Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.10.1986, Blaðsíða 19
Föstudagur 17. október 1986 Tíminn 19 m fca tn fe ta h * H * Míj wrwm Birgitta Ulfsson og Erna Tauro í Norræna húsinu Laugardaginn 18. október kl. 16.00 verður flutt í Norræna hús- inu dagskrá, þar sem tveir góðir gestir frá Finnlandi koma fram; leikkonan BIRGITTA ULFSSON og lagahöfundurinn og píanó- leikarinn ERN TAURO. Dagskrána nefna þær „PÁ KÁNSLIGA FOT- SULOR". Birgitta Ulfsson les upp ljóð og syngur vísur við undirleik Ernu Tauro, en hún hefur samið all flest lögin. Dagskráin hefst með upplestri úr Kalevala, en síð- an flytur Birgitta Ulfsson ljóð eftir þekkta finnska höfunda og má nefna Runeberg, Diktonius, Lars Huldén, Solveig von Schultz, Bengt Ahlfors o.fl. Þær Birgitta og Erna Tauro hafa flutt þessa dagskrá víða í Sviþjóð og alls stað- ar hlotið mikið lof fyrir í sænskum blöðum. Sunnudaginn 19. október fara þær til Akureyrar, þar sem þær skemmtaí „Fiðlaranum" kl. 15.00. Birgitta Ulfsson og Erna Tauro eru leikhúsgestum hér að góðu kunnar, en þær hafa báðar komið og skemmt á Listahátíð. Birgitta Ulfsson kom fram á Listahátíð 1984 ásamt sænsku leikkonunni Stinu Ekblad og fluttu þær dagskrá undir nafninu „Nár man har kánslor" og var flutningur þeirra ógleymanlegur þeim sem sáu. Erna Tauro vann með Leikfé- lagi Reykjavíkur er það setti upp „Leikhúsálfana" eftir Tove Jans- son á Listahátíð 1972, en Erna Tauro samdi tónlistina við leikrit- ið. Birgitta Ulfsson hefur leikið frá 1950 og var hún um 20 ára skeið ráðin við Lilla Teatern í Helsinki. 1982 flutti hún til Svíþjóðar, þar sem hún hefur starfað m.a. við Al- þýðuleikhúsið i Gautaborg. Auk þess hefur hún leikið í kvikmynd- um, í sjónvarpi og í útvarpi. Erna Tauro nam við Sibelíusar- akademíuna í Helsinki. Að námi loknu réðst hún til Lilla Teatern sem hústónskáld og undirleikari og sló í gegn er hún samdi tónlist við vísur Tove Jansson um múm- ínálfana. Hún hefur búið í Svíþjóð um árabil og m.a. kennt við leik- listarskóla ríkisins þar. Uppreisn á ísafirði Leikrit Ragnars Arnalds Upp- reisn á ísafirði verður á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á laugar- dagskvöld. Leikstjóri var Brynja Benediktsdóttir og leiktjalda- hönnuður Sigurjón Jóhannsson. Uppreisnin fjallar bæði á gam- ansaman og áhrifamikinn hátt um hin sögufrægu Skúlamál og at- burði sem þeim tengdust í Kaup- mannahöfn, Reykjavík og á ísa- firði í lok síðustu aldar. Bæði sögufrægar, gleymdar og skáldað- ar persónur koma við sögu í þess- ari fjölmennu og viðamiklu sýn- ingu, en í helstu hlutverkum má nefna: Róbert Arnfinnsson, Rand- ver Þorláksson, Kjartan Bjarg- mundsson, Lilju Þórisdóttur, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur og Helga Skúlason. örn Árnason í hlutverki Jósa búdarmanns og Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir sem Díana. Sýning á svartlist frá Úzbekistan Sýning sú frá Úzbekistan, sem sett var upp í húsakynnum MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna að Vatns- stíg 10 i tilefni Sovéskra daga 1986, verður opin um helgina, á laugardag og sunnudag kl. 14- 18. Á sýningunni eru 82 svart- listarmyndir eftir 23 úzbeska myndlistarmenn, allmargar teikningar eftir börn og ung- linga, bækur, ljósmyndir, auglýs- ingaspjöld og listmunir. Að- gangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimili. Pétur Halldórsson í Listasafni ASÍ Nú stendur yfir málverkasýn- ing Péturs Halldórssonar í Lista- safni ASÍ. Grensásvegi 16, efstu hæð. Þetta er fyrsta einkasýning Péturs og eru á henni 25 myndir, aðallega olíu- og akrýlmálverk. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Kaffiveitingar um helgar. Leiksýningar í Iðnó um helgina: Síðustu sýningar á Svartfugli Nú er komið að því að hin áhrifamikla uppfærsla Leikfélags Reykjavíkur á Svartfugli verði að víkja fyrir öðrum verkefnum. Leikgerð Bríetar Héðínsdóttur á þessari frægu skáldsögu Gunn- ars Gunnarssonar hefur nú verið sýnd við mjög góðar undirtektir frá því um mitt síðasta leikár. í Svartfugli segir frá frægum morðmálum vestur á Rauðasandi í byrjun nítjándu aldar. Þar er sögð mögnuð og áleitin saga. Með helstu hlutverk fara Sig- urður Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jakob Þór Einars- son, Þorsteinn Gunnarsson og Gísli Rúnar Jónsson. Svartfugl er sýndur á sunnu- dag, og er það auglýst sem síðasta sýning. Þorsteinn Gunnarsson og Jakob Þór Einarsson í hlutverkum sín- um sem Eyjólfur Kolbeinsson kapellán - eldri og yngri. Mynd eftir Friðriku Geirsdótt- ur: Engill. Kristinn Sigmundsson sem Luna greifi og Viðar Gunnarsson sem Fellando í II Trovatore. íslenska óperan: IL TROVATORE Úperan II Trovatore eftir Verdi verður sýnd í íslensku óper- unni á laugardagskvöld kl. 20.00. Stjórnandinn í þetta sinn heitir Cem Mansur og kemur frá þjóðar- óperunni í Istanbul í Tyrklandi. Þetta er tuttugasta og fimmta sýningin á II Trovatore, en sl. vor | urðu sýningarnar alls 18. Sigurður Steinþórsson sagði í gagnrýni sinni í Tímanum 16/4 sl.: „... hins vegar kann þetta að vera besta sýning sem hér hefur sést. Allt fór saman; leikstjórn og hljómsveitarstjórn, söngur, leikur, búningar, sviðsmynd, lýsing - bókstaflega allt var vel gert og vel heppnað." „Skissa" '86 Sýning í Gallerí Hallgerði Laugardaginn 18. október kl. 14.00 opnar Guðrún Gunnars- dóttir textillistakona sýningu á vefnaði og klippimyndum í Gall- erí Hallgerði, Bókhlöðustíg 2, Reykjavík. Guðrún hélt fyrstu einkasýn- ingu sína í Gallerí Langbrók árið 1981, en hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis undanfarin 8 ár. Öll verkin á sýningunni eru unnin á árinu 1986. Á myndinni leika Helgi Björnsson og Guðbjörg Thoroddsen kirkju! Upp með teppið, Sólmundur! „Nú er áskriftarsýningum á Upp með teppið...lokið og því er tilval- ið jafnt fyrir einstaklinga sem stóra hópa að lyfta sér upp í Iðnó með Sólmundi og öðrum eldhress- um frumkvöðlum Leikfélags Reykjavíkur," segir í fréttatil- kynningu frá LR. ÍSLENSK GRAFÍK '86 á Kjarvalsstöðum íslensk grafík heldur nú sína stærstu og fjölbreyttustu sam- sýningu á verkum félagsmanna. Á sýningunni eru 155 verk eftir 32 félagsmenn. Sýningin á íslenskri grafík að Kjarvalsstöðum er opin daglega kl. 14.00-22.00 og lýkur á sunnu- dagskvöíd. Sýningar Þjóðleikhússins um helgina Óperan Tosca A föstudags- og sunnudags- kvöld verða sýningar á óperunni Tosca eftir Puccini, sem frumsýnd var um síðustu helgi við mikinn fögnuð áhorfenda. Hljómsveitar- stjóri er Maurizio Barbacini, en leikstjóri var Paul Ross. Gunnar Bjarnason er hönnuður leikmynd- ar og búninga, en ljóshönnuður er Kristinn Daníelsson. Elísabet F. Eiríksdóttir fer með hlutverk óperusöngkonunnar Floria Tosca. Kristján Jóhanns- son túlkar elskhuga Toscu, list- málarann Cavaradossi, en Kristj- án hefur undanfarið gert garðinn frægan í The New York City Op- era, en þar syngur hann Rudolfo í La Bohéme og Faust í samnefndri óperu. Bandaríski baritónsöngv- arinn Malcolm Arnold syngur og leikur Scarpia, lögreglustjóra, sem eins og fleiri girnist Toscu hina fögru. í helstu hlutverkum öðrum eru: Viðar Gunnarsson (Angelotti), Sigurður Björnsson (Spoletta), Sigurður Bragason (Sciarrone), Elísabet F. Eiríksdóttir sem Flor- ia Tosca og Malcolm Arnold í hlutverki Scarpia lögreglustjóra. Guðjón Óskarsson (Djákninn) og Stefán Arngrímsson (fangavörð- ur). Auk þeirra taka stór hljóm- sveit, Þjóðleikhúskórinn, drengja- kór og aukaleikarar þátt í sýning- unni. Samtals er um 150 manns á sviði og í gryfju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.