Tíminn - 25.11.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. nóvember 1989 HELGIN 13 Guðmundur Bernharðsson bjó í 20 ár ásamt konu og börnum í „f járhúsi“ á meðan hann vann að því að yrkja jörðina: Það er erf itt að yfirgefa ævistarfið í dag er gerð útför Guðmundar Bernharðssonar, fyrrum bónda að Ástúni á Ingjaldssandi, en hann varð níræður þann 10. nóvember sl. Aðeins örfáum dögum fyrir andlát hans átti blaðamaður Tímans eftirfarandi viðtal við hann og beið það birtingar er hann lést. Guðmundur hafði lifað mikla breytingatíma á langri ævi. Hann flutti fimm ára gamall að Ingjaldssandi. Þrítugur hóf hann að byggja nýbýlið Ástún af miklum myndarskap. Þar byggði hann allt frá grunni og ræktaði landið af krafti, en Guðmundur hefur alla tíð haft brennandi áhuga á ræktunarstörfum. Guðmundur lítur hér yfir farinn veg með blaðamanni Tímans, en það blað hefur hann keypt í yfir 70 ár. Bjó í 20 ár í „fjárhúsinu“ Árið 1925 fór Guðmundur að búa á Mýrum í Dýrafirði. Á árun- um 1927-1930 starfaði hann hjá búnefnd ísafjarðarkaupstaðar. Vilmundur Jónsson landlæknir var í forystu fyrir nefndinni, en hún var sett á stofn vegna þess að á þessum árum skorti mjólk í bænum. Árið 1930 hóf Guðmund- ur búskap á nýbýlisjörðinni Ás- túni. „Þegar ég kom þangað var þar hvorki hús né tún. Ég gat fengið hálfa dagsláttu, en annað var melur, holt og mosaþembur. Þetta var auðvitað alltof mikil bjartsýni. Á þessum tíma var hvergi hægt að fá jörð. t>að var annað en núna. Ég fór strax að huga að því að byggja. Þegar efnið var komið heim átti ég til 25 krónur. Ég settist á viðarhlaðann og hugsaði með mér: „Hvaða skoll- ans fyrirtæki er ég að fara út í?“ En það þýddi ekkert að velta þessu fyrir sér. Ég hélt áfram og lét ekkert buga mig.“ Þetta hlýtur að hafa verið erfitt? „Þú getur nú rétt ímyndað þér það. Kreppan kom illa við menn. Ég átti nokkrar kindur og eina kú. Sumarið 1929 braust ég við annan mann með dráttarvél yfir fjallið. Vorið eftir sáði ég í tíu dagsláttur. Það var eina von mín að eitthvað kæmi upp úr því. Sumarið 1930 var indælt sumar og gróður varð mikill og ég fékk fóður fyrir skepnurnar mínar. Ég reisti fjárhús með tveimur mænum. í hluta af þessu fjárhúsi innréttaði ég íbúð og þar bjó ég ásamt konu minni og börnum í 20 ár. Til mín komu margir bæði prestar og prelátar. Ásgeir Ás- geirsson forseti kom meira að segja og gisti hjá okkur. Að tuttugu árum liðnum byggði ég íbúðarhús með hjálp barna minna. pá varð lífið allt annað. Hlutirnir fóru að skána upp úr seinna stríði. Það slær á mann óhug að hafa lifað tvær heimsstyrjaldir og allt það sem þær kenndu manni. í fyrra stríðinu upplifði ég matarleysi. Ég var í Núpsskóla 1918. Þá komst ekkert skip að landi vegna ísa og það var ekkert til að borða. Frostið þennan vetur var ægilegt, 35 stig. í svefnskálanum sem var sofið í var aldrei hitað upp. Vatnið sem við bárum inn í húsið gaddfraus. Að endingu kom bátur að ísskörinni með mjölvöru. Skólastjórinn séra Sigtryggur Guðlaugsson treysti sér ekki til að starfrækja skólann vet- urinn eftir. Það var auðvitað erfitt að setja sig niður á svona útkjálka. Fjöll á þrjá vegu og sjór á þann fjórða. Það var mjög erfitt um alla að- drætti. Maður varð oft að bera byrðar á bakinu við erfiðar aðstæð- „Þarna er mitt ævistarf“ Guðmundur bjó í Ástúni til 1972. Hann kenndi í 26 ár við barnaskólann á Ingjaldssandi. Guðmundur og Ásvaldur sonur hans bjuggu félagsbúi frá 1962. Árið 1969 missti Guðmundur konu sína Kristínu Jónsdóttur frá Hnífsdal. Guðmundur talar mjög fallega um hana. „Mér þótti af- skaplega vænt um hana. Hún ól mér sex börn. Eitt þeirra dó við „Þessi kynslóð, sem nú er að hverfa undir græna torfu, hefur átt stærri þátt í því að rækta upp ísland, en nokkur önnur,“ segir Guðmundur." (Tímamynd: Árni) Guðmundur vann að jarðabótum lengst af. fæðingu. Kristín var skemmtileg kona. Hún var fræðandi fóstra og kunni vel að fara með börn. Síðast- liðin tólf ár hef ég búið með góðri konu Önnu Sigmundsdóttur frá Siglufirði og þess vegna hefur ntér liðið afskaplega vel. Eftir að konan mín dó var einhver deyfð og drungi yfir mér. En það breyttist eftir að ég kynntist Önnu. Hennar börn eru mér afar góð og mín börn bera hana á höndum sér. Þetta er minn gleðiauki í dag.“ Ásvaldur sonur Guðmundar hef- ur fram að þessu búið í Ástúni. Guðmundur segist ekki vita hversu lengi verði búið þar. Finnst þér erfitt að sætta þig við að búskapur leggist af? „Já, það er dálítið erfitt, en ég verð bara að sætta mig við þaö,“ segir Guðmundur og sýnir blaða- manni ljósmynd af Ástúni sem honum var færð á afmælisdaginn. „Þetta byggði ég og þetta ræktaði ég. Þarna er mitt ævistarf." í Noregi til að kynna sér jarðrækt Guðmundur fór 22 ára gamall til Noregs til að kynna sér landbúnað og félagsstarfsemi. „Heima kunni maður ekkert nema sjómennsku. Maður var drifinn 15 ára gamall á sjóinn. Unglingar lærðu ekkert til landbúnaðar. Það voru engin verk- færi til. Mér fannst að það væri lítil framtíð í því að gogga þetta með ljá upp í fjöltum og annars staðar.“ Guðmundur segist hafa haft gott af verunni í Noregi. Hann segist að vísu hafa haft nokkuð vinnuharðan húsbónda. „Ég kom þangað þreytt- ur eftir erfitt ferðalag og var sania dag settur í að moka hálmi út um op á húsinu þar sem kornið var þreskt. Húsbóndinn setti kornið í þreskivélina. Ég reyndi náttúrlega að láta hálminn ekki safnast upp hjá mér, en hann herti á sér eftir því sem ég hamaðist meira. Ég sá að hann var að reyna hvað ég dygði. Ég gat náttúrlega ekki verið þekktur fyrir að gefast upp strax fyrsta daginn, en varð auðvit- að steinuppgefinn. Ég var í uilar- skyrtu og hún var orðin svo þæfð um kvöldið að ég komst ekki úr henni, varð að fá félaga minn til að skera utan hana af mér. Þessi norski húsbóndi niinn var 32 ára þegarég kynntist honum, en var þá þegar kominn með hnýttar hendur af erfiði. Hann var sýslu- mannssonur og átti mikið nám að baki. Hann vann hörðum höndum að því að yrkja jörðina. Eftir fyrra stríð var farið að styrkja jarðrækt í Noregi m.a. vegna þess að það var matarskortur á stríðsárunum. Norskir bændur ræktuðu óhemju mikið á árunum milli 1920-1930. Á íslandi kom jarðræktarstyrkurinn árið 1923. Hann hefur átt mestan þátt í að koma þeirri jarðrækt áfram sem sumir eru að finna að og segja að sé allt of mikil. Þessi kynslóð sem er nú að hverfa undir græna' torfu hefur átt stærri þátt í því að rækta upp ísland en nokkur önnur. Það er gaman til þess að vita að maður skuli hafa tekið þátt í þessu stríði." Síðustu árin hefur Guðmundur dundað sér við skriftir. Hann hefur m.a. gefið út tvær bækur, „Smala-_ mennska og ást, sögur og dulrænar sagnir héðan og heiman" sem kom út 1984 og „Bærinn í hlíðinni, ævisaga og menningarsaga“ scm kom út 1985. „Ég er núna með sögu í smíðum," sagði Guðmundur að lokum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.