Morgunblaðið - 30.06.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 21
MENNING
Á FIMMTU tónleikum sum-
artónleikaraðar veitingahúss-
ins Jómfrúarinnar við Lækj-
argötu í dag leikur kvartett
saxófónleikarans Jóels Páls-
sonar. Aðrir hljóðfæraleikarar
eru Eðvarð Lárusson gít-
arleikari, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson á kontrabassa og
Scott McLemore á trommur.
Fluttir verða standardar og
minna þekkt efni í bland.
Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17.
Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veð-
ur leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er
ókeypis.
Tónlist
Kvartett Jóels á
Jómfrúnni í dag
Jóel
Pálsson
KRISTJÁN Steingrímur opn-
ar sýningu á nýjum teikningum
og málverkum í Jónas Viðar
Gallery á Akureyri í dag.
Á undanförnum árum hefur
Kristján Steingrímur í verkum
sínum skyggnst undir yfirborð.
Hann hefur dregið upp myndir
af hinu smágerða og oftast
ósýnilega í umhverfi okkar
með því að stækka það upp og
gefa því merkingu. Auk vinnu
að listsköpun hefur Kristján unnið við kennslu og
stjórnunarstörf, nú síðast sem deildarforseti við
Listaháskóla Íslands. Sýning Kristjáns Stein-
gríms stendur til 19. júlí.
Myndlist
Kristján Steingrím-
ur neðan yfirborðs
Kristján
Steingrímur
Í DAG verður opnuð í Lista-
safni ASÍ sýning á verkum í
eigu safnsins. Það var Ragn-
ar Jónsson, forstjóri Smára,
sem gaf ASÍ 120 listaverk að
gjöf sem stofn í Listasafn
ASÍ hinn 17. júní 1961 og
hefur safnið verið í stöðugum
vexti síðan. Sumarsýningin er
í öllu húsinu og spannar
breitt tímabil í íslenskri lista-
sögu. Í Ásmundarsal verða
sýnd málverk eftir listamennina Jóhannes Kjar-
val og Jón Stefánsson. Sýningin er opin frá kl.
13-17 alla daga nema mánudaga og stendur til
26. ágúst.
Myndlist
Fjallamjólkin
á sumarsýningu
Jóhannes
Kjarval
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞAÐ þarf stórt hljóðfæri til að geta
talað við foss. Verkið heitir Vocal, því
þarna fara fram ákveðin tjáskipti
fossins og hljóðinnsetningarinnar,“
segir Rúrí, sem hefur smíðað eitt
stærsta hljóðfæri sem sögur fara af
hér á landi. Rúrí er í Frankfurt í
Þýskalandi, og í kvöld fremur hún
gjörninginn VOCAL III – End-
angered við forna borgarmúra
Frankfurt-Höchst, á listahátíðinni
Schlossfest Frankfurt-Höchst.
Gjörningurinn átti að verða opnunar-
atriði hátíðarinnar, 9. júní, en vegna
ofsafengins þrumuveðurs sem gekk
skyndilega yfir rétt fyrir opnunarhá-
tíðina varð að fresta gjörningnum.
En hvernig talar maður við foss?
„Fossinn er svo máttugur að ég sá
ekki fram á annað en að ég yrði að
búa til hljóðinnsetningu sem hægt
væri að leika á, og ætti í fullu tré við
fossinn þegar leikið væri á hana,“
segir Rúrí, sem segir að tónlist-
armennirnir sem leika með henni,
Steingrímur Guðmundsson, Jón Geir
Jóhannsson og Tjörvi Jónsson, kalli
þetta hljóðfæri, þótt myndlistarmenn
myndu eflaust kalla það hljóð-
innsetningu. „Hljóðverkið er smíðað
á Íslandi og ég hef lagt mikið upp úr
því að verkin mín séu smíðuð heima
verði því komið við. Við eigum fullt af
góðu fagfólki sem kann margt fyrir
sér, hvort sem það eru smiðir, tækni-
fræðingar, kvikmyndamenn, verk-
fræðingar, tölvufræðingar, tónlist-
armenn eða aðrir, og það gefur mér
óskaplega mikið að vinna með slíku
fólki og njóta hæfileika þeirra. Tón-
listarmennirnir sem eru með mér
núna leggja til dæmis allir sína þekk-
ingu, reynslu og sköpun í verkið.“
Himnafossinn tók völdin
Í gjörningnum birtist fossinn í
risastórri mynd á tjaldi. „Það var nú
einmitt það sem gerðist við opnunina
– náttúran tók sjálf aðalhlutverkið í
þrumuveðrinu. Og þetta getur maður
nú ekki alltaf pantað. Þetta var mjög
sérstakt, og hefði verið gaman ef við
hefðum getað performerað með nátt-
úrunni. En rafmagnið datt út, og þá
var ekkert hægt að gera – það var
enginn viðbúinn þessum möguleika,“
segir Rúrí.
Hallarhátíðin í Höchst er fjölmenn
og vinsæl og stendur í rúman mánuð
í bæjarhluta Frankfurt sem heitir
Höchst og liggur við ána Rín.
Reykjavík er sérstakur gestur á
Hallarhátíðinni og yfirskrift hátíð-
arinnar að þessu sinni er Halló
Reykjavík.
Rúrí fremur gjörning með hljóði og mynd á Hallarhátíðinni Höchst í Frankfurt
Hvernig talar maður við foss?
Fossaföll Verk eftir Rúrí sem var á sýningu hennar Fossi á Kjarvalsstöðum í vetur. „Ég er enn að fjalla um foss-
inn og held mikið upp á hann,“ segir Rúrí. Nú glímir hún við fossa í Frankfurt.
Æfing Hljóðheimur hljóðfærisins
kannaður fyrir Þýskalandsferð.
TORSTENAndersson fær Carneg-
ieverðlaunin í ár fyrir árið 2008.
Þetta kunngjörði Carnegie-
stofnunin í gær, en verðlaunin eru
með stærstu verðlaunum sem
myndlistarmönnum hlotnast.
Dómnefnd var samdóma í áliti
sínu um að Andersson fengi fyrstu
verðlaun, en verðlaunaféð nemur
andvirði ríflega þrettán og hálfrar
milljónar króna.
Torsten Andersson er vel þekkt-
ur og virtur listmálari og þykja
verk hans sérdeilis kraftmikil. Í
umsögn dómnefndar sagði meðal
annars: „Með sitt sérstæða mynd-
mál hefur Torsten Andersson verið
í stöðugri framþróun á löngum
starfsferli.“
Kvikmyndir verðlaunaðar
Önnur verðlaun að andvirði lið-
lega fimm milljóna króna fær hinn
viðurkenndi danski listamaður
Jesper Just fyrir kvikmyndina Vic-
ious Undertow sem í skerpu og ná-
kvæmni minnir á málverkið. Just
hefur áður vakið athygli fyrir kvik-
myndir þar sem hann meðal annars
hefur tekið til meðferðar kynbund-
in hlutverk og félagslega kóða í
Hollywood-kvikmyndum.
Daninn John Kørner hlýtur
þriðju verðlaun að andvirði þriggja
og hálfrar milljónar króna fyrir sín
leikandi og glóandi málverk sem
sækja fyrirmyndir í daglegt líf.
Hann setur fram pólitískar spurn-
ingar í listsköpun sinni þar sem
grunnlitirnir gult og bleikt ein-
kenna verk hans. Styrk til yngri
listamanns að andvirði 900 þúsund
króna, hlýtur listamaðurinn Nath-
alie Djurberg fyrir sjónræna frá-
sagnarhæfileika í kvikmyndinni
New Movements in Fashion. Verð-
launin verða afhent við opinbera at-
höfn í Kiasma-nútímalistasafninu í
Helsinki þann 25. október 2007.
Samtímis verður sýning á verkum
listamannanna 26, sem dómnefndin
hefur valið úr hópi 143 tilnefndra,
opnuð. Íslenskir þátttakendur í sýn-
ingunni eru þau Þórdís Aðalsteins-
dóttir og Þór Vigfússon. Sýningin
kemur í Listasafn Kópavogs að ári.
Andersson
sá heppni
Tilkynnt um Carnegie-
listverðlaunin
Andersson Svona málar hann leiðið.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
NORSKI grafíklistamaðurinn Martin Due
sýnir þessa dagana ætingar og þurrnál-
armyndir í sýningarsal félagsins Íslensk graf-
ík, undir yfirskriftinni Form – sögur af lands-
lagi. Martin er mikill siglingagarpur og sigldi
ásamt fimm öðrum á skútu til Íslands og kom
að landi í fyrradag.
Martin mun sitja yfir sýningunni í dag og
um helgina, og verður því hægt að spyrja
hann út í grafíktækni verkanna beint.
Myndefni Due er norskt landslag, fjöll og
einnig bæir grafnir í koparplötur af hárfínni
alúð og nákvæmni. Due segir grafíkina kallast
á við mótun landslagsins, það hafi verið sorfið
til og grafið í árþúsundir. Á sama hátt með-
höndli hann efnivið grafíkmiðilsins, í þessu til-
felli koparplötuna, grafi í hana línur og dali.
„Málmurinn er unninn úr bergi og mynd-
listarmaðurinn vinnur svo í hann, líkt og öflin
móta landslagið,“ segir Due.
Myndlist í blóðinu
Due lauk mastersnámi í myndlist og hönn-
un frá háskólanum í Ósló og lærði graf-
íklistina af föður sínum, aldagamlar aðferðir á
borð við línuætingu og akvatintu. Afi hans var
listmálari og faðir hans grafíklista- maður.
Due á því myndlistarhæfileika sína ekki langt
að sækja.
„Ég er alinn upp í síðmódernískri myndlist-
arhefð, sem felur í sér að myndin eigi alltaf að
vera áhugaverð að forminu til, ekki aðeins
sagan á bakvið hana,“ segir Due.
Salur Íslenskrar grafíkur er við Tryggva-
götu 17, hafnarmegin. Sýningu Due lýkur 8.
júlí og er salurinn opinn kl. 14-17, frá fimmtu-
degi til sunnudags.
Morgunblaðið/Eyþór
Sægarpur Myndefni Martin Due er norskt landslag, fjöll og einnig bæir grafnir í koparplötur
af hárfínni alúð og nákvæmni. Grafíkin kallast á við mótun landslagsins.
Kom siglandi til sýningar