sem á fræðimálinu heitir „Asio
Flammeus" er fremur nýr landnemi
meðal íslenskrá fugla, því fyrsta hreiðrið
er talið hafa fundist árið 1912 í Vetleifs-
holtshverfi í Holtum á Suðurlandi. Snæ-
ugla varp einnig hérlendis til skamms
tíma, en hreiður hennar hafa ekki fund-
ist seinasta aldarfjórðung, svo vitað sé.
Branduglunnar fór þó ekki að gæta
hér að ráði sem varpfugls fyrr en á
áratugnum 1920-1930, en nú á tímum er
hún varpfugl á láglendi um land allt.
Víðast verpa þær strjált, eru algengastar
í Borgarfirði vestra, í Eyjafirði og í
Þingeyjarsýslum. Þó er langt frá því að
varpútbreiðslan sé nægilega vel þekkt.
Því eru allar ábendingar og upplýsingar
sem lesendur geta veitt með þökkum
þegnar.
Branduglur voru þekktar sem flæk-
ingar á íslandi, áður en þær fundust með
hreiður og líklega hafa þær orpið hér við
og við, þótt hreiður hafi ekki fundist fyrr
en 1912.
Má álykta að slíkt flakk eigi sér stað
enn þann dag í dag, þótt engin brandugla
merkt erlendis hafi náðst hér á landi.
Erlendar branduglur þekkjast ekki á'
annan hátt frá þeim íslensku, þar sem
litur og önnur útlitseinkenni eru svipuð."
Þegar á tímum Eggerts Ólafssonar er
minnst á unglur sem flækinga hér á
landi, þótt biskup nokkur Pontoppidan
að nafni sem nokkru fyrr fór hér um
segði að hér fyndust engar uglur."
En nú varð vart víð óvenjumargar
uglur hér árið 1982?
„Já, þessi „ganga" kom okkur mjög á
óvart. Eins og áður segir er erfitt að gera
greinarmun á fslenskum og erlendum
branduglum, því þær líta nær eins út og
því urðum við að ráða í það eftir öðrum
leiðum hvernig á þessu stóð.
¦  Ekki er ofsögum sagt af alvarlegu yfirbragði ugluunar, enda er hún sögð djúpvitur,
hvort sem satt er eða ekki. En á það ekki við um margan manninn lika...
Á um tveimur vikum 1982 fengum við
óvenju mikið af tilkynningum um brand-
uglur, sem settust á skip í kring um
ísland og væri það ekki eðlilegt ástand,
hefði verið um íslenskar branduglur að
ræða. Á þessum tíma hafði átt verið
austlæg í alllangan tíma og í öðru lagi
henti þetta einmitt þegar branduglur frá
Skandinavíu eru í farflugi á leið til
suðlægari landa. Við þessi skilyrði hefur
fuglana hrakið hingað til lands í all
miklum niæli. Slíkt hefur vafalaust gerst
oftar en í þetta sinn. Þar mun skýringin
komin á þeim flækingum sem hér sáust
áður en þessi tegund byrjaði að verpa
hér. Þareð branduglur verpa á íslandi,
þarf hins vegar mikinn fjölda af fuglum
til þess að svona „ganga" fáist greind,
svo ekki er víst að menn hafí alltaf orðið
varir við svipaðar og minni göngur
áður."
Er mikið um þessa uglutegund í Skandi-
navíu?
„Já, og í fyrra var einmitt mjög gott
varp í Skandinavíu og mikið af ungum.
Því var mikið af branduglum á ferðinni,
þegar hausta tók. Þetta tvennt, austlægir
vindar og mikill fjöldi af uglum á
ferðinni á sama tíma, varð svo til þess að
við urðum hér varir við mikinn fjölda af
þessum fuglum.
„Já, margar þeirra settust á skip úti
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24