Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. febrúar 1988 Tíminn 11 lllllll MINNING iillllll!lljilli!l!lillillllllll!!ili!i!ll!l:^ Hallgrímur Jónsson frá Dynjanda Fæddur 11. desember 1902 Dáinn 12. febrúar 1988 Gamall maður hefur hlotið hvíld- ina. Hann afi er dáinn. Og í dag verður hann jarðaður. Hann fæddist þann 11. desember 1902 á Kjarlaksstöðum í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Jón Guðmunds- son og Sigrún Guðmundsdóttir, bæði ættuð af Ströndum. Þau Jón og Sigrún fluttu árið 1909 á Vestfjarða- kjálkann norðanverðan. Þar háði afi sín stríð, starfaði og átti sínar gleði- stundir, allt þar til yfir lauk. Hann kvæntist árið 1925 henni ömmu, Kristínu Benediktsdóttur (1896-1979). Þau hófu búskap á bænum Dynjanda, sem stendur við Leirufjörð, einn Jökulfjarða. Þau komu upp átta börnum, en fjöldi afkomenda þeirra hjóna mun nú vera á milli 50-60. Nokkru eftir seinna stríð var fyrir- séð að hinar nyrstu og afskekktustu byggðir á Vestfjörðum myndu ekki halda velli, en fara í eyði. Afi og hans fólk fluttu sig þá um set til Grunnavíkur. Þau vildu freista þess að vera áfram í sinni sveit og búa að sínu á stað sem þau þekktu og unnu. í Sætuni í Grunnavík vaknaði ég til vitundar um sjálfan mig. Undir verndarvæng afa og ömmu skoppaði ég þar um tún og fjörur og lék mér við hundinn Vask. Þar gekk ég á eftir afa um göngin sem hann gróf gegnum heystálið í hlöðunni og út í fjós. Einhvern veginn finnst mér að í Grunnavík hafi enginn brúkað blótsyrði og mun víst eitthvað vera hæft í þeirri tilfinningu minni. Segir það til um hugarfar þess góða fólks sem þar bjó. Og í Grunnavík horfði ég stundum á stóru skipin sem sigldu hjá úti við sjóndeildarhringinn í skini kvöldsólar. En nú er sólin þeirra afa og ömmu hnigin til viðar. Þau fluttu frá Grunnavík ásamt sveitungum sínum árið 1962 og fór þá sveitin í eyði. Þau settust að á ísafirði. Afi vann við ýmis störf til 1980, er hann hætti að vinna launavinnu. En hann sat ekki aðgerðarlaus meðan hann hafði krafta til einhverrar iðju. Óljósar fregnir fengust um að hann sæti löngum stundum við skrifborðið sitt og föndraði þar með blöð og penna. Árið 1983 komu út æviminningar hans „Saga stríðs og starfa“. Það er með allnokkru stolti sem ég handleik þessa bók núna þegar afi er allur. Best gæti ég trúað, að hann hafi ritað minningar sínar af þörf fræðimanns- ins. Afi vissi að hann hafði reynt ýmislegt á sjálfum sér sem nútíminn hefur litlar forsendur til að skilja. Fyrir okkur sem þekktum hann, skildi hann eftir sig dýrgrip, sem er þessi bók. Að horfa á sveitina sína fara í eyði hlýtur að vera ömurleg lífsreynsla. En aldrei heyrði ég að afi væri beiskur. Hann var þvert á móti fullur fjörs og gáska til hins síðasta. Áhugasamur um pólitíkina og lands- ins gagn og nauðsynjar. Þó kominn væri á níræðisaldur, sjón og heyrn farin að bila og limirnir að stirðna lét hann það ekki aftra sér. Og síðastlið- ið sumar lét hann skutla sér norður í Grunnavík til að líta á byggingar- framkvæmdir afkomendanna, leggja sig í grasið í síðasta sinn og tyggja strá. Afi var alltaf manna kátastur og skrafhreifnastur í fjölskylduveislum og kaffiboðum af ýmsu tagi. Honum þótti gaman að taka lagið, en þótti verra ef við afkomendur hans tókum ekki nógu vel undir. Hann ólst ekki upp á fjölmiðlaöld, en vissi þá skemmtun besta að gleðjast með sínu fólki. En nú er afi allur. Lífs- kertið hans brunnið til fulls. En við sem stöndum honum nærri getum yljað okkur við minninguna um vænan og atorkusaman mann sem lifði lífinu lifandi. Agnar Hauksson. ___LESENDUR SKRIFA_______ Broddur sem særir Ég reyni að fylgjast með sjón- varpsþáttunum Hvað heldurðu? Þetta eru vinsælir skemmtiþættir og má margt gott um þá segja. Og víst eru þeir umhugsunarefni á ýmsa vegu. Þegar ég reyni að flokka spurn- ingarnar og skipa þeim í flokka virðist mér að fyrirferðarmesti þátt- urinn sé amerískar kvikmyndir og leikarar í þeim. Það segir sína sögu um hvert stefnir og á hverju íslensk menning nærist og hvar hún leitar viskubrunna sinna. Hr. ritstjóri! Ég get ekki orða bundist. Snill- ingurinn frá Háeyri lét svo lítið að senda mér þakkir í lesendabréfi til Tímans hinn 12. febrúar sl., vegna hlýlegra hugrenninga til hans nokkru áður í Tímanum (6. febr.) Guðmundur Haraldsson, rithöf- undur, sýndi mér mikinn sóma með því að telja mig með fullu viti og auk þess smekkmann. Þessi ummæli eru ntér mikils virði, og mér vex ásmegin í baráttu minni fyrir réttlátri úthlut- un bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. - Eigi skal láta deigan síga, né stífan standa, heldursolla til sigurs,“ eins og Njalli sagði forðum. „Þá mun vel vora“. Þetta verða mín vísdóms- og áhrínsorð í baráttunni. - Eða hvað? Guðmundur Haraldsson frá Há- eyri sýndi þó full mikið lítillæti í bréfi sínu, er hann sagðist ekki gera ráð fyrir glaðningi, og því síður taka við honum. „Nei, og aftur nei,“ sagði hann, „þetta eru bara Hrossa- gaukar, sem þar ráða...“, og taldi það ekki listaukandi að vera við þá kenndur. Þetta fékk svo á mig, að í fyrrinótt dreymdi mig draum. Mig dreymdi að listaskáldið góða, Guðmundur, hitti Thor Vilhjálmsson. ritara á f síðasta þætti, sem þeim sem birtist alþjóð 14. febrúar, var þrisvar spurt um setningar sem forustumenn í stjórnmálum voldugra þjóða hefðu viðhaft og ummælin alltaf flutt á ensku. Þá er komið að því að gera sér ljóst hvort eigi að kenna mann- kynssögu á íslensku hér á landi. Við lærðum fræg ummæli franskra konunga svo sem: Ríkið, það er ég og París er þó einnar messu virði. Þau voru þýdd á íslensku eins og við kunnum þau og sjáum þau hér. Lærðir menn fyrr á tímum munu hafa kunnað ýmis snillyrði og fræg förnum veg, og varpa framan í hann þessari vísu: „Við Árnesingar erum ekkert líkir hérum, nema síður sé. En Hrossagaukar geiga, þeir geta og mega eiga allt sitt falska fé.“ Ég verð að viðurkenna, að ég varð hráslagalega, grámosalegur er ég vaknaði og leit í morgunspegilinn. Það dró úr mér allan mátt. Baráttu minni var í raun og veru lokið og meistari minn hafði slegið öll vopn úr hendi minni. Mér sýndist hann meira að segja glóa í morgunskím- unni á bak við spegilmynd mína; glotta og segja: „Ég vil ekki vera Thor varla heldur sjálfur Þór, nema síður sé. Guð minn ávallt gæti oss, gefi ekki hinn þunga kross, að þiggja hið falska fé.“ Reiðarslag! Og mér, sem fannst ég var með unna skák. Þetta var ekki einu sinni jafntefli - gjörtapað! Skáldið frá Háeyri hafði risið með reisn úr kafinu og lýst því yfir, að bókmenntaverðlaun væru ekki við hans hæfi, og á sjálfa úthlutunar- nefnd Norðurlandaráðs púaði hann; líkt og Kortsnoj á keppinaut sinn í Kanada. ummæli á latínu, en þau voru líka þýdd á íslensku og því er enn til íslensk þjóð. “Kom, sá og sigraði,, og “Teningunum er kastað,, eru sígildar setningar frá dögum Cesars. Svo mætti lengi telja. Leiðtogi þessara þátta hefur lýst því eftirminnilega hvernig barn hans lærði mál af sjónvarpi. Nú spyr hann á ensku hver þekki orð Chamber- lains um frið um vora daga. Það fellur vel við myndina. En mér verður þetta ónotalegur broddur í skemmtuninni. H.Kr. vora“ Og ég, sem hafði í gleðivímu glaðst yfir hólinu í bréfi skáldsins, og vænst styrks í baráttunni fyrir reisn og réttlæti! - Ég og þjóðin höfðu tapað - í bili þó! En höfundurinn frá Háeyri er ekki dauður úr öllum æðum, sem betur fer. Hann fyllir 70 ár í maí á þessu ári og þá skal hann fá það, ef ég má þar nokkru um ráða. Sjálfur segir hann að vinir munu þá vín til reiða, söngva syngja og meyjar máta, en allan þann afmælisdag verði glaumur og gleði og æst til ásta. Heimsborgarinn hefur sitt fram, þótt hann frábiðji sér frægðarlaun með hógværum hætti. Það er því verðugt verkefni fyrir Lúðvík Hjálmtýsson og Óttar Möller, sem eru aðalmenn í hinni svokölluðu „orðunefnd", að kalla til aukafundar og sæma skáldsnillinginn Fálka- orðunni, sem mundi sóma sér vel á breiðu brjósti hans, hvar undir slær hæglega og hóglega glaðvært hjarta - hjarta hins lítilláta skálds, er hafnar heimsins gæðum, en lítur til himins og hrópar: „Lítið til fugl- anna“ Þeir kroppa ekki augun úr hverj- um öðrum - Það gera gerviskáldin Músarindillinn er minnsti, en mesti fugl íslands. „Það mun vel vora“. 3601-4113 „Þá mun vel Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, Menntamálaráðuneytið og Seðlabanki (síands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg og með samningi við stofnun, sem nefndist Cité Internationale des Arts og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörð- un um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. júlí 1988 - 30. júní 1989. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnar- nefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna að Aust- urstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðu- blöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarrf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 25. mars n.k. Reykjavík, 21. febrúar 1988, Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verður haldinn laugar- daginn 27. febrúar 1988 kl. 14.00, að Suðurlands- braut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi í skrifstof- unni 23. og 24. febrúar kl. 16.00 til 19.00 báða dagana. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna t Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, og föður okkar Viðars Péturssonar Einnig færum við sérstakar þakkir læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsliði deildar 5A Borgarsþítalans fyrir frábæra aðhlynningu í veikindum hans. Vinafélag Borgarspítalans mun njóta andvirði þakkarkorta. Ellen, Véný, Vatnar, Örn Þökkum hjartanlega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Vik Brandur Stefánsson Jóhannes Brandsson Þuríður Halldórs Hrönn Brandsdóttir Guðjón Þorsteinsson Birgir Brandsson Jóhanna Þórhallsdóttir HörðurBrandsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.