Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 21 EFTIR hálfrar aldar einræði fjór- skipta taktsins er hér loks farið að rofa til með auknum vinsældum Balkan-hrynja. En þar með er ekki upptalinn sjarmi slavneskra þjóð- laga því melódísk auðgi þeirra er alveg sér á parti. Nátengd þjóð- tungunum eystra sem KH lagði á sig ómælda en árangursríka auka- vinnu til að koma til skila. Eftir fyrstu 4 a cappella kórlögin frá Ungverjalandi, Búlgaríu og Sló- vakíu lék Bardukha-kvartettinn 2 klezmerlög og 1 tyrkneskt, en síð- an með kórnum serbneskt lag, 6 lög frá Mæri og loks hið seiðandi sjöskipta Erghen Diado (dúm- dakadakada-dúm-da-da!) sem búlg- örsku stúlkurnar í Angelite sungu á síðustu Listahátíð. Flest í ljóm- andi fallegum flutningi. Og þó ekki reyndi KH við suðrænu raddbeit- inguna, var söngurinn yfirleitt hreinn og samtaka. Vantaði aðeins herzlumun sönggleði og krafts, einnig í spilamennskunni, til að skila a.m.k. einni aukastjörnu. Slavneskur seiður TÓNLIST Hafnarborg Þjóðleg tónlist frá Austurevrópu. Kamm- erkór Hafnarfjarðar og þjóðlagakvartett- inn Bardukha u. stj. Helga Bragasonar. Miðvikudaginn 21.3. kl. 20. Kórtónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson SÝNING á verkum franska mynd- listarmannsins Pierre Huyghe stendur nú yfir í þremur sölum Listasafns Reykjavíkur í Hafn- arhúsi. Huyghe hefur verið áberandi á stórum alþjóðlegum sýningum og vakið athygli fyrir fjölbreytt verk unnin í margvíslega miðla. Huyghe sýnir verk sín bæði í hefðbundnum sýningarrýmum og öðrum opinber- um stöðum. Í hefðbundnum sýning- arrýmum leggur Huyghe áherslu á að þróa form myndlistarsýninga, hafa áhrif á viðmið og nálgun við myndlistina með framsetningu sem einkennast af hreyfanleika og óstöð- ugleika. Slík framsetning sem sam- tímalistin hefur tileinkað sér ögrar þeirri reglu og stöðugleika sem ein- kenna myndlist í hefðbundnu sýning- arrými. Titill sýningarinnar Í beinni – við- burður verður að sýningu sem nær þó ekki merkingu ensku útgáfunnar Life-show as exhibition vísar til þess- arar viðleitni listamannsins að skapa lifandi hreyfanlega og gagnvirka inn- setningu þar sem lýsing spilar stóran þátt í upplifun áhorfenda. Á sýningunni eru þrjú aðskilin kvikmynda- eða myndbandsverk sem sýnd eru í sitthvorum sal með skjávarpa. Myndirnar eru allar á mörkum þess að vera skrásetning at- burða sem listamaðurinn hefur stað- ið fyrir í anda heimildamynda og sjálfstæðra verka þar sem auga myndavélarinnar er notað til þess að endurvinna efnivið heimildarinnar. „Ferð sem ekki var farin“ er titill myndar sem sýnir áhrifamikinn leið- angur á suðurpólinn í leit að áður óþekktri eyju og hvítingjamörgæs sem goðsagan segir að hafist þar við. Það að goðsagan er ný og búin til af listamanninum dregur ekkert úr áhuga leiðangursmanna né áhorf- enda, enda finnum við oftast það sem við leitum að. Frábærlega fallegar myndatökur af seglskipi siglandi um í samfelldum krapa hafís í seigum öldugangi eru ógleymanlegar og seiðandi. Brölt leiðangursmanna með risastóra ljósaperu og uppblás- inn plastbelg í stórbrotinni auðninni fyrir framan hóp mörgæsa sem eru áhorfendur gjörningsins ásamt myndavélinni sýnir hvernig hin ótrú- legustu uppátæki mannsins birtast sem hluti af ótrúlegum uppátækjum náttúrunnar. Hinn undarlegi seiðandi sam- hljómur náttúru listar og tækni í verkinu er brotinn upp í myndinni með innskotum úr öðrum gjörningi sem framinn var í Central Park í New York og vísar í endurgerð eða túlkun á hinum fyrri. New York- gjörningurinn er sviðsettur þoku og ljósagjörningur í skýjakljúfalands- lagi þar sem ísjakarnir eru end- urgerðir í svörtum lit og áhorfendur standa plastklæddir í vatnsúðanum og fylgjast með jafn dáleiddir og mörgæsirnar á Suðurskautinu. Þrátt fyrir að miklir leikhúsgjörningar séu oft á tíðum mögnuð upplifun skilar myndavélin seinni gjörningnum ekki eins vel til áhorfanda myndarinnar enda ólíku saman að jafna. „Nú er ekki tími til að láta sig dreyma“ er titill kvikmyndar sem upprunalega var unnin úr brúðuleik- hússýningu sem hann setti á svið í byggingu Harward-háskóla og sýnir baráttu arkitektsins Le Corbusier við að fullgera bygginguna og svip- aða upplifun listamannsins við að vinna verkið fyrir skólann. Önnur kvikmynd, Streamside-hátíðin, er tekin á hátíð sem listamaðurinn sjálf- ur stóð fyrir í nýlegu og ófrágengnu úthverfi í Bandaríkjunum. Í sýning- arskrá segir að Huyghe skapi „við- burð fullan gleði og siðum sem verða munu raunverulegur þáttur í árleg- um hátíðarhöldum bæjarbúa“. Huyghe gefur sér að ímyndunar- aflið sé tæki til að skapa raunveru- leika og sviðsetningar hans á atburð- um eru raungerðar ímyndanir sem eru skrásettar með skírskotanir í að- ferðir heimildamynda. En eins og í heimildarmyndum þá er framsetning Huyghe á hinum sviðsettu atburðum engan veginn hlutlausar. Á meðan strengjabrúður hans í brúðuleikhús- inu í Harward-háskóla ná að lifna við og túlka á næman og tilfinningaríkan hátt atburðarás hugmynda, sköp- unar og samskipta þá er allt önnur nálgun notuð í myndinni um Strem- side-hátíðina. Myndataka og hljóð- vinnsla myndarinnar virðist til þess ætluð að ýkja upp tómleika og inni- haldslausa skemmtun íbúanna. Myndavélinni er stöðugt beint að ófrágengnum lóðum hverfisins sem er í byggingu, gleðisnauðum börnum í grímubúningum sem bíða eða eru að borða staðlaðan amerískan grill- mat. Í skotum sem sýna tónlistar- atriði hefur tónlistin verið skrúfuð niður og andrúmsloft úthverfalegrar firringar er allsráðandi. Í viðtali Rögnu Sigurðardóttur við Huyghe í Lesbók Morgunblaðsins 24. febrúar segir hann að hverfið sé allt mjög gervilegt, en með þeim formerkjum að vera upprunalegt, ekta og í tengslum við náttúruna. Það sé sann- kölluð dystópía, andstæða út- ópíunnar. Huyghe virðist því með myndinni vera að skapa goðsögu dy- stópíunnar með myndinni um Streamside-hátíðina, og í því sam- hengi kemur ekki á óvart að hátíðin hefur lognast út af þar sem íbúarnir hafa kannski ekki haft áhuga á að vökva akkúrat það fræ sem listamað- urinn gróðursetti hjá þeim. Gjörningur Huyghe með hluta úr safneign Listasafns Reykjavíkur snýst um að sýna verkin í öðru og fjölbreyttara ljósi en við eigum að venjast. Samspil myrkurs, rökkurs og tilviljanakenndrar lýsingar með lituðu ljósi á einstök verk er vel heppnuð leið til þess að upplifa verk- in á allt öðrum nótum en áður. Inn- setningin sem slík kemst næst því að gera sýningu að viðburði öfugt við kvikmyndirnar. Sýningin í heild er skemmtileg og fersk þar sem frásagnargleðin er í fyrirrúmi og hugmyndin um sköpun raunveruleika er afhjúpuð og upp- hafin í senn. Fólk ætti að gefa sér góðan tíma á safninu því hver kvik- mynd tekur tæpan hálftíma í spilun og hver um sig nær að halda athygl- inni allan tímann. Raunveruleikinn sem goðsaga Morgunblaðið/Kristinn Pierre Huyghe Sýningin í heild er skemmtileg og fersk þar sem frásagnargleðin er í fyrirrúmi. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Sýningin er hluti af menningarveislunni Pourquoi Pas? Franskt vor á Íslandi. Stendur til 29. apríl. Opið daglega kl. 10–17. Aðgangur 500 kr., gildir í þrjá daga í öll hús Listasafns Reykjavíkur. Ókeypis á fimmtudögum. Pierre Huyghe – Í beinni, viðburður verður sýning Þóra Þórisdóttir FYRSTU útskriftartónleikar tón- listardeildar Listaháskóla Íslands af tíu á þessu vori voru í Salnum á laugardag. Ástæða er til að benda tónlistarunnendum á röðina, enda ekki aðeins ókeypis aðgangur held- ur veitir hún einnig ferska innsýn í það sem koma skal. Eftir Benedikt Hermann Her- mannsson var frumflutt Samstaða (2007; 13’) fyrir 22 manna blás- arasveit, er utan kyrrstæðra pedal- staða bar fjölskrúðugan keim af blóðheitri kjötkveðjuhátíð. Kraft- mikið verk en áheyrilegt, enda ófeimið við púlsrytma, lagrænu og dúr-moll-skotið tónmál innan um ómstríðari kafla. BR komst allvel frá því atriði undir skeleggri stjórn Kjartans Óskarssonar, en síður frá æsku- verki Richards Strauss, Svítu í B Op. 4 f. 13 blásara (1884) er vantaði léttleika og snerpu. Bezt tókst henni upp í Konsert Kurts Weill f. fiðlu og blásara Op. 12 (1924) þar sem einleikarinn fór á það miklum kostum í úthaldskrefjandi grip- dýraflækjum höfundar að vippað hefði öllu upp um stjörnu að Strauss slepptum. Ung ómstríðni Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Salurinn Benedikt Hermann Hermannsson: Sam- staða (frumfl.) auk verka e. R. Strauss og Weill. Una Sveinbjarnardóttir fiðla; Blásarasveit Reykjavíkur u. stj. Kjartans Óskarssonar. Laugardaginn 31. marz kl. 17.  Kammertónleikar ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 36 91 7 3/ 07 ‘07 70ÁR Á FLUGI Það er bæði þroskandi og gaman að sjá sig um í heiminum. Gjafabréf frá Icelandair, full greiðsla eða innborgun upp í flugfargjald, er fermingargjöf sem opnar nýjar leiðir. Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabréf GEFÐU FERÐALAG Í FERMINGARGJÖF AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.