Tíminn - 06.07.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 6. júlí 1989
■I................................. HAHRriK ...................................................................................III.............................Illllllllll...................Illlllllllllll......Illlllllllllllllll.............................. ..........Illllllllllllllll................ .........Ilillllllllllllllllllll................... ........................................................■■Illllllllllll..........................................................
Lokað i dag f Ámastofnun
Vegna heimsóknar Spánarkonungs
verður handritasýning Ámastofnunar
lokuð fimmtudaginn 6. júlí.
Háskólafyrirlestur
um menningu Armeníu
Dr. Rudolf Gerorkjan, prófessor við
Vernadsky-stofnunina í Jerevan f Arm-
eníu, flytur opinberan fyrirlestur með
litskyggnum í stofu 101, Lögbergi, Há-
skóla Islands, í dag, fimmtudaginn 6. júlí
kl. 17:00.
1 fyrirlestrinum mun dr. Gevorkjan
fjalla um menningu Armeníu að fomu og
nýju, listir og arkitektúr, svo og um
jarðskjálftana sl. haust og afleiðingar
þeirra. Fyrirlesturinn, sem verður á
þýsku, er öllum opinn.
Opið hús í Norræna húsinu
1 dag, fimmtud. 6. júlí kl. 20:30 verður
þriðji fyrirlesturinn í OPNU HÚSl í
Norræna húsinu.
Þorsteinn Einarsson talar um ÍS-
LENSKA FUGLA. Fyrirlesturinn verður
haldinn á dönsku, en íslendingar em
engu að sfður hjartanlega velkomnir.
Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvik-
myndin „MÝVATN“ með ensku tali.
Sumardagskráin hefur verið fastur liður
í starfsemi hússins allt frá 1979. Hún er
einkum sett saman með tilliti til norrænna
ferðamanna og flutt á einhverju Norður-
landamálanna.
Islenskir fræðimenn halda erindi um
ísland - land, þjóð, sögu og náttúm. Þessi
dagskrá verður öll fimmtudagskvöld í
sumar, en síðasti fyrirlesturinn verður24.
ágúst. Á dagskrá 13. júlí flytur Heimir
Pálsson fyrirlestur um menningu og bók-
menntir á íslandi gegnum 1100 ár. Fyrir-
lesturinn verður á sænsku. Á eftir verður
sýnd kvikmyndin „ELDUR I HEIMA-
EY“
Bókasafnið er opið þessi kvöld til kl.
22:00. Þar liggja frammi þýðingar ís-
lenskra bókmennta á öðmm norrænum
málum og bækur um Island.
1 anddyri eru nýjustu erlendu dagblöð-
in uppi á töflu. Þetta er nýjasta tækni, eða
tclefaxdagblöð; Sverige i dag og Norge i
dag.
Kaffistofa hússins er einnig opin til
22:30 þessi kvöld.
Aðgangur er ókeypis og allir em hjart-
anlega velkomnir.
Sumarsýningar
í Norræna húsinu
17. júní vom opnaðar tvær sýningar í
Norræna húsinu. Sýning á málverkum
eftir Jóhann Briem f sýningarsölum. Sýnd
em um 30 málverk öll í eigu einstaklinga
eða stofnana. Verkin eru máluð á ámnum
1958 til 1982. Sýningin stendur fram til
24. ágúst og er opin daglega kl. 14:00-
19:00.
JÖRÐ ÚR ÆGI nefnist sýning, sem
opnuð var í anddyri Norræna hússins.
Þessi sýning er haldin í tilefni af 100 ára
afmæli Náttúrafræðistofnunar lslands.
Sýningin lýsir myndun Surtseyjar og ham-
fömnum í Heimaey, sem em á margan
hátt táknræn fyrir myndun Islands. Sýndir
em helstu sjófuglar eyjanna og algengar
háplöntur. Einnig er lýst landnámi lífvera
f Surtsey.
Sýningin verður opin fram til 24. ágúst
og er opin kl. 09:00-19:00, nema sunnu-
daga kl. 12:00-19:00.
Fyrirlestrar á Iaugardögum
í Norræna húsinu
Borgþór S. Kjæmested heldur fyrir-
lestra í Norræna húsinu um íslenskt
samfélag á laugardögum í sumar. Kl.
17:00 fer fyrirlesturinn fram á sænsku og
kl. 18:00 verður fyrirlesturinn haldinn á
finnsku.
Borgþór mun svara fyrirspumum fund-
argesta.
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er opið kl. 10:00-18:00
alla daga nema mánudaga.
Leiðsögn um safnið laugardaga og
sunnudaga kl. 15:00. Veitingar í Dillons-
húsi.
Sumarferð Ásprestakalis
Sumarferð Kórs og safnaðarfélags Ás-
prestakalls verður farin sunnudaginn 9.
júlí. Lagt af stað frá Áskirkju kl. 09:00
stundvíslega. Farið verður um Suðumes-
in. Messað verður í Hvalsneskirkju.
Skráning í ferðina hjá Guðrúnu Mag-
dalenu í síma 37788 og hjá Bryndísi í
síma 31116 helst fyrir 4. júlí. Verð 2500
krónur, og er þá allt innifalið.
Sumarferð
Húnvetningafélagsins
Sumarferð Húnvetningafélagsins í
Reykjavík verður farin dagana 15. og 16.
júlí n.k. Gist verður í Þórsmörk.
Upplýsingar I símum 41150 - 681941 -
671673.
Kjarvalsstaðir:
Sýning á verkum
YOUSUF KARSH
í austurforsal Kjarvalsstaða gengst
Ljósmyndarafélag íslands fyrir sýningu á
verkum Yousuf Karsh.
Yousuf Karsh er fæddur í Armeníu
1908 og upplifði hörmungar þjóðar-
morðsins á Armenum. Hann komst til
Kanada fyrir tilstilli frænda síns, þá 16 ára
gamall og hóf nám í Ijósmyndun hjá
hinum víðfræga John Garo í Boston.
Árið 1932 opnaði hann stofu sína í
Ottawa og öðlaðist þegar mikla viður-
kenningu fyrir verk sín. Mynd hans af
Winston Churchill frá 1941 aflaði honum
síðan heimsfrægðar, og aðrar myndir
hans er víða að finna í merkum listasöfn-
um, s.s. Metropolitan í New York, Lista-
safni Filadelfíu, Listasafninu í Chicago,
alþjóðlegu ljósmyndamiðstöðinni í New
York og víðar.
Sýningin að Kjarvalsstöðum er afmæl-
issýning, sem opnuð var 1988, í tilefni
áttræðisafmælis Yousufs Karsh og er
mikill fengur að fá hana hingað til lands,
segir I fréttatilkynningu frá Ljósmyndara-
félagi íslands.
Sýningin stendur til 30. júlí nk.
Sumarsýning á verkum Kjarvals
Hin árlega sumarsýning á verkum Jó-
hannesar Sveinssonar Kjarvals er að
þessu sinni tileinkuð uppstillingum og
kyrralífsmyndum meistarans. Sýningin er
I austursal Kjarvalsstaða.
Kjarvalsstaðir em opnir daglega kl.
11:00-18:00.
Uppstillingar Kjarvals
Menningarmálanefnd Reykjavíkur
stendur fyrir sérstakri sýningu á Kjarvals-
stöðum til 20. ágúst. Sýningin nefnist
Jóhannes S. Kjarval: Uppstillingar. Sýn-
ingin eropin kl. 11:00-18:00 sýningardag-
ana.
Kristján Davíðsson
sýnir í NÝHÓFN
Kristján Davíðsson opnaði málverka-
sýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnar-
stræti 18, laugard. 24. júní kl. 14:00-
16:00.
Á sýningunni em olíumálverk unnin á
þessu ári.
Kristján hefur haldið fjölda einkasýn-
inga og tekið þátt í samsýningum hér
heima og erlendis.
Sýningin, sem er sölusýning, er opin
virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00-
18:00 um helgar. Henni lýkur 12. júlí.
VEGAFRAMKVÆMDIR 1989 - AUSTURLAND
ivarfifttöur
löadalsvik
'suemsnvori
lamarsfjðrdur<
1 Austurlandsvegur
(6 m.kr.)
Mánagarður - Myllulækur.
Undirbygging 4,4 km.
1 Austurlandsvegur
(8 m.kr.)
Fossárvík - Framnes.
Undirbygging 12,2 km.
1 Austurlandsvegur
(3 m.kr.)
Merki - Valtýskambur.
Undirbygging 3,1 km.
96 Suðurfjarðarvegur
(26,1 m.kr.)
Tungá-Víkurgerði.
Klæðing 10,1 km.
96 Suðurfjarðarvegur
(17,9 m.kr.)
Skriður - Höfðahús.
Klæðing 4,9 km
96 Suðurfjarðarvegur
(viðh.) Kambanesskriður.
Styrking 4 km.
96 Suðurfjarðarvegur
(9,2 m.kr.)
Stöðvará - Tóftá.
Klæðing 2,1 km.
Mynd júlímánaðar er eftír Júlíönu Sveinsdóttur: Frá Vestmannaeyjum.
Listasafn íslands:
MYND MÁNAÐARINS
Mynd júlímánaðar í Listasafni fslands
er olíumálverk Júlíönu Sveinsdóttur,
„Frá Vestmannaeyjum, Elliðaey". Mynd-
in er máluð árið 1946 og er stærð hennar
82x90 sm.
Júlíana fæddist I Vestmannaeyjum árið
1889 og minntist Listasafnið 100 ára
afmælis hennar með sýningu á landslags-
verkum síðastliðið vor. Júlíana lést árið
1966.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer
fram alla fimmtudaga kl. 13:30-13:45.
Safnast er saman í anddyri safnsins og er
leiðsögnin ókeypis og öllum opin.
Líkan af Gullfossi.
Sjóminjasafn íslands
í Hafnarfirði
Sjóminjasafn íslands er til húsa í
Brydepakkhúsi I Hafnarfirði, sem var
byggt um 1865, en hefur nú verið endur-
byggt og sniðið að kröfum safnahúss.
Auk fastra safnmuna em sérstakar
sýningar í safninu um tiltekin efni, t.d.
áraskipatímabilið á Islandi. Myndasýn-
ingar (myndbönd, Iitskyggnur og kvik-
myndir) og fyrirlestrar em einnig hluti af
starfsemi safnsins og em auglýst sérstak-
lega.
Elsta hús Hafnarfjarðar, hús Bjama
Sívertsen, byggt um 1803, er I næsta
nágrenni. Þar er til húsa byggðasafn
Hafnarfjarðar.
Opnunartímar Sjóminjasafnsins er yfir
sumarmánuðina (júní-sept.): Þriðju-
daga-sunnudaga kl. 14:00-18:00.
Haukur Dór og Preben
Boye að Kjarvalsstöðum
Nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum
sýning á verkum Hauks Dórs og Prebens
Boye.
Haukur Dór sýnir í vestursal um 50
málverk sem flest em unnin með akrýl á
striga. Myndir Hauks em flestar málaðar
á undanfömum tveimur ámm, en hann
býr nú og starfar í Kaupmannahöfn.
Haukur Dór var á sínum tíma einn af
stofnfélögum SÚM-hópsins, „en alla tíð
hefur hann málað kraftmiklar og tjáning-
arríkar myndir og er án vafa einn mark-
verðasti exressionisti í íslensku mál-
verki,“ segir í fréttatilkynningu frá Kjar-
valsstöðum.
Preben Boye sýnir í vesturforsal 17
höggmyndir unnar í granít. Preben Boye
er kvæntur íslenskri konu og bjó hér um
hríð. Hann hefur einnig búið og starfað á
Grænlandi og má sjá áhrif þess á högg-
myndum hans.
Öll verk þeirra félaganna era til sölu.
Kjarvalsstaðir em opnir alla daga kl.
11.00-18:00.
Sýning Halldórs i Slunkaríki
Halldór Ásgeirsson opnar laugardag-
inn 8. júlí myndlistarsýningu í Sltuikaríki
á ísafirði.
Halldór er fæddur 1956 og nam mynd-
list í París á ámnum 1977-80 og 1983-’86.
Hann hefur gert víðreist um heiminn,
haldið fjölda sýninga, framið gjöminga
og málað veggmyndir.
Sýningin í Slunkaríki er opin fimmtu-
daga-sunnudaga kl. 16:00-18:00 fram til
20. júlí.
Frá Félagi eldri borgara
Göngu-Hrólfur: Gönguferð á vegum
Félags eldri borgara á hverjum laugardegi
kl. 10:00. Farið er frá Nóatúni 17.
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í
dag, fimmtudag. Kl. 14:00 - frjáls spila-
mennska, kl. 19:30 er félagsvist og kl.
21:00 dansað.
Dagsferð verður farin laugardaginn 8.
júlí nk. um Hvalfjörð, Borgames,
Bifröst, Þverárhlíð, Kalmanstungu,
Húsafell, Hraunfossa, Hálsasveit, Reyk-
holt og Dragháls til Reykjavíkur.
Upplýsingar á skrifstofu félagsins í
síma 28812.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins
6.-14. júlí (9 dagar): Homvík. Ferðin
hefst 6. júlí í Reykjavík frá Umferðar-
miðstöðinni og 7. júlí frá Isafirði. Gist í
tjöldum í Homvík og famar gönguferðir
frá tjaldstað. Fararstjóri er Gísli Hjartar-
son.
11. -16. júlí (6 dagar): Hvítámes -
Þverbrekknamúli - Þjófadalir - Hvera-
vellir. Gönguferð milli sæluhúsa í stór-
brotnu landslagi austan Langjökuls. Far-
arstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson.
12. -16. júlí (5 dagar): Landmannalaug-
ar - Þórsmörk. Brottför kl. 08:00 á
miðvikudag og komið á laugardag til
Þórsmerkur. Fararstjóri: Páll Olafsson.
12.-16. júlí (5 dagar): Snæfellsnes -
Dalir - Húnavatnssýsla - Kjalvegur.
Leiðin liggur um Ólafsvík, norðanvert
Snæfellsnes, Dali, um Laxárdalsheiði í
Hrútafjörð, um Vatnsnes að Húnavöll-
um. Til Reykjavíkur verður ekið um
Kjöl. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri:
Baldur Sveinsson.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu
F.I., Oldugötu 3. Ferðafélag Islands
Minjagripasala að Lækjarbakka
í Gaulverjabæjarhreppi
Nú I sumar verður opin listaverka- og
minjagripasala að Lækjarbakka í Gaul-
verjabæjarhreppi. Það er Þóra Sigurjóns-
dóttir, húsfreyja og listakona sem gerir
þessa gripi og hún notar m.a. fslenskt
grjót og rekavið ásamt fjölbreyttu öðm
efni.
Mikil og vaxandi umferð er austur
strandveginn um Óseyrarbrú um þessar
mundir. Margir koma þama við eftir að
hafa skoðað Þorlákskirkju, verið í Sjó-
minjasafninu á Eyrarbakka, Þuríðarbúð
á Stokkseyri, Baugsstaðarjómabúi og svo
áfram um Lækjarbakka, Fljótshóla - þar
er gistiaðstaða til leigu - og upp með
Þjórsá á hringveginn hjá Þingborg, eða
ofan við Urriðafoss vestan við Þjórsárbrú.
Breyttur opnunartími á
Listasafni Einars Jónssonar
Opnun Listasafns Einars Jónssonar hefur
breyst yfir í sumartíma. Frá 1. júní er
safnið opið alla daga kl. 13:30-16, nema
mánudaga.
Höggmyndagarðurinn er opinn allt árið
kl. 11-17.