Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Reykjavíkurvegur - Hf. Byggingaréttur Nýkomin í sölu heil húseign, ca 450 fm, rúmgóð sérlóð, möguleiki á byggingarrétti m.a. íbúðir o.fl. Frábær stað- setning. Verðtilboð. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Hamravík 18 - Sérinngangur Mjög glæsileg og vel skipulögð3ja herbergja 105,5 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi í fallegu fjölbýlishúsi. Flísalögð forstofu með skáp. Tvö stór svefnherbergi með skápum. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með bað- kari, glugga og innréttingu. Geymsla með hillum sem er nýtt í dag sem vinnuherbergi. Björt stofa og stórt og glæsilegt eldhús með fallegum inn- réttingum, fallegum stjórum hornglugga og útgangi út á rúmgóðar suðvest- ur svalir. Stór innrétting er í eldhúsi og pláss fyrir borðstofuborð. Inn af eldhúsi er stórt þvottahús með glugga sem hægt er að nýta líka sem geymslu. Í eigninni eru stórir gluggar sem gefa góða birtu. Parket á gólfum. Verð 23,9 millj. Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100 Guðmundur St. Ragnarsson - Löggildur fasteignasali Strandvegur 26 - 210 Garðabæ OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, KL.16-17 Stórglæsileg 2ja-3ja herb. íbúð ásamt stæði í bílageymslu í Bryggjuhverfinu í Garðabæ. Allar innréttingar, tæki og gólfefni eru fyrsta flokks. Möguleiki er á að bæta við öðru svefnherbergi í íbúðinni. Þetta er eign fyrir vandláta. Allar nánari upplýsingar gefur Marel Baldvinsson s: 846-8409 eða á skrifstofu Húseignar í síma 585-0100. Verð 23,9 millj. Bjalla 0201 19. - 27. maí Þetta er vorferð að Bodenvatni, sem er fegursta vatn Þýskalands og að Luganovatni í Sviss. Gistum m.a. við Bodenvatn í 4 nætur og förum í skoðunarferðir til Lindau, Konstanz og ekki má gleyma blómaeyjunni Mainau. Seinni hluti ferðarinnar er við vatnið Lugano í Sviss, þaðan sem farið verður í skoðunarferðir að Maggiorevatni, Ascona, Locarno og fleiri litlir bæir sóttir heim. Fararstjóri: Marianne Eiriksson s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Verð: 108.600 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið. Vor 4 Bodensee - Lugano „ÖFUGT við sprengingar samtím- ans, sem ætlaðar eru til eyðilegg- ingar, þá eru sprengingar mínar ætl- aðar til að gæða hlutina lífi og aukinni merkingu,“ segir listamaðurinn og arkitektinn Guðjón Bjarnason en í dag verður opnuð sýning á verkum hans í Listasafni Reykjavíkur sem ber yfirskriftina „AFsprengi HUgs- unar – Sprengiverk Guðjóns Bjarna- sonar“. Það mætti segja að pensill Guðjóns væri einna helst dínamítið en sprengiverk hans, þar sem hann sprengir í sundur stálrör og stillir síð- an bútunum upp, hafa vakið mikla at- hygli hér heima og erlendis. Að sögn listamannsins eru verk hans hugsuð sem persónuleg yfirlýsing um merk- ingu og hlutverk listarinnar í sjálfri sér innan samtímans. Verkin eru í senn óendanleg og afmörkuð. Að örva skynjunina Í porti Hafnarhússins er ákaflega stórt verk sem fyllir vel út í portið. Það ber heitið „MurMur Woogie De- sert“ og er um að ræða ótal brot úr málmstrendingum sem sprengdir voru upp í grjótnámu í Geldinganesi. Brotunum hefur síðan verið stillt upp í portinu af mikilli nákvæmni. „Þetta verk er endurgerð atburðarins í Geldinganesi,“ segir Guðjón. „Að vissu leyti er verið að endursviðsetja atburðinn til þess að skilja raunveru- lega hvað gerðist.“ Guðjón leggur mikið upp úr þessu líkingahlutverki myndlistarinnar, að myndlistin eigi að örva og efla skynjun okkar svo við áttum okkur á því sem er að gerast í samtímanum hverju sinni. Brotunum raðað Í fjölnotasalnum verður sýnt kvik- myndaverk sem Guðjón gerði í sam- vinnu við Helga Sverrisson kvik- myndagerðarmann. Það er fimm mínútna verk sem sýnir hægfara um- myndun skúlptúrsins í portinu. „Þar er sýnt það sem raunverulega gerðist við myndun skúlptúrsins og það fært yfir í ljóðrænt form. Enn og aftur er hér verið að benda á eyðilegginguna sem möguleika á að verða skapandi og jákvæður kraftur en ekki öfugt. Það má segja að verk mín fjalli um að búa til óafturkræft og eyðilagt ástand þar sem manneskjan getur end- urraðað brotunum í huganum og reynt að skapa úr þeim heillegt ástand.“ Akkilesarhæll Á annarri hæð safnsins eru um tuttugu skúlptúrar sem hefur verið komið fyrir á víð og dreif um salinn. Að þessum skúlptúrum hefur hann unnið meira og minna síðastliðinn áratug í grjótnámum við jaðar borg- arinnar. „Hugmyndin er að gæða dautt byggingarefni lífi með því að gæða það nýjum merkingarfræði- legum möguleikum við sprenginguna. Við það að sprengja verkin opnast ný- ir merkingarmöguleikar.“ Guðjón lítur svo á að listamaðurinn sjálfur sé akkilesarhæll sköpunar þar sem inni í hverjum listamanni séu alltaf takmörk fyrir ímyndunaraflinu. Með sérstökum aðferðum sé aftur á móti hægt að losa um allar slíkar hömlur. „Með því að notast við sjálf- ræna miðla eins og dínamít er lista- verkið skapað fyrir mann. Þannig nær maður að fara fram úr hugs- uninni og búa til eitthvað sem er list- þrungnara,“ segir Guðjón. Listaverkabók kynnt Í fjölnotasalnum verður sýnt upp- kast að bók sem kemur út í tengslum við sýninguna. Þar má lesa texta eftir tuttugu og átta erlenda fræðimenn. Þetta eru ýmist arkitektar, skáld, listamenn, listgagnrýnendur eða sagnfræðingar og skrifa um verk Guðjóns frá sínum sjónarhóli. Meg- intextann skrifar dr. Richard Vine, ritstjóri Art in America, en hann verður viðstaddur á sunnudaginn þar sem fjallað verður um verk Guðjóns. Auk þess mun hann flytja sjálfstæðan fyrirlestur á miðvikudaginn um meg- inþætti alþjóðlegrar listsköpunar. Myndlist | Guðjón Bjarnason sýnir í Listasafni Reykjavíkur Skapandi eyðilegging Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Verk Guðjóns eru hugsuð sem persónuleg yfirlýsing um merkingu og hlut- verk listarinnar í sjálfri sér innan samtímans. PÍANÓKONSERT nr. 2 eftir Shostakovich verður meðal efnis á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í Seltjarnarneskirkju í dag. Stjórnandi er Óliver Kentish og einleikari Ástríður Alda Sigurð- ardóttir. Á tónleikunum verður einnig fluttur forleikur að óperu Rossinis, Rakaranum í Sevilla, og verkið Vo- calise eftir Rachmaninov leikið. Í tilkynningu segir að með flutn- ingi píanókonsertsins taki hljóm- sveitin þátt í þeirri endurvakningu á verkum Shostakovich sem átt hef- ur sér stað á síðustu árum hér á landi. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð 1990 og eru meðlimir hennar flestir með langt tónlist- arnám að baki en hafa atvinnu af öðru en hljóðfæraleik. Tónleikarnir í Seltjarnar- neskirkju hefjast kl. 17 og fá nem- endur og eldri borgarar helmings- afslátt af miðaverði. Shostakovich í Seltjarnarneskirkju Morgunblaðið/Ásdís Ástríður Alda Sigurðardóttir er einleikari á tónleikum Sinfón- íuhljósmveitar áhugamanna. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.