Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						6 | Lesbók Morgunblaðsins
?
22. júlí 2006
Í
málskrúðsfræði þeirri sem Ólafur
Þórðarson ritaði um miðja 13. öld
fjallar fyrsti hlutinn um hljóðfræði
íslenskunnar, rödd, bókstafi o.s.frv.
samkvæmt latínustafrófinu en síðan
skýrir hann nákvæmlega hljóðfræði
rúnanna í 16 stafa rúnastafrófinu, sem hann
kallar norrænt. 
Það gefur auga leið að Ólafur hefði ekki gert
rúnunum svona góð skil, ef þær hefðu verið
komnar úr notkun enda voru þær á hans dög-
um enn sjálfsagður hluti af daglegu lífi manna
á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum, þótt
latínustafrófið hafi þá verið
í notkun í a.m.k. 150 ár.
Meiri hlutinn af norskum og
sænskum rúnaristum eru
frá miðöldum, eða 12.?15.
öld. Þær eru á legsteinum, kirkjugripum, krot-
aðar á kirkjuveggi, á búsáhöldum o.s.frv.
Mörg rúnakefli hafa fundist við fornleifarann-
sóknir á verslunarstöðum s.s. Bergen, Ósló,
Lundi, Sigtúnum o.fl. Á slíkum stöðum þurftu
kaupmenn að senda skilaboð milli sín eða við-
skiptavina. Þar kom einnig fólk sem beið eftir
afgreiðslu eða húsbónda sínum eða einhverju
öðru og hafði tíma til að sitja á krám eða kring-
um varðelda og krota rúnir sér til dægrastytt-
ingar, enda eru slíkar ristur geysimerkilegar
heimildir um samskipti manna, óskhyggju,
kveðskap, miður fallegt orðbragð og ekki síst
ástamál. Enginn getur ósnortinn lesið rún-
irnar á fallega tálguðu rúnakefli sem ónefndur
maður risti í lok 12. aldar og sennilega faldi
undir gólfi í húsi einu við Bryggjuna í Bergen:
Ann ek svá konu manns, at mér þykkir kaldr
eldr. En ek em vinr vífs þessa. Hinum megin
stendur nafn konunnar: Ása. 
Latínustafrófið var ritað á skinn með bleki
og fjöðurstaf eða á vaxtöflur með sérstökum
stíl og slík tól voru ekki öllum handbær. Rúnir
var hinsvegar hægt að skera á spýtubrot, á
trjágrein eða á rifbein fiskað uppúr súpupotti
og fáir hafa líklega lifað í svo fátæklegu um-
hverfi að einhver hnífgarmur hafi ekki verið
innan seilingar. Slíkar ristur þoldu einnig
hnjask ýmiskonar betur en bókfell og vaxtöfl-
ur. 
Ein slík tækifærisrista fannst í Sigtúnum,
skammt frá Stokkhólmi, 1990. Á rifi úr kú
stendur: Konungr er matar bestr hann gaf
mest hann er þekkiligr (1. mynd). Sá sem risti
rúnirnar hefur væntanlega setið við kjötkatla
konungs og ristað þakkargjörð sína á rif sem
hann hefur verið nýbúinn að naga kjötið af, þá
er beinið meyrt og auðvelt að rista í það. Rifið
fannst í jarðlagi frá því um 1100. Kóngurinn
þekkilegi er því að öllum líkindum Ingi Stein-
kelsson sem ríkti í Svíþjóð á tímabilinu 1080?
1110. Um hann segir í Hervararsögu og Heið-
reks að ?hann var þar lengi konungr og vin-
sæll og vel kristinn og eyddi blótum?. Má af
rúnaristunni ráða að vinsældir Inga hafi að
einhverju leyti byggst á matargæðum hans. 
Rúnirnar hurfu að mestu úr notkun í Dan-
mörku og Noregi og höfuðhéruðum Svíþjóðar í
upphafi 15. aldar, en á Gotlandi, sem á miðöld-
um að mörgu leyti líktist Íslandi, voru rún-
irnar í daglegri notkun fram yfir aldamótin
1600 og í Dölunum þróaðist sérstakt rúna-
stafróf sem bændur þar notuðu alla 19. öldina.
Hér á Íslandi þar sem ekkert týnist sem einu
sinni hefur borist hingað ílentust rúnirnar
fram undir aldamótin 1900. 
Þegar rúnirnar bárust hingað á seinni hluta
9. aldar höfðu yngri rúnaletrin með 16 stöfum
nýlega leyst hið eldra 24 rúna stafróf af hólmi.
Í ristunni á Röksteininum sem reistur var í
upphafi 9. aldar á Austur-Gautalandi (nálægt
Linköping), notar ristarinn Varinn bæði eldra
og yngra rúnastafrófið og einnig þrídeilurog
aðrar dulrúnir á margvíslegan hátt (2. mynd).
Steinninn ber með sér að ritlist hefur verið á
háu stigi á þessum slóðum í upphafi 9. aldar.
Ristur frá svipuðum tíma í Danmörku og Nor-
egi segja sömu sögu. 
Rúnir eru, eins og kunnugt er, oft nefndar í
Íslendingasögum og nægir þar að nefna Egils
sögu Skallagrímssonar, en ekki hefur fundist
nema ein rúnarista á Íslandi sem að líkindum
er frá víkingaöld, þ.e.a.s. 10. eða 11. öld en það
er obboðlítið spýtubrot sem fannst í Viðey
sumarið 1993. Ristan er illa farin og rúnirnar
verða því ekki ráðnar með vissu, nema eitt orð:
ást.
Nokkru yngri, eða frá fyrri hluta 12. aldar,
er slitin reka sem fannst í gamalli mógröf á
Indriðastöðum í Skorradal 1933. Blaðið er
sprungið en rúnirnar eru býsna vel varðveittar
og auðlesnar (3. mynd): Páll lét mik (gera),
Ingjaldur gerði (mik).
Frá því um 1200 eru rúnirnar á hurðinni frá
Valþjófsstað: ? sjá hinn ríkja konung hér
grafinn er vá dreka þenna.
Frá fyrri hluta 13. aldar, eru snældusnúðar
tveir, annar frá Hruna og hinn frá Stórumörk.
Á snúðnum frá Hruna stendur Þóra á mig og
er ekki útilokað að það sé nafn Þóru móður
Gissurar Þorvaldssonar, en hún bjó í Hruna
fyrstu þrjá áratugi 13. aldar. Á snúðnum frá
Stórumörk stendur rúnastafrófið og nafn Mar-
íu meyjar (4. mynd), sennilega í verndarskyni.
Sama hlutverk hefur sennilega rúnastafrófið á
brýnisbroti frá Hvammi í Dölum sem vel gæti
verið frá dögum Sturlunganna þar.
Á miðöldum breyttist rúnaletrið smám sam-
an fyrir áhrif frá latínustafrófinu. Á dögum
Ólafs Hvítaskálds var þeirri þróun að mestu
lokið og íslenska miðaldarúnaletrið komið í
nokkuð fastar skorður (5. mynd).
Um miðja 14. öld koma legsteinar með rúna-
letri til sögunnar, fyrr virðist ekki hafa tíðkast
að setja mönnum grafletur. 
Elstur er sennilega steinn frá Hjarðarholti,
að líkindum frá fyrri hluta 14. aldar, á honum
stendur: Hér hvílir Hallur Arason. Hallur
þessi er ekki þekktur með vissu úr öðrum
heimildum.
Næstelstur er legsteinn séra Marteins Þjóð-
ólfssonar á Höskuldsstöðum á Skagaströnd
sem lést árið 1383, er steinn hans enn í kirkju-
garðinum þar. 
Alls eru um 50 legsteinar með rúnaletri
þekktir, flestir frá 15. og 16. öld, nokkrir frá
17. öld og fáeinir frá 18. og 19. öld. Þeir eru
dreifðir um allt land, en virðast ekki hafa verið
algengir austanlands. Fallegasta og jafnframt
lengsta grafletrið er á legsteini frá fyrri hluta
15. aldar, sem enn er í kirkjugarðinum á
Grenjaðarstað (6. mynd): 
Hér hvílir Sigríð Hrafnsdóttir, kvinna
Bjarnar bónda Sæmundssonar.
Guð friði hennar sál til góðrar vonar. Hver
er letrið les, bið fyrir blíðri sál, syngi signað
vers.
Björn Sæmundsson bjó á Einarsstöðum í
Reykjadal og var kunnur maður á 15. öld. Sig-
ríður er ekki þekkt úr öðrum heimildum en
gæti hafa verið dóttir Hrafns lögmanns Guð-
mundssonar.
1551 gaf Þórunn Jónsdóttir Arasonar
Grundarkirkju þrjá útskorna stóla til minn-
ingar um föður sinn og bræður. Á einum
þeirra er lengsta rúnarista landsins. Framan á
stólbakinu stendur Hústrú Þórunn á stólinn,
en Benedikt Narfa(son gerði hann?). Framan
á stólnum eru dýrahringirnir, allir merktir
með nafni og mánuði í rúnaletri.
Þeim sem leggja á sig að klifra upp í Para-
dísarhelli undir Eyjafjöllum og skoða rúnak-
rotið á hellisgólfinu verður einnig ljóst að
margir gátu brugðið fyrir sig rúnum, en þar
eru ennþá um 30 mannanöfn í rúnaletri læsileg
ásamt kroti af ýmsu tagi. Hér hafa menn um
aldaraðir gist eða hafst við um stundarsakir og
stytt sér stundir við að krota nöfn sín á hellis-
gólfið. Elstu rúnirnar eru með fullri vissu frá
15. öld, þar á meðal ristan Hér kom síra Stein-
móður. Steinmóður Bárðarson var á 15. öld
ábóti í Viðey. Í ágúst 1451 var hann á Núpi
undir Eyjafjöllum og hefur sennilega þá komið
í hellinn, enda er hann í heimildum sagður
vera duglegur og harðskeyttur (7. mynd).
Af ofansögðu er ljóst að rúnalist var hér í
fullum blóma á 17. öld þegar Arngrímur lærði
ritaði Crymógæu (1609) til að kynna íslenska
sögu og bókmenntir á Norðurlöndunum og
meginlandi Evrópu. Hann vissi að í Danmörku
og á hinum Norðurlöndunum voru til steinar
með rúnaletri sem jafnvel voru taldir vera frá
því fyrir syndaflóð. En í staðinn fyrir að skýra
frá því að hér væru enn lagðir steinar með
rúnaletri á leiði manna og margir kynnu skil á
rúnum kemst hann svo að orði: Víst er að enn
sjást nokkrir steinar hjá oss með áletrunum
sem margir geta ennþá lesið og skrifað. En
þær eru á tungu vorri með öllu óbreyttri.
Daglegt móðurmáls rit 
Um rúnir á Íslandi
Eftir Þórgunni
Snædal
thorgunn.
snaedal@raa.se
2. mynd Á þessum fræga steini sem stendur við Röks kirkju ekki allangt frá Linköping í Austur-
Gautlandi má sjá dulrúnir sem voru þekktar á Íslandi alveg fram á 19. öld. Meðal anars haugbúa-
letur, hjálmrún í neðstu línu,tjald eða spjaldrúnir eftst. 
7. mynd Risturnar í Paradísarhelli. Teikning eftir séra Steingrím Jónsson 1817. 
4. mynd Á snældusnúðinn frá Stórumörk er rist
nafn Maríu meyjar og rúnastafrófið, sennilega í
verndarskyni. 
Ljósmynd Bengt A. Lundberg.
3. mynd Rekan frá 12. öld fannst í gamalli mó-
gröf við Indriðastaði í Skorradal 1930. Á henni
eru nöfn Ingjalds sem gerði rekuna og Páls sem
lét gera hana

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16